Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDÁGUR 30- MARZ 1990
4:w
ÚRSLIT
Handknattleikur
2. deild karla:
Fram—Ármann.................23:15
3. deild karla:
ÍRb-ÍS......................21:22
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið
Fylkir—Víkingur...............0:3
(— Atli Einarsson 2, Aðalsteinn Aðalsteins-
son).
Körfuknattleikur
NBA-deildin:
New Jersey—New York Knicks...106:101
Philadelphia 76ers—Boston Celtics .122:104
Washington Bullets—Denver....113: 99
Miami Heat—Orlando Magic.....109:104
Detroit Pistons—Charlotte....106: 97
Chicago Bulls—Cleveland......117:113
(Eftir framlengingu).
Minnesota—Sacramento Kings... 93: 88
LA Lakers—LA Clippers........106: 99
Evrópukeppni meistaraliða:
Maccabi Tel Áviv (Ísr.)-Salonika (Grikkl.) 94:92
Jugopl. Split (Júgósl.)-Lech Poznan (Póll.).98:74
Skíði
Stefánsmótinu á skíðum lauk í Skálafelli
um sl. helgi. Úrslit í flokkum fullorðinna
urðu þessi:
Stórsvig kvenna:
Heiða B. Knútsdóttir, KR 1:25,21
Þórdís Hjörleifsdóttir, Víkingi 1:26,57
Steinunn Sæmundsdóttir, Ármann 1:27,77
Stórsvig karla:
Ömólfur Valdimarsson, ÍR 1:18,80
Helgi Geirharðsson, Ármann 1:19,35
Steingrimur Walterssonm, Ármann 1:19,96
Ólafur Örn Ólafsson, Ármann 1:21,33
HANDKNATTLEIKUR
Essen vill Héðin!
„Kitlar að fara til Þýskalands-
meistaranna," segir Héðinn Gilsson
ÞÝSKALAIMDSMEISTARAR TUSEM Essen í handknattleik hafa
sýnt áhuga á að fá Héðin Gilsson, landsliðsmann í FH, til liðs
við sig fyrir næsta keppnistímabil. Dusseldorf hefur þegar
boðið Héðni til sín, en landsliðsmaðurinn sagði við Morgun-
blaðið í gær að Essen væri meira spennandi lið.
„Þetta er spennandi dæmi og það
kitlar óneitanlega að fara til
Þýskalandsmeistaranna, ef tæki-
færið býðst. Ég ákveð hins vegar
ekkert með framhaldið fyrr en
eftir heimsóknina til félaganna,
en eins og staðan er nú eru mikl-
ar líkur á að ég leiki í Þýskalandi
næsta keppnistímabil.“
Essen hefur góða reynslu af
íslendingum. Alfreð Gíslason var
lykilmaður hjá liðinu og það varð
m.a. Þýskalandsmeistari undir
stjórn Jóhanns Inga Gunnarsson-
ar, þjálfara.
Essen vildi fá Alfreð Gíslason
aftur og gera við hann
langtímasamning, en Alfreð gerði
tveggja ára samning við spænska
félagið Bidasoa í fyrra og leikur
því með Spánveijunum næsta
keppnistímabil. Hann fór til Essen
eftir Heimsmeistarakeppnina í
Tékkóslóvakíu og ræddi við for-
ráðamenn félagsins, en í fram-
haldi af þeim viðræðum beindust
augu Essen að Héðni.
Héðinn fer í apríl til þýsku fé-
laganna til að kynna sér nánar
hvað þau hafa upp á að hjóða.
Héðínn Gilsson segir miklar líkur á að hann leiki í V-Þýskalandi næsta vetur.
ímmR
FOLK
I MONICA Fougstedt frá
Svíþjóð mun veija mark Breiða-
bliks í 1. deild kvenna í knatt-
spyrnu í sumar, auk þess að þjálfa
markverði yngri flokka. Hún er 23
ára og lék með GAIS frá Gauta-
borg í sænsku úrvalsdeildinni
ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttir
sem leikur með Breiðabliki. Fo-
ugstedt sagði að sig hefði langað
til að breyta til og ákveðið að skella
sér til íslands. Hún sagðist vonast
til að falla vel inní liðið og ná að
kenna yngri stelpunum eitthvað.
H ARNI Þór Freysteinsson, sem
lék með íslandsmeisturum KA í
knattspyrnu í fyiTa, hefur ákveðið
að ganga til liðs við Þrótt Nes-
kaupstað. Agnar Arnþórsson,
sem lék með Val Reyðarfírði, leik-
ur einnig með Þrótti í sumar.
Agassi Piontek
■ ANDRE Agassi hefur ákveðið
að gefa ekki kost á sér í lið Banda-
rikjanna sem mætir Tékkósló-
vakíu í Prag í fjórðungsúrslitum
Davis-bikarsins í tennis um helg-
ina. Hann lenti í rifrildi við fyrirliða
liðsins, Tom Gorman, sem bannaði
honum að taka með sér fjögurra
manna hóp aðstoðarmanna. Ken
Flach tekur sæti Agassis en þessi
skipti veikja liðið verulega.'Tékkar
leika reyndar án Miloslavs Mecirs
en ættu þó að eiga ágæta mögu-
leika.
■ MIKIL spenna er í bandarísku
háskólakeppninni í körfuknattleik.
Fjögur lið eru eftir og ljóst er að
nýir háskólameistarar verða kiýnd-
Morgunblaðiö/Logi
Monica Fougstedt frá Svíþjóð
leikur með Breiðabliki í sumar.
ir þarsem ekkert liðanna hefur náð
að sigra í keppninni. UN Las Veg-
as, Georgia Tecb, Arkansas og
Duke eru komin áfram en síðasti
hluti úrslitakeppninnar hefst á
sunnudaginn. Af sextíu leikjum sem
farið hafa fratn hefur aðeins 27
lokið með meira en þriggja stiga
mun og sýnir það best hve spenn-
andi keppnin er.
■ SEPP Piontek, fyrrum þjálfari
danska landsliðsins í knattspyrnu,
segir að Færeyingar séu sýnd veiði
en ekki gefin í undankeppni HM í
knattspyrnu. „Þeir leika svipað og
Danir og hafa mikla tækni. Flest
lið ættu að sigra þá en þau verða
að hafa fyrir því,“ segir Piontek.
■ FYRSTA golfmót ársins fer
fram um helgina. Það er Öskjuhlíð-
armótið og fer fram í golfhermin-
um í Öskjuhlíð. Keppni hefst í dag
og stendur fram á sunnudag en
leikið er í einum flokki.
■ BUBBI Morthens, lagahöfund-
ur og söngvarinn góðkunni, hefur
ákveðið að taka þátt í íslands-
meistaramótinu í ólympískum lyft-
ingum, sem fer fram í Garðalundi
í Garðabæ á morgun. Bubbi kepp-
ir undir merkjum KR í 75 kg flokki
og kemur hann til með að blanda
sér í baráttu um meistaratitil.
I ALLIR bestu lyftingamenn
landsins taka þátt í mótinu, sem
hefst kl. 14. Kappar eins og Har-
aldur Olafsson, LFA, Guðmundur
Helgason, KR, Baldur Borgþórs-
son, KR og Guðmundur Sigurðs-
son, ÍR.
SPJOTKAST
Heimsmeistarínn til íslands?
Líkur eru á því að heimsmeistarinn í spjótkasti, Svíinn Patrik Bod-
en, taki þátt í spjótkastkeppni á Landsmóti ungmennafélaganna
sem fram fer í Mosfellsbæ í sumar. Boden setti heimsmet fyrir rúmri
viku er hann kastaði spjótinu 89,10 metra.
Unnið er að því að koma á sterkri keppni í spjótkasti þar sem Ein-
ar Vilþjálmsson, Sigurður Einarsson og Sigurður Matthíasson myndu
kepppa, auk Bodens.
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNIN
Oddaleikurinn í ná-
grannaslagnum í kvöld
Nágrannaliðin Keflavík og
Njarðvík eigast við í þriðja
sinn í í úrslitakeppninni um íslands-
meistaratitilinn í körfuknattleik og
fer leikurinn fram i
FráBimi íþróttahúsinu í
Blöndal Keflavík. Það lið
íKeflavík sem sig-rar leikur
síðan til úrslita við
KR sem sigraði Grindvíkinga í
tveim leikjum.
Keflvíkingar sigruðu í fyrsta
leiknum, 83:82, í Keflavík en
Njarðvíkingar svöruðu með örugg-
um sigri, 96:83, á heimavelli.
íslandsmeistarar Keflvíkinga eru
eina liðið í úrvalsdeildinni sem ekki
hefur tapað leik á heimavelli í vet-
ur. Þeir hafa til þessa leikið 17 sig-
urleiki í deildar og bikarkeppninni
í Keflavík þó litlu hafi munað í
siðasta leik, sem var fyrsta viður-
eign nágrannanna í úrslitakeppn-
inni.
„Við munum að sjálfsögðu leggja
allt í sölumar og stefnum að sigri,“
sagði Guðjón Skúlason ein helsta
skytta og stigahæsti leikmaður ÍBK
í samtali við Morgunblaðið um leik
liðanna í kvöld. „Árangur okkar
heima í vetur gefur tilefni til að
vera bjartsýnn, en við vinnum ekki
þennan leik á fyrri árangri. Það sem
ræður úrslitum verður hvernig okk-
ur tekst upp í síðari hálfleik. Við
misstum flugið í síðari hálfleik
bæði í bikarúrslitaleiknum og í
Njarðvík á miðvikudaginn og töpuð-
um. Njarðvíkingar eru með gott lið
og ég get nefnt leikmenn eins og
ísak Tómasson. Hann skorar ekki
Morgunblaðið/Einar Falur
Patrick Releford og Falur Harðarsson voru kjörnir bestu leikmenn bikarúr-
slitaleiksins. Þar hafði Releford betur en í kvöld fær Falur tækiféeri til að svara
fyrir sig.
mörg stig en hann liðinu geysilega
mikilvægur bæði í vörn og sókn.
Einnig get ég nefnt þá Patrick
Releford og Teit Örlygsson. Þrátt
fyrir stranga gæslu hafa fyrri hálf-
leikirnir verið sæmilegir hjá mér í
þessum leikjum, en í þeim síðari
hef ég ekki fengið næga hjálp frá
samherjum mínum en úr því ætlum
við að bæta í kvöld,“ sagði Guðjón.
„Það var sárt að kasta frá sér
sigrinum í Keflavík um daginn, en
það verður ekki aftur tekið og við
látum það ekki endurtaka sig í
kvöld,“ sagði Teitur Örlygsson í liði
Njarðvíkinga. „Við vorum undir
mikilli pressu á miðvikudaginn, því
við urðum að sigra í þeim leik. Nú
er meiri pressa á Keflvíkingum og
það ætlum við að nýta okkur. Guð-
jón fær sérstakan gæslumann eins
og í fyrri leikjum, hann er geysilega
góður leikmaður sem við verðum
að stöðva. Sandy Anderson er einn-
ig mjög góður og engin tekur eins
mörg fráköst. Eins má nefna þá
Magnús Guðfinnsson og Nökkva
Jónsson sem hafa leikið mjög vel í
síðustu leikjum. Við ætlum okkur
að byija vel og ná strax upp góðu
forskoti og ef það gengur eftiráÉM
munum við standa uppi sem sigur-
vegarár í lokin,“ sagði Teitur Órl-
ygsson.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Met hjá Jordan
Michael Jordan setti persónu-
legt met í fyrrakvöld er
Chicago sigraði Cleveland á úti-
velli, 113:111, í framlengingu í
BHH NBA-deildinni.
Frá Gunnari Jordan gerði 69 stig
Valgeirssyni i 0g tók 18 fráköst í
Bandaríkjunum leiknum. Aðeins þrír
leikmenn hafa gert
fleiri stig, en stigakóngurinn sjálf-
ur, Wilt Chamberlain, á metið, 100
stig. Enginn hafði þó náð að gera
fleiri en 68 stig síðan 1978 þartil
Jordan tók sig til í Cleveland. Þess
má geta að hann var með 62% skot-
nýtingu og 91% nýtingu úr vítaskot-
um.
Magic J ohnson meiddist í leik
Los Angeles Lakers gegn Portland
í á þriðjudaginn en Portland sigraði
130:111. Hann lék ekki með í
fvrrrakvöld er liðið sigraði Clippers
og missir líklega af einum leik til
viðbótar en Lakers er nú í efsta
sæti deildarinnar, hefur tapað ein-
um leik færra en Detroit.
Michael Jordan gerði 69 stig ge^r
Cleveland.