Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 3
MORGliINBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 3 704 STARFSMENN VEGA MEIRA EN 60.000.000 KG AF TÆKJUM OG BÚNAÐI STERKIR HLEKKIR í STÓRRIFLUTNINGAKEÐTU Flutningaþjónusta EIMSKIPS byggist að miklu leyti á öflugum tækjum og búnaði. Sérhæfð gámaskip, sérsniðnir gámar, vöruskálar, lyftarar og Jakinn sterki ásamt sívakandi upplýsingakerft eru nauðsynleg forsenda þess að íyrirtækið fái sinnt marg- breytilegum þörfum viðskiptavina sinna. En öll tæki kæmu fyrir lítið ef ekki nyti við hæfra starfsmanna. Þeir gæða tækin lífi með hugviti sínu og frumkvæði og tengja þannig saman flutn- ingakeðju fyrirtækisins. Þess vegna má líta svo á að hinir 704 starfsmenn EIMSKIPS séu þyngri á metunum en 60.000 tonn af fullkomnum tækjabúnaði félagsins. ÞEKKING Á ÞEKKINGU OFAN Hjá EIMSKIP myndar sérþekking hundruða einstaklinga sterka heild. Þar gildir einu hvort um er að ræða sjó- menn, bflstjóra, hafnarstarfsmenn, skrif- stofufólk, stjómendur eða aðrar starfs- stéttir. Það er í krafti þéssarar kunnáttu sem EIMSKIP hefur meðal annars bætt flutn- ingaráðgjöf við þjónustu sína. Þannig getur félagið tekið þátt í upp- byggingu á flutningakerfum fyrirtækja frá grunni. VILJINN TIL AÐ GERA ENNBETUR Flutningar em margslungnir en starfs- menn EIMSKIPS einfalda flókið mál. Alúð og samstilling stuðla að réttri vöm- meðferð og starfsfólkið leggur metnað sinn í að áætlanir standist, hvort sem leiðin ligg- ur um strendur íslands, helstu viðskipta- hafnir Evrópu eða til fjarlægari heims- hluta. Eftirspum eftir þjónustu EIMSKIPS sýnir að viðskiptamenn treysta faglegum tökum fyrirtækisins. Það er starfsmönnum EIMSKIPS kappsmál að gera enn betur. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.