Morgunblaðið - 30.03.1990, Side 20

Morgunblaðið - 30.03.1990, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30.. MARZ 1990 20_____________ Sovéski herinn: Litháum heitið sakaruppgjöf Moskvu. Viinius. Reuter. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu tilkynnti í gær að Lit- háum er neitað hefðu herþjón- ustu í Rauða hernum yrði veitt sakaruppgjöf, að sögn TASS- fréttastofunnar. Þar er því heitið að þeir sem liafi hlaupist undan merkjum yrðu ekki látnir gjalda „Heförugg- lega séð þessa konu áður“ Ósló. Reuter. NORSKUR sjómaður, Martin Aurvaag að nafni, setti fyrir skömmu nafhlausa auglýs- ingu í einkamáladálka dag- blaðsins í heimahéraði sínu — og fékk svar frá eiginkonu sinni. „Ég hef örugglega séð þessa konu einhvern tímann áður,“ hugsaði Aurvaag með sjálfum sér þegar hann rýndi í gegnum stækkunargler á myndina sem Lilly Ellinor Jacobsen sendi með svarbréfi sínu. Það hófst á orð- unum: „Kæri óþekkti vinur.“ Með svari sínu batt eiginkon- an endi á 18 ára aðskilnað þeirra hjóna — óafvitandi. Þau höfðu ekki haft samband sín í milli í tíu ár, en eru nú ró- mantísk upp fyrir eyru á nýjan leik. Hjónin sem eiga þijú börn ætla að hittast um páskana, að því er fram kom í norskum blöð- um í gær. þess ef þeir á annað borð snúi aftur og heiti því að gegna áfram herþjónustu. I tilkynningu varnarmálaráðu- neytisins var því bætt við, að menn er áfram brytu sovésk lög um her- þjónustu yrðu leitaðir uppi og látn- ir sæta refsingu fyrir glæpsamlegt athæfi. Hafði TASS eftir herfor- ingja, Franz Markovskíj, sem sætir á í sovéska herráðinu, að 250 Lithá- ar hefðu hlaupist úr Rauða hernum eftir sjálfstSeðisyfirlýsingu Lithá- ens 11. mars sl. Þingmenn Lýðræðisfylkingar Úkraínu hvöttu til þess að þing lýðveldisins viðurkenni sjálfstæði Litháens þegar það kemur saman síðar í vor. Þingmennirnir eru fylgj- andi því að Úkraína lýsi einnig yfir sjálfstæði. Þeir eru fulltrúar flokks_ er hlaut 25% þingsæta á þingi Úkraínu í nýafstöðnum kösn- ingum og náði meirihluta í borgar- stjómum Iííev og Ljov. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, sendi þingmönnum á Bandaríkjaþingi áskorun í gær þar sem þeir voru hvattir til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháens og ríkisstjórn þess. Sagði Landsbergis að viðurkenning af því tagi yrði lýðræðisþróuninni í Austur-Evrópu til framdráttar og kæmi í veg fyrir „alvarleg mistök“ af hálfu Míkhaíls Gorbatsjovs, Sovétforseta. Tals- maður þingsins í Vilnius sagði í gær að Litháum þætti sem þeir hefðu engar undirtektir hlotið hjá stjóm George Bush, forseta, og því vonuðust menn til þess að þingið tæki fram fyrir hendurnar á hon- um. Bondevik hótar stjóm- arslitum út af EB Kaupmannahöfn. Osló. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. KJELL Magne Bondevik, utanríkisráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins, sagði að flokkurinn drægi sig út úr ríkisstjórninni ef Jan Syse, forsætisráðherra, legði til að Norðmenn sæktu um aðild að Evrópubandalaginu (EB). „Kristilegi þjóðarflokkurinn getur ekki setið í stjóm sem sækist eftir aðild að EB,“ sagði Bondevik í sam- tali við norska ríkisútvarpið. Ýmsir stjómarandstöðuþingmenn spáðu því stjómin ætti eftir að riðla til falls vegna ágreinings um aðild að bandalaginu. Miðflokkurinn er einn- ig andvígur aðild. Þingflokkur danska jafnaðar- mannaflokksins sakaði Uffe Elle- man-Jensen utanríkisráðherra Dana í gær um að hafa skemmt fyrir norr- ænu EFTA-ríkjunum í samningavið- ræðum þeirra við EB um evrópska efnahagssvæðið. Reuter Þótt þessi búnaður sé lítill og líti sakleysislega út gæti hann reynst stórhættulegur. Hann er hannaður til að sprengja hefðbundið sprengiefni inni í kjarnaoddi, valda þannig þrýstingi á plútóníum-kjarna og síðan kjarnorkusprengingu. Komið upp um aðratilrauu til vopnasmygls til Iraks írakar sagðir ætla að framleiða öflugnstu kjarnorkueldflaug Mið-Austurlanda Lundúnum. Reuter, Daily Telegraph. BRESKA tolleftirlitið, sem kom upp um meinta tilraun til að smygla kveikibúnaði í kjarnorkuvopn til íraks í fyrradag, hefur einnig afhjúp- að ráðagerðir um ólöglegan útflutning á búnaði í tundurdufl til lands- ins, að því er breskir embættismenn sögðu í gær. írakar vísuðu á bug ásökunum Breta um að þeir hefðu reynt að komast yfir kjarn- orkubúnaðinn. Vestrænir hernaðarsérfræðingar telja hins vegar að smygltilraunin hafi verið liður í áformum Iraka um að framieiða öflugri kjarnorkueldflaug en nokkurt annað ríki Mið-Austurlanda hafi yfir að ráða. Breska fréttastofan Press Assoc- iation skýrði frá því að tolleftirlitið hefði ráðist til inngöngu í skrifstof- ur lögfræðinga og endurskoðenda í Liverpool og Edinborg í fyrra- kvöld og fundið skjöl, sem bentu til þess að ráðgert hefði verið að smygla þljóðdeyfum í tundurdufl til írans. Ólöglegt er að selja slíkan búnað til annarra landa. Breskur embættismaður staðfesti þessa fregn í gær. Daginn áður höfðu fundist 40 kveikjur í kjarnorkuvopn, sem framleiddar voru í Banda- ríkjunum, í vöruskemmu á Heath- row-flugvelli. Frönsk kona og tveir karlar, annar Líbani og hinn með breskan og íraskan ríkisborgara- rétt, voru handtekin, grunuð um að hafa ætlað að smygla búnaðinum til íraks. Þau störfuðu öll fyrir íraska flugfélagið Iraqi Airways. Karlarnir voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 5. apríl en konan var látin laus gegn tryggingu. Bresk stjórnvöld hafa vísað því á bug að smygláformin hafi verið afhjúpuð til að hefna breska blaða- mannsins Farzads Bazofts, sem ír- akar sökuðu um njósnir og tóku síðan af lífi. Þau segja að upp hafi komist um smygláformin eftir eins og hálfs árs rannsókn, sem banda- ríska leyniþjónustan hafi stjórnað. Bandaríska sjónvarpskeðjan NBC skýrði frá því í fyrrakvöld að framleiðendur kveikibúnaðarins hefðu látið bandarísk yfirvöld vita af smygláformunum. Bresk yfirvöld hefðu vitað um ráðagerðirnar frá byijun og leitt smyglarana í gildru í samráði við Bandaríkjamenn. Vestrænir hernaðarsérfræðingar segja að Irakar geti framleitt kjarn- orkuvopn innan fimm ára. Banda- ríska leyniþjónustan telur að írakar leggi ríka áherslu á að komast yfir þann búnað. sem þarf til að fram- leiða öflugri kjarnorkueldflaugar en nokkurt annað ríki í Mið-Austur- löndum hefur yfir að ráða. írakar hafa sjálfir lýst því yfir að þeim hafi tekist að skjóta á loft 48 tonna eldflaug, sem hægt sé að skjóta á höfuðborgir írans og ísraels, Teher- an og Tel Aviv. Talið er að þeir vilji búa eldflaugarnar kjarnaodd- Ein verksmiðja Kveikibúnaðurinn, sem fannst í Bretlandi, er byggður á háþróaðri rafeindatækni og er aðeins fram- leiddur í einni verksmiðju, sem er í Massachusetts í Bandaríkjunum. Strangt eftirlit er með framleiðslu hans og sölu. Bandarísk yfirvöld hafa tvisvar komið upp um tilraun- ir til að smygla sljkum búnaði frá Bandaríkjunum. í fyrra skiptið reyndu Israelar að komast yfir kveikjurnar og síðan Pakistanir. Yonah Alexender, forstöðumaður stofnunar í New York sem rannsak- ar starfsemi alþjóðlegra hermdar- verkasamtaka, segir að það sé að- eins tímaspursmál hvenær hryðju- verkamenn komist yfir kjarnorku- vopn. Sannanir séu fyrir því að fé- lagar í hermdarverkasamtökum hafi verið sendir í háskóla til að nema efnafræði og kjarneðlisfræði. Hin signrsæla alheimskirkja: Beðið eftir degi dómsins í fjórum loftvamabyrgjum Livingston. Reuter, New York Times. NOKKRAR þúsundir manna, áhangendur safiiaðar, sem kallast Hin sigursæla alheimskirkja, eru um þessar mundir að koma sér fyrir í fjórum loftvarnabyrgjum í Montanaríki í Bandaríkjunum enda er fólkið alveg visst um, að dómsdagur sé í nánd hvað sem líði sáttahjali austurs og vesturs. Eiga ragnarökin að eiga sér stað 23. april næstkomandi en áður hafði þeim verið spáð um síðustu áramót og þar áður í október en þegar það gekk ekki eftir var sagt, að þau hefðu frestast vegna bænhita hinna trúuðu. Elizabeth Clare, sem hefur ætt- ar- eða fjölskyldunafnið Spámaður að auki, er andlegur leiðtogi safn- aðaríns og hefur hún kallað til sín hina útvöldu alls staðar að úr heimi. Eiga þeir að bíða þess í fjór- um loftvarnabyrgjum, að lúðrarnir gjalli á hinum efsta degi en byrgin eru búin alls kyns tækjum fyrir utan mat og drykk. Aðgangurinn er þó ekki ókeypis, heldur hleypur hann á 240-540.000 ísl. kr. eftir þægindunum, og af þeim sökum neyðast margir fylgjendur Spá- mannsins til að selja sínar jarð- nesku eignir, bíla, hús og annað. Loftvamabyrgin eru í næsta nágrenni við bæinn Livingston og fyrir íbúana, sem eru 7.000, hefur þessi uppákoma verið mikill happa- dráttur íjárhagslega. Þeim er þó ekki rótt og hafa einkum illan bif- ur á mikilli skotfæraeign safnaðar- ins. Var eiginmaður Spámannsins dæmdur á síðasta hausti fyrir brot á alríkislögum um skotfærakaup en þá komst upp, að einn úr söfn- uðinum hafði keypt vopn fyrir um sex milljónir ísl. kr. og það ekki neinar baunabyssur. Fólkið dvelst enn aðallega í hús- vögnum ofanjarðar en kvöld eitt í síðustu viku var ölium, um 3.500 manns, gefinn þriggja tíma frestur til að hverfa ofan í byrgin. Morgun- inn eftir, þegar ekkert hafði borið til tíðinda, var sagt, að aðeins hefði verið um æfingu að ræða og engin ástæða til að hírast neðanjarðar Reuter Á myndinni má sjá munnann á einu byrgjanna en yfirvöld hafa þau raunar bannað notkun þeirra fyrr en búið er að koma þar fyrir vatns- og hreinlætiskerfi. fyrr en kjarnorkuárás væri yfirvof- beth Clare segist standa í milliliða- andi. lausu sambandi við guðdóminn. Kenningar Hinnar sigursælu al- Það var fyrri eiginmaður hennar, heimskirkju eru sín úr hverri átt- sem nú er látinn, Mark Spámaður, inni, samsuða kristinna og austur- sem stofnaði söfnuðinn seint á lenskra trúarhugmynda, og Eliza- sjötta áratugnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.