Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú færð frumlegar Fiugmyndir í dag og ýmislegt kemur þér þægi- lega á óvart i vinnunni. Skoðaðu vel tillögur sem lagðar verða fyr- ir þig. Vertu til í að gera tilraunir. Naut- (20. apríl - 20. maí) I Þú gætir eignast nýtt áhugamál í dag. Þú verður undrandi á frétt- um sem þér F>erast úr fjarlægð. Frumleg hugsun gerir gæfumun- inn fyrir þig. Tvíburar (21. maí - 2Ó. júní) 5» Innsæi og sjálfsagi færa þér ávinning í vinnunni í dag. Ein- hver launung er yfir tillögu sem þú verður að taka afstöðu tii. Hugsaðu þig vandlega um. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Einhleypt fólk kynnist rómantík- inni núna. Þiggðu heimboð sem þú færð. Þú eignast nýja vini í dag. Láttu maka þinn ganga fyr- ir o g mættu honum á miðri leið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú verður innblásinn í vinnunni í dag og færð skemmtilegt at- vinnutilboð. Sinntu verkum sem þú hefur lengi ýtt á undan þér heima fyrir. Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Fólk er yfir sig hrifið af þér núna. Taktu þér tima til útiveru. Þér býðst óvænt að fara í ferðalag. Búðu þig undir að ferðaáætlunin geti breyst með stuttum fyrir- vara. Vog (23. sept. - 22. október) Þú vinnur við að prýða heimili þitt. Nú er tilvalið að hyggja að fjölskyidumálefnum. Þú átt bráð- lega von á nokkrum gestum utan af landi. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) 9!(^ Þú ert alvarlega þenkjandi í dag og sinnir fyrst og fremst andleg- um málefnum. Allt gengur eftir þínu höfði. Maki þinn kemur þér þægilega á óvart. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Fjármálaþróunin er þér í hag um þessar mundir. Þér gefst tæki- færi til að auka tekjur þínar svo áð um munar. Haltu samt fast utan um budduna þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) i^ Þú gerir gömlum vini greiða. Dans, leikfimi eða önnur líkams- mennt höfðar sterkt til þin núna. Þú tekur þátt í óvenjulegri skemmtun. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) * Þú ert að undirbúa fyrir að sinna mikilvægu verkefni. Þú tekur þátt í námskeiði eða einhvers konar hópfundi heima hjá þér í dag eða næstu daga. Fiskar (19. febrúar — 20. mars) Farðu í heimsókn til vina þinna í dag. Þú ert að hugsa um að fara í nám eða þjálfun. Vinsældir þínar fara að öllum líkindum vax- andi á næstunni. AFMÆLISBARNIÐ er óháð og getur náð langt í viðskiptalífinu ef það kærir sig um. Það á auð- velt með að taka þátj, í hópstarfi og ætti ævinlega að vera í hlut- verki stjórnandans. Það verður að vara sig á hneigð sinni til sjálfsánægju þegar vel gengur, en leitast hins vegar sífelit við að bæta sig og þroska í lífínu. Stjörnusþána á aö lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tilgangur sagna getur aldrei verið sá einn að hlusta á sjálfan sig tala. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁK ¥ K63 ♦ G10764 *KG3 Vestur Austur * D952 * 1074 ¥984 II ¥2 ♦ D983 ♦ Á5 ♦ 62 Suður ♦ G863 ♦D1098754 ¥ ADG1075 ♦ K2 *Á Vestur Norður Austur Suður — 1 grand 3 lauf 6 hjörtu Pass Pass Pass Utspil: laufsexa. Eftir 15-17 punkta grandopn- un norðurs er vandséð hvað austur ætlaði sér með 3ja laufa sögninni. Hindrunargildið er lítið sem ekkert. En áhættan var svo sem lítil líka, eða hvað? Sagnhafi fékk fyrsta slaginn á laufás, tók ÁK í spaða og henti tígli niður í laufkóng. Spil- aði síðan laufgosa og henti tígul- kóng. Austur fékk þann slag á laufdrottningu, en síðan var vandalaust að trompa tvo spaða í blindum. Spilið kom upp í sveitakeppni og samningurinn var einnig sex hjörtu á hinu borðinu. En þar hafði austur þagað allan tímann. Út kom spaði og sagnhafi fór eins af stað: byrjaði á því að henda tígli niður í laufkóng. Spilaði svo tígli. Austur fór upp með ásinn og spilaði lauftíu! Hættan á yfirtrompun var varla teljandi og suður trompaði lágt: Einn niður. Falleg blekking, en hún hefði aldrei heppnast ef austur hefði verið búinn að segja frá lauflitnum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Búnaðarbankamótinu um daginn kom þessi staða upp í skák þeirra Arinbjörns Gunnarssonar (2.075) og Ásgeirs Þ. Árnason- ar, sem hafði svart og átti leik. 26. - Bxg4!, 27. Ixg4 - Í3, 28. Dxf3 (Svarta staðan er einnig iétt- unnin eftir 28. Bxf3 — Hxh3e, 29. Dxh3 - Hxh3+ - Hxh3+, 30. Kxh3 - Dxf3+, því hvítu peðin falla eins og flugur) 28. - Hxh3+!, 29. Kg2 (29. Dxh3 Df2+ er mát) 29. - Hxf3, 30. Bxf3 - Hxhl, 31. Hxhl - Df4 og svart- ur vann auðveldlega á liðsmunin- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.