Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 D 25 Skráning verkamanna í Bretavinnu. Ljósmynd/imperiai War Museum Þeir voru rifnir á hol. Morgunblaðið/Sverrir BRESKA HEIMSVELDW BYGGÐIFLUGVÖLLINN Rauðhólar voru uppfyllingarefnið í Reykjavíkurflugvelli eftir Pál Lúðvík Einarsson ÞEIM, SEM SKOÐAR vegsummerki við Rauðhóla austan við Reykjavík, blandast ekki hugur um hvílík hryðjuverk hafa verið framin þarna á móður jörð; rauð holundarsárin blasa við. Ofan af Öskjuhlíð blasir leg- staðurinn við, Vatnsmýrin. Þarna er engin mýri, þarna er flugvöllur. Gjöf sem Islendingar þáðu afbandamönnum í stríðslok. FLUGVÖLLUR ER samgöngu- bót, framfarir. — En það finnast Islendingar sem eru ekki þakklátir, þeir ákæra heimsveldið um glæpi. Kæran er þríþætt: 1) Rauðhólar voru eyðilagðir. 2) Væntanleg úti- vistarpardís Reykvíkinga var eyði- lögð. 3) Vinnumórall íslendinga var eyðilagður. 1) Eins og fyrr hefur verið greint frá blasa sárin við í dapurlegum leifum Rauðhóla ofan við Reykja- vík. Páll Líndal greinir frá því í bók sinni Reykjavík. Sögustaður við sund að íslendingar hafi þó eitthvað hafið þar efnistöku fyrir stríð en segir einnig að undir Reykjavíkur- flugvelli „er víst að fínna megin- hluta þess, sem horfið er af Rauð- hólurn". 2) Það var áformað að íþrótta- og boltavellir yrðu í Vatnsmýrinni í tengslum við sjóböð Reykvíkinga í Nauthólsvík. Gunnar M. Magnúss rithöfundur segir m.a: „Með her- náminu þyrmdi yfir þessa hugsjón. Herinn tók þetta svæði, kakkaði þar niður drasli sínu, hróflaði upp byrgjum og bröggum og hóf undir- búning að flugvallargerð á móunum og melunum frá Hljómskálasvæð- inu og suður að sjó.“ 3) Gerð Reykjavíkurflugvallar var umfangsmesta hervirki breska hernámsliðsins. Akvörðun um þessa framkvæmd vartekin haustið 1940. Flugvöllurinn komst í gagnið um mánaðamótin maí/júní 1941 en þó var mikil vinna eftir við að fullgera flugbrautir. Bresk hernaðaryfirvöld vildu hraða verkinu sem mest og réðu fjölda íslenskra verkamanna í vinnu. Mörgum þótti verkstjórn og verklag í Bretavinnunni slakt, „þarna lærðu íslendingar að skóflan væri til stuðnings en ekki mokst- urs“. Gunnar M. Magnúss fer t.a.m. nokkrum orðum um siðspillandi áhrif í bókum sínum Virkið í norðrí. í riti Tómasar Þórs Tómassonar sagnfræðings Heimsstyrjaldarárin á Islandi 1939-45 má lesa að Bret- um hafi þótt íslendingar latir og værukærir til vinnu. Aftur á móti má þess má geta að sumum íslend- ingum fannst ekki mikið til um vinnulag og afköst breskra her- manna. T.d. líkti Brynjólfur Bjarna- son í umræðum á Alþingi 12. maí 1941 við þeim við fanga í þvingun- arvinnu. Reykjavíkurflugvöllur var um- deildur og jafnvel enn þann dag í dag má heyra gagnrýnisraddir gegn vellinum. Islendingar þáðu hann að gjöf en vitnisburður foitíðar og nútíðar bendir heldur en ekki í þá átt að gjöfin hafi verið goldin nokkru verði. Ljósmynd/Imperial War Museum Hurricane-orustuflugvélar á Reykjavíkurflugvelli. Myndin er væntanlega tekin í júní 1941. $ Kortur! Kosningaskrifstofur Kvennalistans eru á eftirfarandi stöðum: Akureyri - Brekkugötu 1, sími 96-11040. ísafjörður - Silfurgötu 11, sími 94-4633. Kópavogur - Hamraborg 20a, símar 91-42943 og 42944. Reykjavík - Laugavegi 17, bakhúsi, símar 91-26310, 25326 og 622908. Konur! Lítið við, fáið upplýsingar og komið til starfa. Einbýlishús í Farum Við Furusjó, 20 km norðan við Kaupmannahöfn, er til sölu skemmtilegt og vandað 180 fm einbýl- ishús með fallegum garði. Góð kjör og langtíma- lán með lágum vöxtum. Upplýsingar hjá Arnheiði Tryggvadóttur í síma 91-621210. Tannlæknir Hafsteinn Eggertsson, tannlæknir, hefur hafið störf á tannlæknastofu Sigurgísla Ingimarssonar, Garðatorgi 3, Garðabæ. Viðtalstími eftir samkomulagi í síma 656588. HEILSU nn LINDIN NÝBÝLAVEGI24 SÍMI46460 Sjúkraþjálfun Það tilkynnist hér með að hollenski sjúkraþjálfarinn Joost Van Erven hefur hafið störf við Heilsulindina. Tekið er á móti tímapöntunum alla virka daga frá kl. 10-15. NJ> m CENTARI HAGÆÐA BILALAKK FYRIR ÍSLENSKARAÐSTÆÐUR / " i —-x / "C—/ v" Dupont bílalakk er mest selda bílalakk í heiminum frá upphafi bílaaldar. Vertu velkomin á blöndunarbarinn okkar. Blöndum alla lifi, á alla bíla, setjum einnig lakk á úðabrúsa. Vandaðu valið, pað gera fagmennirnir sem nota Centari bílalakkið frá DUPONT. • FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.