Morgunblaðið - 08.05.1990, Side 11

Morgunblaðið - 08.05.1990, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990 11 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 26. mai næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál i tilefni kosning- anna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 691187 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyriri borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað dm borgarmál, ritstjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsyn- legt er að nafn og heimilisfang spyrjarfda komi fram. Aðreinar í Ártúnsbrekku Hlöðver Gunnarsson spyr: „Hvernig stendur á því að ekki hefur verið gert ráð fyrir aðreinum við Artúnsbrekku og nýju gatnamót frá Olís-stöðinni i Mjódd inn á Breiðholtsbraut þegar hönnun þessara mann- virkja hófst? Eg á oft leið um þessa staði og árekstrar eru næstum daglegir atburðir þarna. Það er víðar í borginni sem þessi mál eru í ólestri. Eg held að það sé tiltölulega auð- velt að kippa þessum málum í liðinn og skora á borgaryfir- völd að gera það hið fyrsta." Svar: Vesturlandsvegur í Ártúns- brekku er flokkaður sem stofn- braut og á slíkum götum er gert ráð fyrir að innakstur t.d. frá bensínstöðvum sé eftir aðreinum. Til þess að Vesturlandsvegur upp- fylli allar kröfur um sem gerðar eru til stofnbrauta þarf hins vegar að lagfæra margt fleira. Til dæm- is þarf að endurbæta gatnamót við Höfðabakka verulega. Það hefur því ekki þótt ástæða til að taka gerð aðreina frá bensínstöðv- um sérstaklega út úr heldur verða þær lagfærðar samhliða öðrum úrbótum á götunni. Bréfritari spyr einnig um gerð aðreinar frá Olís- stöðinni í Mjódd inn á Breiðholts- braut. Ég reikna með að hér sé átt við Reykjanesbraut í Mjódd. Gerð aðreinar inn á Reykjanes- braut við Álfabakka er ein af mörgum úrbótum sem gera þarf á gatnakerfi okkar. Fækka bílum - fjölga hjólum Kirsten Ruhl spyr: „Eg vil koma þeirri fyrir- spurn á framfæri við borgar- stjóra hvort ekki sé ráðlegt að létta af bUaumferðinni i mið- bænum með því að gera fólki kleift að nota reiðhjól meira. Fólk er beinlínis í lifshættu ef það hættir sér á þjóli út i mið- bæjarumferðina. Það þarf að koma upp hjólabrautum og huga betur að gangandi vegfar- endum víða í borginni." Svar: Óhætt er að taka undir það að huga þurfi betur að gangandi og hjólandi vegfarendum í borginni. Hins vegar er hæpið að leggja út í uppbyggingu á viðamiklu kerfi sértakra hjólreiðastíga. Notkun reiðhjóla hér á landi er mjög lítil og á það ekki einungis við um Reykjavík heldur einnig önnur sveitafélög. Að vísu hjóla böm töluvert, en aðallega í íbúðahverf- um undir eftirliti foreldra. Þá er rétt að benda á að hér á landi er leyfilegt að hjóla á gangstéttum og gangstígum. Það er stefna borgaryfirvalda að koma upp samhangandi aðalstígakerfi sem gefur gangandi og hjólandi þokkalega möguleika á að ferðast milli borgarhluta án þess að þurfa að hjóla á umferðarmestu götun- um. Sem dæmi um gerð aðalstíga á síðustu ámm má nefna stíga meðfram Suðurlandsbraut og Reykjanesbraut. í miðborginni er gangandi umferð það mikil að ill- mögulegt er að hjóla á gangstétt- um. Þar er því meiri þörf á sér- stökum hjólreiðarstígum milli gangstéttar og götu, svipað og gert er í nágrannalöndum okkar meðfram umferðargötum. En vegna þess hve götur eru þröngar í miðborginni er einfaldlega ekki rými fyrir hjólreiðastíga þar. Á síðustu ámm hefur mikil áhersla verið lögð á að auka umferðarör- yggi gangandi vegfarenda i borg- inni. Sett hafa verið upp allmörg umferðarljós, bæði á gatnamótum og eins sérstök gangbrautarljós. Miðeyjar hafa verið gerðar á mörgum stöðum til að auka ör- yggi gangandi á leið yfir umferð- argötur. Á nokkmm stöðum hafa verið gerð undirgöng fyrir fót- gangandi. í íbúðahverfum hafa verið settar hraðahindranir og þrengingar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að auka öryggi skóla- barna á leið í og úr skóla. Árang- urinn af þessum aðgerðum hefur heldur ekki látið á sér standa. Þrátt fyrir mikla aukningu á bfla- umferð hefur slysum á gangandi vegfarendum í Reykjavík farið fækkandi. Bílskýli við Flúðasel Finnbogi Karlsson, Flúðaseli 93, spyr: „Hvenær og með hvaða hætti geta borgaryfirvöld komið því til leiðar að byggð verði bílskýli og þar með lokið við frágang á lóð við húsin nr. 78-94 við Flúð- asel? Nú eru 10-15 ár síðan flutt var í hverfið en ennþá er þessi lóð eins og opið flag. Fram- kvæmdavilji eigenda virðist enginn. Er hugsanlegt að Reykjavíkurborg taki að sér að framkvæma það sem gera þarf til að lóðin verði í samræmi við skipulag en á kostnað eig- enda?“ Svar: Það er rétt að skipulag Selja- hverfis gerði ráð fyrir nokkrum stómm sameiginlegum bílskýlum. Hefur íbúum hverfisins í sumum tilvikum gengið erfiðlega að ná samstöðu um byggingu þeirra, einkum vegna mismunandi fjár- hagslegra aðstæðna. Borgaryfir- völd hafa hvatt íbúðareigendur, til framkvæmda en ekki tekið þær í sínar hendur og ýmis vandkvæði eru að gera það á kostnað eigenda gegn vilja þeirra. Á hinn bóginn hafa í þessu skyni verið veitt lán úr Lóðasjóði Reykjavíkurborgar sem nema allt að helmingi bygg- ingarkostnaðarins. Þar sem fyrir- spyijandi nefnir sérstaklega bílskýli fyrir Flúðasel 78-94, er rétt að fram komi, að þar er nú unnið að undirbúnihgi byggingar- innar og hefur erindi húsfélags Flúðasels 78-94 varðandi bflskýlið verið til meðferðar hjá byggingar- nefnd og skipulagsnefnd nú í vor. HÓTEL VEITINGAST. MÖTUNEYTI VEIÐIHÚS ÍÞRÓTTAHÚS FÉLAGSHEIMILI KLAKAVÉL Hentug hvar sem er, jafnt til einkanota eöa til atvinnurekstr- ar. Framleiðir 24 kg. á sólar- hring, þ.e. 2000 klakakubba sem ekki frjósa saman. Stærð: h: 50, b: 59, d: 62. Hafiö samband við sölu- menn í síma 69 1500. Heimilistækí hf SÆTUNI8 SÍMI69 1515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 !/á) eAuMSveúyaxéegÁ i Somouk^ujk, SKIPSTA SKODUNUM M wm; Frambjóbendur Sjálfstcedisflokksins í Reykjavík viö borgarstjórnarkosning- amar 26. mat eru reibubúnir aó hitta kjósendur ab máli á vinnustöbum, heimilum ogvíbar. Þeir, sem óska eftir ab fá frambjóbendur í heimsókn eru vinsamlega bebnirab hafa samband vib skrifstofu Sjálfstœbisflokksins í Valhóll. Síminn er 82900. Borgarstjómarkosningar 26. maí 1990 Sjálfstæðisflokkurinn mmmsm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.