Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Virðing Alþingis og
þingmenn
Síðasta löggjafarþings verður
að líkindum ekki minnst fyr-
ir mikið, þótt rétt sé að hafa í
huga störf þingmanna og ríkis-
stjórnar síðustu daga og vikur,
sem einkenndust öðru fremur
af flausturslegum vinnubrögðum
og pólitískum hrossakaupum.
Virðing Alþingis og þingmanna
hefur því miður ekki aukist
vegna starfa þeirra síðustu mán-
uði.
Kvótafrumvarpið er ágætt
dæmi um þetta. Það var afgreitt
á elleftu stundu sem lög eftir
að hafa verið knúið fram við
óánægju flestra þingmanna.
Með þessum orðum er ekki tekin
afstaða til efnisþátta þess, held-
ur einungis vinnubragða við af-
greiðslu þess. Undir lokin var
samþykkt, að lögin giltu aðeins
í tvö ár, en þann tíma hljóta þing-
menn að nota til að fjalla ræki-
lega um málið, þannig að sama
sagan endurtaki sig ekki og á
nýloknu þingi. Annað dæmi er
frumvarp um verkefni umhverf-
isráðuneytis, sem tókst eftir
miklar sviptingar að knýja í
gegn. Karvel Pálmason, þing-
maður Alþýðuflokksins, var and-
stæðingur frumvarpsins og taldi
það bera vott um siðlaus hrossa-
kaup. Þetta eru tvö dæmi af
mörgum sem varpa skugga á
vinnubrögð og starfshætti Al-
þingis. í þessu sambandi vaknar
líka sú spurning, hvers vegna
svo mikil spenna ríkir við þing-
lok. Alþingismenn eru á fullu
kaupi allt árið um kring. Hvers
vegna situr þingið ekki eins lengi
og þörf krefur til þess að hægt
sé að afgreiða nauðsynleg mál
með sómasamlegum hætti?
Guðrún Helgadóttir, forseti
sameinaðs þings, gerði virðingu
Alþingis að umtalsefni í kveðju-
ræðu sinni síðastliðinn laugar-
dag og vildi kenna fjölmiðlum
um hversu virðing Alþingis með-
al almennings hefur minnkað.
Það verður ekki við fjölmiðla
sakast þótt vinnubrögð og
starfshættir Alþingis séu með
þeim hætti að ekki þykir til fyrir-
myndar eða eftirbreytni. Hitt
kann að vera rétt að einhverjir
fjölmiðlar eru uppteknari af því
sem miður fer en því sem vel
er gert.
I ræðu sinni varpaði Guðrún
Helgadóttir þeirri hugmynd
fram að rétt væri að búa til enn
eitt nýtt starf, sem auðvitað er
borgað úr sameiginlegum sjóð-
um landsmanna, - starf nokkurs-
konar upplýsingafulltrúa, sem
hefði það meginmarkmið að
miðla upplýsingum um störf Al-
þingis og þeirra sem þar sitja.
Þannig ætlar forseti sameinaðs
þings að reyna að endurheimta
fyrri virðingu þingsins. „Alþingi
á að vera þess umkomið að
kynna störf sín sjálft og þau
áhersluatriði sem löggjafarsam-
koman hefur í fyrirrúmi hveiju
sinni,“ sagði Guðrún Helgadóttir
meðal annars: „Því er það skoð-
un mín að tímabært sé að kynn-
ing á störfum Alþingis verði
stóraukin og til þess ráðinn aðili
sem ábyrgur er gagnvart þing-
inu sjálfu."
Þingmenn eru að blekkja
sjálfa sig með því að ætla að
virðing þeirra og Alþingis geti
áunnist með nýju embætti. Virð-
ing Alþingis er ekki undir öðrum
komin en alþingismönnum sjálf-
um en ekki frásögnum fjölmiðla
eða tilkynningum frá upplýs-
ingafulltrúa. Því fyrr sem þing-
menn gera sér grein fyrir þess-
um einföldu sannindum því
betra.
Á nýliðnu þingi komu fram
fleiri þingmál en oft áður og
þingmenn geta enn einu sinni
haldið heim í hérað með langan
lista yfir þau mál sem þeir lögðu
fram, jafnvel þótt þau hafi lang-
flest ekki náð fram að ganga.
Mörgum þingmanninum hættir
því miður til þess að mæla eigið
ágæti á mælistiku fjölda þiíig-
mála og ræðufjölda. Afköst
þingmanna geta aldrei orðið
mælikvarði fyrir ágæti þing-
manna og Alþingis. Afkastamik-
ið þing er oftar en ekki vont þing.
Frumvörp, sem síðar verða að
lögum, og þingsályktanir horfa
því miður flest í þá átt að skerða
rétt einstaklingsins og kalla á
auknar byrðar á launþega. Það
heyrir til undantekninga að þing-
mál auki athafnafrelsi einstakl-
inganna og hafi það að mark-
miði að virkja dugnað og þrótt
sem býr í hveijum íslendingi.
Ný lög og stöðugar breytingar
og flóknari leikreglur hafa síst
orðið til þess að auka rétt ein-
staklingsins, heldur gert hann
óljósari og minni.
Það hefur löngum verið sagt
að hver þjóð eignist þá stjórn:
málamenn sem hún á skilið. í
þessu felast mikil sannindi. Kjós-
endur ganga að kjörborði a.m.k.
á fjögurra ára fresti bæði til
þess að ákveða hveijir fari með
stjórn ríkisins næstu ár og eins
til þess að gera upp við stjórn-
málamenn vegna fyrri tíma. Það
er því hlutverk og raunar skylda
kjósenda að sjá til þess að á
Alþingi sitji hverju sinni fulltrúar
sem gæta virðingar Alþingis og
eru þess umkomnir að skapa
skýrar og einfaldar almennar
leikreglur.
Höfti í Hornafirði:
Óskað eftir um 30 milljónum kr.
vegiia aðgerða við innsiglinguna
Morgunblaðið/Árni Helgason
Frá vígsluathöfiiinni: Biskup íslands,
herra Olafiir Skúlason, fyrir altari og
Unnur Breiðfjörð meðhjálpari flytur
bæn. Lengst til vinstri er Oli Þ. Guð-
bjartsson dóms- og kirkjumálaráð-
herra og fremstir prestanna eru Pét-
ur Sigurgeirsson biskup, Injfiberg J.
Hannesson prófastur, séra Arni Páls-
son og séra Agúst Sigurðsson, en á
innfelldu myndinni er hin nýja kirkja
sem stendur á Borginni, einum feg-
ursta stað Stykkishólms.
Stykkishólmur:
Á FUNDI sveitarstjórnarinnar á Hornafirði með sjávarútvegsráð-
herra, samgöngumálaráðherra, fulltrúum Vita- og hafiiamálastofn-
unar og þingmanna Austurlandskjördæmis á Hótel Höfii sl. sunnu-
dag, þar sem drög voru lögð að framkvæmdum við innsiglinguna
í Hornafirði, var ákveðið að mælast til þess við ríkisstjórnina að
hún legði ft-am 24-28 milljónir króna vegna bráðaðgerða. Er þar
um að ræða uppfyllingu í skarð á Suðurfjörutanga, uppsetningu
innsiglingarvita, í stað vitans sem lagðist á hliðina í óveðri í mars
síðastliðnum, og greiðslu reikninga vegna dýpkunarframkvæmda í
innsiglingunni. Er þá ekki reiknað með nýjum lóðsbát sem talið er
að muni kosta um 40 milljónir króna. Fjallað verður um vanda
Hornfírðinga á ríkisstjórnarfúndi í þessari viku.
Fjölmenni við kirkjuvígslu
Stykkishólmi.
STOR dagur var í Stykkishólmi síðastliðinn sunnudag. Þá fór fram
vígsla nýju kirkjunnar sem lengi hefir verið í smiðum en nú er senn
fúllgerð og hefir verið mikið annríki seinustu daga við frágang svo
allt gæti staðist áætlun.
Hátíðin hófst með því að kór kirkj-
unnar söng ásamt Bjöllukórnum
Geisla og Sæbjörn Jónsson lék á
trompet. Því næst var skrúðganga
starfsfólks kirkjunnar, sóknarnefnd-
ar, biskups og gresta me_ð muni kirkj-
unnar. Biskup íslands, Ólafur Skúla-
son, og biskupinn Pétur Sigurgeirs-
son, voru hér mættir ásamt frúm.
Síðan hófst athöfnin. Unnur Breið-
fjörð meðhjálpari flutti bænina og
síðan hófst vígslan. 14 prestvígðir
menn yoru við athöfnina. Biskup ís-
lands vígði því næst kirkjuna og bað
þessu veglega guðshúsi blessunar
guðs. Hann tendraði ljósin á altari
en starfsfólk færði kirkjumuni á alt-
ari.
Ritningarlestur fluttu biskup,
sóknarprestur og leikmaður. Þá sté
biskup í stólinn og flutti prédikun
dagsins. Biskup sagði meðal annars:
Kirkjan er hér á höfðanum og byggð
á bjargi á fegursta stað bæjarins.
Guð gefi að fjöldi fólks mætti leita
þar athvarfs á komandi tímum. Mun-
um eftir gömlu götunum.
Þá fór fram altarisganga þar sem
6 prestar aðstoðuðu. Bjarni Lár-
entsínusson, formaður sóknarnefnd-
-ar og byggingamefndar, sagði bygg-
ingarsögu kirkjunnar og gat allra
þeirra verktaka sem þar unnu að.
Þá flutti bæjarstjóri, Sturla Böðvars-
son, ávarp og árnaðaróskir og eins
Óli Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkju-
málaráðherra. Prófastur, séra Ingi-
berg Hannesson, flutti svo nokkur
orð til fólks og óskaði kirkjunni bless-
unar guðs.
Á eftir athöfninni bauð sóknar-
nefnd öllum til góðgerða í Hótel
Stykkishólmi. Kirkjan var alveg troð-
in af fólki, bæði heima- og komu-
mönnum.
Nýja kirkjan stendur á svonefndri
Borg, á fögrum og tignarlegum stað.
Aðalverktaki hennar er Trésmiðja
Stykkishólms. Hún er teiknuð af
Jóni Haraldssyni arkitekt, um 700
ferm. að stærð. Kirkjuskipið tekur
250 manns í sæti, safnaðarsalur sem
er á bak við og má loka og opna
eftir því sem við á tekur 150 manns
í sæti.
í hliðarálmum er skrúðhús fyrir
prestinn og aðstaða fyrir meðhjálp-
ara og söngstjóra. Þá er stofa sem
hugsuð er sem aðstaða fyrir eldri
borgara þæjarins. í hinni álmunni
er fundarherbergi fyrir safnaðar-
stjórn og eins er þar húsvarðarher-
bergi og eldhús til veitingaaðstöðu.
Gólf kirkjuskips, safnaðarsalár og
anddyris er lagt portúgalskri steinsk-
ífu. Grátur eru marmarasúlur og
beykiviður og altarist5orðið er úr
beyki og marmarafætur bera það
uppi. Prédikunarstóll er úr beyki en
neðri hluti klæddur marmaraskífum
og aðalfætur eru einnig úr marmara.
Skírnarfontur er úr hvítri marmara-
súlu, ljósin eru 182 að tölu sem
mynda sérstök mynstur úr lofti.
Yfirsmiður byggingarinnar hefir
frá upphafi verið Bjarni Lárentsínus-
son, húsasmíðameistari í Stykkis-
hólmi.
Árni
Að sögn Hermanns Guðjónsson-
ar, Vita- og hafnamálastjóra, er
gert ráð fyrir að kostnaður við að
fylla skarðið í Suðurfjörutanga
nemi 3-5 milljónum króna og end-
urbygging á innsigiingarvita 5-7
milljónum króna. Þá óskaði fundur-
inn eftir 10 milljónum króna til að
gera upp reikninga vegna dýpkun-
ar sem þegar hefur verið gerð í
innsiglingunni og vegna áfram-
haldandi dýpkunaraðgerða. Einnig
var lögð fram beiðni um sex millj-
ónir kr. til að flýta rannsóknum,
straum- og öldumælingum, sem
áttu að hefjast á næsta ári. Ríkis-
sjóður greiðir 90% af dýpkunar-
kostnaði við innsiglingu að höfnum.
Á næstu tveimur vikum er ráð-
gert að fylla 200 metra skarð í
Suðurfjörutanga með 400-600
mjölsekkjum sem hver inniheldur
um tvö tonn af sandi. Vonast er
til að það flýti fyrir því að sjávar-
straumar beri nægilegt magn af
sandi upp á tangann til að skarðið
iokist algerlega.
Á fundinum kom fram að nýr
lóðsbátur í stað Björnsins, sem sökk
í Hornarfjarðarósi fyrir skömmu,
kostar um 40 milljónir kr. Þar af
yrði hlutur ríkisins 40%, eða um
16 milljónir kr. Hermann sagði að
umræðurnar hefðu snúist um hvort
'sveitarstjórnin á Hornafirði gæti
aflað sér heimildar til að bjóða út
smíði nýs báts þar sem þá þyrfti
ekki að hugsa til fjármögnunar
fyrr en með haustinu eða á næsta
ári. Einnig væri ráðgert að sækja
um styrk til Hafnarbótasjóðs vegna
kaupa á nýjum lóðsbát.
Að sögn Hallgríms Guðmunds-
sonar sveitarstjóra hefur þegar
verið dælt 50 þúsund rúmmetrum
af sandi úr innsiglingunni og þarf
enn að dæla 7-8 þúsund rúmmetr-
um til viðbótar til að innsiglingin
verði greið. Sagði Hallgrímur að
það væri árviss viðburður að Aust-
urfjörutangi hlaupi eitthvað til en
undanfarin þijú ár hafi það gerst
í óvenjumiklum mæli. Þá bættist
það við að skarð kom í Suðurfjöru-
tanga í óveðri í mars síðastliðnum
með þeim afleiðingum að feikilegt
sandmagn barst inn í innsigling-
una.
í júní næstkomandi er fyrirhug-
uð ráðstefna í Hornafirði á vegum
bæjaryfii’valda og Hafnarmála-
stjórnar þar sem tekið verður á
öllum þáttum þessa máls og hefur
þegar fjöldi vísindamanna ákveðið
að taka þátt í henni. Einnig stend-
ur fyrir dyrum áætlun til þriggja
ára um gagnasöfnun vegna innsigl-
ingarinnar og að þeim tíma loknum
verður hafist handa við að vinna
úr gögnum. Á því stigi vinnur
danskt rannsóknarfyrirtæki í sam-
vinnu við Vita- og hafnamálastofn-
un og bæjaryfirvöld á Hornafirði
að lausn vandans.
SIGLINGALEIÐIN
TIL HAFNAR
%
Hér hefur brimið rofið
200 m skarð í Suður-
fjörutanga. 400-600
sekkjum verður komið
fyrir í skarðinu, en
hver þeirra inniheldur
tvö tonn af sandi.
Um 50.000 rúm-
metrum af sandi
hefur nú verið
dælt úr Horna-
fjarðarós, og enn
a eftir að dæla
um 7-8.000
rúmmetrum.
0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 km
>■■■■ .i ... ... i I I II i I ........I
Morgunblaðid/KG
Þakklátur fyrir að íá þetta tækifæri
— segir Ólafiir Árni Bjarnason sem heldur sína fyrstu opinberu tónleika í kvöld
ÓLAFUR Arni Bjarnason, tenór
heldur sína fyrstu opinberu tón-
leika í Islensku óperunni í kvöld
kl. 20.30. Ólafur Árni hefur
stundað söngnám síöustu fjögur
ár og nú nýlega undirritaði hann
samning við Óperuhúsið í Reg-
ensburg í Vestur Þýskalaudi.
„Styrktarfélag íslensku óperunn-
ar bauð mér að halda þessa tónleika
og ég sló til. Ég er þakklátur fyrir
að fá þetta tækifæri og hef æft
mig vel síðustu tvo mánuði með
undirleikara mínum; Ólafi_ Vigni
Albertssyni," sagði Ólafur Árni.
Hann stundaði fyrst söngnám hjá
Guðrúnu Tómasdóttur og síðar hjá
Sigurði Demetz, áður en hann hélt
utan til Bandaríkjanna til frekara
náms, en Ólafur Árni stundaði um
tveggja ára skeið söngnám við Tón-
listarháskólann í Indiana.
Ólafur Árni Bjarnason heldur
sína fyrstu opinberu tónleika í
Islensku óperunni í kvöld .
„Ég heillaðist strax af þessari
tegund tónlistar og ég hlakka til
að syngja í óperunni í kvöld,“ sagði
Ólafur Árni. Tónleikarnir heijast
kl. 20.30 og á efnisskránni eru lög
eftir íslensk, norræn og ítölsk tón-'
skáld og óperuaríur eftir Mozart,
Verdi og Puccini.
Elns og áður hefur komið fram
hefur Ólafur Árni skrifað undir
samning við Óperuhúsið í Regens-
burg og mun hann halda utan í
haust, en í september syngur hann
hlutverk Don Jose í Carmen og
einnig syngur hann hlutverk Eriks
í Hollendingnum fljúgandi í desem-
ber. Að sögn Ólafs Arna eru settar
upp 14 óperur á árin í húsinu.
„Þetta er besti skólinn, að fá að
spreyta sig á sviði og mér líst mjög
vel á mig úti í Þýskalandi og hlakka
til að takast á við verkefnin þar,“
sagði Ólafur Árni.
Morgunblaðið/Emilía
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfúlltrúi á vinnustaðafundi með starfsmönnum Verkamannabú-
staða í Húsahverfi i Grafarvogi. Um 50 manns sátu fundinn og voru umræður líflegar.
Kosningabaráttan:
Vinnustaðafundir heíjast í Reykjavík
Vinnustaðafundir hafa verið
fastur liður í kosningabaráttu
um nokkurt skeið. Hefúr verið
misjaíhlega að þeim staðið.
Frambjóðendur hafa sjálfir haft
frumkvæði að fúndunum og hitt
kjósendur í vinnuhléum eða
starfsfólk hefúr kallað í þá sem
bjóða sig fram til að kynnast
viðhorfum þeirra.
Samkvæmt upplýsingum á
kosningaskrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík er það megin-
regla flokksins að þessu sinni að
senda frambjóðendur til vinnu-
staðafunda sé þess óskað. Verður
í minna mæli en áður sótt að fyrra
bragði inn á vinnustaði.
Fyrstu tveir fundir frambjóð-
enda sjálfstæðismanna voru í há-
deginu í gær. Vilhjálmur Þ. Vil-
lijálmsson og Anna K. Jónsdóttir
hittu starfsmenn Verkamannabú-
staða í mötuneyti þeirra í Húsa-
hverfi í Grafarvogi. Hinn fundur-
inn var hjá Skýrsluvélum ríkisins
og Reykjavíkurborgar með Árna
Sigfússyni og Jónu Gróu Sigurðar-
dóttur.
Hafskipsmál:
Ákæruvaldið gerir ofurmannleg-
ar kröfur byggðar á vanþekkingu
- sagði Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl, verjandi Björgólfs Guðmundssonar
GUÐMUNDUR Ingvi Sigurðsson hrl, verjandi Björgólfs Guðmunds-
sonar fyrrum forstjóra Hasfkips, lauk í gær varnarræðu sinni í Haf-
skipsmálinu. I dag flytur Jón Magnússon hrl fram varnir fyrir Ragn-
ar Kjartansson fyrrum sljórnarformann fyrirtækisins.
Við iok ræðu sinnar reifaði Guð-
mundur Ingvi Sigurðsson í stuttu
máli ákæru á hendur skjólstæðingi
sínum fyrir skilasvik. Honum er
gefið að sök að hafa dregið taum
eins lánardrottins Hafskips, Reykv-
ískrar endurtryggingar, þar sem
Björgólfur átti hlut og sat í stjórn,
með því að greiða fyrirtækinu nær
vikulega 20 þúsund dali síðustu 3
mánuði fyrir greiðslustöðvun Haf-
skips. Lögmaðurinn sagði að skjól-
stæðingur sinn hefði fyrst vitað um
þessar greiðsiur við yfirheyrslur.
Huglæg afstaða hans væri ljós.
Hann hafí ekkert vitað um þessar
greiðslur enda ákvarðanir um þær
teknar af til þess bærum starfs-
mönnum. Lögmaðurinn sagði það
vera öryggis- og forgangsatriði í
rekstri, ekki síst jafn áhættusömum
rekstri og farskipaútgerð, að hafa
tryggingar í lagi og gat þess að
þrotabú Hafskipos hefði aldrei
reynt að fá þessum ráðstöfunum
rift. Lögmaðurinn sagði að í þessu
tilfelli væri skjólstæðingur sinn
ákærður fyrir ákvörðun og verknað
sem ekki hefðu verið í hans verka-
hring innan fyrirtækisins og með
öllu væri ósannað að hann hefði
haft nokkra vitneskju um né hefði
átt í nokkru samráði við aðra
ákærðu um. Hann sagði að til að
leggja refsiábyrgð á Björgólf vegna
þessa þyrfti sterkari sönnun en
hugleiðingar saksoknara um að
hann hljóti að hafa vitað um þetta
eða haft af því pata.
Þá sagði Guðmundur Ingvi það
rangt sem komið hefði fram hjá
saksóknara í upphafi ræðu hans,
og greint var frá í Morgunblaðinu,
að þrotabú Hafskips hefði lýst 26
milljón króna kröfu í þrotabú Björg-
ólfs Guðmundssonar. Björgólfur
væri ekki gjaidþrota og því hefði
engum kröfum verið lýst. Fyrir
lægi í skiptarétti gjaldþrotabeiðni
frá Utvegsbanka Islands en sú
beiðni hafi ekki verið tekin til úr-
skurðar. Lögmaðurinn kvaðst ekki
skilja hvaða nauðir hefðu rekið sak-
.sóknara til að gera þetta mál að
umtalsefni. Sama ætti við um
skattamál hinna ákærðu en Guð-
mundur Ingvi kvaðst haía talið slík
mál sveipuð sérstökum leyndarhjúp
trúnaðarmála, sem starfsmenn
skattyfirvalda ættu ekki að vera
ræða um við óviðkomandi. Lögmað-
urinn sagði það hafa vakið furðu
sína að saksóknari hefði vakið máls
á þessu í Hafskipsmálinu. Þangað
ættu skattamál hinna ákærðu ekk-
ert erindi enda væri ekki ákært
fyrir skattalagabrot. Hann sagði
það umhugsunarefni hvort sérstak-
ur saksóknari hefði þarna stuðlað
að því að opinberir starfsmenn
liefðu framið trúnaðarbrot og ætti
þá sjálfur hlutdeild í því broti.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
beindi því til dómenda að þeir
minntust þess að efnahagslíf gengi
í bylgjum, það væri lögmál sem lítið
réðist við með hagstjórn. Eina sem
menn gætu gert væri að standa af
sér kreppurnar. Þetta ætti ekki síst
við um áhætturekstur eins og far-
skipaútgerð. Hann rakti að síðustu
misserin sem Hafskip var í rekstri
hefðu komið nýir bankastjórar til
starfa í Útvegsbankanum sem ekki
hefðu búið að sömu reynslu og for-
verarnir og ef til vill ekki haft sama
skilning á atvinnulífinu. Hefðu þeir
þraukað hefði ekkert gjaldþrot orð-
ið og ekkert Hafskipsmál væri að
vefjast fyrir mönnum því öruggt
mætti telja að árið 1986 hefði tek-
ist að koma Hafskip á réttan kjöl,
með lækkandi olíuverði, hækkandi
farmgjöldum og skipaverði og betri
stjórn á erlendum kostnaði. Banka-
stjórana hafi hins vegar brostið
kjark og því hafi farið sem fór.
. Um fjárdráttarákærur sagði
Guðmundur Ingvi Sigurðsson að í
starfskjarasamningi Björgólfs og
einnig Ragnars Kjartanssonar hefði
verið ákvæði um að í vörslum þeirra
skyldi vera opinn bankareikningur
þar sem þeir gætu ráðstafað allt
að 60% fastra launa sinna, að hluta
til greiðslu kostnaðar vegna starfs
fyrir Hafskip. Hann sagði það frá-
leita túlkun hjá saksóknara að ráð-
stafanir af þessum reikningi hefðu
verið bundnar því að þær tengdust
• beint rekstri Hafskips enda hefði
þá verið óþarfi að gera nokkurn
samning eða veita nokkra heimild.
Heimildir samkvæmt starfskjara-
samningi ætti ekki að skilgreina á
grundvelli liegningarlaga og um
fjárdrátt væri ekki að ræða. Björ-
gólfur yrði ekki sakfelldur fyrir fjár-
drátt með öðru móti en því að loka
augunum fyrir þeim heimildum sem
veittar hefðu verið. Endurskoðanda
Hafskips hefði verið falið að fylgj-
ast með notkun þeirra og útreikn-
ingar hans hefðu sýnt réttilega að
notkun þeirra hefði verið langt inn-
an hámarks. Lögmaðurinn vísaði í
og sagði rétmætan þann skilning
Björgólfs þessarar heimildir hefðu
verið hans eign og sagði að fram-
burður þeirra stjórnarmanna fyrir-
tækisins sem samið hefðu við hann
staðfesti að um hefði verið að ræða
viðbótarlaun.
Lögmaðurinn sagði Hafskipsmál-
ið einkennast af móðursýkislegum
viðbrögðum og leit að sökudólgum
vegna gjaldþrots stórfyrirtækis.
Hann sagði að sér hefði þótt dapur-
legt að heyra hve saksóknari gerði
ofurmannlegar kröfur og teldi
skyldur miklar. Saksóknari túlkaði
og teygði lög og reglur til að koma
ábyrgð á þá ákærðu. Teldist mæli-
kvarði ákæruvaldsins réttur væri
víða pottur brotinn og taldi Guð-
mundur Ingvi að með sama móti
mætti saka dómara og lögmenn
fyrir seinagang sem oft væri talað
um að væri í meðferð dómsmála
þótt hið sanna væri að þar ynnu
menn baki brotnu undir miklu álagi
en hefðu ekki undan. Hið sama
ætti við um hina ákærðu sem hefðu
sinnt störfum sínum með sóma
undir gífurlegu álagi og án nokkurs
brotavilja. Þó hefði aldrei í málinu
verið gerð nokkur úttekt á álagi á
þá og afköstum þeirra. Ákæruvald-
ið í málinu hefði skort allt raunveru-
leikaskyn og erfitt væri að segja
hvað veldur.
Guðmundur Ingvi rakti að lokum
nýframkomin skoðanaskipti Jóns
Óttars Ragnarssonar á samskiptum
Útvegsbankans og Hafskips. Hann
hefði skömmu eftir gjaldþrot Haf-
skips ritað blaðagrein uppfulla af
ranghugmyndum ogtalað um bank-
arán aldarinnar. Á þeim tíma hefði
hann hann verið dósent í háskólan-
um. Nú fyrir skömmu, eftir að hafa
aflað sér mikillar reynslu og þekk-
ingar af þátttöku í viðskiptalífinu,
hefði hann lýst því yfir í blaðavið-
tali að fyrri afstaða hans hefði ver-
ið á misskilningi og vankunnáttu
byggð. Fyrir vikið væri hann maður
að meiri og kvaðst Guðmundur
Ingvi efast um að ákæruvaldið hefði
tekið þá afstöðu til Hafskipsmálsins
sem raun ber vitni ef með það hefði
farið maður sem hefði skilning og
reynslu af viðskiptalífi og banka-
starfsemi.