Morgunblaðið - 08.05.1990, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.05.1990, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1990 31 Fjársöíiiun til styrktar sjúkrahúsi í Jerúsalem „SHAARE ZEDEK var stofnað árið 1873 og er því elsta sjúkrahú- sið í Jerúsalem. Sjúkrahúsið þjónar íbúum Jerúsalem og nágrenn- is, án tillits til þjóðernis, kynþáttar eða trúarbragða þeirra,“ sagði Bernard Zimmer í samtali við Morgunblaðið en hann stendur fyr- ir Ijársöfnun í Evrópu til styrktar sjúkrahúsinu. Bernard Zimmer sagði að um 500 sjúkrarúm væru í Shaare Ze- dek en þar væru einnig stundaðar rannsóknir. Hann sagði að sjúkra- húsið hefði verið reist af gyðingum í Hollandi og Þýskalandi en um 30% sjúklinganna væru Arabar. „Við höfum einnig hjúkrað van- nærðum börnum frá Eþíópíu,“ sagði Bernard. Hann sagði að fimm íslenskar ljósmæður og hjúk- runarfræðingar hefðu starfað á Shaare Zedek. Þeir, sem vilja styrkja Shaare Zedek-sjúkrahúsið, geta sent fjár- framlög til Den norske insamling til Shaare Zedek, Boks 8 Holmen, Oslo 3, Postgiro 3849817, Bank- giro 5251.63.28347. Heimilisfang sjúkrahússins er Shaare Zedek Medical Center Public Relations Department P.O.B. 293 Jerusalem 910002 Israel. Stjórn Stúdentaráðs: Virðisaukaskattur af bók- um verði felldur niður Morgunblaðið/Júlíus Bernard Zimmer. 03 upplýsingasími Pósts og síma: Skrefið 12 sekúndur ekki 9 EF hringt er í 03 upplýsingar Pósts og síma telst eitt skref eftir 12 sekúndur en ekki 9, eins og sagt var í sunnudagsblaði FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 7. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 64,00 30,00 59,76 43,356 2.591.088 Þorskur(óst) 63,00 48,00 52,80 35,405 1.869.259 Ýsa 78,00 40,00 68,16 17,003 1.158.892 Ýsa(ósl.) 68,00 40,00 62,48 4,026 251.562 Þorskur(stór) 68,00 68,00 68,00 1,133 77.044 Þorskur(smár) 30,00 30,00 30,00 2,255 67.657 Karfi 20,00 20,00 20,00 0,720 14.390 Ufsi 20,00 10,00 19,23 3,501 67.325 Steinbítur 31,00 27,00 29,89 4,029 120.437 Hlýri 33,00 33,00 ■ 33,00 0,148 4.884 Langa 35,00 35,00 35,00 1,153 40.355 Lúða 200,00 100,00 156,83 0,374 58.575 Koli 33,00 32,00 32,70 1,422 46.520 Keila(ósL) 23,00 23,00 23,00 0,790 18.170 Samtals 55,11 116,382 6.414.090 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 66,00 30,00 42,12 15,017 632.514 Þorskur(ósL) ' 70,00 30,00 45,06 15,507 698.738 Ýsa 86,00 50,00 70,10 8,051 564.366 Ýsa(ósL) 79,00 50,00 67,71 5,371 363.657 Karfi 20,00 16,00 17,12 0,620 1Q.612 Ufsi 37,00 20,00 33,04 35,480 1.172.228 Steinbítur 29,00 20,00 25,03 8,505 212.843 Langa 70,00 20,00 25,92 1,217 31.550 Lúða 270,00 270,00 270,00 0,018 4.860 Keila 12,00 12,00 12,00 3,202 38.424 Skarkoli 29,00 24,00 27,86 0,140 3.900 Skata 85,00 85,00 85,00 0,133 11.305 Rauðmagi 110,00 13,00 43,79 0,205 8.976 Samtals 39,84 94,719 3.774.067 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 82,00 15,00 46,27 137,464 6.359.851 Ýsa 67,00 20,00 47,32 58,890 2.786.664 Karfi 39,00 15,00 26,66 1,352 -36.048 Ufsi 18,00 10,00 11,87 3,414 40,527 Steinbítur 25,00 15,00 17,63 6,965 122.818 Langa 30,00 19,00 23,07 0,319 7.359 Lúða 200,00 160,00 196,73 0,049 9.640 Skarkoli 47,00 30,00 35,00 0,950 33.254 Keila 5,00 5,00 5,00 2,495 12.475 Skata 76,00 76,00 76,00 0,100 7.600 Hrogn 133,00 133,00 133,00 0,110 14.630 Samtals 44,16 214,133 9.455.501 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA VESTUR-ÞYSKALAND 7. maf. Hæstaverð Lægsta verð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 102,86 77,51 Ýsa 117,34 105,03 Ufsi 101,41 44,19 Karfi 144,87 52,15 SKIPASÖLUR í Bretlandi 30. apríl til 4. maí. Þorskur 119,00 308,250 36.680.216 Ýsa . 121,87 28,700 3.497.540 Ufsi 52,98 16,060 850.903 Karfi 41,67 7,350 306.257 Grálúða 90,67 51,780 4.694.867 Samtals 111,68 418,034 46.686.488 Selt var úr Gullveri NS í Grimsby 30. april, Hugin VE i Hull Grimsby 2. maí, svo og Sléttanesi IS í Hull 3. maí. og Þorra SU GÁMASÖLUR í Bretlandi 30. april til 4. maí. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð (kr.) (kr.) (kr.) Þorskur 116,13 438.750 50.963.030 Ýsa 128,18 402,558 51.599.845 Ufsi 60,00 66,803 4.008.371 Karfi 53,49 30,085 1.609.113 Koli 100,66 267,619 26.937.397 Grálúða 196,74 13,700 2.695.438 Samtals 110,99 1.344,965 149.278.371 SKIPASÖLUR íBremerhaven íVestur-Þýskalandi 30. apríltil 4. maí. Þorskur 98,69 15,095 1.489.677 Ýsa 73,61 0,705 51.892 Ufsi 83,87 7,135 598.393 Karfi 71,59 302,779 21.675.679 Grálúða 102,23 71,698 7.329.911 Samtals 78,07 420,541 32.832.501 Morgunblaðsins. Að sama skapi er innanbæjarskrefið 4 mínútur en ekki sex eins og sagt var. Þessar upplýsingar fengust hjá Ólafi Eyjólfssyni, forstöðumanni Ritsímans. Hann sagði að þessi upplýsingaþjónusta væri ekki dýr í samnaburði við það sem gerðist í öðrum löndum. Hann vissi ekki til að hún væri annars staðar ódýrari. Hins vegar væri handvirk þjónusta alltaf dýr- ari en sjálfvirk. Þannig kostnaði 52 krónur án virðisaukaskatts að láta Lands- ímann 02 vekja sig, en aðeins fimm teljaraskref, sem samsvarar tæplega 15 krónum, ef sjálfvirka kerfið væri notað. Fólk virtist hins vegar ekki gera sér grein fyrir þessu, þó þetta væri vandlega útskýrf á bls. 16 í símaskránni. STJÓRN Stúdentaráðs Iiáskóla Islands hefúr sent öllum þing- mönnum bréf, þar sem hvatt er til þess að niðúrfellingu virðis- aukaskatts á bókum verði flýtt, þar sem stúdentar kaupi bækur sínar einkum í september. Nú er fyrirhugað að fella niður bókaskattinn 16. nóvember næstkomandi. í bréfinu segir að það, sem valdi stúdentum þó mestum áhyggjum, sé að samkvæmt lögunum um virðisaukaskatt sé eingöngu gert ráð fyrir niðurfellingu hans af „bókum á íslenzkri tungu jafnt frumsaminna sem þýddra,“ sam- kvæmt laganna hljóðan. „Námsbækur þær, sem kenndar eru við Háskóla íslands eru nær allar á erlendum málum og munu væntanlega verða það í náinni framtíð. Þetta þýðir að námsbæk- ur stúdenta við Háskóla íslands munu bera virðisaukaskatt þrátt fyrir þessa breytingu laganna," segir í bréfi stjórnar Stúdentaráðs. Haraldur Vídal prófessor Haraldur Vídal látinn Professor Haraldur Vídal við háskólann í Brandon í Manitoba andaðist í sjúkrahúsi í Árborg, Manitoba, Kanada, 29. apríl síðastliðinn. Hann var mörgum íslendingum kunnur, þar sem hann dvaldi við Háskóla íslands árið 1986 við fræðistörf og auk þess átti hann marga ættingja á Islandi og talaði íslensku, þótt bæði foreldrar hans og hann væru fædd í Kanada. Hann var ókvæntur og barnlaus, en nokkur systkini hans eru á lífi þar vestra. * Margrét Arsæls- dóttir - Minning Selt var úr Otto Wathne NS 30. apríl og Vigra RE 3. maí. Fædd 2. desember 1928 Dáin 23. apríl 1990 Mig langar með örfáum orðum að minnast frænku minnar, Mar- grétar Ársælsdóttur, Grétu, en hún lést 23. apríl síðastliðinn eftir harða baráttu við krabbamein, þennan sjúkdóm sem stöðugt leggur fleiri að velli. Grétafæddist 1928 í Vestmanna- eyjum, en fluttist með foreldrum til Grindavíkur og þaðan á Hvaleyri við Hafnarfjörð. 1964 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Ragnari Gíslasyni, en ári áður eignuðust þau dóttur, Ilönnu Björk, sem var alltaf sólargeisli í lífi hennar. Hjá börnum hefur hugtakið uppáhaldsfrænka vafalaust mis- munandi merkingu eftir því við hvern er talað. Þó má reikna með að lýsingar eins og er góð, les fyrir mig, gefur mér af afmælis- eða jólagjafir, skilur mig, leikur sér með mér, geti gefið dæmi um svör barna við þeirri spurningu af hveiju ein- hver er uppáhaldsfrænka. Sennileg- ast færi eins fyrir börnunum og þeim fullorðnu að erfitt gæti verið að skilgreina hvað verður til þess að ein frænka verðskuldar, án nokkurs vafa, að vera kölluð uppá- haldsfrænka. Það er ljóst að Gréta var mín uppáhaldsfrænka og ef ég væri spurður af hveiju þá gæti ég tínt margt til en sennilega næði ég seint að telja alla þá kosti sem prýddu Grétu og gerðu hana að minni uppáhaldsfrænku. í barns- minni mínu var Gréta alltaf kát og skemmtileg, Gréta gleymdi ekki afmælisdegi, Gréta gaf ekki lina pakka þegar vonast var eftir hörð- um, reyndar virtist Gréta allaf vita hvað lítill strákur vildi, Gréta hafði tíma til alls, bæði leikja og lestrar eða einhvers annars. í stuttu máli þá skildi Gréta mig og mér Ieið vel með henni. Þessar vangaveltur vakna þegar litið er til baka og æskiftírin rifjuð upp. Ég sem fyrsta systkinabarnið naut þess að fá að vera í nokkur sumur í sveit hjá ömmu og afa á Hvaleyri við Hafnarfjörð. A þeim tíma bjuggu Gréta og Grímur í for- eldrahúsum, þannig að fyrir lítinn strák var ekki hægt að hugsa sér betri kringumstæður að sumri til. Þrátt fyrir að alltaf væri nóg að gera virtist alltaf einhver hafa tíma til að leika sér, þannig að í minning- unni er ekki til sú hugsun að ein- hvern tíma hafi verið leiðinlegt. Reyndar fínnst mér að alltaf hafi verið sól á Hvaleyri. Eftir því sem systrabörnunum fjölgaði, fjölgaði í hópnum þeim sem áttu sömu uppáhaldsfrænku því að Gréta sinnti öllum og gerði ekki upp á milli. Gjafmildi sem engan enda tók og skilningur á þörfum hvers og eins var alltaf til staðar. Meira að segja börn okkar voru ekki und- anskilin. Ég velti því fyrir mér hvort við höfum nokkurn tíma getað end- urgoldið þessa væntumþykju. Sennilega hefur það ekki verið nema í þeirri barnslegu gleði og einlægni sem börnum er gefin. Hins vegar er ég viss um að uppskera hennar bíður hjá þeim einum sem getur dæmt um verk okkar mann- anna. Eins er ég viss um að þar bíða móðir, bróðir og systursonur sem líka átti sína uppáhaldsfrænku. Megi góður Guð styrkja ástvini alla. Hannes Hún Gréta frænka er dáin, eftir langa baráttu við ólæknandi sjúk- dóm var hún kölluð burt. Minningarnar hrannast upp, frá þvi að ég var lítil stelpa í pössun hjá Grétu. Það var ógleymanlegui tími glaðværðar og hláturs. í sveit- inni, eins og ég kallaði Haukaberg, ^ var yndislegt að vera, staður þai sem ekki var hægt annað en láta sér líða vel á. Þarna fékk ég, borg- arbarnið, að kynnast óspilltn náttúrunni með hrauni og beija- lyngi rétt fyrir utan borgarmörkin I þessari sveit lékum við Hanna Björk okkur daginn út og inn. Oft var farið í bíltúr lengra út fyrii bæinn og ómaði þá ósjaldan lagið „Bjössi á mjólkurbílnum" og allii sungu hástöfum. Hjá Grétu leif manni vel, umvafinn kærleik og hlýju, og þar var bjartsýni og glað- værð ávallt í fyrirrúmi. Hver hefð getað hugsað sér yndislegri frænku Frænku sem alltaf var tilbúin að hugga og gleðja. Elsku Hanna Björk og Ragnar, megi góður Guð styrkja ykkur. Megi minningin um uppáhalds- frænku lifa. Að ósk hinnar látnu fór útföi hennar fram í kyrrþey. Naima

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.