Morgunblaðið - 08.05.1990, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þýskar herþotur á Akureyrarvelli
Tvær herþotur úr þýska flughernum lentu á Akureyrarflugvelli á fimmtudag. Vélamar voru á leið til
Kanada, en um er að ræða æfingaflugvélar af gerðinni Alfa Jet. Flugmenn könnuðu aðstæður í Eyjafirði og
á Akureyrarflugvelli og héldu áfram för sinni að lokinni tveggja tíma viðdvöl.
Starfsemi Hitaveitu og
Yatnsveitu sameinuð
Franz Árnason, Hitaveitustjóri, verður for-
stöðumaður hins sameinaða fyrirtækis
SAMÞYKKT verður á fundi Bæj-
arstjórnar Akureyrar í dag að
sameina starfsemi Hitaveitu og
Vatnsveitu Akureyrar frá og með
1. ágúst nk. Franz Arnason Hita-
veitustjóri verður forstöðumaður
fyrirtækisins, en Sigurður Svan-
hergsson Vatnsveitustjóri hefúr
óskað eftir að láta af störfum frá
og með þeim tíma.
Starfsemi fyrirtækjanna verða
samræmd á þann veg að stjórnun
og starfsmannahald verður samein-
að og húsnæði og tækjakostur not-
aður sameiginlega fyrir bæði fyrir-
tækin, eftir því sem henta þykir.
ÚTIHURÐIR
Mikið úrval. Sýningarburðir á slaðnum.
Tré-x búðin, Smiöjuvegi 30, s. 670777,
Brúnás, Ármúla 17, Rvtk, s. 84585 og
84461, Tré-x, löavöllum 6, Keflavík, s.
92-14700, Trésmiðjan Börkur, Frosta-
götu 2, Akureyri, s. 96-21909.
Fyrirtækin hafa hins vegar áfram
sjálfstæðan fjárhag.
Að sögn Sigurðar J. Sigurðsson-
ar, forseta bæjarstjórnar og form-
anns stjórnar veitustofnana, hefur
á undanförnum árum verið unnið
að hagræðingu í rekstri fyrirtækj-
Einar Thorlacius hefiir verið
ráðinn umsjónarmaður Bílaleigu
Flugleiða á Akureyri.
Hann hefur störf í dag, en Einar
var sölustjóri í mjólkursamlagi
KEA. Þess má geta að yfir 30
SKÍÐASVÆÐINU í Hlíðarfjaili
ofan Akureyrar hefur nú verið
lokað þar til í haust. Sunnudag-
urinn var sá síðasti sem
anna tveggja “og þetta er þáttur í
þeirri viðleitni. Rekstrarkostnaður
lækkar við þetta. Ekki verður sagt
upp starfsmönnum en endurráðn-
ingar í störf verða skoðaðar er þar
að kemur,“ sagði Sigurður.
Stefnt er að því að meginhluti
starfsemi Hitaveitunnar flytjist í
haust í hús Vatnsveitu á Rangár-
völlum, efst í bæjarlandinu.
manns sóttu um starfið. Leigan
verður til húsa gegnt flugvellinum,
þar sem Shell var áður með bensín-
stöð og nesti. Stefnt er að því að
fyrirtækið taki til starfa á Akureyri
23. eða 25. maí.
skíðaunnendur gátu nýtt sér að-
stöðuna að sinni. Ivar Sigmunds-
son, forstöðumaður Skíðastaða,
segist “mjög ánægður með vert-
íðina. Við höfum fengið með ein-
dæmum góða aðsókn,“ sagði
hann í gær.
“Við opnuðum reyndar ekki fyrr
en 28. eða 29. janúar en það hefur
gengið vel síðan. Veðrið var okkur
að vísu svolítið erfitt um tíma en
síðari hluta mars og í apríl gekk
mjög vel. Aðsóknin hefur aldrei
verið eins góð og í vetur. Við vitum
þó ekki enn hver útkoman verður
en mér sýnist hún muni verða með
allra besta móti,“ sagði ívar.
Aðsókn hefur verið léleg upp á
síðkastið og færi heldur leiðinlegt,
að sögn Ivars. Hiti hefur verið
10-12 stig í Hlíðaríjalli upp á
síðkastið “þannig að snjórinn hefur
fljótt orðið eins og drulla" eins og
ívar orðaði það. Hann sagði hins
vegar að aðstaða til skíðagöngu
væri enn nokkuð góð, og hefði fólk
nýtt séFþað.
Minningarsjódur
Þorgerúar S. Eiríksdóttnr
Umsóknir um styrk úr sjóðnum þurfa að
berast Tónlistarskólanum á Akureyri fyr-
ir 16. maí. Rétt á styrkveitingum eiga
þeir, sem hafa lokið námi við Tónlistar-
skólann á Akureyri og hyggja á eða eru
í framhaldsnámi í tónlist.
Tónlistarskólinn á Akureyri.
Bílaleiga Flugleiða á Akureyri;
Einar ráðinn umsjónarmaður
Skíðasvæðinu í Hlíðargalli lokað:
Aðsóknin aldrei verið
jafii góð og í vetur
Olíubræðslu hætt í Krossanesi:
n Atak í að innleiða
innlenda orkugjafa“
RAFVEITA Akureyrar, sem milligönguaðili, hefúr gert samning við
Landsvirkjum um sölu á ótryggðri orku til Krossanesverksmiðjunn-
ar. “Með þessu er verið að útrýma olíubræðslu. Þetta er átak í að
innleiða innlenda orkugjafa,” sagði Sigurður J. Sigurðsson, formaður
veitustjórnar, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Nú er unnið að uppbyggingu skammtímasamning, til áramóta,
verksmiðjunnar í Krossanesi, en
hún stórskemmdist í eldsvoða í vet-
ur. Þá eyðilagðist m.a. olíuketill sem
notaður var við bræðslu. Reiknað
er með að verksmiðjan komist aftur
í gagnið á haustvertíð og þá komi
orkusölusamningurinn til fram-
kvæmda. Um er að ræða
en þá breytist sölukerfi Landsvirkj-
unar. Eftir því er gert fyrir því að
samningurinn verði endurnýjaður,
til 1996 að sögn Sigurðar. “Hér
verður um nokkuð mikla orkusölu
að ræða. Um 11 megavött. Ár-
snotkunin verður allt að 28,5 gíga-
vatnsstundir," sagði hann.
SAA-N:
Góður árangur
í starfseminni
UM 300 manns hafa notið þjónustu hjá göngudeild SÁÁ-N frá því
starfsemin hófst í janúar á síðasta ári. Hver einstaklingur kom að
meðaltali í 10 vitjanir og hefúr árangurinn af starfsemininni verið
afar góður.
Ingjaldur Arnþórsson ráðgjafi
hjá SÁÁ-N sagði í ávarpi sínu á
aðalfundi félagsins sem haldinn var
í vikunni, að höfuðáhersla væri lögð
á öfluga stuðningshópa og fræðslu
fyrir þá sem nýkomnir eru úr áfeng-
ismeðferð, eða þá sem komnir væru
úr slíkri meðferð en fyndu til van-
líðunar. Stuðningshópurinn hittist
einu sinni á dag virka daga í fimm-
tán skipti samtals. Árangurinn hjá
umræddum hópi væri afar góður,
en um helmingur hans hefur ekki
drukkið áfengi eða notað önnur
vímuefni aftur.
Ingjaldur sagði að árangurinn
hefði verið það góður að ákveðið
hefði verið að gera annars konar
tilraun, þ.e. að taka inn í samskon-
ar stuðningshóp einstaklinga sem
aldrei höfðu farið í meðferð. Sagði
hann að valið hefði verið í þann hóp
á félagslegum forsendum, samtals
12 einstaklingar. Af þessum 12
aðilum hafa 9 ekki drukkið áfengi
aftur, 2 hafa drukkið í tilrauna-
skyni eitt kvöid og einn hefur
drukkið áfram með líku munstri og
áður.
„Þessi byijun lofar góðu og sýn-
ir hvað hægt er að gera á göngu-
deild. Það þarf ekki endilega að
senda fólk í hefðbundna áfengis-
meðferð. Fólk sem verið hefur hjá
okkur á göngudeildinni hefur ekki
misst úr vinnu og það hefur mikinn
sparnað og hagkvæmni í för með
sér að geta boðið uppá þessa þjón-
ustu í heimahéraði," sagði Ingjald-
ur.
Morgunblaðið/Runar Þór
Sumarblíða
Veðrið hefur leikið við Akureyringa síðustu daga, sólin skinið glatt
allt síðan á laugardag og víða mátti sjá léttklætt fólk á svölum og
í görðum um helgina. Fjórmenningarnir á myndinni slöppuðu af í
heita pottinum við sundlaugina í gær.