Morgunblaðið - 08.05.1990, Side 40

Morgunblaðið - 08.05.1990, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1990 [ "PageMaker • Námskeið í notkun umbrotsfbrritsins frábæra, sem fjölmörg fyrirtæki og félagasamtök hafa tekið í notkun. - flutningur úr ritvinnslu - uppsetning texta - útlitshönnun - lokaverkefni, útbúiÖ fréttabréf Kennari: Matthías Magnússon. rithöfundur, höfundur bókanna um WordPerfect ritvinnsluna. Matthías hefur mikla reynslu í notkun Page- Maker forritsins. Tölvuskóli íslands ^ii Sími:. 67 14 66, opið til kl. 22 Vinningstölur laugardaginn 5. maí 1990 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 5.555.967 2. fSÍtfá 3 192.327 3. 4af5 143 6.960 4. 3af 5 4.323 537 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.449.679 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 f SIGURÐUR ÞÓR OG LÆKNARNIR eftir Stefán Steinsson Sú hugleiðing, sem fer hér á eft- ir og ég hef lokið við að skrifa, átti upptök sín innarlega í sálarveri mínu eitt síðdegi seinni partinn í janúar á þessu ári. Þá stóð ég tein- réttur í mikilli hljómplötuverslun á eynni Manhattan, en það er í vestur- heimi. Veður hafði verið gott og þá er inngangi lokið. Greinin var reyndar skrifuð fyrir Þjóðviljann, en hann er svo prent- villusamur að út yfir tekur. Það er auðvitað býsna sorglegt. Ég bið Morgunblaðið því fyrir greinina með þökkum. Það er undarleg tilfinning að vera staddur í plötuverslun á Man- hattan og fara allt í einu að hugsa um Sigurð Þór Guðjónsson. A slíkum stöðum veldur svo óvænt hugdetta fiðringi aftan við hægra eyrað, sem erfitt er að skýra. Hug- dettuna sjálfa er þó auðvelt að skýra. Atburðurinn er nefnilega ekkert undarlegur, þótt tilfinningin sé það. Þetta hafa verið áhrif frá plötunum. Sigurður skrifaði músíkgreinar í Þjóðviljann um skeið og er lesend- um ekki liðinn úr minni. Greinarnar voru skemmtilegar. Væri óskandi að Þjóðviljinn nældi í Sigurð aftur, en það er önnur saga. Nú segir víst einhver: Mikið er Sigurður Þór Guðjónsson orðinn læknum hugleikinn, fyrst þeir kom- ast ekki suður á Manhattan, án þess að taka hann með í huganum. Það má mikið vera, ef hann er ekki virkur í draumum þeirra. Þetta er alveg rétt. Sigurður á meira en skilið að vera læknum hugleikinn. í seinni tíð hefur hann öðrum mönnum fremur unnið gegn því að læknastéttin sofnaði ofan í dagblöðin. Honum hefur orðið nokkuð ágengt og það eru tildrög þessa máls. Ég mundi, að áður en ég hélt vestur hafði Sigurður ritað grein um lækna í Þjóðviljanum, sem mér þótti allspes. Kannski þótti það eng- um öðrum. En þetta mun hafa kom- ið upp úr undirmeðvitund minni, þar sem ég gekk um teinréttur á meðal diska. Því fóru svo hugsanir mínar, að þegar ég lauk innkaupum í blessaðri búðinni uatt mér í hug að senda hugleiðingu, eða að minnsta kosti nokkur orð, í dag- blað, að Sigurðaitilefninu gefnu. Eg mundi það best, a_ð Sigurður hafði hrósað læknum íslands og kallað þá ellefu hundruð húmanista og eitthvað annað mjög fallegt og gott, sem ég man ekki hvað var. Þar sem ég var ellefuhundraðasti og fyrsti læknirinn, sá sem hvorki er húmanisti né þetta fallega, góða sem ég man ekki, þá hlaut að vera upplagt að ég svaraði Sigurði. Ég sá mig í anda sitja á tröppum einhverrar marmarabyggingar, sem væri álíka há og Búðardalur upp á rönd. Skrifandi á stílabók átti ég að speglast í marmaranum, eða glæsilegum gluggum, skáldlegur með blekpenna og eini vegfarand- inn í New York-borg sem hefði sænska eftirlíkingu af rússneskri loðhúfu á höfðinu. Þegar kom að framkvæmdum var grenjandi rigning og fólkið átti lífið að leysa á hlaupum. Þetta var mesta skrumba, sem sneri annarri hverri regnhlíf við. Þess vegna var útilokað að speglast neins staðar í marmara, skrifandi á skínandi tröppum skáldlegur. Ekki var held- ur líklegt, að neinn gæfi þvílíkri firru gaum, nema New York-lög- reglan, sem er bæði harðskeytt og fljót í ráðum við grunsamlega menn. Mest hætta var þó á, að blöðin mundu blotna og fjúka. Því eru þessi orð ekki skrifuð á marmara- tröppum, heldur við tölvu. Mig minnir að höfuðefnið í pistli Sigurðar væri: a) að landlæknir hefði kúgað Sig- urð í skjóli embættis, menntunar, valds og fleira þess, sem hann hef- ur upp á að bjóða. b) að læknar hefðu ekki tekið þátt í ritdeilu Sigurðar við land- lækni, þrátt fyrir að þeir væru húm- anistar og eitthvað annað sem ég man ekki og c) að hann hefði ekki fengið að skoða innlegg sitt í bókmenntir þær, sem uppskrifast um geðvonda menn á þar til gerðum stofnunum ríkisins. Umræður. a) Þegar Sigurður talaði um kúg- un landlæknis sýndist mér hann meina hroka og nota ég það orð. Ekki er útilokað að hugsa sér, að þegar háttsettur embættismaður skrifar grein, sem er hvefsin svar- grein til alþýðumanns, þá gæti ein- hvers mennta- eða embættishroka í skrifinu. Það gerist að minnsta kosti alltaf í sögum og leikritum. Guðrún frá Lundi hefði haft það þannig. Og jafnvel þótt embættis- maðurinn ætlaði ekki að tala niður til alþýðumannsins, þá væri hinn síðarnefndi vís til að túlka skrif hans á þann veg. Vegna þessa er ég hræddur um að læknar, litlir og stórir, eigi erf- itt með að skrifa blaðagreinar án þess að einhveijum lesanda finnist vera hroki í skrifum þeirra. ímynd stéttarinnar stuðlar líka að varfærni í þeim efnum: Þetta eru karlar sem líta stórt á sig, fremur fégráðugir og íhaldssamir. Sú ímynd er stétt- inni sjálfri að kenna, en viðbrögð „Auðvitað þykir mér fyrir því að hafa ekki skrifað þetta úti á marmaratröppum á Manhattan eins og ég nefndi í byrjun. En ég réð engu um hvort rign- ing dyndi þar og vindar geisuðu, svo að ég vísa því frá mér. lesandans endurspegla minnimátt- arkennd alþýðumannsins, sem jafn- an er óþörf. Og gleymum heldur ekki aldagömlum viðhorfum í sam- félaginu. Eigum við ekki einmitt stóra inneign hjá aldagömlum við- horfum í samfélaginu? Mig minnir það. b) Læknar eru afar kurteisir við landlækni sinn og sýna honum virð- ingu út á við. Annars væri til lítils að hafa landlækni. Þetta gengur svo langt, að þeir hneigja sig fyrir honum þegar þeir sjá hann. Með vaxandi íjölda lækna, sem óttast barning, er svo komið, að fæstum dugir minna en leggjast alveg niður með höfuð að gólfi eða götu, þegar þeir sjá Ólaf. Sigurður getur prófað að læðast í humátt á eftir Ólafi niður Laugaveg. Þá tekur hann eft- ir því, að á leiðinni munu tveir til þrír karlmenn og ein til tvær ungar konur leggjast í götuna framan við landlækni. Slíkur er fjöldinn orðinn, slík er lotningin. Þetta hugsaði ég einmitt um á Manhattan. Skrambi er nú gott, að Ólafur landlæknir birtist ekki hér. Hann er svo harður marmarinn. Ég veit að nokkrum hefur legið við roti. Flestir skeinast eitthvað á enni, en enginn skaðast stórlega, nema hann lendi á naglaspýtu. Hins vegar veit Sigurður líka, að spariklæddir krakkar eru stund- um óþægir heima hjá sér. Þannig hafa læknar sérstakt Fréttabréf lækna til að rífast í. Birna Þórðar- dóttir ritstýrir blaðinu,_ setur það og dreifir því rösklega. í fréttabréf- inu geta læknar, svo dannaðir sem þeir eru út á við, hellt úr skálum reiði sinnar hver yfir annan, án þess að það fari hátt. Ekki er það síst landlæknir, sem þarna hefur fengið skeyti og til eru menn, sem hafa nánast reynt að ærusnoða hann. Þetta leiðir til þess að læknar eru sjaldan að hnotbítast hver við annan í venjulegri pressu, öðrum til trufl- unar. Uppreisnin á ísafirði mun vera undantekning frá þeirri megin- reglu. HÖGGDEYFAR - KÚPLINCAR - DISKAR SACHS Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Utvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta {FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670 ■ FRAMSÓKNARFLOKKUR- ÍNN á Sigluíírði hefur birt eftir- furandi framboðslista, B-Iista, fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí nk. 1. Skarphéðinn Guð- mundsson kennari,- 2. Asgrímur Sigurbjörnsson umboðsmaður, 3. Asdís Magnúsdóttir skrifstofu- maður, 4. Sveinbjörn Ottesen framreiðslumaður, 5. Pétur Bjarnason stýrimaður, 6. Sigríður Björnsdóttir sjúkrahússtarfsmað- ur, 7. Aðalbjörg Þórðardóttir verslunarmaður, 8. Kolbrún Dan- íelsdóttir verslunarmaður, 9. Kar- olína Sigurjónsdóttir verkakona, 10. Steinar Ingi Eiríksson húsa- smiður, 11. Guðrún Ólöf Pálsdótt- ir skrifstofumaður, 12. Sveinn V. Björnsson framkvæmdastjóri, 13. Bjarney Raley húsmóðir, 14. Þor- steinn Sveinsson bakaranemi, 15. Sverrir Jónsson húsasmiður, 16. Jóhann Sigurðsson verkamaður, 17. Jón Hólm Pálsson vélamaður, 18. Sverrir Sveinsson veitustjóri. Matthías

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.