Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 08.05.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990 41 Ef Sigurður ætti frænda, bróður eða vin í læknastétt, gæti hann kannski fengið að skoða nokkur svona fréttabréf. Ég tek það fram, að bréfið er ekkert mjög skemmti- legt. En það er fróðlegt. c) Um bókemenntir, sem skrifað- ar eru um gesti á ríkisstofnunum fyrir geðslæmsku verð ég að segja, að það eru tvímælalaust verstu bók- menntir sem ég hef lesið. Hef ég þó lesið töluvert af bókum og nokk- uð af tímaritum. Mætti ætla, að það, hversu lélegai þessar bækur eru, dygði yfirlæknum allra slíkra stofnana, til þess að neita að sýna nokkrum manni þær. Svo mun þó ekki vera og skoðum það nánar. Þessar bækur eru þess eðlis, að maður skyldi ætla, að í þær færu fremur hlutlægar upplýsingar, ekki háðar smekk, skapi eða skoðunum skrifandans nema á beinharðri læknisfræði. En því miður eru höf- undar þeirra svo mannlegii', að þeg- ar þeim hitnar í hamsi getur ýmis- legt flotið frá þeim (hér: í óeigin- legri merkingu). Sumt sem þeir skrifa þegar þeim leiðist vinnan, eru argir eða þreyttir, eða bara leiðin- legir og fúlir í verunni, getur verið býsna huglægt. Þannig getur þessu lík athugasemd sést í svona bók, þótt hún ætti ekki að sjást þar: „Jón hefur verið mjög leiðinlegur þessa viku.“ (í staðinn fyrir „Jón“ kæmi líklega „sjúklingur“, sem mér finnst alltaf hallærislegt.) Ef ég hefði verið á geðdeild og sæi síðan dagnótu, þar sem einhver aðstoðarlæknisbjálfi teldi að ég hefði verið leiðinlegur í eina viku yrði ég vitlaus. Ég yrði jafnvitlaus, þótt ég vissi sjálfur, að ég hefði verið leiðinlegur í heilan mánuð. Ég mundi standa í málaferlum við stofnunina langt fram á næstu öld. Ég mundi finna hana í fjöru. Ég y’rði vægast sagt mjög leiðinlegur. Flestar huglægu athugasemdirn- ar eru ekki svo grófar. En það er nóg af þeim. Líklega eru þær höf- uðástæða þess, að sögupersónur bókmennta fá sjálfar ekki að lesa þær, þótt það séu lög. Þá eru svona bækur uppfullar af leiðinlegun tuggum sem venju- legu fólki finnst ankannalegar. Nefna má: „Sjúklingurinn er 35 ára kona, grannholda, útlit svarandi til ald- urs, vel áttuð og gefur góða sögu.“ Mörgum þykir óþægilegt, að sjá um sig fjallað með svo sérkennilegu orðalagi, jafnvel þótt ekki sé verið að segja neitt neikvætt. Þessa tuggu „að gefa góða sögu“ hef ég jafnvel séð í tímariti, þar sem ein- hver átti heldur reiðilegt skrif um lækna. Loks getur tilfinningahiti og pirr- ingur komið meinlega út. I einu plaggi sá ég þvílíka athugasemd eftir kollega minn, mitt á milli gagnmerkra upplýsinga: „Klassísk Gunna.“ Ég málaði yfir þessi tvö orð með tippexmálningu. Hafi gesturinn hins vegar laumað góðri vísu eða sjaldgæfu orðtaki með sjúkrasögunni má sem best skjóta því inn í sjúkrabókmenntirn- ar, í hófi. Sama á við ef læknirinn hefur leirlausan kveðskap yfir gesti sínum, svo fremi það verði ekki ógurlegir bálkar. Sumt af vitleysunni flýtur auðvit- að frá höfundinum í hreinum hálf- kæringi eða gantaskap. Ég veit, að djúpt inni á einhveijum spítala er til svofelld athugasemd eftir mig, líklega rituð 1981: „Kona þessi hefur tvö eyru, sem sitja sitt hvoru megin á höfðinu." Eitthvað var fleira af fúlum bröndurum í þeirri sögu. Ég leyfi mér að vona, að „kona þessi“ eigi ekki eftir að ergja sig á lestri þvílíkrar speki. Hér er til lausn. Taka má gott úrtak af offramleiddum læknum, helst sérfræðingum, sem eru að verða flestir. Þeir fengju að lesa allar sjúkraskrár allra spítala og endurskrifa hlutlægu atriðin, en láta hin huglægu fjúka. Síðan væri hægt að bjóða sögupersónunum, að hafa sögustund með þeim, Sago- stunden, einhvern tíma milli átta og fjögur, flesta virka daga. Stærstur galli á þessum bók- menntum er nefnilega sá, að höf- undarnir kunnu ekki þá list, frekar en margar aðrar, sem Halldór Lax- ness kunni að lýsa með þessari hugsun: „Það er minni kúnst að skrifa en strika út.“ Úr sjúkrahúsa- bókmenntunum hefur aldrei mátt stóka neitt út, allt á að seljast. Ég hef hér með viðrað á þessu breytingartillögui'. Auðvitað þykir mér fyrir því að hafa ekki skrifað þetta úti á marm- aratröppum á Manhattan eins og ég nefndi í byijun. En ég réð engu um hvort rigning dyndi þar og vind- ar geisuðu, svo að ég vísa því frá mér. Opið bréf til dóms- málaráðherra eftir Boga Arnar Finnbogason Tilefni þessa bréfs eru ótal ábendingar frá foreldrum og öðrum aðilum um að unglingar, sumir langt undir tvítugu, fái afgreitt áfengi á vínveitingahúsum víðs veg- ar um landið. Svo virðist sem eftirlit með þess- um veitingahúsum sé lítið hvað þetta varðar. Við teljum að forsenda fyrir veitingu vínveitingaleyfa eigi að vera, eins og fram kemur í reglu- gerð um sölu og veitingar áfengis frá 8. september 1989, að strangt eftirlit sé með því af hálfu yfirvalda að lögum og reglum sé framfylgt. Ef stjórnvöldum vex í augum kostnaður við slíkt eftirlit má benda á að gjald fyrir vínveitingaleyfi er ekki hátt, eða kr. 30.000 fyrir eitt ár, kr. 50.000 fyrir tvö ár og kr. 100.000 fyrir 4 ár. Við teljum ekki óeðlilegt að slíkt gjald sé hærra og látið standa undir kostnaði af slíku eftirliti, sem við teljum reyndar að eigi að vera að öllu leyti í höndum lögreglunnar. Foreldrasamtökin fara fram á það við þig að þú sjáir til þess að fram fari reglulegár skyndikannan- ir á aldri gesta á slíkum veitinga- húsum og að veitingamenn verði sviptir vínveitingaleyfi við ítrekað brot. Við treystum því að þú takir þetta mál föstum tökum þar eð þú hefur lýst áhuga þínum á því að „Við treystum því að þú takir þetta mál föst- um tökum þar eð þú hefiir lýst áhuga þínum á því að stuðla að bættri vernd barna og ungl- inga.“ stuðla að bættri vernd barna og unglinga. Ilöfundur er formaður Vímulausrar æsku — forcldrasamtaka. Þetta er öllu frekar hugleiðing en eiginlegt svar til Sigurðar. Þess vegna get ég bætt við hvaða diska ég keypti, það var fimmta sinfónía Mahlers og blár diskur með Eur- ythmics í hvítu hylki. Já og Barry Douglas í fyrsta píanókonsert Brahms. Gott. Tími til kominn. Þá er það trú mín, að fáir hafi haft gaman af að lesa þetta, marg- ir reiðist, enginn skilji mál mitt og sumir gangi af göflunum. Við skul- um biðja guð að hjálpa Þjóðviljanum úr heljarklóm prentvillupúkans og vona að veðrið skáni fljótlega. Það var allt og sumt. Bless. Ilöfundur er læknir í Búðardal. Framreiðslufólk, veitingastaðir, sumarhótel Fyrirlestur og kennsla fyrir ófaglært framreiðslufólk, sem vinnur eða hugar að vinnu á veitingastöðum eða hótelum í sumar, verður í Borgartúni 6, þriðjudaginn 15. maí, kl. 20.30. Efni meðal annars: - Móttaka gesta. - Uppdekking borða. - Þjónusta við gesti. - Ymislegt fleira. Innritun og upplýsingar í síma 23795 alla virka daga milli kl. 20.00 og 21.00. Almenna auglýsingastofan hf. Odýrt - fljótlegt - margir möguleikar! Ljósmyndar' — fjölfaldar þá sem þurfa Ijósmyndir af smáhlutum, s.s. úrum og skartgripum. þá sem þurfa eftirtökur af litmyndum eöa göml- um svart/hvítum myndum. þá sem þurfa að fá glærur fyrir myndvarpa. þá sem þurfa að láta stækka myndir eða minnkar stækkar Litmyndage. Austurstræti 6 - Sími 611788 Öll framköllunarþjónusta JH Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.