Morgunblaðið - 08.05.1990, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990
Minning:
Ingvar Kjartans-
son kaupmaður
Fæddur 8. janúar 1910
Dáinn 29. apríl 1990
Þegar Sigga frænka hringdi í
mig sunnudaginn 29. apríl sl. var
ég viss um að það væri til að til-
kynna mér lát Ingvars föðurbróður
míns. Hann var sá eini sem eftir
var af systkinunum 6.
Það er alltaf sami söknuðurinn
hjá ættingjum og vinum er einhver
fellur frá, aldur skiptir ekki máli.
Við vissum öll að það var stutt eft-
ir, og þjáningamar voru miklar
síðustu vikurnar. Ingvar var búinn
að vera lengi rúmliggjandi og hátt
á annað ár á Landakotsspítalanum.
Hann fór þó alltaf heim um helg-
ar ef mögulegt var. Voru þá dætur
hans 3 hjá honum til skiptis. Eftir
að Hrefna kona hans dó 1987, varð
hann mjög einmana, þrátt fyrir að
allir legðu sitt fram að vera hjá
honum. Hjónaband þeirra Hrefnu
og Ingvars hafði verið einstaklega
gott og voru þau mjög samrýnd.
Það er ekki orðum aukið er ég segi
að dætumar og tengdasynimir hafi
lagt sig öll fram eins og þau gátu
til að létta honum einmanaleikann
og veikindin. Þær urðu oft margar
vökunæturnar og stundum mjög
erfiðar hjá þeim er hann var heima.
Ingvar var ekki mikið fyrir að vera
innan um margmenni, en naut þess
meira að vera með góðum vinum
og ættingjum sem komu í heim-
sókn, þótti honum vænt um hvað
Lóa frænka kom oft til hans eða
hringdi.
Á Ásvallagötu 81 var mikil gest-
risni hjá þeim Ingvari og Hrefnu.
Það var vel veitt hvort sem var
matur eða drykkur. Varla var mað-
ur kominn inn úr dyrunum er Ingv-
ar sagði: „Hvað er þetta, ætlið þið
ekki að bjóða Beztu frænku eitt-
hvað?" en það var hann vanur að
kalla mig. Ekki kom það nafn af
því að ég væri bezt, heldur hef ég
grun um að þegar ég var að laum-
ast með heita eplaköku, eða jarðar-
betjafrómas, þegar búið var að setja
hann á strangan megrunarkúr hafi
þetta Bezta orðið tii.
Það voru margir sem ekki kunnu
að meta kímnigáfu Ingvars, en það
kunnum við hjónin, Björn og ég.
Eitt sinn er við fórum í siglingu
með þeim hjónum til Banda-
ríkjanna, þá var fyrsti viðkomustað-
ur New York. Þangað hafði Björn
ekki komið áður. Ingvar bauð okkur
til kvöldverðar á hinu glæsilega
Waldor Astoria Hotel. Þeir sem
þangað hafa komið vita hvernig
anddyrið á þessu glæsilega hóteli
er, líkast höll, með stórum kristal-
krónum í loftinu og miklum íburði.
Björn stóð þarna og hringsnerist
og góndi í allar áttir með mikilli
aðdáun er Ingvar hnippir í hann
og segir: „Heyrðu Bjössi, finnst þér
þetta ekki bara látlaust?" án þess
að breyta um svip. Eftir þetta segj-
um við alltaf ef við sjáum eitthvað
stórkostlegt „þetta er bara lát-
laust".
Ingvar var mikill matmaður og
var mjög vandlátur á mat og ef
hann sagði „þetta er ætt“, var það
1. flokks, de-lux, betra gat það
ekki verið. Öll áttu þau föðursystk-
ini mín það sameiginlegt að segja
sitt álit á hlutunum, stund eða stað-
ur skipti ekki máli, þú fékkst það
óþvegið. En, öll höfðu þau stórt
hjarta, og viðkvæm innst inni. Ingv-
ar var trúaður maður og kom það
vel í ljós eftir að Hrefna dó.
8. janúar sl. þegar Ingvar varð
80 ára fékk hann að fara heim. Það
var engum boðið, en það hafði frést
að hann væri heima. Það var ótrú-
legur fjöldi ættingja og vina sem
komu og maður gleymdi að þarna
væri fársjúkur maður, klæddur í
spariföt, og gladdist yfir þeim fjölda
sem kom og óskaði honum til ham-
ingju og heilsaði upp á hann. Þenn-
an dag gleymdist sársaukinn smá-
tíma og breyttist í gleði og ánægju
hjá öllum.
Áf eldri kynslóðinni sem byggðu
á Ásvallagötunni vestan Bræðra-
borgarstígs er nú Ingvar sá síðasti
úr götunni, „götunni okkar" eins
og íbúarnir kölluðú hana. Þeir sem
enn lifa eru nú aliir fluttir. Fyrir
rúmum mánuði fór ég upp á spítala
til að kveðja Ingvar þar sem ég var
að fara til útlanda, svaf hann þá
svo vært að ég tímdi ekki að vekja
hann, en í staðinn skildi ég eftir
jarðarbeijarjómatertu, sem ég von-
aði að hann gæti aðeins smakkað
á, ekki veit ég hvort hann gerði það
í þetta sinn.
Kristján bróðir minn og Ingvar
voru miklir vinir og fór alltaf vel á
með þeim. Hann heimsótti Ingvar
oft er hann var sjálfur að koma í
rannsókn á Landakoti. Var það þá
vani hjá Kristjáni að hafa eitthvað
spaugilegt að segja frænda, sem
hafði gaman af að heyra, og varð
strax allur léttari. Nú em Kristján
og Iðunn kona hans stödd erlendis
og geta því miður ekki fylgt Ingv-
ari síðasta spölinn, en þau verða
með hugann hjá systrunum og ætt-
ingjum heima á þessari stundu.
Þjáningunum er lokið og kallið er
komið.
Fari kær frændi í friði.
Áslaug bezta frænka
Það kom mér ekki á óvart er
mér var tjáð andlát míns gamla,
góða vinar og samherja í viðskipta-
lífínu um ára skeið.
Hann hafði átt við erfiðan sjúk-
dóm að etja síðastliðin ár og vom
síðustu mánuðirnir mjög þungbær-
ir.
Fyrirtæki okkar voru löngum sitt
á hvorri götunni með fárra metra
millibili og þótt báðir seldum að
mestu sömu vömr og ættum sömu
viðskiptavinina, fór alltaf vel á með
okkur og allt félagssamstarf með
miklum ágætum.
lngvar Kjartansson var um ára-
bil formaður í félagi búsáhalda- og
jámvörukaupmanna og vann þar
öll sín störf af sérstakri einlægni
og óeigingirni.
Hann var sæmdur gullmerki
Kaupmannasamtaka íslands 16.
apríl 1982 og var það að verðleik-
um.
Við eigum hér á bak að sjá góð-
um, tryggum Qg heilsteyptum per-
sónuleika í öllum störfum og gjörð-
um.
Ég vil fyrir hönd félags bús-
áhalda- og jámvömkaupmanna
þakka allt samstarfið og fundar-
setumar gegnum árin, þó að á
stundum sæjust ekki alltaf stórvirki
eftir hvem fundinn, en kerfið er
alltaf samt við sig. Að lokum votta
ég dætmm, mökum þeirra og
barnabörnum mína innilegustu
samúð.
Björn Guðmundsson
Dauðinn er nokkuð, sem fólk
kærir sig ekki um að hugsa um
daglega, en þegar óhjákvæmilegri
nærveru hans bregður fyrir fyrr eða
síðar í lífi sérhvers einstaklings þá
fer ekki hjá því, að eftirlifendur
staldri við og íhugi tilgang lífs og
dauða. Hvert fer hi.rn látni? Hver
var tilgangur lífs hans hér á jöðu?
Uppfyllti hann kristilegar skyldur
sínar hér? Skildi hann eftir sig
markverð og góð spor á vegi jarðn-
esks lífs? Slíkar spurningar og fjöl-
margar aðrar koma gjarnan í hug-
ann. Sumum má reyna að svara.
Flestum verður ósvarað. Jákvæð
svör við ýmsum slíkum spurningum
koma í hugann þegar ég með eftir-
farandi orðum kveð kæran tengda-
föður minn, Ingvar Kjartansson,
forstjóra, sem lést á Landakotsspít-
ala aðfaranótt 29. apríl sl. Hann
reyndi vissulega að uppfylla kristi-
legar skyldur á sinni jarðnesku
göngu og hann skildi eftir sig góð
spor á þeirri göngu.
Almennt heilsufar Ingvars var
mjög bágborið síðustu árin. Nú
síðastliðið rúmt ár hefur hann legið
nær samfellt á Landakotsspítala og
barist hetjulega en lítt sjálfbjarga
við erfiða sjúkdóma. Síðustu vik-
urnar voru honum afar erfiðar og
má með sanni segja að dauðinn
hafi verið honum líkn þegar að lok-
um dró. Síðustu árin fór vanheilsan
sívaxandi en hann gat þó verið
heima hjá sér með hjálp þar til í
mars á síðasta ári. Honum tókst
þó að halda hátíðlegt áttatíu ára
afmælið sitt 8. janúar síðastliðinn
með reisn og virðuleik eins og hon-
um var lagið og var sá dagur honum
og hans nánustu aðstandendum til
mikillar ánægju. Síðasta árið hefur
hann notið góðrar aðhlynningar
lækna og hjúkrunarfólks á deild 1A
á Landakotsspítala og ber að þakka
því ágæta fólki umönnunina.
Ingvar Kjartansson var fæddur
þann 8. janúar árið 1910 hér í
Reykjavík. Hann var sonur þeirra
merkishjóna Margrétar Berndsen
og Kjartans Gunnlaugssonar kaup-
manns en þau bjuggu þá í húsinu
Hæstirétti í Gijótaþorpi. Móðir
hans, Margrét Bemdsen, var dóttir
hjónanna Bjargar Sigurðardóttur
og Fritz Hendriks Bemdsen kaup-
manns á Skagaströnd. Kjartan
Gunnlaugsson faðir Ingvars var
sonur hjónanna Gunnlaugs Stefáns-
sonar og Ingveldar Kjartansdóttur.
í báðum ættum Ingvars er kjark-
mikið dugnaðarfólk og má til dæm-
is með sanni segja að afi hans,
Fritz Hendrik Berndsen, hafi mótað
mjög uppbyggingu bæjarfélagsins
á Skagaströnd.
Systkini Ingvars voru fimm: Fritz
Kjartansson, stórkaupmaður og
mikill athafnamaður á ýmsum svið-
um viðskiptalífsins. Hann bjó löng-
um erlendis einkum í Bandaríkjun-
um en einnig í Þýskalandi og Pól-
landi vegna viðskipta sinna. Fritz
kvæntist fyrst þýskri konu, Hertu
Kjartansson, en þau skildu síðar.
Hann kvæntist þá Hrefnu Bene-
diktsson, dóttur Einars Benedikts-
sonar skálds. Þau skildu einnig.
Fritz fæddist árið 1907 og lést að-
eins 44 ára að aldri árið 1951.
Halldór Kjartansson stórkaup-
maður fæddur árið 1908. Hann var
kvæntur Else Nielsen. Hann var
einnig mikill athafnamaður, stund-
aði umfangsmikil viðskipti og rak
innflutningsfyrirtæki hér í bæ þar
til hann lést árið 1971.
Ingibjörg Kjartansdóttir. Ingi-
björg var gift Hávarði Valdimars-
syni, heildsala. Hann er einn eftirlif-
andi af þessum hópi systkina og
maka þeirra. Hann býr nú á Elli-
heimilinu Grund. Ingibjörg var
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN VIGFÚS BJARNASON,
Suður Reykjum,
Mosfellsbæ,
er látinn.
Hansína Margrét Bjarnadóttir,
Ásta Jónsdóttir, Ragnar Björnsson,
Bjarni Ásgeir Jónsson, Margrét Atladóttir,
Kristján Ingi Jónsson, Haraldur Tómasson,
Baldur Jónsson, Hugrún Svavarsdóttir
og barnabörn.
- ............ t
Faðir okkar og tengdafaðir,
INGVAR KJARTANSSON
forstjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i dag, þriðjudaginn 8. maí,
kl. 13.30.
Sigríður Ingvarsdóttir, Guðmundur S. Jónsson,
Margrét Ingvarsdóttir, Ingólfur Árnason,
Matthildur Ingvarsdóttir.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamöðir og amma,
LAUFEY KRISTJÁNSDÓTTIR,
Sœbergi,
Glerórhverfi,
lést sunnudaginn 6. maí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Jarðarförin auglýst síðar.
Björn Gunnarsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Bróðir okkar og frændi,
EYÞÓR B. ÁRNASON,
Bergholti 1,
Bakkafirðl,
andaðist þann 5. maí sl.
Útför hans fer fram frá Skeggjastaðakirkju, Bakkafirði, laugardag-
inn 12. maí nk. kl. 14.00.
Pétur Árnason,
Guðrún Árnadóttir,
Friðmar Árnason
og systkinabörn.
fædd árið 1913 og lést árið 1986.
Ásta Kjartansdóttir. Hún var
fædd árið 1915 og dó árið 1986.
Hún var tvígift. Fyrri maður hennar
var Hilmar Norðfjörð, loftskeyta-
maður, en síðari maður hennar var
Erlendur Þorsteinsson, sem starfaði
löngum hjá Síldarútvegsnefnd en
varð síðan skrifstofustjóri hjá
Brunabótafélagi íslands.
Systurnar báðar, Ingibjörg og
Ásta, voru giftar dugmiklum at-
hafnamönnum, en áttu sjálfar vafa-
lítið stóran þátt í velgengni-maka
sinna enda báðar stórbrotnar og
kjarkmiklar konur.
Hannes Kjartansson var fæddur
árið 1917. Hann bjó öll fullorðinsár
sín í Bandaríkjunum. Hann stund-
aði umfangsmikil viðskipti þar og
hér heima bæði inn- og útflutning
um langt árabil áður en hann gerð-
ist ambassador íslands hjá Samein-
uðu þjóðunum. Áður hafði hann
verið aðalræðismaður íslands í New
York um árabil. Hann lést um aldur
fram árið 1972. Hann var kvæntur
Elínu Jónasdóttur Sigurðssonar
prests í Kanada.
Eins og áður kom fram bjuggu
foreldrar Ingvars í Gijótaþorpinu,
þegar hann fæddist og ólst hann
upp á þeim slóðum til 14 ára ald-
urs. Þá keyptu foreldrar hans húsið
Þrúðvang við Laufásveg og ólst
Ingvar þar upp og bjó þar til hann
kvæntist. Grunnskólaganga Ingv-
ars var með hefðbundnum hætti
þessa tíma, en að henni lokinni lauk
hann prófi úr gagnfræðadeild
Menntaskólans í Reykjavík þá 18
ára gamall. 9 árum síðar aflaði
hann sér frekari menntunar í versl-
unarskóla í Englapdi en þá hafði
hann hafið verslunarstörf í fyrir-
tæki föður síns hér í bæ.
Eins og gengur og gerist með
unglinga fyrr og síðar þá koma
þeir víða við í sumarstörfum á ungl-
ingsárum sínum og svo var einnig
með Ingvar. Hann fór gjarnan í
sveit til afa síns á Skagaströnd á
sumrin og hafði mikla ánægju af.
Hann vann einnig við vegamæling-
ar í Norðurárdal en þeirra starfa
hefur hann einnig oft minnst með
gleði. í þessum sumarstörfum kom
vel í Ijós, að Ingvar var mikið nátt-
úrubam og naut hann þess þá og
síðar að kynnast íslenskri náttúru.
Ungur að árum var Ingvar svo
gæfusamur að kynnast konu þeirri
sem átti eftir að vera eiginkona
hans í 53 ár. Hrefna Matthíasdóttir
var fædd 30. október árið 1909.
Hún ólst upp á Vesturgötunni og
munu þau Hrefna og Ingvar því sem
börn hafa gengið í sama skóla. Sem
unglingar urðu þau góðir vinir en
sú vinátta breyttist í einlæga ást
sem entist til æviloka. Þau gengu
í hjónaband árið 1934 og bjuggu
mestalla sína lífstíð á Ásvallagötu
81. Hrefna var dóttir hjónanna
Sigríðar Gísladóttur og Matthíasar
Sigurðssonar verslunarmanns.
Matthías var óvenjuduglegur og
stórhuga maður sem því miður lést
um aldur fram. Hann fórst á báti
sem hann átti sjálfur þegar hann
var aðeins 26 ára að aldri. Móðir
Hrefnu átti heimili hjá hinum ungu
hjónum eftir að þau gengu í hjóna-
band, en hún lést þá einu ári síðar.
Hjónaband Hrefnu og Ingvars var
um margt sérstakt. Þau voru alla
tíð óvenjulega samhent og samrýnd
hjón. Þau framkvæmdu yfirleitt alla
hluti sameiginlega og engum utan-
aðkomandi gat dulist að hjónaband
þeirra var óvenju snurðulaust og
fullt af ástúð. Ingvar var mikill fjöl-
skyldumaður. Hann lifði fyrir konu
sína og börn og hugsaði um það
fyrst og fremst að ala góða önn
fyrir þeim svo að þeim mætti líða
vel og farnast sem best. Eftir að
Ingvar eignaðist eigið fyrirtæki
vann hann oft langan vinnudag og
var það þá venjan að þau hjónin
færu saman í fyrirtækið á kvöldin
og ynnu þar stundum seint fram
eftir. Þau voru samt bæði mjög
heimakær og reyndu að vera eins
mikið með börnum sínum og kostur
var. Þau voru einnig ákaflega fé-
lagslynd og gestrisni þeirra var við-
brugðið. A heimili þeirra var mjög
oft gestkvæmt og má segja að þau
hjónin hafi verið samhent í gest-
risni sinni sem í öðrum hlutum.
Hrefna og Ingvar áttu þijár
dætur sem allar eru búsettar hér í