Morgunblaðið - 08.05.1990, Page 52

Morgunblaðið - 08.05.1990, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990 ffcimm ,Jaktu tv&r cxf Þessum me% mat,en. a/c/rei f/e/H en 30 cí dag-" Ast er... <? CP O c? æm&Po O ^ N c0 c? S-/S . . . þegar hjailað fyllist elsku. TM Reg. U.S. Pat Off.— all nghts reserved ° 1990 Los Angelos Times Syndicate Með morgunkaffínu Einstaklega voru orð prestsins hlýleg. Eg veit ég leita til hans næst... Armbaugar bæta líðan Fækkum þingmönnum Til Velvakanda. Ég hef orðið fyrir svo ánægju- legri reynslu að ég má til með að deila henni með öðrum, ekki síst ef það gæti orðið til þess að fleiri nytu góðs af en ég. Fyrir um það bil tveimur mán- uðum eignaðist ég armbaug sem nefnist Bio-Ray og fæst í Heilsu- húsinu í Kringlunni. Ég er svo sem ekkert sérlega heilsuveil en eins og margir i okkar ágæta þjóðfé- lagi fæ ég minn skerf af streitu og oft valda áhyggjur og spenna fyrir mér vöku á nóttunni eða koma mér úr jafnvægi. En líðan mín hefur gerbreyst upp á síðkastið. Ég er rólegri, laus við kvíða þótt á móti blási og nú missi ég aldrei nætursvefn. Þetta þakka ég hiklaust lífseguljafnar- ánum því að ég veit ekki hvað annað ætti að valda breytingunni enda liðu ekki nema nokkrir dagar frá því að ég setti upp armbauginn og þangað til ég var orðin allt önnur manneskja. Ég veit að fólk sem hefur alls konar vandamál svo sem vöðvabólgu, bakverki eða gigt telur sig fá bata af því að ganga með þessi armbönd en ég get sem sagt mælt með þeim líka fyrir þá sem ekki eru með neina sérstaka kvilla, heldur gætu bara hugsað sér að öðlast betri líðan. Kristín Hauksdóttir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur iesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða tii að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Til Velvakanda. Bið Velvakanda að flytja Davíð Oddssyni sérstakar þakkir fyrir kaupin á Hótel Borg. Og rétt er það, sem borgarstjórinn sagði, að húsnæðisvanda Alþingis mætti leysa með fækkun þingmanna. Þarna getur Davíð Oddsson djarft úr flokki talað, því að hann fækk- aði borgarfulltrúum úr 21 (frá tíð vinstri meirihlutans) í 15. Sambæri- legar tölur varðandi þingmenn og ráðherra væri, að þingmönnum fækkaði úr 63 í 45 og ráðherrum úr 11 í ca. 7. Fækkun borgarfulltrúa gafst mjög vel, og fækkun þingmanna yrði tvímælalaust mjög til bóta. Þeir myndu t.d. halda sig betur að verki eftir slíka fækkun. Ráðherra- fækkun er einnig sjálfsögð. Þar mætti t.d. nefna, að stjórnarfarið versnaði stórum við inngöngu Borg- araflokksmanna í ríkisstjórnina, og var þó ekki úr háum söðli að detta á þeim bæ. Kristín Jónsdóttir Ekki farið eftir seltnm reglum Til Velvakanda. Þegar væntanlegur húsbyggj- andi sækir um lóð hjá borginni fær hann reikning upp á stórar tölur, sérstaklega ef hann hefur sótt um einbýlishúsalóð. í trausti þess að hann sé að borga fyrir viss fríðindi sættir hann sig við þessi háu gjöld. Svo líða fram tímar og þetta hverfi eða gata er fullbyggt, þá fara að spretta upp ýmsar þjónustugreinar á þessum sama stað. Þeir húsbyggj- endur sem byggðu rúmt um sig fara að innrétta hjá sér sólbaðsstof- ur, vídeóleigur, hárgreiðslustofur o.fl. Auk þess taka sumir inn á sig leigjendur. Nú skilst mér að til sé reglugerð þar sem ofangreind starf- semi sé ekki heimil. Grun hef ég um að seint sé beitt þessari reglu- gerð eða aldrei. Eins og ég hef áður sagt var fólk í þeirri góðu trú að þessi lóðagjöld veittu viss hlunn- indi, minni umferð, rólegra hverfi, fleiri bílastæði o.fl. Er ekki borgin að ganga bak orða sinna með þessu afskiptaleysi? Kjósandi * ■> HÖGNI HREKKVÍSI „VAThlSfiÚMl& þlTT LEKUR, HÖCJNI Víkveiji skrifar Kraftaverkin gerast enn - þrátt fyrir allt! Eftir ófarir okkar í hinni svonefndu Evrópusöngva- keppni undanfarin ár var vissulega ánægjulegt að fylgjast með árangri íslenzku þátttakendanna í Júgóslav- íu sl. laugardag. Þegar íslendingar ná árangri á erlendum vettvangi, sem eftir er tekið, hefur það óneit- anlega örvandi áhrif á þjóðarstoltið! Það breytir hins vegar engu um það, að þessi keppni verður leiðin- legi'i með hveiju árinu, sem líður. Af einhveijum ástæðum eru lögin, sem flutt eru í keppninni ótrúiega lík. Þjóðir, sem búa yfir sterkum sérkennum senda lög í þessa keppni, sem bera engin einkenni þessara þjóða. Lögin eru öll eins! Og það veldui' því, að Evrópusöngv- akeppnin er ekki skemmtilegt sjón- varpsefni. Hins vegar einkennist keppnin mjög af þeim yfirborðslega og háv- aðasama gerviheimi, sem er að vei'ða stöðugt meira áberandi í fjöl- miðlaveröld nútímans. Er fólk ekki að verða þreytt á þessari gervi- mennsku? Og þessu innihaldslausa yfirborði? Auglýsingamennska og sölu- mennska er að verða yfirþyrm andi í daglegu lífi okkar. Það er eins og sölumennirnir haldi, að jarð- arbúar geti allir lifað á einhvers konar sölumennsku! Jónas Kristj- ánsson, ritstjóri DV, gerir þessu góð skil í leiðara blaðs síns sl. laugar- dag þar sem hann segir m.a.:“Aug- lýsingar og kynningar af ýmsu tagi heita núna “markaðssetning" og fjalla oftar en ekki um eitthvað annað en innihald þess, sem verið er að auglýsa....Við erum þegar komin á það stig, að “markaðssetn- ing“ felst ekki í að búa til gott inni- hald, heldur góða ímynd af hvaða innihaldi eða innihaldsleysi, sem er.“ xxx að var hins vegar engri gervi- mennsku fyrir að fara í Lang holtskirkju um helgina. Kór kirkj- unnar flutti H-moll messu Bachs með giæsibrag bæði á laugardag og sunnudag. Jón Stefánsson, org- anisti kirkjunnar og stjórnandi kórsins hefut' unnið merkilegt menningarstarf í þessari kirkju sl. aldaríjórðung, sem tímabært er orð- ið að veita verðuga athygli. Kirkjan var troðfull í fyrradag og kórnum, tónlistarmönnum, stjórnanda og einsöngvurum vel fagnað. í hópi einsöngvara var sér- stæður söngvari frá Israel, Yaacov Zamir. Hið sérstæða við söng hans er það, að hann hefur vald yfir- ýmsum raddgerðum og syngur bæði baritón, tenór, alt og mezzo- sópran. Það var óneitanlega mjög forvitnilegt að hlusta á hann syngja í þessu verki en leiðir hans og kórs Langholtskirkju lágu saman í ísrael í tónleikaferð kórsins þangað á sl. ári. Samkvæmt söngskrá hélt Zam- ir sérstaka tónleika í kirkjunni í gærkvöldi. Það fer ekkert á milli ntála, að metnaður kórs Langholtskirkju er meiri en vejulegra kirkjukóra og jafnframt er ljóst, að kórinn og stjórnendur hans hafa haft erindi, sem erfiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.