Morgunblaðið - 08.05.1990, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990
53
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
i 691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
,ur
Bögffunarstöðvarhneyksli
Til Velvakanda.
Á fundi sem var haldinn í Grafar-
vogi vegna eldsins í Áburðarverk-
smiðju ríkisins lýsti borgarstjórinn
í Reykjavík því yfir að hann vildi
leggja þennan efnaiðnað af í miðri
borginni. Meginþorri fundarmanna
fagnaði þessum viðbrögðum borg-
arstjóra en á fundinum kom líka
fram megn óánægja með fyrirhug-
aða sorpböggunarstöð sem á að
reisa í landi Áburðarverksmiðjunn-
ar.
Á þessum borgarafundi kom
fram að eiturefni verða flutt til
sorpböggunarstöðvarinnar og lýsti
borgarverkfræðinngur því yfir að
þannig yrði búið um ímútana að
engin hætta stafaði af þessum eit-
urefnaflutningi í gegnum miðja
íbúðarbyggðina í Grafan'Ogi. Borg-
arstjóri ræddi síðan um þá hættu
sem stafaði hugsanlega af eiturefn-
unum í hinum vel búna og kælda
ammoníaksgeymi Áburðarverk-
smiðjunnar.
Þarna gætti misræmis í málflutn-
ingi sem ekki verður unað við.
Hvernig ætlast kjörnir fulltrúar
borgarbúa til þess að mark sé tekið
á ummælum þar sem annárs vegar
er krafist þess að hættuieg efni séu
flutt úr miðju íbúðarhverfi og hins
vegar séu slík efni flutt til hverfis-
ins og er þá ekki talað um allan
óþrifnaðinn og umferðarvandann
er fylgir þessum miklu flutningum?
Það er staðreynd að Grafarvogs-
búar hafa ekki verið spurðir álits á
sorpböggunarstöðinni sem var sett
inn á skipulag hverfisins eftir að
meginhluti íbúa flutti þangað inn.
Teikningar að böggunarstöðinni
voru að vísu sýndar í félagsmiðstöð
hverfisins en síðan var haldinn
fundur með örfáum einstaklingum
í hverfisfélagii.u. Bréf þar sem kom
fram andstaða gegn böggunarverk-
smiðjunni hvarf í borgarkerfínu.
Síðan barst íbúum fallegur litprent-
aður auglýsingabæklingur þar sem
var lögð þung áhersla á „glæsi-
leika“ böggunarstöðvarinnar.
Það er þungur hugur í mörgum
Grafarvogsbúanum þessa dagana
vegna fyrirhugaðrar böggunar-
stöðvar ekki síður en íbúum í Mos-
fellsbæ vegna fyrirhugaðrar sorp-
urðunar í Alfsnesi. Undirrituð tekur
undir ummæli Þengils Oddssonar
fulltrúa D-iistans í bæjarstjórn
Mosfellsbæjar sem sagði í grein hér
í Morgunblaðinu 1. maí á blaðsíðu
12 um Álfsnesmálið: Aðalperla okk-
ar eru útivistarsvæðin og viljum við
standa vörð um þau og gerum þá
kröfu,' að þeim verði ekki ógnað.
Þórdís G. Stephensen
Þessir hringdu ...
Dýr þjónusta
Sveitakona hringdi:
„Unglingur skrifaði í Velvak-
anda fyrir nokkru og ásakaði
bændur um peningaplokk vegna
þess að hann þurfti að greiða þrjú
þúsund krónur fyrir skráningu hjá
Ráðningarskrifstofa bænda. Eg
vil benda á að það eru ekki bænd-
ur sem fá þessa peninga því þeir
þurfa líka að borga til skrifstof-
unnar ef þeir leita til hennar
vegna ráðninga. Eg vil taka undir
það með honum að þetta gjald er
óeðlilega hátt. Ég hef rætt þetta
við bændur og bændakonur og
ber öllum saman um að þessi
gjaldtaka sé óeðlilega há.“
Fyót og góð þjónusta
Kona hringdi:
„Við höfum þurft á hjartabíln-
um að halda í tvö skipti að undanf-
örnu. Þetta er fljót og góð þjón-
usta og gott fólk sem kemur með
honum. Ég vil koma þakklæti á
framfæri til þessa ágæta fólks.“
Kettlingar gefins
Eins árs læða og tveir átta
vikna kassavandir högnar fást
gefíns. Upplýsingar í síma 33461.
Köttur
Gulhvítur köttur af angórakyni
fór að heiman frá sér fyrir mán-
uði. Vinsamlegast hringið í síma
31453 ef hann hefur einhvers
staðar komið fram.
Kettlingar
Þijá kettlinga vantar heimili.
Upplýsingar í síma 641586 eða
síma 657086.
Jakki
Svartur hálfsíður jakki tapaðist
á Lækjartorgi 5. apríl. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
ísíma 19451.
Gleraugu
Grá gleraugu töpuðust í Nóat-
úni í Mosfellssveit fyrir nokkru.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að skila þeim í afgreiðsluna þar.
Veggteppi
Veggteppi fannst við Grensás-
veg í vikunni sem leið. Upplýsing-
ar í síma 37365.
Úr
Laugardaginn fyrir páska tap-
aðist gyllt armbandsúr í Kópa-
vogi. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 42469.
i
eftir Ásgeir Svanbergsson
Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar
um ræktun og hirðingu. Með 170 litmyndum.
ÖRN OG
ÖRLYGUR
SfÐUMÚlA 1 f - SfMI 84866
<
Q-
GLUGGINN AUGLÝSIR
Nýkomið frá Sviss og Þýskalandi
mikið úrval af jakkapeysum,
blússum og peysum.
GLUGGINN,
Laugavegi 40, sími 12854.
Námskeið
fyrir sumarið
TIL ÚTLANDA í SUMAR?
Hraðnámskeið í tungumálum í maí fyrir byrjendur og fyrir þá sem
vilja bæta við eða dusta rykið af fyrri kunnáttu. Kennd verður
danska, enska, franska, gríska, italska, spænska, sænska,
rússneska og þýska.
VILTU TAKA MYNDIR?
Helgarnámskeið í Ijósmyndatöku 12.-13. maí. Tæknileg
undirstöðuatriði um myndavélar, filmurog fylgihluti. Einnig
myndataka við misjöfn skilyrði og myndbygging.
Leiðbeinandi Halldór Valdimarsson.
FERÐASTU Á BÍLNUM?
Á námskeiðinu „Að gera við bílinn sinn“ lærirðu að fylgjast með
bílnum og halda honum við, skiþta um platínur, kerti, viftureim og
bremsuklossa og annast minni viðgerðir. Elías Arnlaugsson
kennir í bifvéiadeild Iðnskólans.
VORÞREYTA?
Námskeiðið „Hollusta, hreyfing og heilbrigði" miðar að
heilbrigðara lífi án öfga. Kennt inni og úti um streitu, slökun og
hreyfingu, tengsl andlegrar og líkamlegrar heilbrigði og hollt
mataræði. Skokkað saman í lokin.
„Do-lnsjálfsnudd og slökun" 15.-23. máí ernámskeið í jaþanskri
aðferð við sjálfsnudd §em felst í banki á orkurásir líkamans.
Tilgangurinn er jafnvægi og betri líðan.
Leiðbeinandi Sigrún Olsen.
ÞEKKIRÐU REYKJAVÍK?
Á námskeiðinu „Reykjavíkurrölt" í lok maí skoðarðu bæinn á
kvöldgöngu með Páli Líndal og fræðist um sögu gömlu
Reykjavíkur, íbúa hennar, götur og hús og færð yfirlit yfir
stækkuninaog nýju hverfin. Börn velkomin í fyigd fullorðinna
þátttakenda. Hefst 29. maí.
VANTAR FÖT FYRIR SUMARIÐ?
Síðasta saumanámskeiðið á þessu misseri. Fyrir byrjendur og
lengrakomna. Hefst 15. maí. Leiðbeinandi Ásdís Ósk Jóelsdóttir.
UMHVERFISVERND VIÐ BÆJARDYRNAR
OG VÍTTUMHEIM
Helgarnámskeið um umhverfismál í samvinnu við Landvernd.
Hvað er að gerast á hnettinum okkar? Hvernig er ástandið á
íslandi? Hvað getum við sjálf lagt af mörkum til verndar
umhverfinu? Fyrirlestrar, umræðurog útivist. Haldið á Alviðru í
ölfusi 9.-10. júní. Tilvalið námskeið fyrir alla fjölskylduna.
Nánari upplýsingar um námskeiðin, stað- og tímasetningu
og verð á skrifstofunni.
TÓMSTUNM
SKOUNN
Skólavörðustig 28 Sími 62 U» 88
• ÓPERUKJALLARINN • KRINGLUKRÁIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • H0RNIÐ • FIMMAN • H0TEL B0RG • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐN0 • HORNIÐ •
IREVKMW 6.-13. M\ 1990
HÓTEL BORG: FIMMAN:
Gammar Súld
FÓGETINN: HORNIÐ:
Kvartett Guðmundar Ingólfssonar Blúskvöld/Vindlar Faraós
DUUS HÚS: ÓPERUKJALLÁRINN:
Big band og Sextett Tónlistarskólo FÍH Kvartett Kristjóns Magnússonar
GAUKUR Á STÖNG: KRINGLUKRÁIN:
Borgarhljómsveitin Tríó Egils B. Hreinssonar
• OPERUKJALLARINN • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐN0 • H0RNIÐ • F0GETINN • DUUSHUS • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐN0 • H0RNIÐ