Morgunblaðið - 02.06.1990, Side 2

Morgunblaðið - 02.06.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 Flokksstjórn Alþýðuflokks: Jafnaðarmannaflokk- ur Islands verði við- auki við nafii flokksins JON Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins ræddi á flokks- stjórnarfundi á fimmtudagskvöld hugmynd sína að naftibreytingu á Alþýðuflokknum. Hann mun leggja Iram tillögu á flokksþingi í haust þess efiiis að við nafin Alþýðuflokksins bætist „Jafnaðarmannaflokkur Islands". Morgunblaðið hefur upplýsingar um að hart hafi verið deilt um þessa hugmynd á fundinum, en þó sé líklegt að slík tillaga fáist samþykkt. Jón Baldvin mun hafa skýrt flokksstjóminni frá því að hann teldi að með slíkum viðauka muni Alþýðuflokkurinn höfða til fleiri en hann gerir nú og verða fýsilegri kostur fyrir óánægða alþýðubanda- lagsmenn, félaga úr Birtingu og Nýjum vettvangi. Engin ákvörðun hefur verið tekin í þessum efnum, en búast má við því að málið fái rækilega umfjöllun á flokksþingi Alþýðuflokksins í haust. Fimmmannanefiid : Vinnslu- o g heildsölu- kostnaður hækki ekki FIMMM ANN ANEFND hefur ákveðið að hækka ekki vinnslu- Listahátíð: Dylan kemur Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun koma og halda tónleika hér á landi á vegum Listahátíðar í Reykjavík. • Með Dylan kemur um 20 manna hljómsveit. Hann mun skemmta ís- lendingum í Laugardalshöll miðviku- dagskvöldið 27. júní. Valgarður Eg- ilsson, formaður Listahátíðar, skýrði frá þessu við opnun hátíðarinnar í gærkvöldi. og heildsölukostnað landbúnað- arvara frá 1. júní, þrátt fyrir þær kostnaðar- og launahækk- anir sem orðið hafa síðastliðna sex mánuði, en þessi liður heftir ekki hækkað þann tíma. Fimmmannanefnd samþykkti að hækka ekki vinnslu- og heild- sölukostnaðinn með hliðsjón af aðstæðum í. þjóðfélaginu. Afurða- stöðvamar taka því sjálfar á sig þær hækkanir sem orðið hafa á launum og kostnaðarliðum, þannig að ekki þarf að koma til aukinna niðurgreiðslna ríkisins á landbún- aðarvörum. Ólöf Stefánsdóttir og Karl Ómar Jónsson með væna laxa af Stokk- hylsbroti í Norðurá. Lax Ólafar, 9 punda, reyndist fyrsti stangar- veiddi lax sumarsins að þessu sinni. Góð veiði í Norðurá LAXVEIÐI hófst í gær í Norð- urá og Þverá í Borgarfírði. Veiðin var lííleg fyrsta daginn þrátt fyrir erfíðar aðstæður, kalt og skolað árvatn, aðeins 4 til 6 gráður, og bakkafull vatns- íollin. í Norðurá veiddust 12 laxar í gær, flestir 8 til 10 punda. í Þverá veiddust tveir laxar. Stjórn SVFR hóf veiðina í Norð- urá að vanda og lofuðu stjórnar- menn útkomuna. 11 laxar höfðu komið á land um hádegi allir 8 til 10 punda hrygnur. Sá tólfti bætt- ist við eftir hádegi, 16 punda fisk- ur, sem veiddist á Stokkhylsbroti. Helmingur laxanna veiddist á flugu. 6 veiddust neðan Laxfoss á Brotinu og Eyrinni, fjórir komu af Stokkhylsbroti, einn úr Laugar- kvörn og einn úr Myrkhylsrennum. Ólöf Stefánsdóttir veiddi fyrsta laxinn, 9 punda hrygnu, á maðk á Stokkhylsbroti klukkan 8.40. Fyrsta flugulaxinn veiddi Halldór Þórðarson á Eyrinni 10 mínútum síðar; 10 punda hrygnu á Skrögg túbu. Tveir laxar veiddust í Þverá í gær. Mikið vatn var í ánni og töldu menn að töluvert væri af fiski þar. Meiríhlutasamstarf sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi: Áherzla lögð á upp- byggingu eldri gatna Samningar um íþróttahöll endurskoðaðir - Sigurður Geirdal verður bæjarsljóri, Gunnar I. Birgisson formaður bæjarráðs ' & •. Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson borgarstjóri setur Listahátíð í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Listahátíð sett LISTAHÁTÍÐ var sett við há- Andrei Gavrilov leikur með Sin- tíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu fóníuhljómsveit íslands í Há- í gærkvöldi af Davíð Oddssyni skólabíói kl. 17. borgarstjóra. í dag verða fjöl- Sjá um komu Vínardrengja- margar myndlistarsýningar opn- kórsins á bls. 4 og dagskrá aðar og hinn heimsþekkti píanisti Listahátíðar á bls. 26. Málefhasamningur Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs var samþykktur í full- trúaráðum beggja flokka í bæn- um í gærkvöldi. Sjálfstæðismenn samþykktu samninginn sam- hljóða, og framsóknarmenn með miklum meirihluta. Að sögn Braga Michaelssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ber tvö mál hæst í málefnasamn- ingnum. Annars vegar er ákveðið að byggingu íþróttahallar fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta verði lokið fyrir 1995, en endur- skoðaðar fyrirliggjandi teikningar og samningar um bygginguna. Hins vegar á að leggja mikla áherzlu á uppbyggingu eldri gatna í bænum. Sigurður Geirdal, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, verður bæjar- stjóri í Kópavogi. Sjálfstæðismenn fá formann bæjarráðs, sem verður Gunnar I. Birgisson, og forseta bæjarstjómar. Kjörið verður i Gengið firá meirihlutasamstarfi í Bolungarvík og á Húsavík Víðast hlé á viðræðum fram yfír helgi SJÁLFSTÆÐISMENN og jafiiaðarmenn og fijálslyndir í Bolung- arvík komust í gær að samkomulagi um að halda áfram meirihluta- samstarfi í bæjarstjórn. Þá hafa sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Húsavík samþykkt meirihlutasamstarf. í Bolungarvík verður Ólafur Kristjánsson af D-lista áfram bæj- arstjóri, Ólafur Þór Benediktsson af Á-lista verður formaður bæjar- ráðs og Ágúst Oddsson af D-lista verður forseti bæjarstjómar. Á Húsavík verður bæjarstjóri Einar Njálsson, útibússtjóri Sam- vinnubankans. Forseti bæjarstjórn- ar verður Þorvaldur Vestmann Magnússon frá Sjálfstæðisflokki. Jafnræði verður með meirihluta- fiokkunum í nefndakjöri. Málefna- samningur flokkanna var sam- þykktur á fundum beggja í gær- kvöldi. Fyrri meirihluta á Húsavík skipuðu sjálfstæðismenn, fram- sóknarmenn og jafnaðarmenn. Hlé er víða á meirihlutaviðræðum fram yfir helgina. í Borgarnesi ætla sjálfstæðismenn og alþýðu- flokksmenn að hvíla sig á viðræðum fram á mánudag. „Það er frekar gott hljóð í fólki," sagði Sigrún Símonardóttir, D-lista, í gær. Á ísafirði var viðræðufundur Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks í gær- kvöldi og var búizt við stuttum fundi. Næsti fundur verður senni- lega á mánudag. Á Eskifirði eru viðræður „í góð- um gangi“ að sögn Gísla Benedikts- sonar á B-lista. Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag áttu fyrsta sameiginlega fund sinn í gærkvöldi. í Keflavík hafa sjálfstæðismenn gert það að kröfu sinni í viðræðum við framsóknarmenn að Ellert J. Eiríksson, efsti maður D-listans, verði bæjarstjóri. Fulltrúar flokk- anna sátu á fundi fram á gærkvöld- ið. nefndir bæjarins eftir styrkleika flokkanna, en formenn nefnda munu skiptast nokkum veginn jafnt á milli sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna. Á síðasta kjörtímabili skipuðu alþýðuflokksmenn og alþýðubanda- lagsmenn meirihluta í bæjarstjórn. Sá meirihluti féll í kosningunum á laugardag er sjálfstæðismenn unnu mann af Alþýðubandalaginu. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fimm menn í bæjarstjórn Kópavogs, en Fram- sóknarflokkurinn einn. Nærri þúsund manns á skrá hjá Atvinnumiðlun námsmanna: Atvinnuhorfiir náms- manna sjaldan verri UM 950 manns. hafa skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna og hafa aldrei fleiri leitað sumarvinnu með hjálp miðlunarinnar. Allt sumarið í fyrra skráðu sig 932, en í byrjun júní voru þá tæplega 700 námsmenn á skrá. Framboð á störfum er hins vegar enn sem komið er svipað og í fyrra, en þá voru miklu færri störf í boði en árið á undan. Stúdentaráð Háskólans, sem rekur atvinnumiðlunina, hefiir mælzt til að ríkisstjómin geri svipað átak og í fyrra til þess að út- vega námsfólki vinnu á vegum hins opinbera. Að sögn Elsu B. Valsdóttur, framkvæmdastjóra Atvinnumiðlun- ar námsmanna, hafa atvinnuhorfur námsmanna aldrei verið verri í þau 13 ár, sem miðlunin hefur starfað.~ Undanfarin ár hefur umsóknum fjölgað í sífellu, en framboð á störf- um verið sæmilegt þar til í fyrra. Árið 1986 skráðu sig 585 manns hjá miðluninni, en 395 störf buð- ust. Á þensluárinu 1987 voru 648 námsmenn um 887 störf, 1988 sóttu 778 um og 692 störf buðust. í fyrra buðust 556 störf, en um- sækjendur voru 932. Um 240 störf hafa nú boðizt námsmönnum fyrir milligöngu at- vinnumiðlunarinnar, sem er álíka mikið og á sama tíma í fyrra. Mið- að við reynslu fyrri ára má búast við að talsvert komi inn af störfum í júnímánuði. Þegar hefur tekizt að útvega tæplega 100 manns vinnu. Sigurjón Þ. Árnason, formaður Stúdentaráðs, ritaði Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra bréf í síðustu viku, þar sem hann segir að nú sé erfiðasta ár atvinnu- miðlunarinnar frá upphafi, og að það yrði mjög til bóta að félags- málaráðuneytið myndi gangast fyr- ir „námsmannaátaki" eins og í fyrrasumar. Þá samþykkti ríkis- stjórnin að ráða námsfólk í vinnu við umhverfisvernd og -fegrun, auk þess sem sumarafleysingafólki hjá ríkisstofnunum var fjölgað. Elsa B. Valsdóttir segir að í fyrra hafi um 400 manns fengið vinnu fyrir milligöngu Atvinnumiðlunar námsmanna, þar af um 100 vegna stuðnings ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki spuming að það er þörf á svona átaki,“ sagði Els_a. Að sögn Berglindar Ásgeirsdótt- ur, ráðuneytisstjóra í Félagsmála- ráðuneytinu, er verið að athuga möguleika á að útvega námsmönn- um vinnu á vegum ríkisins, en ákvörðun hefur ekki verið tekin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.