Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990 ítalskasti og besti mat- urinn hjá ,mama‘... Fá veitingahús búa til jaftigóðan mat og signóra di Vecchia og aðrar ítalskar húsmæður Það hefur löngum verið sagt að á Ítalíu sé besta matinn að fá í heimahúsum, ekki á veitingahúsum. I Evrópu fer fólk út að borða til að borða ítalskan mat, franskan mat, kínverskan eða annan austurlenskan mat. I stórborg eins og Róm eru sárafáir kínverskir staðir, sem annars eru margir í flestum stórborgum. Maturinn á borðum ítalskra veitingahúsa er sá sá sami og í heima- húsum. Italir fara út að borða ítalskan mq,t. Það er alveg greini- legt, því það eru ekki ferðamenn sem fylla öll þau fjölmörgu veitingahús og minni matstaði, sem er nóg af víðast um landið. Italir eru íhaldsmenn í matarsmekk og vilja helst fá mat eins og mamma býr til... sem er kannski ekki undarlegt, því þær búa margar til listilega góðan mat. Flestir hugsa um pizzur og pasta um leið ogþeir heyra minnst á ítalskan mat og þetta tvennt er vissulega ein uppistaðan í ítölskum mat, en ekki endilega í þeim útgáfum sem oftast getur að líta á svokölluðum ítölskum matstöðum víðs vegar um heim- inn. Það eru ekki nema rúm hundrað ár síðan Ítalía var sam- einuð í það land, sem nú gengur undir því nafni og einstök héruð eiga sér sínar sérstöku matarhefð- ir. Og rétt eins og sitt sýnist hveij- um hvar ítalskan er fegurst töluð, þá eru ítalir ekki sammála um hvar hitt og þetta matarkyns sé best. Togstreitan milli landshluta kemur einnig fram í þessum efn- um. ítalir eru gríðarlegir áhuga- menn um mat. Það er gjarnan bent á Frakka sem matarþjóð, en ítalir virðast ekki síður eiga þá nafnbót skilið, því þeir leggja ótrúlega mikið upp úr mat. Þegar þeir eru ekki að borða, þá eru þeir að tala um mat, kaupa inn í næstu máltíð eða hugsa um mat. Og þessi áhugi skilar sér auðvitað í að þeir vilja góðan mat og engar reljar, ekki aðeins um helgar og hátíðir, heldur á hveijum einasta eina degi. En góður matur verður ekki gerður nema úr^góðu hráefni og um það velkjast Italir ekki í nein- um vafa. Matseldin er að mestu í höndum kvenþjóðarinnar, þær fara á markaðinn og kaupa græn- meti og ávexti, eða koma við hjá kjötkaupmanninum. Það eru hins vegar áberandi margir karlkyns viðskiptavinir hjá þeim sem selja osta, skinku, pylsur og pasta, svo heimilisfeðurnir hljóta að ein- hveiju leyti að sjá um að kaupa slíkt. Litlar búðir frekar en - kjörbúðir ítölum þykir sjálfsagt að kaupa allt glænýtt, versla á hveijum degi í litlum búðum og kjörbúðir eru afar fáséðar. Innkaup fyrir vikuna geta ekki verið algeng meðal ítalskra húsmæðra. Græn- meti og ávextir er selt á markað- storgum, úr vögnum eða búðum. Fiskur er seldur sér og sömuleiðis nýtt kjöt. Ostar, egg, pasta og „ , patri Af toMUae&kjSt Mlj-ið: pA&Aílút-UAg., fÍ>SA ÚH. 'ipAtöTvn, HOZ2J3R.SM-A ctr 'ivull, iiro i jppc Afi fiuMiiO ZrJO 'a • H/bKAO MÍMIAÖ Pin öt'truu-jý víi'-ríð tfáú&SCh DCr (rí-£yrW iMlOAKitri' Kö'xtfl-f Á ■Dl'fliOKTUÓLÓQun--' hvers kyns pylsur og skinka er selt saman og stundum eru mjólk- urvörur og jafnvel brauð haft með. Þessar búðir eru einna glæsi- legastar, sumar nokkuð stórar, því af nógu er að taka og þar afgreiða gjarnan fullvaxnir karl- menn, ásamt ungum mönnum, sem greinilega er verið að ala upp í faginu. Og ekki má gleyma brauðbúð- unum. Brauðin eru ógnargóð og kökurnar ekki síðri. Það kemur kannski á óvart hvað ítalir kunna mikið fyrir sér í kökugerð. Norður-ítalir baka sætabrauð þrungin þurrkuðum ávöxtum. Suður-ítalir, einkum Napólíbúar, baka kökur með ricotta, sem líkist ijómaosti, en er megurri og mild- ari og þeim tekst ótrúlega vel upp við þann bakstur. Það gildir ekki aðeins um minni borgir og bæi að flestar matar- búðirnar séu litlar. í sjálfri Róma- borg eru varla nema tvær kjörbúð- ir í miðborginni og nágrenni henn- ar og þær eru ekki sérlega stór- ar. Oftast er keypt í matinn á sömu stöðum, kaupmennirnir þekkja viðskiptavinina og fjöl- skyldumálin og önnur mál eru rædd um leið og keypt er inn. Og reyndar eru það ekki aðeins matarbúðir sem eru litlar. Það er einfaldlega lítið um stórar búðir og meðal annars það gerir borg eins og Róm svo hlýlega og heill- andi. Margar búðir loka upp úr hádeginu, en svo er líka allt opið til hálf átta eða átta. Borðað eftir árstíðum Eins og áður er nefnt fer matar- æði ítala að nokkru eftir því hvar í landinu þeir eru upprunnir eða hvar þeir búa. Signóra di Vecchia, sem býr í miðborg Rómar en er ættuð frá strandbæ miðja vegu milli Rómar og Napolí, eldar mat sem er að mestu suður-ítalskur, en með rómverskum blæ. Það fer I &LCUut>~/. -. 'l OÚPu - OLÍ4W ÓMÍó&diUöi ?ÚBMt M60 TÓt/AT- SÓ£M, fc.'nfyaTLÚ'ú CÉr HiuTU - ötE'trúAii( AÚTlAuKSG&tgjAú, 06- hmA&LÓB. f EAKbCiAJöKj lOÚ/ÚOduCrttl. luiurííoNi ac iúÐÆu~oSr eCA&E>i€> gprl/z fjí..- mjög eftir árstíðum hvað frúin ber á borð, því auðvitað er allt keypt nýtt, þegar nóg er af því og verð- ið gott. Hún signóra di Vecchia vaknar á undan öðru heimilisfólki og fer út að kaupa í matinn. Morgunmat- urinn er oft eitthvert sætmeti, kökur sem hún hefur bakað eða keypt, melóna, parma-skinka, sem er þurrkuð skinka og svo nýr, mjúkur ostur, mozzarella, eða önnur tegund osts. Man einhver eftir ævintýrinu um strákinn sem etur kappi við risa og býður hon- um að reyna hver geti kreist safa úr steinvölum? Risinn fær ekki dropa úr en strákurinn seilist í vasann eftir hnöttótta ostinum, sem mamma hans gaf honum í nesti og sjá ... safinn streymir úr. Sá ostur hefur verið mozza- rella eða skyldostur hans! Brauðið er flatt hveitibrauð sem hefur verið dreypt á ólífuolíu og stráð salti um leið og það var bakað, flatt eins og pizza og gengur und- ir því nafni, þó ófyllt sé. Áður fyrr, meðan fjölskyldan var öll heima við, var borðuð margréttuð meginmáltíð í hádeginu og eins á kvöldin. Nú er kvöldmáltíðin látin nægja, margir sem ekki koma heim í hádeginu. Fjórir til sjö réttir... hvunndags Kvöldmáltíðin er margréttuð. Tvær eða þijár tegundir græn- metis. Núna að vorinu er nóg um það sem heitir víst ætiþistill á íslensku en carciofí á ítölsku. Carciofí er matreitt á marga vegu, til dæmis fyllt með mintu, hvítlauk, salti og ólífuolíu og bak- að heilt, eða þá soðið, skorið í geira og djúpsteikt í ólífuolíu. Olía signórunnar kemur af lands- kika, sem fjölskyldan á niðri við ströndina. Broccoletti og chicc- oria, frændjurt fífilsins, eru blað- jurtir, sem eru soðnar og borðaðar volgar eða kaldar með nokkrum dropum af ólífuolíu og sítrónus- afa. Afgangurinn er öndvegis morgunmatur, ef til vill bakaður inni í flatbrauðinu áðurnefnda. Grænmetisréttirnir eru sem hliðarréttir með einhveijum aðal- rétti. Búðingur úr mannagijónum með parmesanosti kallast gnocchi di semolina. Sem dæmi um pasta- rétt má nefna flatt pasta rúllað í stórar rúllur, fylltar ricotta-spín- atfyllingu, soðnar og skornar í sneiðar eins og rúllupylsa, bakað- ar í ofni og bornar fram með sósu úr tómötum, sem frúin hefur sjálf soðið niður. Litlir, djúpsteiktir deigbögglar fylltir mozzarella og ansjósum, bornir fram með tóm- atsósu ... Þetta er dæmi um aðal- rétti. Salatið er ómissandi, ekki vatnskennt og bragðlítið, heldur stökkt og örlítið beiskt, salatsósan ef til vill úr mörðum ansjósum og ólífuolíu. Svo fylgjaostar, kannski litlir reyktir ostar og ávextir, jarð- arber á vorin. Síðast koma kök- urnar, sem standa á kommóð- unni. Kannski eplakaka eða litlar, ljósar og stökkar, kúlulaga kökur í klösum, límdar saman með hun- angshjúp. Klasarnir liggja á sítrónuviðarblöðum, sem gefa kökunum ljúfan keim. Nafn þeirra þýðir ,það sem glepur eiginmann- inn‘ og ekki að undra, því þær fá sérhvern matglaðan til að gleyma stað og stund ... Varla þarf að nefna að með matnum er drukkið vín. í ljölskyldu signóru di Vec- chia er drukkið hvítvín hússins, vín búið til úr vínbeijum af eigin landskika. Og þetta er aðeins dæmi um hvunndagsmáltíð einn vordag í Róm eins og hún getur verið á borðum signóru di Vecchia og fjöl- margra annarra ítalskra signóra. Það eru fá veitingahús sem ná þessu ... Texti og teikningar: Sigrún Davíðsdóttir Ný alþjóðleg flármálastoftiun Endurbirting á síðari hluta greinar viðskiptaráðherra Þau mistök urðu við birtingu greinar Jóns Sigurðssonar, „Ný alþjóðleg ftármálastoíhun", sem birtist í blaðinu sl. miðvikudag, að síðari hluti hennar stokkaðist upp. Hann verður því birtur hér á eftir. Ráðherrann og lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökun- um. Starfsemi bankans Bankinn mun bæði lána til og leggja hlutafé í einkafyrirtæki og ríkisfyrirtæki, sem verið er að einkavæða til að greiða fyrir þeirri breytingu eða til að stuðla að þátt- töku erlendra aðila í slíkum fyrir- tækjum. Þá er honum einnig heim- ilt að ábyrgjast hlutafjárútboð eða lántökur fyrirtækja. Heildaraðstoð bankans við opinber fyrirtæki á hveiju tveggja ára tímabili er tak- mörkuð við 40% af samanlagðri fjárhagslegri aðstoð bankans og sama hámark gildir um aðstoð hans við opinber fyrirtæki í hveiju landi en í þeim útreikningum er hins vegar miðað við fimm ára tímabil. Það er mikilvægt í þessu sambandi að lán, ábyrgðir eða eig- infjárframlag til ríkisfyrirtækja sem verið er að einkavæða og lán til opinberra lánastofnana sem endurlána til einkafyrirtækja verða ekki talin með fjárhagslegri fyrirgreiðslu við opinbera aðila. Ljóst er að bankinn getur orðið mikilvæg uppspretta fjármagns og annarrar fyrirgreiðslu fyrir sam- starfsverkefni, sérstaklega jarð- hitaverkefni, á milli íslenskra aðila og aðila í ríkjum Mið- og Austur- Evrópu og stuðlað þannig að út- flutningi á íslensku hugviti og verkþekkingu. í þessu sambandi má til dæmis nefna samstarf sem tekist hefur á milli Virkis-Orkint og ungverskra aðila um jarðhita- verkefni í Ungveijalandi og áform þessara aðila um sameiginlega „landvinninga" í Mið- og Austur- Evrópu. En bankinn verður einnig annað og meira en uppspretta fjár- magns. Hann verður mikilvægur nýr vettvangur fyrir skoðanaskipti og miðlun þekkingar frá vestræn- um sérfræðingum til starfsbræðra í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu um ýmis atriði á sviði efnahags- mála, íjármála og stjómunar. Á þessum sviðum standa síðar- nefndu ríkin Vesturlöndum langt að baki. Ein forsenda þess að umbreytingin yfir í markaðsbú- skap heppnist eins og vonir standa til er að þjóðirnar öðlist þekkingu á því hvernig best er að nýta sér þá kosti sem valddreifíng og mark- aðsbúskapur bjóða umfram mið- stýrðan áætlunarbúskap kommún- ismans. Stærð bankans, hlutur Islands og stjórnskipulag Stofnfé hins nýja banka nemur um 10 milljörðum ECU eða um 740 milljörðum kr. Hlutur Banda- ríkjanna er stærstur, 10%, en síðan koma Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan og Vestur-Þýskaland með rúmlega 8,5% hvert ríki. Til sam- ans leggja aðildarríki Evrópu- bandalagsins, Efnahagsbandalag Evrópu og Evrópski íjárfestingar- bankinn fram 51% af stofnfénu. Hlutur íslands í stofnfénu er 0,1%, eða 10 milljónir ECU (um 740 m.kr.). Stofnendur bankans greiða 30% af hlut sínum á næstu fimm árum og skuldbinda sig til að greiða afganginn ef bankinn þarf á auknu fé að halda. ísland þarf því að greiða um 220 m.kr. til bankans á næstu fimm árum, eða um 44 m.kr. á ári. Bankaráð skipað einum fulltrúa frá hveijum af stofnendum bank- ans fer með æðsta vald í málefnum hans. Bankastjórn skipuð 23 mönnum fer með daglega stjórn mála fyrir hönd bankaráðsins. Aðildarríki Evrópubandalagsins og stofnanir þess skipa 11 fulltrúa í bankastjórnina, _ EFTA-ríkin, Kýpur, Malta og ísrael skipa 4 fulltrúa, ríki Mið- og Austur-Evr- ópu skipa 4 fulltrúa og loks ríki utan Evrópu 4 fulltrúa. Samkomu- lag hefur tekist á milli íslendinga og Svía um að þessar þjóðir standi saman að kjöri fulltrúa í banka- stjórn. Framkvæmdastjórn bankans verður í höndum eins bankastjóra og nýlega náðist samkomulag um að ráða Frakkann Jacques Attali, núverandi ráðgjafa Mitterrands, Frakklandsforseta, til þess starfs, eins og áður sagði. Áuk banka- stjóra verður stjórn bankans í höndum eins eða fleiri aðstoðar- bankastjóra. Lokaorð Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu er ætlað að greiða fyrir þeim stórkostlegu og langþráðu breytingum sem eru að verða í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og hann á eflaust eftir að gegna þar veigamiklu hlutverki. íslendingum ber sem velmegandi lýðræðisþjóð að styðja stofnun bankans líkt og önnur iðnvædd lýðræðissríki gera. Um leið og Evrópubankinn nýi kemur ríkjum Mið- og Austur-Evr- ópu til góða lýkur hann upp dyrum fyrir íslensk fyrirtæki og sérfræð- inga til að starfa á alþjóðavett- vangi og vinna að verkefnum í samvinnu við erlenda aðila með stuðningi bankans. Það bjarmar af nýjum degi í Evrópu. ■ TRYGGVI Árnnson myndlist- armaður heldur sýningu á grafík- myndum í List Gallerí, Einarsnesi 34 í Skeijafirði og lýkur henni nú um helgina. Sýninguna kallar Tryggvi „Leysingar" og er megin- inntak hennar um þær, eða eins og þær voru síðastliðið vor. Myndefnið er að mestu úr nágrenni Reykjavík- ur. Myndirnar eru flestar unnar með „collagraph“-aðferð sem er mengunarlaus og án þeirrar áhættu sem fylgir öðrum aðferðum fyrir listamenn. Eins eru nokkur ein- þrykk með olíulitum á pappír. Sýn- ingin er opin laugardag, sunnudag og mánudag, annan í hvítasunnu, frá kl. 14 til 20 og er öllum heim- ill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.