Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 V estmannaeyj ar: Morgunblaðið/Sigurgeir Unnið við afla Eyjabátá á bryggjunni þar í gærmorgun. Allt með friði o g spekt á bryggjtmni í Eyjum í gær Vestmannaeyjum. SJÓMENN í Eyjum voru ekki að fullu sáttir vegna úthlutunar Aflamiðlunar á leyfúm til ferskfiskútflutnings þessa viku. Eftir fundinn, sem sjómenn héldu á þriðjudag héldu flestir aftur til veiða og í gærmorgun komu þeir flestir inn til löndunar. Eyjasjó- menn höfðu hótað að láta reyna á hvort þeir yrðu stöðvaðir í að fly^ja út físk sem ekki væri leyfi fyrir. Tollayfirvöld gerðu útflytj- endum það ljóst á fimmtudag að hart yrði gengið eftir því að lög- um yrði framfylgt og ekki yrði flutt út meira en leyfi væru fyrir. Hljóðið í sjómönnum var mis- jafnt í gærmorgun þegar þeir voru að landa. Þeir voru ósáttir við Aflamiðlunina en ljósið í myrkrinu var þó að innlendir fiskkaupendur voru á bryggjunni og buðu í aflann betra verð en Eyjasjómenn hafa áður fengið fyrir afla sinn hér heima. í fyrrinótt voru kyrrsettir þrír gámar frá austfjarðahöfnum, þar sem ekki voru útflutningsleyfi fyr- ir þá. Þessir gámar voru síðan sendir til Reykjavíkur á markað í gærmorgun. Stefán Geir Gunnarsson, deild- arstjóri Tollgæslunnar í Eyjum sagði að alít hefði farið fram með friði og spekt í gær. Menn hefðu gert sér grein fyrir að gámar sem ekki væri ieyfi fyrir yrðu ekki fluttir út og hefðu því hagað sér Samkvæmt því. „Ég veit um sex gáma sem eiga að fara um borð í Reykjafoss í kvöld. Sólborgin á tvo af þeim en Gámavinir íjóra og er einungis draslfiskur, eins og við köllum það, í þeim,“ sagði Stefán. Morgunblaðið var á bryggjunni i Eyjum í gærmorgun og ræddi við nokkra sjómenn og fiskkaup- endur sem þar voru við vinnu sína. Bauð hærra verð en áður hefixr þekkst í Eyjum MAÐUR dagsins á bryggjunum í Eyjum í gærmorgun var án efa Geir Sigurjónsson frá Sjávarfiski í Hafnarfirði. Hann gekk á milli bátanna og bauð í fiskinn og var það verð sem heyrðist hærra en sjómenn í Eyjum hafa talið að innlendir fiskkaupendur byðu. „Þegar ég heyrði fréttirnar um ástandið hér dreif ég mig bara á staðinn til þess að kanna þetta og reyna að ná í fisk fyrir mitt fyrir- tæki. Það vantar fisk í Hafnar- Qörð og marga aðila við Faxafló- ann vantar fisk til vinnslu þannig að við getum á því svæði tekið við töluverðu magni til viðbótar við það sem við höfum haft. Ég trúi ekki öðru en að sá fískur sem ekki fæst leyfi til að flytja út og ekki er hægt að vinna hér gæti vel selst á Faxaflóasvæðinu," sagi Geir. Hann sagði að verðið sem þeir væru að bjóða í góðan fisk væri vel sambærilegt við verð á erlend- um mörkuðum. „Ég hef verið að bjóða mönnum 83 krónur fyrir kílóið af fiski sem er upp undir fjögur kíló að þyngd og fyrir stór- þorskinn býð ég 94 krónur,“ sagði Geir. Hann sagði að smáfiskurinn hefði ekki farið á afleitu verði á markaðnum í Hafnarfirði undan- farið og nefndi sem dæmi að smá- ýsa hefði farið á allt að 60 krónum kílóið og humarýsan á 70 krónur. Undirmálsfiskurinn hefði verið að fara á 42 til 54 krónur. Fiskur í meðalþyngd, kringum 1,8 kíló, hefði farið á 75 til 80 krónur og fískur þyngri en það hefði farið á 80 til 90 krónur. „Ég geri mér fulla grein fyrir því nú eftir að hafa verið hér á bryggjunni í morgun og fylgst með þessu öllu hvað þetta er mikil- vægt fýrir útgerðina og sjómenn- ina hér að geta komið fiskinum út. Þeir hafa byggt sig upp á þessu og það er erfitt að láta stoppa sig af. Mér hefur þó verið afar vel tekið hér. Ég hef boðið mönnum viðskipti og þeir hafa tekið vel í það. Aðalmálið er að koma fiskin- um í gott verð og það er ég að gera með því að kaupa þann fisk sem ekki fer út eða til vinnslu hér. Ég ætla að reyna að ná í fisk í þrjá gáma sem síðan verða fiutt- ir til Hafnarfjarðar. Þessi kaup fara öll í gegnum Hafnarfjarðar- markaðinn og útgerðimar fá þetta greitt fljótt og örugglega." Geir sagði að hjá Sjávarfiski væri stærri fiskurinn verkaður í salt en flókin af smærri fiskinum væru lausfryst fyrir Bretlands- markað og afgangurinn færi síðan í harðfisk. Hann sagði að þeir keyptu allan sinn fisk af mörkuð- unum og fyndist það fyrirkomulag mjög gott. „Eyjamenn verða að líta meira til markaðanna við Faxaflóann og koma fiski i einhverjum mæli þangað því þá fara þeir að sjá að þeir fá sambærilegu verð miðað við það sem þeir fá úti þegar á heildina er litið,“ sagði Geir að lokum. „Salan í dag árangur af aðgerðum okkar“ SIGURBJÖRN Árnason, skipstjóri á Emmu VE, sagðist vera þokka- lega ánægður með það verð sem þeir hefðu fengið fyrir þann afla sem þeir seldu, en Sjávarfiskur í Hafnarfirði keypti aflann af þeim. „Ég tel að þessr sölur hér á bryggjunni í morgun hafi verið árangur þeirrar umræðu sem skapaðist er við sigldum til hafnar og funduðum í vikunni," sagði Sigurbjörn. Hann sagðist ekki hafa áður orðið var við að fisk- kaupendur af Faxaflóasvæðinu hefðu sóst eftir fiski héðan af slíkum krafti áður, enda sýndi það sig að best í því að fískkaupandi frá Hafnarfirði væri mættur á bryggjuna til að bjóða í fískinn. Hann sagðist þó engan veginn vera sáttur við úthlutanir aflamiðl- unar og taldi að þessi niðurskurð- ur á útflutningi frá Eyjum gæti einungis orðið til þess að skaða markaðinn úti. „Við höfum ekki flutt allan okk- ar fisk út. Frostver hér í Eyjum hefur keypt þó nokkuð af okkur á verði sem við höfum verið án- ægðir með og við höfum alltaf verið tilbúnir að selja fiskinn hér heima ef sambærilegt verð hefur fengist fyrir hann hér og erlendis. Allt tal um einhveija gámablindu er því bara bull. Við verðum bara að fá hæsta mögulega verð fyrir fiskinn og ég óttast að ef við fær- um að flytja fisk í stórum stíl á markaðina við Faxaflóann myndi verðið þar bara hrynja. Það gildir alveg sama lögmál um þá markaði og markaðina úti. Þess vegna er best að hafa þetta fijálst og menn geta þá selt þangað sem hæsta verðið er hveiju sinni,“ sagði Sig- urbjörn. „Ósáttir við að ekki skuli jaftit yfir alla ganga“ „VIÐ ERUM ósáttir við að ekki skuli jafnt yfir alla ganga í þessum útflutningi. Frystitogararnir flytja sinn afla óheft út og eins hafa stóru togararnir í Reykjavík fastar siglingar á Þýskalandsmarkað, nánast út af fyrir sig,“ sagði Jú- líus Óskarsson skipveiji á Frá VE. Júlíus sagði að sjómönnum fyndist það einna harðast að fá ekki að flytja út smáfiskinn. „Við fáum gott verð fyrir smáfiskinn, eins og t.d. þorsk, ýsu, ufsa og lýsu úti en hér fáum við ekkert fyrir þetta. Smá lýsa fer á 80 krónur í Bretlandi en ætli við fáum ekki innan við 10 kr. fyrir hana hér. Svo er það líka alltaf all- sendis óvíst að við losnum við smáfiskinn hér. Ef við getum ekki flutt smáfiskinn út þá erum við ekkert að koma með hann að landi því menn eru ekki að koma með afla að landi sem ekkert fæst fyr- ir og minnka með því kvótann. Þá verður þessu bara hent í sjó- inn,“ sagði Júlíus. Hann sagði að hluti aflans hjá þeim nú færi til vinnslu hjá stöðv- unum í Eyjum, stórýsan færi líkega á markað í Reykjavik en smáfiskinn ætluðu þeir að geyma í kæli þar til í næstu viku og reyna þá að koma honum út í gámum, ef þeir fengju einhveija úthlutun. Hann sagði að þeir hefði flutt tals- vert .minna út á þessu ári en í fyrra og sagði að líklega væru þeir búnir að flytja um helming aflans út í gámum. „Ætli við sjáum ekki til fram í næstu viku og skoðum hvernig úthlutunin verður þá áður en við ákveðum eitthvað um framhaldið. Mér fyndist annars best að halda hér fund þar sem þingmennimir okkar kæmu og ræddu við okkur. Þeir ættu að gefa sér tíma í það því það er aldrei að vita upp á hvetju sjómenn taka. Við gætum þess vegna farið út í að stofna sérstakan sjómannaflokk ef eng- inn hefur áhuga á að tala við okk- ur. Þá kæmum við örugglega manni á þing sem myndi reyna að beijast fyrir hagsmunum okkar og koma sjónarmiðum okkar á framfæri," sagði Júh'us að lokum. „Skil vel að menn séu óánægðir með Aflamiðlunina" „ÉG GET ekki verið óánægður með að fá nóg af fiski en ég skil vel að menn séu óánægðir með Aflamiðlunina. Það sjá allir að þegar bátarnir eru fleiri en tonnin sem úthlutað er til þeirra, til út- flutnings, þá verða menn vitlausir. Það er bara eðlilegt," sagði Arthur Bogason, fiskverkandi í Tinnu í Vestmannaeyjum. Arthur var á fullu á bryggjunni í Eyjum í gærmorgun að fylgjast með löndun hjá bátunum. Hann sagðist vera hundóánægður með að hlusta á menn halda því fram að ekkj væru borgaðar nema 20-30 krónur fyrir tonnið af fiskin- um í Eyjum. „Meðalverðið sem við höfum borgað í vetur fyrir slægð-^ an þorsk eru 85-90 krónur og við erum búnir að taka á móti 2.000 tonnum frá miðjum febrúar fram í miðjan maí. Mér leiðist því að hlusta á þennan söng um lága verðið," sagði Arthur. Hann sagðist vilja gefa útflutn- inginn fijálsan því þá myndi sá sem best borgaði fá fiskinn. „Markaðslögmálið á að ráða en ekki einhver miðstýring sem er í hrópandi ósamræmi við markað- inn. Ég hef þá trú að menn skoði verðið frekar hér heima ef útflutn- ingurinn er fijáls. Það er ætíð svo þegar haftastefna ríkir að þá hafa menn tilhneigingu til að nota þau leyfi sem þeir fá. Menn vilja vera inni i pottinum til að detta ekki út og nýta sér því útflutningsleyf- ið þó þeir fái jafnvel ekkert betra verð en hér heima,“ sagði hann. Arthur sagði að það væri rifist um þorskinn hér heima og menn tilbúnir að borga vel fyrir hann. „Það er verra með ýsuna og sjó- mennirnir eiga í meiri vanda með að losna við hana á viðunandi verði. Þetta á því bara að vera fijálst og þá selja menn hveija tegund hæstbjóðanda. Alla vega álít ég þá menn sem standa í út- gerð ekki það vitlausa að maður ætli þeim að flytja út villt og ga- lið ef ekkert verð fæst fyrir af- Iann,“ sagði Arthur Bogason, fisk- verkandi í Eyjum, að lokum. Grímur Geir Sigurjónsson með væna þorska sem hann keypti í Eyjum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.