Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 13
MORfflJNjBIjAÐm EIMiy^TUDAGUfi j2ffi.. JÚNj 19^0,
13
Slæm stefiiubreyting
í húsnæðismálum
eftir Birgi ísleif
Gunnarsson
Eitt af sérkennum íslensks þjóðfé-
lags hefur verið almenn íbúðareign
landsmanna. Óyggjandi tölur liggja
ekki á lausu, en fullyrða má að yfir
90% íbúða séu í eigu þeirra Ijöl-
skyldna sem þar búa. Þetta þykir
útlendingum merkilegt að heyra.
Víðtæk þjóðfélagsáhrif
Þetta hefur auðvitað haft víðtæk
áhrif á þjóðfélagið. Eign skapar
ábyrgð og eflir sjálfstæði hverrar
fjölskyldu. íbúðareign getur og verið
grundvöllur veðsetningar til lántöku
ef fólk vill íjárfesta frekar, t.d. í
atvinnufyrirtækjum. Hin almenna
íbúðareign landsmanna treystir
þannig grundvöll þess borgaralega
þjóðfélags sem stærstur hluti íslend-
inga vill lifa í. Að þessari stefnu
„í stað þess að yfír 90%
íbúða eru í eigu þeirra fjöl-
skyldna sem þar búa á nú
að lækka þá tölu með opin-
berum aðgerðum a.m.k.
niður í 65%.“
hefur oft verið sótt. Sósíalistar og
jafnaðarmenn hafa ekki verið án-
ægðir með þessa þróun. Þeirra
lausnarorð hefur verið „félagslegar
íbúðir“ sem hefur í raun þýtt að
gera eigi sem flesta að leiguliðum í
opinberu kerfi, þar sem stjórnmála-
menn og úthlutunarkarlar ráði yfir
örlögum fólks.
Ný húsnæðislög
Þeir sem barist hafa fyrir einka-
eignarrétti íbúða hafa að sjálfsögðu
gert sér grein fyrir því að félagsleg-
ar íbúðir væru nauðsynlegar að vissu
marki. í hveiju þjóðfélagi er hópur
fólks sem ekki hefur skilyrði til að
eignast íbúð og því nauðsynlegt að
sveitarfélög hafi til reiðu leiguíbúðir
fyrir þá hópa. Að öðru leyti hafa
félagslegar aðgerðir hingað til stuðl-
að að eignarrétti, t.d. í gegnum
verkamannabústaði, þar sem lág-
launafólk nýtur sérkjara til að geta
eignast sína eigin íbúð.
Nú hafa sósíalistar og jafnaðar-
menn náð verulegum árangri í því
að brjóta niður þessi sérkenni
íslensks þjóðfélags sem felst í sér-
eignarrétti íbúða. Stuttu fyrir þing-
lok voru samþykkt á Alþingi lög sem
gera ráð fyrir stórauknum hlut „fé-
lagslegra íbúða“_ í byggingastarf-
semi hér á landi. í hinum nýju lögum
segir berum orðum: „Stefna skal að
því að byggja félagslegt húsnæði
Birgir ísleifur Gunnarsson
sem nemur a.m.k. 'A af árlegri íbúð-
arþörf landsmanna og skal fjáröflun
til sjóðsins hagað samkvæmt því.“
Skýrar verður það ekki orðað.
Verndun séreignarréttar
Hér er auðvitað verið að stefna
að grundvallarbreytingu á gerð
íslensks þjóðfélags. I stað þess að
yfir 90% íbúða eru í eigu þeirra fjöl-
‘ skyldna sem þar búa á nú að lækka
þá tölu með opinberum aðgerðum
a.m.k. niður í 65%. Enginn vafi er
á því að fyrirmyndin er sótt til nor-
rænna krata og óskadraumurinn er
að flækja sem flesta inn í opinbert
húsnæðiskerfi sem stjórnað sé af
pólitískum nefndakóngum.
Ég tel það eitt af brýnustu verk-
efnum í íslenskum stjórnmálum í dag
að koma í veg fyrir að það gerist
sem stefnt er að í þessum lögum.
Um leið verða menn að viðurkenna
að með opinberum aðgerðum verður
að gera fólki með miðlungstekjur
og þar undir kleift að eignast sínar
íbúðir. Það fólk stendur nú höllum
fæti eftir að íjármagnið er orðið jafn-
dýrt og raun ber vitni. Ég undir-
strika hins vegar að þær aðgerðir
eiga að stuðla að séreignarrétti
íbúða, en ekki að flækja sem flesta
í félagslegt íbúðanet sósíalista og
jafnaðarmanna. Við verðum að halda
sérkennum okkar þjóðfélags, þ.e.
almennri íbúðareign landsmanna.
Höfiindur er einn af
alþingismönnum
SjálfstæðisBokksins fyrir
Reykjavíkurkjördæmi.
Þarna sérðu Magnús og Dóru á heimleið eftir SVi árs útivist.
Þau létu drauminn rætast án þess að ganga á eigur sínar.
Þau hjónin komu að landi 2. júní sl. og
höfðu þá siglt u.þ.b. 40.000 sjómílur.
Fyrir nokkrum árum ákváðu þau að
selja íbúðina og láta drauminn rætast,
- að sigla á skútu til framandi slóða,
laus við áhyggjur hins venjubundna
lífs. Dóra og Magnús hafa nú verið á
ferðinni í SXA ár. Spánn, Kanaríeyjar,
Grænhöfðaeyjar, Suður-Ameríka,
Panamaskurðurinn, Kyrrahafseyjar,
Ástralía, Indlandshaf, Súesskurður og
Miðjarðarhaf eru nokkur þeirra
svæða sem þau nutu í félagi við hafið
og skútuna Dóru. Allan tímann var
andvirði íbúðarinnar í vörslu Verð-
bréfamarkaðar Fj árfestingarfélagsins.
VERÐBREFAMARKAÐUR
FJÁRFESTING ARFÉIAGSINS HF
HAFNARSTRÆTI 28566 KRINGLUNNI 689700 AKUREYRI11100
Vextir umfram verðbætur sem þar
fengust nægðu þeim til framfærslu í
þessari frábæru ferð.
Eftir ógieymanlega hnattferð standa
þau Qárhagslega í sömu sporum og
áður, þvi að uppreiknaður höfuðstóil
stendur óhaggaður. Þau gætu þess
vegna keypt sömu íbúð aftur.
Velkomin heim Dóra og Magnús,
- og til hamingju!
J I
I