Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1990
Dómur stóðhesta
Til hrossaræktarráðunauta ríkisins
eftir Vigdísi M.
Sveinbjörnsdóttur
Löngum hefur mikið verið deilt
um hross og starf ykkar hefur sætt
mikilli gagnrýni. Ég hef fylgst með
þessu álengdar og ekki talið mig
vera þess umkomna að taka afstöðu
enda er mér vel ljóst að starf ykkar
er vandasamt. Nú á ég hins vegar
stóðhest og það margdæmdan stóð-
hest. Ég hef þess vegna fylgst nán-
ar með þessum málum undanfarið
og kynnst ykkar vinnubrögðum. Oft
hef ég orðið hissa, en fátt sagt því
mér hefur alltaf þótt nokkuð tíl í
því sem haft hefur verið eftir Mark
Twain að væri okkur ætlað að tala
meira en við hlustum hefðum við tvö
munna og eitt eyra. Ég hef því hlust-
að og var meira að segja farin að
halda að ég hefði einfaldlega lítið
vit á hestum, en nú þann 12. júní,
þegar þið dæmduð stóðhest minn í
þriðja sinn fóruð þið svo augljóslega
yfir mörk réttlætis og sanngirni að
ég hlaut að sjá að ekki væri einung-
is um eigin fávísi að ræða.
Á fjórðungsmóti við Iðavelli 1989
var stóðhestur minn Bjartur sýndur
4 vetra og hlaut í einkunn íyrir bygg-
ingu 7,70 og fyrir hæfileika 7,87 eða
7,79 I aðaleinkunn. Þetta þótti það
góður árangur að ástæða væri til
að halda áfram með hestinn og var
hann tekinn inn á Stóðhestastöð
ríkisins til frekari tamningar.
Á sýningu Stóðhestastöðvarinnar
5. maí sl. var hæfileikaeinkunn
Bjarts komin í 8,24, en þá bregður
svo við að höfuð hans hefur eitthvað
aflagast og fótagerð þannig að þar
er hann lækkaður um 0,5 og fær
7,65 fyrir byggingu eða 7,95 í aðal-
einkunn. Þótti ýmsum sem með hest-
inum höfðu fylgst að þarna væri
mjög sparlega farið með einkunnirn-
ar og þar á meðal var tamningafólk
Stóðhestastöðvarinnar. Ég horfði
reyndar sjálf á sýningu Stóðhesta-
stöðvarinnar og þegar ég bar minn
hest saman við aðra þar gat ég ekki
betur séð en að þetta væri rétt.
Þar sem Bjartur var svo nærri
fyrstu verðlaunum var ákveðið að
sýna hann aftur í vor. Og þá er
komið að þeirri afdrifaríku ákvörðun
sem tekin var, að taka hestinn heim
í hérað og sýna hann þar. Þetta var
ekki gert vegna vantrausts á starfs-
fólki Stóðhestastöðvarinnar sem
vinnur þar gott starf. Ég vildi gjarn-
an geta fylgst með hestinum og var
hann settur í hendurnar á reyndum
tamninga- og sýningamanni hér
eystra — sennilega þeim reyndasta.
12. júní var hesturinn enn sýndur
og mér og fleirum sem á horfðu
þótti sýningin takast vel, hesturinn
koma vel fyrir og skeiðið kröftugra
en áður hafði til hans sést, ... en
viti menn — dómurinn féll — hestur-
inn er lækkaður hvar sem þið tölduð
ykkur fínna til þess smugu, en
hvergi hækkaður jafnvel þó þið neit-
uðuð ekki að skeiðið væri betra, nið-
urstaðan: 7,84 fyrir hæfileika, 7,65
fyrir byggingu, aðaleinkunn 7,75.
Hesturinn er sem sagt orðinn lélegri
en hann var Ijögurra vetra. Með
þessu lékuð þið svo af ykkur að ég
get ekki orða bundist.
Til þess að ná þessari niðurstöðu
þarf ákveðið hugarfar og það full-
yrði ég hér og nú að þarna ræður
eitthvað annað en frammistaða
hestsins. Nú geri ég ekki ráð fyrir
að þið samþykkið að hafa sýnt slík
óheilindi og segjum sem svo að þéssi
dómur ykkar væri sannur og réttur.
Hvar væru þá topparnir fínu af Stóð-
hestastöðinni staddir ef á þeim yrðu
knapaskipti? Ég er ekki að tala um
að á þá verði settir viðvaningar held-
ur aðrir vanir tamninga- og sýninga-
menn líkt og sá er sýndi Bjart nú
síðast. Geta menn treyst þessum
dómum? Hvað eruð þið að dæma og
hvaða gildi hafa þeir dómar fyrir
hrossarækt? Er það kannski á
stefnuskránni að taka kynbótagildi
knapanna með inn í dæmið?
Það mætti hafa langt mál um
‘"'sfðusta'ferð'ykkar á'Austnrland; -en-
ég ætla einungis að nefna það sem
er mér efst í huga. Ég hugsa mikið
um það hvaða gildi svona heimsókn
hafi fyrir hrossarækt. Við horfum á
sýninguna þar sem þið dæmið, lengst
af sitjandi inni 'í lokuðum Lada
sport-bíl og enginn veit hvað þar fer
fram. Síðan berast niðurstöðurnar
eftir að þið eruð farnir af svæðinu
og enginn fær neinar skýringar. En
þær eru margar spurningarnar sem
vakna við að skoða ykkar dómsnið-
urstöður.
En hvers vegna er ég að rekja
þessa sögu hér? Ég sem er bara
áhugamanneskja í hestamennsku —
hef verið ánægð með mína hesta og
ekki lagt mikið upp úr sýningum.
Ég hef ekki hrossarækt að lifibrauði
og örlög stóðhestsins míns skipta
ekki sköpum hvorki í mínu lífi eða
hrossaræktinni. Enda tel ég að þið
séuð þegar búnir að sjá fyrir honum
svo ekki verði aftur tekið. Það er
sjálfsagt þægilegast fyrir ykkur að
afgreiða málið með því að ég sé nú
bara enn einn fáráðlingurinn sem
ekkert vit hafi á hestum, sár yfir
útreiðinni á mínuni hesti. Vissulega
er ég reið, en hesturinn minn er
ekki aðalatriðið þar. Ég er reið vegna
þess að mér er sýnd sú lítilsvirðing
að fyrir framan augun á mér er
hestur dæmdur af augljósri ósann-
gimi og aðrar ástæður látnar ráða
þar en frammistaða hestsins. Og ég
reiðist enn meira þegar ég hugsa til
þess að svona vinnubrögð séu ekk-
ert einsdæmi og það eru sennilega
meiri rök en ég hafði ætlað fyrir
þeirri gagnrýni sem þið sætið. Ég
reiðist fyrir hönd þeirra sem hafa
lagt allan sinn metnað, vinnu og fjár-
muni í hrossarækt og fá ykkur svo
í heimsókn með svona óvönduð og
lítilsvirðandi vinnubrögð.
Þau eru mörg dæmin þar sem
einkunnum kynbótahrossa hefur
verið sveiflað upp og niður. Nægir
þar að nefna margdæmdu merina
frá Suður-Fossi sem nýlega var sagt
frá í blöðum. Það sem meira er —
þið sjáið ekkert athugavert við það
að byggingareinkunnir hrossa svei-
flist verulega á milli ára svo ekki
sé talað um skemmri tíma. Það virð-
ist ekki hvarfla að ykkur að þar sé
um ykkar óvandvirkni að ræða. Með
þessu grafið þið ykkar eigin gröf
því menn missa traust á dómum
ykkar og hætta að sjá tilgang í þvi
að vera að sýna ykkur sín hross.
Hver er líka tilgangurinn? Hvert eiga
menn að stefna? Hross sem voru
talin góðir kynbótagripir í gær eru
í dag varla meðaltruntur. Hver er
ábyrgð ykkar gagnvart því tjóni sem
þið valdið hrossaræktendum í
landinu? Þið gerið ykkur væntanlega
grein fyrir að þið valdið þeim bæði
beinu fjárhagslegu tjóni og skaðið
álit þeirra — álit sem margir hafa
verið í áratugi að vinna sér og sínum
hrossum.
Ég hef heyrt ykkar skýringar á
því hvers vegna hrossaræktendur
um allt land eru ykkur ævareiðir.
Þið eruð jú að breyta forsendunum
og teygja skalann meira og hrossa-
ræktendur átta sig bara ekki á þessu
enn. Eftir mikla og vaxandi gagn-
rýni sáuð þið að einhveiju þurfti að
breyta og þetta varð niðurstaðan.
' Það er engu líkara en að þið hafið
setið í fílabeinsturni og gert ykkar
nýja skala og nýju forsendur þar án
Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir
„Hvað eruð þið að
dæma og hvaða gildi
hafa þeir dómar fyrir
hrossarækt? Er það
kannski á stefnu-
skránni að taka kyn-
bótagildi knapanna
með inn í dæmið?“
tengsla og tillits til hrossaræktenda
og margra þeirra markmiða sem
hingað til hefur verið stefnt að. Það
hljómar e.t.v. ekkert illa að það eigi
að teygja á skalanum því oft hefur
mönnum þótt lítill munur á einkunn-
um góðu hrossanna og þeirra lak-
ari. En það skiptir verulegu máli
hvar menn byija að teygja upp og
hvar niður. Það hljómar heldur ekk-
ert illa að nú séu íslensk hross orðin
svo góð að óhætt sé að herða kröf-
urnar. En hver verður þróunin? Mér
sýnist að það stefni allt í það að
örfáum kynbótahrossum verði
hampað og verð á þeim fari upp úr
öllu valdi, en hin megi alveg eins
salta. Og ég spyr, vilja menn setja
stefnuna svona þröngt eða vilja
menn hafa meiri breidd í ræktunar-
starfinu? Og ef þetta á að verða
framtíðarstefnan þá verða líka dóm-
arnir á hrossunum að byggja á vön-
duðum vinnubrögðum og hrossd-
ræktendur verða að geta treyst þeim
mönnum sem eiga að þjóna hrossa-
ræktinni í landinu.
í svona þróunarstarfi sem hrossa-
rækt er þá er ekki hægt að taka
kúvendingar sem þessa. Og það er
fráleitt að nota til þess landsmótsár
sem margir hrossaræktendur hafa
unnið markvisst fyrir eftir þeim
línum sem lagðar hafa verið á liðnum
árum.
Ég er ekki hissa á að margir
hrossaræktarmenn hugsi nú sinn
gang og velti fyrir sér hvort ástæða
sé til að sýna ykkur hross við
óbreyttar aðstæður. Mér sýnist að
fyöldi áhugamanna hafi ekki nema
um tvo kosti að velja — að hætta
ræktunarstarfi eða að hætta að taka
mark á ykkar dómum. Mín hrossa-
rækt er ekki stór í sniðum enn, en
ekki skuluð þið reikna með að dæma
þau hross ef ykkar vinnubrögð verða
óbreytt.
Höfundur er kennari á
EgHsstöðum.
Þú ert á grænni grein me
Filman sem þú getur
treyst - alltaf.
MunduaölOkrónuraf
hverriFuji filmu rennatil
Landgræðsluskóga - átak
1990.
Veldu
öiyggi
GESA öryggiskortið tryggir
öllum Eurocard korthöfum
neyðarþjónustu
á ferðalögum erlendis.
Frelsi—til aðvelja