Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 44
Opinber stuðningsaðili HM 1990
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1990
James Bett
Fæddur: 25. nóvember 1959.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Auði
Rafnsdóttur og eiga þau þrjá syni;
Jim Baldur 10 ára, Calum Þór 9 ára
og Brynjar Lee 7 ára.
Félagslið: Aberdeen, Glasgow
Rangers, Lokeren, Valur, Airdrieon-
ians.
Helstu titlar: 10 sinnum í úrslitum
skosku bikarkeppninnar og meistari
fimm sinnum. Tvöfaldur bikarmeist-
ari með Aberdeen á nýliðnu keppn-
istímabilinu. *
Helstu viðurkenningar: Knatt-
spyrnumaður ársins í Skotlandi á
nýafstöðnu keppnistímabili. Oft kjör-
inn leikmaður ársins hjá Rangers og
Aberdeen.
Landsleikir: 26. 7 með U-21.
Mörk í landsleikjum: 1 (gegn ís-
landi á Laugardalsvelli 28. maí 1985).
Jim Bett í leik með skoska
landsliðinu.
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í
knattspyrnu hverju sinni er
helsti íþróttaviðburður heims.
Æðsti draumur hvers knatt-
spyrnumanns er að leika í HM,
en hjá flestum verður sá
draumur aldrei að veruleika.
Augu allra knattspyrnuunn-
enda beinast að bestu liðum
heims og snillingarnirfá sér-
staka athygli. Flestir hafa tæki-
færi til að fylgjast með „sínum“
mönnum í sjónvarpi og lesa um
þá íblöðum. Margir reyna að
tileinka sér snilli þeirra og
tækni, líkja eftir þeim í einu og
öllu.
Heimsmeistarakeppni“ er
haldin á ólíkustu stöðum
og Tommamótið í Vestmannaeyj-
um, sem var sett í gærkvöldi, er
sannkölluð heims-
Steinþór meistarakeppni fyr-
Guðbjartsson Jr þátttakendur og
skrifar aðstandendur þeirra
enda í flestum til-
fellum ekki um aðra sambærilega
keppni fyrir þá að ræða. Það á samt
ekki við um skoska landsliðsmann-
inn James Bett, sem kjörinn var
knattspyrnumaður ársins í Skot-
landi á nýliðnu keppnistímabili.
Hann keppti með Skotlandi í C-
riðli HM á Ítalíu, en varð að bíta í
~ það súra epli að komast ekki áfram
í 16 liða úrslit. Huggun harmi gegn
var að fyrir bragðið gat „Jasa“ eins
og landsliðsmaðurinn er gjarnan
kallaður, fanð með fjölskyldunni í
sumarfrí til íslands og fylgst með
sonunum á Tommamótinu.
Jasa, Auður og strákarnir komu
til Reykjavíkur frá Skotlandi seint
í fyrrakvöld og á hádegi í gær var
haldið til Vestmannaeyja. „Líf
knattspyrnumannsins er óútreikn-
anlegt,“ sagði Jasa við Morgun-
blaðið. „Alla knattspyrnumenn
dreymir um að leika í Heimsmeist-
arakeppninni og það er gífurleg
reynsla, en það var visst áfall að
komast ekki áfram. En það var líka
kominn tími til að fara í sumarfrí
til Islands og ég hlakka til að fylgj-
ast með keppninni í Eyjum — það
er alltaf gaman að horfa á litiu
strákana spila.“
Draumurinn varð að veruleika
Jasa hefur verið lengi í eldlín-
unni. Hann var einn af lykilmönnum
skoska landsliðsins í forkeppni HM
fyrir leikana 1986, en var settur út
í kuldann í Mexíkó, fékk ekkert
tækifæri — sat á bekknum alla leik-
ina. „Ég hef aldrei á ævinni orðið
fyrir eins miklum vonbrigðum...en
það á enginn tryggt landsliðssæti
og ég sætti mig við það,“ sagði
Philips sér um iýsinguna
Morgunblsðið/KGA
Á leið til Vestmannaeyja með félögunum í 6. flokki KR. Aftari röð frá hægri: Jim Bett, Brynjar Lee Bett, Auður Rafnsdóttir, Ómar Ingi Ákason, Calum Þór
Bett og Hreiðar Guðmundsson. Fremri röð frá hægri: Victor Victorsson, Sigurður Steindórsson, Guðmundur Steindórsson, Jim Baldur Bett og Svavar G. Stefánsson.
Jasa m.a. í samtali við Morgun-
blaðið fyrir tæplega fjórum árum.
Draumurinn varð hins vegar að
'veruleika á Ítalíu fyrr í mánuðinum.
„Það er engu líkt að vera þátttak-
andi á HM og að fá tækifæri til
að leika er hápunkturinn. Við gerð-
um okkur grein fyrir að erfitt yrði
að komast áfram og fengum skömm
í hattinn fyrir að tapa fyrir Kosta
Ríka. Flestir áttu von á að við
myndum sigra, við sóttum og sótt-
um, fengum okkar tækifæri, en
þeir skoruðu og það var nóg. Þetta
var svipað og í leik Brasilíu og
Argentínu, en svona er knattspyrn-
an. Svíar voru með mjög sterkt lið
og Jack Charlton spáði því þriðja
sæti í keppninni, en það fékk ekk-
ert stig í riðlinum. Sovétmenn voru
með eitt af bestu liðunum 1986 og
flestir áttu von á því ofarlega að
þessu sinni, en annað varð uppi á
teningnum.
Á hinn bóginn setja „litlu“ liðin
æ meira strik í reikninginn. Við
töpuðum 3:1 fyrir Egyptalandi
skömmu fyrir keppnina, Kamerún
og írland eru komin í átta liða úr-
slit, Kosta Ríka stóð sig vel og
Kólumbía sömuleiðis. Tilfellið er að
„litlu“ liðin hafa engu að tapa og
„stóru“ liðin vilja helst ekki leika
gegn þeim — hræðast að standa
ekki undir væntingunum. Því er
enginn leikur lengur auðveldur."
Ítalía eða V-Þýskaland
Jasa sagði að þrátt fyrir vel-
gengni „rninni" liða benti allt til
þess að úrslitaleikurinn yrði á milli
Italíu og Vestur-Þýskalands. „Það
verður erfitt að stöðva heimamenn.
ítalska- og þýska liðið leika
skemmtilegasta fótboltann og það
yrði gaman að sjá þau kljást um
heimsmeistaratitilinn.“
Fer hann til Forest?
Samningur Jims Betts við
Aberdeen rann út í vor.
Framhaldið er óljóst. Aberdeen
vill halda honum, Glasgow
Rangers vildi fá hann og Notting-
ham Forest hefur gert Aberdeen
tilboð, en samningar hafa ekki
tekist.
„Við höfum búið í fimm ár í
Aberdeen og þar er gott að vera.
Ég kann vel við mig hjá félaginu,
það vill gera nýjan tveggja ára
samning og það verður erfitt að
fara, en ég ætla að bíða enn um
stund með að taka ákvörðun,"
sagði Bett. „Breytingin verður að
vera þess virði."
Valið er í höndum knattspyrnu-
manns ársins í Skotlandi. „Ég
hugsa fyrst og fremst um fjöl-
skylduna. Áður en við settumst
að í Aberdeen vorum við í stöðug-
um flutningum. Það er erfítt fyrir
strákana að fara úr einu um-
hverfinu í annað og ekki kemur
til greina að fara aftur til megin-
lands Evrópu vegna þess að þá
þyrftu þeir að fara að læra nýtt
tungumál.
Ég hefði getað farið til Rangers
og búið áfram í Aberdeen, en
sagði ráðamönnum að ég vildi
ekki ákveða mig strax og þeir
voru ekki ánægðir með það,“
sagði Jim.
Knattspyrnumaður Skotlands
sagði ennfremur að það væri æ
erfiðara að leika í skosku deild-
inni og spumingin væri hvort
hann ætti ekki að róa á önnur
mið, takst á við ný viðfangsefni.
„Nottingham Forest hefur sýnt
mikinn áhuga og það væri vissu-
lega spennandi og öðruvísi að
leika í Englandi. Forest vill gera
þriggja ára samning, en ég vil
ekki binda mig lengur en til
tveggja ára. Félögin hafa ekki
komist að samkomulagi um kaup-
verð, en af af verður, er sennilegt
að málið fari fyrir sérstakan dóm-
stól.“
Sem kunnugt er leikur Þorvald-
ur Örlygsson, sem kjörinn var
knattspyrnumaður Íslands að
loknu síðasta keppnistímabili,
með Nottingham Forest.
KNATTSPYRNA
James Bett, landsliðsmaður og knattspyrnumaður ársins í Skotlandi:
Frá HM á Ítalíu til Eyja