Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990 43 Losnum við böl, áhættu og nið- urlægingu ef hættum reykingum Til Velvakanda. Morgunblaðið skýrði frá því ný- lega, að allnokkrar hækkanir hefðu orðið á verði tóbaks. Og þetta er svo sem ekkert nýtt. Tóbakið hækkaði oft á síðasta ári og ekki er vafi á því að það á enn eftir að hækka fljót- lega. „Margs þarf búið við,“ sagði Sighvatur Sturluson við Sturlu, son sinn, og svipað virðiast eiga við um ríkisbúið á vorum dögum. Alltaf eykst skattheimtan, og allt hækkar nema launin. Sá sem þetta ritar undrast hvað reykingamenn, hinir aumu kaupendur tóbaksins, taka því endalaust þegjandi að greiða sífellt stærri hlut tekna sinna í tóbaks- reykingar. Og þótt þeir mótmæltu, hefði það ekki nokkur áhrif. For- ráðamenn ríkisins segðu bara: „Margs þarf búið við“ og þar með væri þetta útrætt mál. En það er til áhrifarík og heilladijúg leið í þessu efni og það er einfaldlega að segja: „Nú hætti ég að reykja.“ Samstarfsmaður þess er þetta rit- ar ákvað að hætta að reykja. Hann hafði reykt allmikið um skeið eða um tvo pakka á dag. Hann var harðákveðinn í því að hætta er krían kæmi í maí og hann stóð við það. Þessi ákvörðun hans er honum bæði holl og góð, en einnig dijúg búbót, því að það á við um hann eins og stórmennin fornu og nýju, að margs þarf búið við. Pakki af sígarettum kostaði þá ásamt eldspýtum liðlega 200 krónur. Þessi ákvörðun manns- ins þýðir stórbætt kjör hans og sam- svarar því, að atvinnurekandi hans hækkaði laun hans um 250 þúsund krónur á ári, en hafa ber þá í huga, að skatthlutfall er sífellt að hækka og er nú um 40 af hundraði. Þetta er nánast eins og að fá fyrirfram happdrættisvinning, og hver hefur efni á því að hafna kvartmilljón í kauphækkun á einu ári? Þetta eru verulegar fjárhæðir, en þó er hér meira í húfi, þ.e. líf og heilbrigði mannsins. Islenskir sérfræðingar segja, að um 300 íslendinga deyi af völdum reykinga á hveiju ári. Hvenær kæmi röðin að honum? Reykingar eru að sögn sérfróðra lækna lífshættulegar heilsu fólks. Reykingamenn auka mjög líkur á áföllum og dauða langt um aldur fram. Færustu læknar hafa og sýnt fram á að með óyggjandi hætti, að reykingar stytta ekki bara ævina, heldur flýta þær mjög fyrir komu ellinnar. Reykingamenn verða því gamlir langt um aldur fram. Reykingar eitra andrúmsloft fyrir öðrum. Menn iáta sig þá hafa það að spilla mjög andrúmslofti barna Þg annarra, sem menn bera ábyrgð á. Reykingamenn verða móðir, þreyttir, fölir og veiklulegir, og þeir eiga oft erfitt með að vakna á morgnana. Reykingar hafa oft vald- ið geysilegu tjóni og jafnvel dauða vegna eldsvoða. Þá eru reykingar afar niðurlægjandi. Menn eru á valdi þessarar hallærislegu nautnar, nán- ast þrælar tóbaksins. Þeir verða að birgja sig upp með birgðum fyrir stórhátíðir. Það er afar auðmýkjandi að vera á valdi slíkrar nautnar og greiða fyrir það stórfé á hvetju ári. Um miðja öldina þóttu reykingar fínar, eins og sjá má í kvikmyndum frá þessum tíma. Þá vissu menn ekki gjörla um skaðsemi tóbaksins. En nú er öldin önnur. Þetta er nú yfirleitt talið ömurlega hallærislegt, heimskulegt og heilsuspillandi. Framleiðendur tóbaks reyna að fá fólk til þess að gleyma þessu og reyna að láta tóbakið fá „ímynd“ öndverða raunveruleikanum. Tó- baksframleiðendur birta oft harla lygilegar auglýsingamyndir. Þar eru gjarnan hraustlegir karlar og fagrar konur í glæsilegum fötum. En fólk verður ekki glæsilegt af reykingum. Einmitt hið gagnstæða, grátt, gugg- ið, hrukkótt og illa lyktandi. Að ekki sé minnst á blessaðan kynþokkann, sem hverfur mjög skjótt af fyrr- greindum ástæðum og tóbakið dreg- ur einnig mjög úr vilja og getu til heilbrigðs ástalífs. Sá sem þetta ritar kom nýlega inn í skóbúð. Honum varð starsýnt á sterklega og glæsilega skó, einmitt svona skó sem útilífsmenn nota. Hann ætlaði að kaupa þá en af göml- um vana leit hann fyrst á merkið. Þarna var þá á ferðinni sama blekk- ingin, að reyna að tengja tóbakið við útilíf og hreysti. Hvílík ósvífni, enda er ekkert íjær sanni. Vart þarf að taka fram að skórnir voru ekki keyptir. Sá sem þetta ritar var sjálfur mikill reykingamaður hér áður fyrr. Hann hætti fyrir rúmum áratug og hann telur það eitt af mestu gæfu- sporum í sínu lífi. Miklar breytingar urðu á líkama hans við þetta. Þrek jókst mjög og erting í hálsi og höfuð- þyngsli hurfu. Hann hætti að fiska upp alls kyns kvef- og umgangspest- ir. Sjálfstraust jókst mjög og styrkur til þess að takast á við erfið verk- efni. Fjárráðin urðu auk þess miklu rýmri. Þetta hafa einnig ijölmargir menn gert og þetta geta allir gert. Til þess eru ýmsar aðferðir, sumir fá aðstoð góðra manna t.d. á nám- skeiðum, aðrir gera þetta sjálfir, en aðalatriðið er að hætta. En rétt er að vara þá sem hætta að reykja við sjálfsblekkingu og sjálfsvorkunn. Sumir segja, að þeir hafi reynt að hætta, en þá hafi þeir orðið svo pirraðir og leiðinlegir við vini og vandamenn sína, að þeir hafi bara byijað aftur, af tómri til- litssemi og náungakærleik! Hvílík firra! Aðrir segja, að þeir hafi feng- ið svo góða matarlyst, er þeir reyndu að hætta, að þeir hafi nú bara neyðst til þess að byija aftur, heilsunnar vegna, því ekki er Hollt að hafa mörg aukakíló! Hvílík sjálfsblekking. En verst af öllu er þó sú blekking að ætla bara að prófa, fá sér einn „smók“, það skaði nú ekki svo mik- ið. Einmitt á þessari ísmeygilegu blekkingu hafa býsna margir fallið og farið undur skjótt í sama gamla reykingamunstrið. Hér að ofan var minnst á kríuvin- inn, sem hætti reykingum við komu þessa ágæta fugls. Og menn geta notað hvaða tilefni sem er í því skyni að leggja af þennan ömurlega ávana, t.d. upphaf sumarleyfis, mánaðamót og einnig: nýlega hækkun á verði tóbaks. Sá dagur, er menn hætta að reykja, verður þeim einkar kær og minnisstæður, og getur sá sem hér skrifar borið vitni um það. Þeir sem hætta reykingum auka mjög líkur á langlífi og góðri heilsu. Þeir losna við margs konar böl, mikla áhættu og niðurlægingu, sem eru fylgifiskar reykinga. Lífsnautn öll verður heilbrigðari og fijórri, og menn seinka mjög komu ellinnar og því sem henni fylgir. Og síðast en ekki síst fá þeir miklu rýmri fjár- hag. Kríuvinurinn fyrrgreindi fær sem samsvarar 250 þús. króna launahækkun á ári og reyndar rúm- lega það, því að tóbakið var einmitt nú nýlega að hækka, og það hækkar fljótlega aftur. Undirritaður hefur ' ríka samúð með reykingamönnum, og þessi hugleiðing er tekin saman í þeim tilgangi að fá þá til þess að hugleiða þetta efni og taka hið fyrsta ákvörðun um það. Að lokum er hér spurning: Vilja reykingamenn greiða sífellt stærri hlut tekna sinna fyrir þessa ömurlegu nautn, ef nautn skal kalla? Eða vilja þeir gera eitthvað róttækt í málinu og segja: „Hingað og ekki lengra. Nú hætti ég að reykja." Það yrði svo sannarlega gæfuleg og heilladijúg ákvörðun. Fyrrv. reyk-víkingur SACHS KÚPLINGAR DISKAR HÖGGDEYFAR Í i i i i i i___________ r FÁLKINN i:z BENZ - BMW - V0LV0 OG FLESTALLIR AÐRIR EVRÓPSKIR FRAMLEIÐENDUR VANDAÐRA BILA NOTA SACHS KUPLINGAR OG HÖGGDEYFA SEM UPPRUNAHLUTll BIFREIÐAR SÍNAR. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Þekking Reynsla Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Er nybuin að opna leikfimisklúbbinn Kvenna Gallerí Erað byrja nokkurra vikna námskeið Komið og skoðið klúbbinn - pantið tíma og verðið að listaverki í Galleríinu Hanna Ólafsdóttir. Svona einfalt er að gerast áskrifandi að spariskírteinum ríkissjóðs I ■ B Já, ég vil hefja reglulegan spamaö og gerast áskrifandi að spariskírteinum ríksissjóðs Nafn_______________________________________ Heimili. Póstnr.. Kennitala nŒDILTI'J JXI (Tilgreindu hér fyrir neðan þá grunnfjárhæð sem þú vilt fjárfesta fyrir í hverjuin mánuði og lánstíma sitírteinanna.) Fjárhæð □ 5.000 □ 10.000 □ 15.000 □ 20.000 □ 25.000 □ 50.000 eða aðra fjárhæð að eigin vali kr.____________ (semhleypurákr. 5.000) Binditími og vextir □ 5 ár með 6,2 % vöxtum □ 10ármeð6,2% vöxtum Ég óska eftir að greiða spariskírteinin með □ greiðslukorti □ heimsendum gíróseðli Greiðslukort mitt er: □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT Númer greiðslukorts: rrm rrm rrm rmn Gildistími greiðslukortsins er til loka (mán. og ár):_____________________ dags. undirskrift Vísitala og vextir bætast.við gntnnfjárhæð hverju sinni, sem reiknast ffá og með útgáfudegi skírteinanna til 20. dags hvers mánaðar á undan greiðslu. Settu áskriftarseðilinn í póst fyrir 15. þess mánaðar sem þú ákveður að hefja áskrift, og sendu til: Þjónustumiðstöðvar e®a Seðlabanka íslands ríkisverðbréfa Kalkofnsvegi 1 Hverfisgötu 6 150 Reykjavík 101 Reykjavík Þú getur einnig hringt í síma 91-626040 eða 91-699600 og pantað áskrift. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA X Þjónustumiðstöð ríldsverðbréfa, Hverfisgötu 6, 2. hæð. Sími 91-62 60 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.