Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990 Stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu starfi -• segir Dagfinnur Stefánsson sem flaug sjúkrahúsþotu á Karíbahafi launakerfi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna sem koma átti til framkvæmda 1. júlí næstkomandi. Þeir lýsa yfir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna þessarar valdníðslu og aðfarar að frjálsum samningsrétti háskólamanna. Þá segir að prestarnir krefjist þess að ríkisstjórnin hafi í heiðri þau sjálf- sögðu mannréttindi lýðræðisþjóðfé- lags að sjálfstæður samningsréttur þeirra sé virtur. Þeir krefjast þess að ríkisstjórn íslands felli einhliða ákvörðun sína tafarlaust úr gildi. Að sögn Jóns Dalbús skrifar megin- þorri íslenskrar prestastéttar undir yfirlýsinguna. Þá tók forsætisráðherra við yfir- lýsingunni og benti á að ríkisstjórn- in ætti í viðræðum við forystumenn BHMR. Hann sagðist vona að kom- ist yrði að samkomulagi þannig að allir nytu en ekki yrði ný verðbólgu- alda. Að lokum afhentu fulltrúar Kjarafélags arkitekta, Félags íslenskra fræða og Kennarafélag Kennaraháskóla íslands forsætis- ráðherra sams konar yfirlýsingar frá félögum sínum. Frítekjumark ellilíf- eyrisþega hækkar um mánaðamótin FRÍTEKJUMARK ellilífeyrisþega vegna tekjutryggingar hækkar nú um mánaðamótin í samræmi við loforð ríkissljórnarinnar við gerð kjarasamningana í vetur. Frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði hækkar um 48,4%, en frítekjumark þeirra sem ekki hafa lífeysrisjóðs- tekjur um 15,6%. Þeir sem hafa blandaðar tekjur njóta hlutfallslega hækkunarinnar sem verður á hækkun frítekjumarks lífeyrissjóðs- tekna. Elli- og örorkulífeyrisþegar sem hafa til viðbótar lífeyri almanna- trygginga aðrar tekjur en lífeyris- sjóðstekjur mega hafa 177.600 krónur á ári eða 14.800 krónur á mánuði án þess að tekjurtrygging skerðist. Hjá hjónum er samsvar- andi upphæð krónur 248.640 krón- ur á ári eða 20.720 krónur á mán- uði. Tekjur úr lífeyrissjóði mega vera 228 þúsund á ári án þess að tekjutrygging skerðist eða sem samsvarar 19 þúsund krónum á mánuði og hjá hjónum eru samsvar- andi upphæðir 319.200 á ári eða krónur 26.600 á mánuði. Þeir sem eru með blandaðar tekjur fá hlut- fallslega hækkun frítekjumarks þeirra sem hafa tekjur úr lífeyris- sjóðum. Áður en til útreiknings tekjutryggingar þeirra kemur skal draga frá lífeyrissjóðstekjum við- komandi krónur 50.400 eða 4.200 á mánuði hjá einstaklingum og krónur 70.560 á ári hjá hjónum eða 5.880 krónur á mánuði. Þessar reglur taka gildi um mán- aðamótin júní/júlí og við útreikning verður stuðst við framtalsgögn. I frétt frá heilbrigðis- og tryggingar- málaráðuneytinu segir að þess megi vænta að einhver brögð séu að því að skattaframtöl hafi ekki verið rétt útfyllt þannig að lífeyrissjóðs- tekjur séu skráðar sem almennar tekjur. Það sé því mjög mikilvægt að fólk fylgist mjög vel með því sem fram kemur á greiðsluseðlum þess frá Ti-yggingastofnun og komi á framfæri athugasemdum ef ástæða þyki til. FYRIR skömmu kom Dagíínnur Stefánsson, fyrrum flugstjóri hjá Flugleiðum, heim úr óvenjulegri fór til Karíbahafsins þar sem hann flaug þotu fyrir hjálparsamtökin ORBIS milli Nicaragua og Dómíníska lýðveldisins. Vélin er búin fullkomnum tækjum til augn- lækninga, þ. á m. skurðstofú, og sinnir aðallega sjúklingum í þriðja heiminum. „Það er stórkostlegt að sjá hverju þeir fá áorkað og fá að taka þátt í þessu starfi,“ sagði Dagfinnur í samtali við Morgun- blaðið. „Þörfin er gífúrleg í löndunum og þetta er oft eina von sjúkl- inga á þessum slóðum um bata á lífsleiðinni, margir þeirra koma beint úr frumskóginum." Dagfinnur hætti störfúm hjá Flugleiðum fyrir hálfú öðru ári sakir aldurstakmarkana en hámarksaldur flug- stjóra í atvinnuflugi á Islandi er 63 ár. Umrædd þota samtakanna er af gerðinni DC-8 21, um 30 ára göm- ul en í mjög góðu ásigkomulagi. Henni hefur verið breytt í fljúgandi sjúkrahús, þó eingöngu til augn- lækninga, og er tækjabúnaður af fullkomnasta tagi. Henni hefur ver- ið flogið sem svarar þrisvar um- hverfis jörðina á vegum ORBIS- samtakanna og haft viðdvöl í meira en 60 löndum. ORBIS voru stofnuð í Texas 1982, eru rekin af einkaaðil- um og studd af ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, m.a. breska útvarp- inu, hótelum og fleiri aðilum. Al- gengast er að vélin sé um þrjár vikur á hveijum stað. Gláka og fleiri augnsjúkdómar herja á tugi milljóna manna í þriðja heiminum og víða er enginn tækjakostur eða mannafli til lækninga. Dagfinnur komst í samband við Patrick Healy, flugrekstrarstjóra ORBIS, með aðstoð Birnu Þóris- dóttur hjá Flugleiðum en Healy er kvæntur íslenskri konu, Gyðu Sig- urðardóttur, vinkonu Birnu. Healy og um tuttugu manna fast starfslið ORBIS annast allan daglegan rekstur sjúkraþotunnar en flug- menn um allan heim, einkum bandarískir og sumir á eftirlaunum, taka að sér i sjálfboðaliðsvinnu að fljúga henni milli staða. Þeir eru kallaðirtil með skömmum fyrirvara. Háskólakennsla um borð Vélin var upprunalega í farþega- flutningum fyrir United Airlines sem gaf ORBIS hana og samtökin létu breyta henni er starfsemin hófst. Innlendir læknar á hveijum stað velja sjúklinga til meðhöndlun- ar og síðan eru færustu sérfræðing- ar kallaðir til frá þekktum sjúkra- húsum til að annast kannanir á sjúklingum og aðgerðir en enginn þeirra þiggur laun fyrir vikið. Oft nýtist reynsla þeirra við rannsóknir síðar meir. „Að þessu sinni störfuðu í þotunni sjö eða átta sérfræðingar, frá Filippseyjum, Thailandi, Kanada, Englandi og Bandaríkjun- um. Þeir unnu alveg frá kl. átta- níu á morgnana og stundum fram til sjö. Það er mjög mikilvægt að aðgerðirnar eru teknar upp á mynd- bönd og þau notuð til að kenna augnlæknum í viðkomandi löndum að meðhöndla sjúkdómana. Nokkrir í senn geta líka fylgst með aðgerð- um og útskýringum sérfræðing- anna á sjónvarpsskjá í farþegarým- inu. Þetta er eins konar háskóli. Sömuleiðis er safn af fagbókum um borð sem innlendu læknarnir geta nýtt sér meðan á dvölinni stendur," segir Dagfinnur. Morgunblaðið/KGA Steingrímur Hermannsson tekur við yfírlýsingu prestanna úr hendi séra Jóns Dalbús Hróbjartssonar. Kjarasamningar BHMR: Prestar mótmæla írestimiiini PRESTAR afhentu Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra yfir- lýsingu, þar sem mótmælt er frestun ákvæða í kjarasamningum BHMR, við stjórnarráðið i gærdag. Þá afhentu fúlltrúar Kjarafélags arkitekta, Félags íslenskra lræða og Kennarafélags Kennaraháskóla íslands forsætisráðherra sams konar yfirlýsingar frá félögum sinum. í yfirlýsingu prestanna, sem Jón þeirri einhliða ákvörðun ríkisstjórn- Dalbú Hróbjartsson las upp, segir ar íslands að slá á frest ákvæðum að undirritaðir mótmæli harðlega í kjarasamningum aðila um nýtt Fjórar nýjar kiljur Islandslax: Lax kyngreindur með sónar ÍSLENSKI kiljuklúbburinn heftir sent frá sér fjórar nýjar bækur. Fyrra bindi Fávitans, eftir Fjodor Dostojevskíj, í Unuhúsi, eftir Þór- berg Þórðarson, Papalangi - Hvíti maðurinn, og Litla systir, eftir Raymond Chandler. Fávitinn kom út árið 1868 í Rúss- landi. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi bókina úr rússnesku og hlaut fyrir þýðinguna bókmenntaverðlaun DV árið 1986. í Unuhúsi er afrakstur ferðar Þórbergs á fund Stefáns skálds frá Hvítadal. Svo skemmtilegar þóttu Þórbergi frásagnir Stefáns að hann fékk að skrásetja þær. Papalangi - Hvíti maðurinn, kom fyrst út í Þýskalandi árið 1920 og er að formi til ferðafrásögn frá Evr- ópu, sögð af Samóahöfðingjanum Tuiavii. Árni Sigurjónsson þýddi bókina. Litla systir, er skáldsaga um frægustu persónu Chandlers, einka- spæjarann Philip Marlowe. Þorberg- ur Þórsson þýddi bókina. Morgunblaðið/Fnraann Ólafsson Sá stóri er eins og barn í höndum Þorláks Guðmundssonar starfs- manns íslandslax. Laxinn vó 26 'h kíló og er stærri en Grímseyjarlax- inn sem vó um 25 kíló. Grindavík. ÞAÐ VAR mikill buslugangur í einu eldiskeranna hjá Islandslaxi í vikunni þegar tveir starfsmenn komu ofan í það og tóku hvern laxinn á fætur öðrum og settu í fískikar. Tilgangurinn með þessu var að renna löxunum í gegnum sónartæki sem norski líffræðingurinn Egil Reimers hefur þróað með það fyrir augum að hægt sé að skoða fisk í því. Með því er hægt að sjá hvers kyns fiskurinn er og meta kyn- þroskastig hans. „Við misstum töluvert- af klak- fiski framhjá okkur síðastliðið haust því engin ytri merki sjást á laxinum hvort um er að ræða hæng eða hrygnu,“ sagði Friðrik Sigurðsson sem er nýtekin við framkvæmda- stjórn Islandslax hf. „I ljósi þess var tekin sú ákvörðun að reyna að skoða fiskinn og meta bæði kyn og kynþroskastig og því fengum við Egil Reimers til að koma með sónar- tæki sem hann hefur þróað. Norð- menn hafa notað þessi tæki með góðum árangri. Egil segir að þessi greining sé óbrigðul en til dæmis er hægt að kyngreina fisk með berum augum í 60% tilfella.“ Egil Reimars hefur útbúið rennu fyrir laxinn og á einum stað fer laxinn yfir geisla og innanmyndir af honum koma á skjá eins og á venjulegu sónartæki. Þar er hægt að sjá hvers kyns laxinn er og hvort hann sé kynþroska. Páll Stefánsson stöðvarstjóri átti hugmyndina að því að fá þessi tæki til landsins og sagði hann við Morg- unblaðið að mikilvægt væri að geta sagt til um hvort hrygnur væru kynþroska því þær ieita eftir því að hrygna þegar svo væri. Þær leita að hentugum stað til að hrygna sem finnst ekki nema í náttúrulegu umhverfi. Því hættu þær við að hrygna og gætu í versta falli drep- ist.vegna þess. Nú er hinsvegar hægt að taka þær frá og kreista hrognin úr þeim í haust. „Við erum með góðan klakfisk og því er gott að geta tryggt tekjur með því að selja hrogn og einnig erum við með stóra eldisstöð. Við stefnum náttúrulega af hámarks- nýtingu því eftirspurnin er meiri en framboðið og við vildum vera með meiri lax í stöðinni. Starfsemin er rekin sem þrotabú sem setur henni ákveðnar skorður en ég er bjartsýnn á framhaldið," sagði Frið- rik að lokum. FÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.