Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1990 29 íYiurgrmuiauiu/ Eiiiiar raiur Formenn norrænna prestafélaga þinga í safiiaðarheimili Laugarnessóknar. Kirkjan: A Norrænt prestaþing á Islandi ÁRLEGUR fundur formanna og framkvæmdastjóra prestafé- laga á Norðurlöndunum fór fi-am í safnaðarheimili Laugar- nessóknar laugardaginn 23. júní. Að sögn Valgeirs Ástráðsson- ar.fráfarandi formanns Prestafé- lags ísland, voru launamál presta meðal umræðuefna á fundinum. Þar kom meðal annars fram að sænska kirkjan hefur tekið við launamálum sænskra presta og væri það mjög til bóta fyrir stétt- ina. Breytingin er liður í átt að aðskilnaði ríkis og kirkju. Þá kom fram að íslenskir prestar byggju við verri launakjör en prestar á hinum Norðurlöndunum. Á fund- inum var einnig rætt hvernig meta bæri langan vinnudag presta og þess minnst að þetta atriði hefði sérstaklega verið bókað í kjarasamningum BHMR. Að auki var fjallað um álti ráðherranefnd- ar Norðurlandaráðs um samhæf- ingu til starfa á Norðurlöndunum. Á aðalfundi Prestafélags ís- lands á mánudag tók séra Jón Dalbú Hróbjartsson við for- mennsku af séra Valgeiri Ástráðs- syni. Staðarfellshátíð um helgina HIN ÁRLEGA sumarhátíð Styrktarfélags Staðarfells verð- ur haldin helgina 29. júní til 1. júlí. Þetta er sjötta hátíðin sem Styrktarfélagið stendur fyrir. Hátíðin verður sett á föstudags- kvöldi kl. 22. Meðal skemmtiatriða á hátíðinni er hljómsveit Rúnars Júlíussonar sem heldur uppi fjöri fyrir börn og fullorðna. Einnig verður diskótek á föstudagskvöldinu og varðeldur. Sérstök leikjadagskrá verður fyrir börnin. Hin árlega íþróttakeppni verður svo á laugardeginum. Áð- gangseyrir er 3.000 krónur og frítt fyrir börn yngi'i en 16 ára.. Fríar -r. rútuferðir verða frá Síðumúla 3-5 kl. 18 á föstudagskvöldi. Tilgangur félagsins er m.a. að styrkja starfsemina á Staðarfelli og hefur það verið gert með gjöfum, s.s. brunavarnakerfi, rúmum, hús- gögnum og heimilistækjum. Einnig hefur félagið staðið fyrir tónleikjum og dansleikjum til fjáröflunar. Morgunblaðið/PPJ Fáfiiir Frostason úr Reykjavík, býst til ferðar á Dornier-flugvél sem notuð hefur verið til að flytja vistir til leiðangursins á Grænlandsjökli. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Það þurfti tvo menn til við að koma urriðanum í kerið. Atvinnusýningin á Selfossi: 20 punda urriði og 30 punda lax í keri STÓRIR fiskar og smáir eru til sýnis í fískabúri á atvinnusýning- unni á Selfossi. Fiskarnir eru fengnir úr fískeldisstöðvum í Ölf- usi og Þorlákshöfn. í gær komu í búrið 30 punda lax og annar 20 punda auk smærri fiska. Þá verða einnig álar í kerinu sem veiddir voru í Flóanum. Urrið- inn var frekar ósamvinnuþýður þeg- ar setja átti hann í búrið og tvo menn þurfti til með háf. Sýningin er opin kl. 16-22 virka daga og kl. 14-22 um helgar. - Sig. Jóns. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Leiðangurinn á Grænlandsjökli: Veður og bilanir tefla uppgröft flugvélanna RYSJÓTT veðrátta og bilanir hafa tafið uppgröft bandaríska leitar- flokksins á Grænlandsjökli, sem hyggst heimta úr fielju sprengju- flugsveit sem legið hefur grafin í ísnum í 48 ár. Krapi og vatn und- ir yfirborði jökulsins gerir leið- angursmönnum erfitt fyrir við gröftinn. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa sigmenn skoðað hreyfla og væng einnar Boeing B-17 sprengjuvélanna. Hún virðist í góðu ásigkomulagi. Stefiit er að því að ná vélunum í flughæfu ástandi af jöklinum. Vonast leið- angursmenn til þess að ein eða tvær vélar verði grafnar upp í sumar. Vinna við uppgröftinn hefur á stundum legið niðri svo dögum skipt- ir. Gerir áhlaup sem standa 2-3 daga, en þess í milli gefst tóm til vinnu. Leiðangursmenn, sem eru 20 talsins, hafa myndað tvo vinnuhópa. Fæst annar við að rannsaka ástand Boeing B-17 vélarinnar sem grafið hefur verið niður á, en hinn hópurinn hefur hafist handa við að grafa upp Lock- heed P-38 flugvél. í flugsveitinni voru átta flugvélar. Grafið var niður á B-17 vélina með bor, sem leiðangursmenn kalla moldvörpu. Hann sker ísinn með heitri vatnsbunu og myndar holu sem er rétt nægilega breið fyrir sigmenn- ina til þess að komast að flugvél- inni. Þeir þurfa að síga 85 metra niður í jökulinn, sem svarar 28 hæða húsi, og hafa aðeins týru á hjálmi til að lýsa sér. Vatn fossar í sífellu niður í holuna. Ferðin upp og niður tekur 3-4 klukkutíma. P-38 vélin verður hinsvegar grafin upp með stórvirkara vinnutæki. Myl- ur það ísinn í svarf sem feija þarf upp á yfirborðið. Gerð verður rúm- lega fimm metra breið hola, 85 metra djúp. Uppgröfturinn er nú tæplega hálfnaður. Leitarmenn eru komnir niður á mikið krapalón undir ísnum og reynist bæði erfitt og seinlegt að moka því og dæla á yfirborðið. Þá hefur bilun í Douglas DC-3 flugvél, sem leitarmenn hugðust nota til að flytja vistir, tafið framgang verksins. Eldsneyti og varahluti hef- ur vantað í borana sem notaðir eru við uppgröftinn. Undanfarna daga hefur þyrla flutt vistir á jökulinn, en á fimmtudag fór Dornier-flugvél úr Reykjavík til Kulusuk sem notuð verður til birgðaflutninganna. ■ NÝTT ferðakort er komið út hjá Landmælingum íslands. Kort þetta, sem er í mælikvarðanum 1:750.000, sýnir allt landið á einu blaði, vegakerfi þess og helstu þjón- ustustaði fyrir ferðamenn. Á kort- inu eru einnig upplýsingar um sýsluskiptingu, veðurfar og jarð- fræði landsins. Vegakerfið er flokk- að eftir gerð slitlags og sýnir sér- staklega vel vegi með bundnu og óbundnu slitlagi, Auk þess eru gefn- ar upp vegalengdir milli helstu staða. Kortið er unnið af Landmæl- ingum íslands og er með fjalla- skyggingu sem gerð var sérstak- lega fyrir þessa útgáfu. Kortið er prentað í sjö litum og er stærð þess 95x60 cm. Verð kortsins er 489 krónur og fæst það á kortasölustöð- um um land allt, svo og í kortaversl- un Landmælinga Islands á Lauga- vegi 178. Diskar, bakkar og ---- Vandaðar og veglegar brúða 5% staðgreiðslu afsláttur - Póstsendum KOSTA BODA KRINGWN KBIHeNH Sími 689122 Ármúla 42, s. 82990. Bðnusbitinn TILBOD HAMB0RGARI, FRANSKAR OG PEPSI aðeins 299,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.