Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
ísafiörður:
Bessi landaði um 330
tonnum af úthafskarfa
Bessi fær sömu ívilnanir varðandi
grálúðukvóta og frystitogararnir
ísafirði.
FJÖLMENNI var þegar togarinn Bessi frá Súðavík kom til hafnar
á ísafirði á þriðjudag með um 330 tonn af úthafskarfa, sem hann
veiddi utan landhelginnar vestur af Reykjanesi. Togarinn landar í
öll stóru frystihúsin á ísafirði, auk Súðavíkur, Bolungarvíkur og
Flateyrar.
Mikið hefur verið rætt um þenn-
an karfa, sem að hluta er illa hald-
inn af sníkjudýrum sem á hann
setjast. Menn voru þó flestir á því
að það sem komið væri upp úr skip-
inu þegar fréttaritari Morgunbl^ðs-
ins -kom á staðinn væri fallegasti
fískur.
Þetta er fyrsti túr skipsins á
þessum veiðum og var hann jafn-
framt að reyna nýja risaflotvörpu
frá Engels í Þýskalandi, en það var
einmitt Jóhann Símonarson sem
fyrstur íslendinga náði árangri með
flottroll 1974 á eldri Bessa. Það
troll var reyndar einnig frá Engels
í Þýskalandi. Útgerðin hefur lagt í
verulegar fjárfestingar til þessara
tilraunaveiða. Skipstjóri í veiðiferð-
inni var Gunnar Arnórsson.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að Bessi njóti sömu ívilnana
varðandi grálúðukvóta og frystitog-
arar hafa notið, það er að fá 10
tonna kvóta af grálúðu fyrir hvern
veiðidag eftir sjö daga veiðar, þó
að hámarki 14 daga eða sem sam-
svarar 140 tonna kvóta.
„Við höfum ekki neitað þessari
útgerð um sambærilega fyrir-
greiðslu. Hann hefur ekkert talað
við mig þessi maður,“ sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra,
er borin voru undir hann ummæli
Halldórs Jónssonar, útgerðarstjóra
Bessa, um að skipið fái ekki grá-
Morgunblaðið/Úlfar
Úthafskarfínn skoðaður á bryggjunni á Isafirði. Hann fór til vinnslu í sex frystihúsum á Isafirði og í
nágrenni.
lúðukvóta eins og frystitogararnir.
„Það er hins vegar óhugsandi að
að allir fái þennan grálúðukvóta því
grálúðustofninn er frekar veikut'.
Þessum aðila hefur ekki verið neit-
að um grálúðukvóta og það er ekki
endilega allt rétt sem stendur í
Morgunblaðinu,“ sagði sjávarút-
vegsráðherra ennfremur.
Hann sagði að ekki hefði verið
minnst á þetta mál einu orði við
sig fyrr en ísfisktogarinn Bessi var
farinn til veiða. Hvað varðaði hin
skipin þá hefði sú umfjöllun fyrir
löngu átt sér stað og sér hefði með
öllu verið ókunnugt um að til stæði
að Bessi færi á djúpkarfaveiðar.
Úlfar.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 27. JÚNÍ
YFIRLIT í GÆR: Á vestanverður Grænlandshafi er hæðarhryggur,
en 1010 mb smátægð skammt suður af Vestmannaeyjum þokast
suðaustur. Austur við Noreg er víðáttumikii 990 mb lægð, sem
hreyfist norðaustur.
SPÁ: Norðlæg átt um land ailt, viðast gofa eða kaldi. Dálítil súld
eða smáskúrir við norðausturströndina og suöur rneð Austfjörðum,
en annars þurrt. Vfða léttskýjað um sunnan- og vestanvert landið.
TÁKN:
Heiðskírt
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r #
r * r # Slydda
r # r
# # *
## * * Snjókoma
* * *
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
Sj Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
5, » Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
hití veSur
Akureyri Reykjavik S 9 halfskýjað Iétt8kýjað
Bergen Heísinki 12 23 skýjað léttskýjað
Knupmannahöfr 21 léttskýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk 5 ■ léttskýjað
Ostó 19 skýjað
Stokkhólmur 21 léttskýjað
Þórshöfn :ali skýjað
Algerve 23 léttskýjað
Amsterdam 24 skýjað
Barcelona 24 skúr
Berlín 23 hálfskýjað
Feneyjar 28 jjokumóða
Frankfurt vantar
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 22 skýjað
LasPalmas 24 léttakýjað
tondon tosAngeles 1 19 mlstur vantar
Lúxemborg 27 léttskýjað
Madrid 31 mistur
Mataga 26 mistur
Matlorca 31 léttskýjað
Montreal 21 tóttakýjað
NewYork Oriando ii s s
Parfs Róm 28 skýjað ventar
Vftt Washington 24 léttskýjað vantar
Wmnipeg 29 skýjað
Ekki gengið á skjön
við ríkisstjómina
- segir Halldór Ásgrímsson
„ÉG TEL mig á engan hátt hafa gengið á skjön við samþykkt ríkis-
stjórnarinnar frá 6. júní,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra, en Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefúr lýst því
yfir að bréf ríkisstjórnarinnar til BHMR, þar sem ákveðið hefði
verið að fresta leiðréttingu launa til félaga BHMR þann 1. júlí næst-
komandi, hefði ekki verið í fullu samræmi við niðurstöður ríkis-
stjórnarinnar. Halldór var starfandi forsætisráðherra á þeim tíma
sem bréfið var sent.
„Það var mat ríkisstjórnarinnar
að hækkun á launum BHMR um
þessi mánaðamót mundi valda rösk-
un á hinum almennu launakjörum
í landinu. Forystu BHMR var kynnt
sjónarmið ríkisstjómarinnar en hins
vegar hafði hún annað sjónarmið.
Það er ekkert sem fram hefur kom-
ið i þessu máli sem bendir til að
sjónarmið ríkisstjórnarinnar stand-
ist ekki, þvert á móti hefur það
verið staðfest af viðbrögðum ann-
arra aðila vinnumarkaðarins að slík
hækkun myndi leiða til röskunar á
launakjörum á hinum almenna
markaði," sagði Halldór.
Halldór sagði að BHMR-félögum
hefði verið sent bréf þar sem þeim
hefði verið kynnt að það væri mat
ríkisstjómarinnar að þessi röskun
myndi eiga sér stað með leiðrétt-
ingu á launum þeirra og þar af
leiddi sjálfkrafa að framkvæmd
þessa hluta kjarasamnings ríkisins
við BHMR yrði að fresta.
Hlutaflárútboð Olís hf.:
Sala hlutabréfa 145 milljónir
SALA hlutabréfa í Olís nam um
65 milljónum króna í gær þegar
hún hófst að nýju hjá Landsbréf-
um hf. Hafa þá selst hlutabréf
fyrir um 145 milljónir frá því á
fimmtudag. Hlutaféð var selt á
genginu 1,7 í gær og seldust bréf
að naíhvirði fyrir 37-38 milljónir
af þeim 50 milljónum sem fyrir-
hugað er að selja í seinni áfanga
hlutaQárútboðsins. Að sögn Dav-
íðs Björnssonar, forstöðumanns
þjá Landsbréíúm, er fastlega
búist við að bréfin seljist upp í
dag.
Yfir 40 einstaklingar festu kaup
á hlutabréfum Olís í gær en einnig
bættust í hóp hluthafa tveir stofn-
anafjárfestar. Nú hefur á þriðja
hundrað aðila keypt bréf frá þvi
útboð Olís hófst. Seljist afgangur
bréfanna í dag hefur Olís aflað sér
170 milljóna í reiðufé í hlutafjárút-
boðinu á einni viku. Ekki er hins
vegar fyrirhugað að selja meira
hlutafé á næstunni en heimild aðal-
fundar er fyrir 60 milljóna hluta-
fjáraukningu til viðbótar við þær
100 milljónir sem eru í þann veginn
að seljast upp.
Peningaskáp stolið
HUNDRAÐ og fimmtíu kílóa peningaskáp var stolið í innbroti í
Heildverzlun Péturs Péturssonar við Suðurgötu í fyrrinótt. Um
70.000 kr. í peningum voru í skápnum, auk ýmissa verðmætra skjala.
Skápurinn er hvítur á lit og rúm-
ur metri á hæð. Líkast til hafa ver-
ið fleiri en tveir við innbrotið, því
að hirzlan er engin smásmíði. Þjóf-
arnir höfðu reynt að opna skápinn
á staðnum, en gáfust upp við það
og höfðu hann á brott með sér.
í peningaskápnum voru víxlar,
verðbréf, veðskuldabréf, ávísanir
og fleiri verðmæt skjöl, sem tæp-
lega nýtast þó þjófunum. Algengast
er þegar peningaskápum er stolið,
að þjófarnir aka með þá út fyrir
bæinn og sprengja þá upp á afvikn-
um stað, hirða peninga og önnur
verðmæti, svo sem skartgripi, en
láta sig skjöl engu skipta.
Þeir, sem kynnu að hafa orðið
varir við þjófana eða geta gefið
upplýsingar um hvar skápurinn
kynni að vera niður kominn, eru
beðnir að hafa samband við Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Nágrannar
telja sig hafa heyrt í bíl við hús
heildverzlunarinnar um tvöleytið
um nóttina.
f
f
»
P
f
%
I
»
*
»