Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990 -^iauxiaailiríiiiiMrTii, ....... „Sénftt/er þessarza. /o /neJmæiefidki, sem þá bentírot/tz/r á, aéfrá óta/ctaÓCr /tonum pert/nga. -" . . . að þvo upp án þess að vera beðinn um það. TM Rog. U.S. Pat Off —all rights raservod ® 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaffinu MO WfNá- Blessuð, þvoðu heldur bílinn í þessu yndislega veðri... Pouux 1 I' 1 'I 639 Þú ert í einhverjum vafa- sömum hugleiðingum, vin- ur, að dansa við mig hér úti á svölunum. ■> HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu Týndi úri - Ungur piltur týndi Seikó-karl- mannsúri, líklega einhvers staðar í Fossvogi eða við Fossvogsskóla. Þetta er stórt stálúr og er finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 681864. Kettlingar Fimm kettlingar fást gefins. Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 45020. Fann lyklakippu Lyklakippa með tíu lyklum fannst á herni Holtavegar og Suðuriandsbrautar. Eigandi getur vitjað þeirra í síma 82636 milli kl. 19 og 21. Kettlingar Tveir gulbrúnir kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsing- ar í síma 680936. Svört læða týnd Svört síamsblönduð læða með svarta ól og rauða nafnplötu týnd- ist frá Barmahlíð 38. Þeir sem hafa séð til læðunnar hringi í síma 19695 eftir kl. 18. Köttur í óskilum Svartur og hvítur köttur er í óskilum. Upplýsingar í síma 26023. Glær gómur Svartur gallajakki tapaðist við Vesturbæjarlaugina. I öðrum brjóstvasanum var glær gómur og er þetta bagalegur missir fyrir eigandann. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 681941 eða 29549. Tryggur týndur Það týndist heimilishundur frá Haga í Skorradal sem gegnir nafninu Tryggur. Síðast sást til hans á Geitabergi í Svínadal fyrir nokkru en síðan hefur ekkerfc til hans spurst. Þeir sem vita um Trygg vinsamlega hringi í síma 91-84272. Týndi úlpum Móðir hringdi: „Dóttir mín er búin að tapa tveimur úlpum á stuttu tímabili. Sú lyrri er gallaúlpa sem hún tapaði á róluvelli við Öldusel en hin er þunn fjólublá úlpa og líklega hefur hún tapað henni í leið 11 eða í strætisvagnabiðskýl- inu í Seljahverfi. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 79386 eftir kl. 18.“ Vínið uppspretta gleði og- menningar Til Velvakanda. Í tilefni lágkúrulegrar umræðu um áfengismál legg ég til að andinn verði látinn*svífa yfir vötnum og hugsað til þeirra góðu hluta sem áfengið hefur komið til leiðar. Stórtemplarar og stúkumenn hafa gengið lengst í því að ófrægja guðaveigarnar enda ekki nema von þegar hugsað er til tilurðar þessara samtaka sem eru stofnuð af leið- indadurtum sem ekki samlagast hópi gleðimanna og kvenna. í eymd sinni tóku þeir sig saman durtarnir og bundust samtökum til að leysa sína sálarkreppu. Af meðfæddum búraskap og illkvittni, með þá hug- sjón að flaggi að þeir séu á móti áfengi, en í raun félagsleg van- hæfni gerir þeim ókleift að njóta lífsins eða una öðrum þess. Vínið hefur ávallt verið upp- spretta gleði, menningar og jafnvel lífsins sjálfs. Vínið hefur ætíð leikið um lífsrætur menningar og lista. Þegar sálartötrið fær hæfilega vökvun springur sálin út sem rós á björtum vordegi og stráir um sig fijókornum menningar, en hefur það þó umfram liljur vallarins að geta gert það á hverjum degi. Á þeim stöðum þar sem musteri dionysusar hafa verið flest, saman- ber öldurhús Grikklands til forna og París nútímans, hefur siðmenn- ingin risið einna hæst. Ég fagna því innilega þeirri fjölgun bæna- staða sem hér hefur átt sér stað. Hámenning þrífst aldrei ein og sér, hún er eins og hávaxið tré og verð- ur að sækja næringu í fijóa mold undirdjúpa lífsins sem lífsins vatn vínið leikur um. Tré á þurri klöpp er templari. Góð umgengni við vín verður að ganga í arf frá föður til sonar. Verra er þó að falli hlekkur úr og faðirinn rækir ekki sitt föðurhlut- verk í drykkjusiðum og er orðið tímabært að skólakerfið setji undir þennan leka og hafi vínmenningu á námskrá. Eða eins og E. Ben. orðaði það: Mungát Svo há og víð er hjartans auða borg, að hvergi kennir ijáfurs eða veggja. En leiti ég manns ég lít um múgans torg; þar lifir kraftur, sem minn vilja eggar. Hvað vita þessir menn um sælu og sorg, er supu aldrei lífsins veig í dreggjar. Ég þrái dýrra vín og nýja vini og vel mér sessunaut af Háva kyni. Einar Guðmundsson Víkverji skrífar Víkveiji er mjög áhugasamur um lagningu bundins slitlags á vegi landsins enda ferðast hann mik- ið eins og sést í dálkunum á sumrin. Fyrir utan hefðbundin rök fyrir góð- um vegum vill Víkveiji dagsins benda á að bundið slitlag er heil- brigðismál, kannski sérstaklega geð- heilbrigðismál. Allavega fer það mikið í taugarnar á Víkveija að aka af bundnu slitlagi út á möl. Víkveiji hefur gagnrýnt yfirvöld samgöngu- mála fyrir breyttar áherslur í vega- málum. Núverandi samgönguráð- herra hefur lagt áherslu á einstök stórverkefni, einkum jarðgöng. Víkveiji telur að lagning bundins slitlags á hringveginn og aðra helstu vegi landsins sé svo mikilvæg að ýta þurfi öðru til hliðar á meðan því verki er komið lengra áfram eða iokið. Síðan verði farið í önnur stór- verkefni sem vissulega eru einnig þörf. XXX Um síðustu áramót var möl á 605 kílómetrum af hringveg- inum. Hringurinn er rétt rúmir 1.400 km og er malarslitlag því á 43% hans. Samkvæmt lauslegri athugun Víkveija verða lagðir tæpir 30 kíló- metrar af bundnu slitlagi á hring- veginn í sumar og tekur það því yfir 20 ár að loka hrihgnum með sama framkvæmdahraða. Þegar allir vegir eru taldir er slitlag lagt á um 100 kílómetra og er það verulegur samdráttur frá fyrri árum. Guð- mundur Arason, forstjóri fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir í leiðara nýútgefinna Vega- mála, tímarits Vegagerðarinnar, að ef Ijárveitingar til vegamála aukast ekki á næstu árum verði að gera ráð fyrir að almenn vegagerð dragist saman. Fé til bundins slitlags segir hann að sé afgangsstærð, eftir að tekið hefur verið frá fé til brýnustu framkvæmda, og hVljóti því að minnka. Segir Guðmundur að margt bendi til að þetta ár marki endalok hins svonefnda slitlagatímabils. xxx Góðvegunum er misskipt. Áber- andi mest vantar á Austur- og Norðausturiandi. Á vegunum út frá Reykjavík er ástandið að verða gott. Samfellt bundið slitlag er aust- ur fyrir Hvolsvöll, alls 113 km. Og á norðurleið er 154 km slitlag frá Reykjavík og upp fyrir Dalsmynni í Norðurárdal í Borgarfirði, fyrir utan smákafla við Olíustöðina í Hvalfirði en vinna stendur nú yfir við þann bút. Nær samfellt bundið slitlag á þessum hluta hringvegarins er því 267 km. Ef haldið er áfram austur eru nokkrir malarkaflar í Rangár- valla- og Skaftafellssýslum, samtals um 21 km á leiðinni til Víkur í Mýrdal. Á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði er möl á 129 km af alls 474 km. Hlutfallið er betra á veginum á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Leiðin er 432 km og er möl aðeins á 102 km, meginhlut- inn á veginum úr Norðurárdal í Skagafirði, yfir Öxnadalsheiði og í Öxnadal. Samkvæmt þessu er möl á tæplega helmingi vegarins á milli Akureyrar og Hafnar í Hornafirði. xxx En mikiivægir vegir eru víðar en á hringnum. Víkveiji átti er indi í tvö dæmigerð sveitaþorp um síðustu helgi, Varmaland í Borgar- firði og Flúðir í Árnessýslu. Hann ók á nýlögðu bundnu slitlagi heim í hlað á Varmalandi. Þarf ekki að lýsa breytingunni sem orðið hefur á þess- ari leið á stuttum tíma. Á leiðinni að Flúðum vantar bundið slitlag á fáeina kílómetra. Það stendur til bóta því heimamaður sagði að lang- þráð slitlag kæmi næsta sumar. xxx Víkveiji var að glugga í grein um Elísabetu Bretadrottn ingu í DV á laugardaginn, þar sem sagði m.a. að einkaþota Elísabetar hefði verið lengi í eigu hennar, en frændi hennar Játvarður VIII. hefði látið smíða hana árið 1936(1). Þetta vakti margar spurningar hjá Víkveija. Voru virkilega smíðaðar þotur árið 1936? Víkveiji beið því spenntur komu Bretadrottningar á mánudag- inn, en honum til mikilla vonbrigða reyndist farkostur hennar vera nýtískuleg þrýstiloftsflugvél. Helst dettur Víkveija í hug að DV hafi stuðst við heimildir á ensku, við gerð áðurnefndrar greinar, og talið að The Queen’s Flight, eða Flugfélag drottningar, sem Játvarður VIII. stofnaði raunar árið 1936, þýddi einkaþota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.