Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
21
Dagfinnur Stefánsson við DC-8 þotu ORBIS-samtakanna.
Sérfræðingur um borð í fljúgandi sjúkrahúsi ORBIS útskýrir upp-
skurð fyrir hópi augnlækna í Alexandríu í Egyptalandi en sjónvarp-
að er beint frá sþurðstofu þotunnar.
Mörg kraftaverk á dag
Hann sagðist hafa farið fyrst til
Bandaríkjanna þar sem skrifstofa
ORBIS er en síðan til Managua í
Nicaragua. Þar var hann í fjóra
daga til að kynna sér þotuna og
aðstæður allar. Hann fékk m.a. að
vera viðstaddur gláku-uppskurð í
vandlega dauðhreinsaðri skurðstof-
unni. Violeta Chamorro, forseti
landsins, heilsaði upp á starfsfólk
þotunnar, þakkaði því vel unnin
störf og þótti ■ henni íslenski flug-
stjórinn langt að kominn.
Aðstoðarfiugmaður Dagfinns var
frá United Airlines auk Healys sem
alltaf er með í för þegar þotunni
er flogið milli staða. „Starfsandinn
var frábær, allir voru jafnir, og
móttökur allra, yfirvalda jafnt og
almennings, einstaklega hlýlegar
enda má segja að unnin séu mörg
kraftaverk á dag í þotunni," sagði
Dagfinnur. Hann var einn dag í
Santo Domingo, höfuðborg
Dómíníska lýðveldisins, sem var
næsti viðkomustaður sjúkrahússins
en næst verður því flogið til Guate-
mala.
Prestasteftia
Islands:
Vel sóttir
fyrirlestrar
og nmræðu-
hópar
Prestastefiiu íslands var
framhaldið í gær. Fluttir voru
íyrirlestrar og starfað í um-
ræðuhópum. Þá var farið til
aftansöngs síðdegis.
Starfið hófst með hugleiðingu
séra' Karls Sigurbjörnssonar um
uppbyggingu, bæn og Biblíuna.
Hann ræddi meðal annars um trú
prestsins og lagði áherslu á mikil-
vægi bænalífsins. Þá flutti séra
Hreinn Hákonarson fyrirlestur um
guðfræði, nám og iðkun. Hreinn
talaði um guðfræðinginn og
minntist þess að hann stendur
mjög einn. Að síðustu fjallaði séra
Tómas Sveinsson um vigsluna,
vonina og veruleikann. Hann sagði
meðal annars að nokkuð vanti á
að söfnuðurfyndu til ábyrgðar með
prestinum. Og benti á presturinn
gæti ekki endalaust sinnt uppygg-
ingastarfi einn.
í framhaldi af síðustu presta-
stefnu þar sem íjallað var um safn-
aðaruppbyggingu er nú hugað að
prestinum sjálfum. í samtali við
séra Þorbjörn Hlyn Árnasson, rit-
ara biskupsstofu, kom fram að þar
væri þó ekki átt við persónu
prestsins heldur miðar starfið að
því að horfa á það hvernig prestur-
inn nýtist sem þjónn í kirkju
Krists. Rætt væri um aðbúnað og
skilyrði presta til þess að þjónusta
þeirra væri þóknanleg.
Um hundrað prestar alls staðar
að af landinu sóttu hópumræður
í gærdag. í dag hugleiðir séra Jón
Dalbú Hróbjartsson efnið starfið,
kjör og köllun og Herbjört Péturs-
dóttir, prestsfrú, talar um heimilið,
skyldur og skjól. Prestastefnu
verður slitið með guðsþjónustu
sem hefst klukkan 16.30 í dag.
Frábær uppskrift að fríinu
S S
i ar
bæir
TOðgistingu
sörhúsum
Margs konar gistimöguleikar
í bæklingnum eru uppiýsingar sem hjálpa
þér að finna það rétta fyrir ÞIG!
37 bæ\r
með
heima-
gistingu
Bæklingurinn okkar
er ómissandi förunautur
í ferðalagið
sumarhús
GÆÐAÞJÓNUSTA Á GÓÐU VERÐI
Ferðaþjónusta bænda,Bændahöllinniv/Vitatorg
Sími 623640. Símbréf (Fax) 628290
lítill ostur með sterk áhrif
MUNDU EFTIR OSTINUM