Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 23
23 > . . MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1990 Framkvæmdastjórn EB: Gerir athugasemdir við samstarfe- r samning BA, KLM og Sabena f Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópubandalagsins (EB) ákvað á fundi sínum í gær að senda stjórnum þriggja flugfélaga í Evrópu athugasemdir vegna samstarfssamings sem félögin hafa gert eð sér. Félögin sem um ræðir eru belgíska ílugfélag- ið Sabena, hollenska félagið KLM og breska flugfélagið British Air- ways (BA). Framkvæmdastjórnin telur að samkomulag flugfélag- anna stuðli að einokun á flugleið- um til og frá Brussel. Jafnframt samþykkti stjórnin að breska fyr- irtækið British Aerospace endur- greiddi breskum sfjórnvöldum sem svarar tæplega fjórum og hálfum milljarði ísf. kr. vegna kaupa þess á Rover-fyrirtækinu. í kjölfar athugasemdanna hefja við- ræðúr við flugfélögin áður en end- anleg afstaða verður tekin til sam- starfsins. Brittan sagði að margt væri lofsvert í samningi flugfélag- anna en ljóst væri að átriði sem vörðuðu t.d. lendingarleyfi yrði að breyta, annars hljóti samkomulagið að bijóta í bága við 85. grein Róm- arsáttmálans, sem bannar samn- inga á milli fyrirtækja til að draga úr samkeppni. Niðurstaða framkvæmdastjórn- arinnar í málefnum breska fyrir- tækisins Rover byggir á því að breska stjórnin, sem Seldi British Aerospace fyrirtækið, er talin hafa greitt niður kaupverðið með því að gefa eftir bæði skuldir og skatta. Framkvæmdastjórnin lítur svo á að breska ríkið hafi greitt fyrirtækinu ólöglega ríkisstyrki til að greiða fyrir sölu fyrirtækisins. Því er þess vegna beint til bresku stjórnarinnar að hún endurheimti jafnvirði rúm- lega fjögurra milljarða ísl. kr. frá Rover. Grænland: Vatnsaflsver fyr- Gerö 1854U - 1100 vattamótor - 165/170 mm sagarblaö - hraöi 4200 sn./mín. - örygcjisrofi - karbitsagarblaö fylgir Gerð 1865U - 1200 vatta mótor - 184/190 mm sagarbiaö - hraöi 4200 sn./mín. - örygcjisrofi - karbitsagarblað fylgir Athugun framkvæmdastjórnar- innar á samstarfssamningi flugfé- laganna fer fram vegna kvartana frá smærri flugfélögum sem óttast að KLM og BA hyggist færa sér í nyt einokunaraðstöðu Sabena á flugvellinum í Zaventem við Bruss- el og jafnvel á fleiri flugleiðum inn- an Evrópu. Hefur komið til álita að gefa fullt frelsi á flugleiðum, svo sem milli Brussel og London, til að tryggja samkeppni. Leon Brittan, sém fer með samkeppnismál innan framkvæmdastjórnarinnar sagði í Brussel í gær að árangur viðleitni EB til að auka frelsi í flugrekstri byggðist á því að samkeppni væri tryggð. Framkvæmdastjórnin mun ir 10 milljarða Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. SAMIST hefur um, að norsk fyrirtæki í samvinnu við dansk-græn- lenskt taki að sér að smiða vatnsaflsver skammt frá Nuuk í Grænl- • andi og er kostnaðurinn við það áætlaður tæpir 10 milljarðar ísl. kr. EIGUM ÁVALLT FJÖLBREYTT URVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, undirritaði verksamninginn í norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í fyrradag en raforkuverið á að vera fullbúið í október 1993. Er það í 60 km fjarlægð frá Nuuk og fær vatnið úr jökullóni í 233 m hæð. Verður það búið í fyrstu tveimur 15 megawattahverflum. Með fjár- magnskostnaði á byggingartíma er smíðakostnaður áætlaður um 9,6 milljarðar ísl. kr. Smíðin er fjármögnuð þannig, að Norræni fjárfestingarsjóðurinn lánar landsstjóminni tvo milljarða kr., Norske Bank og Norsk Export- finans lána fjóra milljarða og fjóra milljarða tæpa verður landsstjórnin að leggja fram af eigin aflafé. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN r | SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Bush neyðist til að end- urskoða skattasteftiuna Washington. Reuter. NÚ VIRÐIST ljóst að George Bush Bandaríkjaforseti getur ekki staðið öllu lengur við loforð sitt um engar skattahækkanir. Marg- ir repúblikanar óttast að þetta kunni að koma niður á frammi- stöðu frambjóðenda flokksins í þingkosningum á þessu ári. Eitt eftirminnilegasta kosn- ingaloforð George Bush árið 1988 var þegar hann hét því að skattar yrðu ekki hækkaðir og undirstrik- aði það með því að segja: „Lesið af vörum mínum, engir nýir skatt- ar“. Á þriðjudag átti forsetinn fund með leiðtogum Bandaríkja- þings. Eftir fundinn gaf ríkis- stjórn Bush út tilkynningu þar sem sagði að skattahækkanir væru á meðal aðgerða sem nauð- synlegar væru til að minnka fjár- lagahallann. Tilkynning þessi hefur þegar verið túlkuð svo að um stefnu- breytingu sé að ræða hjá forsetan- um og fráhvarf frá loforðinu fræga. Margir leiðtogar repúblik- ana höfðu hvatt Bush til að gefa sig ekki. „Repúblikanar hafa not- að andstöðuna við skattahækkan- ir til að skapa skörp skil á milli sín og demókrata," sagði Ed Roll- ins, formaður kosninganefndar repúblikana fyrir þingkosningar á þessu ári. Gordon Humphrey, öld- ungadeildarþingmaður frá New Hampshire, tók dýpra í árinni: „Nú heldur fólk að enginn munur sé lengur á flokkunum í skatta- málum. Það er sama hvaða sam- komulag næst [milli þings og ríkisstjórnar], kjósendur halda að nú séu flokkarnir komnir í eina sæng í þessu efni.“ En Bush átti ekki margra kosta völ. Ef ekkert verður að gert má búast við að fjárlagahallinn verði á bilinu 160-230 milljarðar dala á næsta fjárlagaári sem hefst 1. október. Fari svo kemur til kasta laga sem skera ríkisútgjöld sjálf- krafa niður um marga milljarða dala. Þá neyðist ríkisstjórnin til að draga saman seglin og skera fé við nögl til alríkislögreglunnar og til námslána svo dæmi séu tekin af pólitískt viðkvæmum málaflokkum. Leiðtogar démókrata segjast ekki munu nota stefnubreytingu Bush gegn honum. Þeir búast samt við pólitískum ávinningi af George Bush þessum sökum. „Margir fram- bjóðendur repúblikana í þingkosn- ingunum hafa gert skattamálin að höfuðkosningamáli. Það fer ekki hjá því að þeim finnist þeir illa sviknir nú,“ sagði ónefndur starfsmaður demókrataflokksins. Bretland: Gröf Artúrs konungs fiindin? Loiidon. Reuter. Bandarískur sagnfræðingur, Norma Goodrich, hefúr fúndið gröf þjóðsagnahefjunnar Artúrs konungs, að sögn sérfræðinga í kon- ungaættum á mánudag. Goodrich hefúr helgað sig rannsóknum á sögu Artúrs og telur að hann haf! verið lagður til hinstu hvílu í bænum Arthuret í Norður-Englandi. Áður hafa fræðimenn talið að. konungur hafi verið greftraður ein- hvers staðar í Wales. Arthuret var áður skoskt land og er rétt norðan við múr Hadríanusar keisara er Rómverjar reistu til að verjast Skot- um. Skammt frá er Camboglana þar sem Artúr er sagður hafa háð síðustu orrustu sína. Fræðimenn hafa öldum saman reynt að stað- festa sannleiksgildi sagnanna um Artúr konung og riddara hring- borðsins en sagnirnar, sem eru keltneskar að stofni, eru frá sjöttu öld e. Kr. Goodrich starfar við Columbia- háskólann í New York og leiddi rök að því fyrir tveim árum að hirð Artúrs í höllinni Camelot, er skáld- ið Tennyson kvað um, hefði verið þar sem nú eru rústir skosks kast- ala. Rannsóknir Goodrich benda til þess að heitið Arthuret merki „Höf- uð Artúrs." unáf TILVALINN FYRIR SUMARBÚSTADI FYRIRTÆKI SMÆRRIHEIMILI philips Whirlpool KÆLISKAP Hann er 140 lítra, með klakakubbafrysti og hálfsjálfvirkum afþýðingarbúnaði. Hann er með mjög öfluga en hljóðláta kælipressu og segullokun í hurð. Ofan á honum er síð- an vinnuborð með sérstak- lega hertu efni. Stærð: h: 45.5, b: 85, d: 60 cm. ÞU GETUR TREYST PHILIPS Heimilistækí hf ■— SÆTÚNI8 SÍMI69 1515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 / í sattotÍMgiwt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.