Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FlMttUDAGUR 28. JÚNÍ 1990 47 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Stórkostlegt að byvja svona. - sagði Ingvar Guðmundsson sem gerói bæði mörkValsísigri á KR „ÞAÐ ER stórkostlegt að byrja svona og mörkin eiga eftir að gefa mér aukið sjálfstraust," sagði Ingvar Guðmundsson sem gerði bæði mörk Vals í 2:1 sigri á KR. Þetta var fyrsti leik- ur Ingvars í rúma tvo mánuði en hann meiddist f leik með landsliðinu í Bandaríkjunum í apríl. „Ég var mjög tauga- óstyrkur, leið illa fyrir leikinn og átti alls ekki von á slíkri byrjun. En ég get þakkað An- tony fyrir mörkin, hann lagði boltann fyrir mig í bæði skipt- in,“ sagði Ingvar. Valsmenn byrjuðu vel og náðu forystunni á 12. mínútu. Antony Karl Gregory átti heiðurinn að markinu, lagði lagði boltann vel fyrir fætur Ingvars LogiB. sem skoraði af ör- Eiðsson yggi framhjá Ólafi skrifar Gottskálkssyni. Eftir markið sóttu KR-ingar heldur meira en þegar komið var í vítateiginn voru þeim allar bjargir bannaðar. Vals- menn nýttu sóknir sínar betur og á 38. mínútu bættu þeir öðru mark- ið við. Boltinn gekk frá Bjama í markinu og fram á vítateig KR. Þar lagði Antony boltann fyrir Ingvar sem skoraði með glæsilegu skoti, efst í markhomið. Eftir síðari markið dró úr KR- ingum og Valsmenn tóku lífinu með ró. Hvomgt liðið fékk umtalsverð færi fyrr en undir lok leiksins. Þá sendi Rúnar Kristinsson inná Pétur Pétursson. Bjarni renndi sér út á móti honum og felldi hann og Gylfi Orrason dæmdi vítaspyrnu. Pétur tók vítið sjálfur og skaut á mitt markið. Bjarni náði að snerta bolt- ann en skotið var of fast. Eftir markið sóttu KR-ingar nokkuð en tókst ekki að ónga sigri Vals. Valsmenn mega vel við una. Þeir léku ágætlega þrátt fyrir að í lið þeirra hafi vantað þtjá mikilvæga menn; Sigurjón Kristjánsson, Hall- dór Áskelsson, og Steinar Adolfs- son. Antony var ógnandi og stóð sig vel í mörkunum og Ingvar kom mjög vel inní liðið. Þorgrímur Þrá- insson og Einar Páll Tómasson voru sterkir I vörninni. KR-ingar voru heldur daprir. Hilmar Björnsson var besti maður liðsins og Sigurður Björgvinsson átti ágætan leik í vörninni. Atli Eðvaldsson lék fyrsta leik sinn með KR og náði sér ekki á strik enda vart hægt að búast við því í fyrsta leiknum, gegn gömlu félögunum. ÚRSLIT 3. deild Þróttur R. - Reynir Á...............2:0 Óskar Óskarsson, Sigfús Kárason. 4. deild TBR - Víkverji....................... Óli Björn Ziemsen - Finnur Thorlacius 2, Níels Guðmundsson 2, SigurðurBjörnsson. Augnablik - Ægir...................2:2 Ragnar Rögnvaldsson 2 - Halldór Sigur- þórsson, Sveinbjörn Asgrlmsson. Sindri - Huginn....................3:1 Garðar Jónsson,'Börkur Þorgeirsson, Sigur- björn Hjaltason - Halldór F. Róbertsson. KSH - Höttur.......................2:1 Jónas Ólafsson 2 - Hörður Guðmundsson. Leiknir F. - Valur Rf...............2:3 Árni Gíslason, Kári Jónsson - Guðgeir Sig- urjónsson 2, Lúðvík Vignisson. Neisti D. - Urnf. Stjarnan.........4:1 Dagbjartur Harðarson 3, Gunnlaugur (Juð- jónsson - Gunnlaugur Bogasón. ISSIISÍ ■ ;"V', .AhV 'ff • ii ".1.. : Háloftaslagur Þorgrímur Þráinsson og Ragnar Margeirsson kljást á Valsvéllinum í gærkvöldi. Morgunblaðið/KGA Sigurlás óhress - eftirjafntefli gegn íslandsmeisturunum á Akureyri „DÓMARINN gaf þeim tvö stig, með því að dæma vítið á okkur. Þetta var fáránlegur dómur," sagði Sigurlás Þorleifsson, þjálfari ÍBV, og var mjög heitt í hamsi eftir að lið hans og KA skildi jöfn 1:1 á Akureyri í gærkvöldi. Þess má geta að þetta var fyrsta jafntefli liðsins í 25 leikjum undir stjórn Sigurláss. Leikurinn var fremur slakur og marktækifæri af skornum skammti. Ingi Sigurðsson kom Eyjamönnum yfir á 75. mín. en atvikið sem Sigurlás Reynir vitnaði til gerðist Eiríksson aðeins þremur mín. skrifar síðar. Jón Grétar Jónsson braust í gegnum vörn ÍBV, missti knöttinn nokkuð langt á undan sér en brotið var á honum og Ólafur dómari Sveinsson var ekki í vafa — dæmdi hiklaust vítaspyrnu sem Ormarr Örlygsson jafnaði úr af öryggi, í stöngina og inn. „Fyrir leikinn gerði ég mig án- ægðan með að fara með eitt stig héðan, en eins og leikurinn spilaðist er ég mjög ósáttur með að fara ekki með öll þtjú stigin. Við vorum sterkari og hefðum átt sigurinn skilið,“ sagði Sigurlás ennfremur, og bætti við um vítaspyrnudóminn: „Jón Grétar var búinn að missa boltann þegar þeir skullu saman.“ Bjarni Jónsson, fyrirliði KA í fjar- veru Erlings Kristjánssonar sem er meiddur, sagðist óánægður með leik liðs síns: „Það vantaði fersklei- kann í liðið og leikur okkar var alls ekki nógu markviss á köflum. Mað- ur er aldrei sáttur við jafntefli á heimavelli, en úr því sem komið var er ég alls ekki óánægður með úrslit- in.“ Mark Inga Sigurðssonar fyrir ÍBV var stórglæsilegt. KA-menn hreinsuðu frá eftir hornspyrnu, knötturinn barst til Inga á vítateigs- horni og hann sendi hann rakleiðis til baka — þrumufleyg efst í mark- hornið fjær. Á lokamínútu leiksins átti Kjart- an Einarsson þrumuskot af 20 m færi sem Adolf markvörður ÍBV glæsilega. Þar skall hurð nærri hælum, litlu munaði að KA stæli sigrinum, en jafnteflið var sann- gjorn niðtirstaða. Fyrsti deildarleikur Atla með KR: „Verður betra næst“ Atli Eðvaldsson lék fyrsta deildarleik sinn með KR í gærkvöldi. Landsliðsfynrliðinn tók tapi ogdaufum leik KR-inga meðjafnaðar- geði. „Fyrsti leikurinn er alltaf erfiðastur og spennan var enn meiri vegna þess að ég var að leika gegn æskufélaginu að Hlíðarenda. Ég tel mig hafa skilað mínu fyrir Val í 15 ár og ég fann ekki annað hjá leikmönnunum, en greinilegt var að hópur Valsmanna utan vallar var ekki á sama máli. En svona er þetta og við KR-ingar þurfum ekki að örvænta. Mótið er rétt að byija, þetta á eftir að smeila saman hjá okkur og verður betra næsj,.“ Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 7 5 1 1 13: 6 16 FRAM 7 4 1 2 14: 3 13 IBV 7 4 1 2 9: 11 13 KR 7 4 0 3 11: 9 12 FH 7 3 0 4 11: 10 9 VIKINGUR 6 2 2 2 7: 7 8 ÍA 7 2 2 3 8: 11 8 KA 7 2 1 4 7: 11 7 STJARNAN 6 2 1 3 7: 12 7 ÞÓR 7 1 1 5 4: 11 4 Skaga- menn úr fallsæti SKAGAMENN lyftu sér úrfall- sæti í gærkvöidi er þeir sigruðu Þórsara frá Akureyrí í botnslag deildarinnar, 3:1. Skagamenn verðskulduðu sigurinn sökum þess að þeir sköpuðu sér fleiri færi í leiknum, þrátt fyrir það að jafnræði haf i verið með lið- unum úti á vellinum. Leikurinn var oft á tíðum ágætlega leik- inn af beggja hálfu, þótt hann hafi dottið niðurá milli. skrífar Tvö fyrstu færi leiksins voru Skagamanna; Friðrik varði mjög vel skot frá Karli Þórðarsyni og síðan frá Alexander. Sló þá fast HBBI skot hans úr teig Sigþór framhjá. Skömmu £ Eiríksson síðar átti Bjarni Sveinbjörnsson fast skot að Skagamark- inu, Gísli varði vel en hélt ekki knettinum en áður en Þórsarar náðu til boltans tókst varnarmönn- um ÍA að hreinsa frá. Heimamenn náðu svo forystunni á 23. mín. Haraldur Ingólfsson sendi knöttinn út á vinstri kantinn til Heimis Guðmundssonar, sem lék í átt að marki og skaut þrumuskoti sem Friðrik gerði vel að verja en hélt ekki knettinum sem barst til Haraldar sem renndi honum í netið af stuttu færi. Tíu mín. síðar juku Skagamenn forystuna. Fengu vítaspyrnu er einrmfc varnarmaður Þórs slæmdi hendi í knöttinn, að því er virtist algjörlega að ástæðulausu. Umsvifalaust var dæmd vítaspyrna sem Guðbjörn Tryggvason, fyrirliði Skagamanna, skoraði úr af öryggi. Skömmu fyrir leikhlé komst Bjarni Sveinbjörnsson í gott færi við hægra vítateigshorn Skaga- manna en gott skot hans fór rétt framhjá fjærstönginni. Skagamenn byijuðu síðari hálf- leikinn vel og gerðu þriðja markið, og jafnframt það fallegasta í leikn- um, á 53. mín. Haraldur Ingólfsson lék upp að endamörkum, sendi vel fyrir markið, þar sem Bjarki Péturs- son kastaði sér fram og hamra$4H knöttinn í netið með góðum skalla, óverjandi fyrir EViðrik. Eftir þetta sóttu Þórsarar mjög í sig veðrið, neituðu að gefast upp og á 70. mín. fengu þeir auka- spyrnu rétt fyrir utan vitateig Skagamanna. Luka Kostic tók spyrnuna, knötturinn fór beint í varnarvegginn og aftur til Kostic. Þá lyfti hann yfir vegginn á Bjarna Sveinbjörnsson sem var eldsnöggur að átta sig og vippaði yfir Gísla í fjærhornið. Skagamenn lyftu sér, eins og áður sagði, úr fallsæti — í bili að**- minnsta kosti — og verðskulduðu sigurinn. Þrátt fyrir að Þórsarar sitji enn á botni deildarinnar virðist margt búa í liði þeirra. Það sem liáir því einna mest er að einhvern vantar til að reka smiðshöggið á sóknimar. Liðið leikur ágætlega úti á vellinum og er örugglega ekki^ búið að segja sitt síðasta orð þrátt fyrir slæma stöðu eins og er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.