Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 48
4 BfiETLANí) alla daga roptiiiMjifrlfe MERKI UM GÓEIAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHJÓL OG STANGIR FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Nesjavallavirkjun: Sex fluttir á slysa- deild eftir að eit- urgufiir sluppu út SEX starfsmenn við Nesjavallavirkjun voru fluttir á slysadeild Borg- arspítalans í gærkvöldi eftir að brennisteinsvetni slapp út í andrúms- loftið í aðalstöðvarhúsi virkjunarinnar. Einn mannanna slasaðist illa er hann féll úr krana, en hinir minna. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er brennisteinsvetni lofttegund, sem kemur upp úr borholum virkjunar- innar. Fyrir mistök virðist það hafa verið leitt út í andrúmsloftið inni í stöðvarhúsinu. Sex menn urðu fyrir áhrifum gassins. Tveir' þeirra voru ■tfaddir uppi í krana og féll annar þéirra niður, sjö metra fall að því er áætlað var. Hann var talinn fót- brotinn og mjaðmagrindarbrotinn. Félagi hans komst niður úr kranan- um af sjálfsdáðum. Einn hinna fjög- urra fótbrotnaði, er hann féll við. Tveir mannanna, sem mest voru slasaðir, voru fluttir til Reykjavíkur í sjúkrabíl, en hinir fóru í einkabíl á slysadeildina til rannsóknar. Eitrun- in, sem þeir fengu af völdum brenni- steinsvetnisins, er ekki talin alvarleg að sögn lögreglunnar. Magnús Gauti Gautason kaupíelagsstj óri: Stefhan aðvinna aflann í eigin húsum „VIÐ höftim lagt á það áherslu að landa afla okkar skipa heima til vinnslu í eigin Irystihúsum, það er stefna kaupfélagsins og hún stendur enn óbreytt," sagði Magn- ús Gauti Gautason kaupfélags- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga, sem rekur Útgerðarfélag Dalvíkinga, Drukknaði á Benidorm ÍSLENZKUR maður, Jóhann Ólafur Jóhannsson, drukkn- aði í sjónum við Benidorm á Spáni síðastliðinn föstudag. Tildrög slyssins eru óljós. Jóhann var í sumarleyfi á Benidorm. Hann var 28 ára að aldri og einhleypur, búsettur á Hvammstanga. Ilann var yngstur fjögurra systkina og lætur eftir sig aldraða móður. í samtali við Morgunblaðið í gær um það fiskverð sem greitt er fyrir fisk á Eyjafjarðarsvæðinu í samanburði við verð á fiskmörk- uðum syðra. Hann sagði að málið snerist um að halda uppi atvinnu í landi, auk þess sem ráðamenn KEA teldu að mun meiri verðmæti sköpupust við það að fullvinna fiskinn heima held- ur en þegar hann væri fluttur óunn- inn úr landinu. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, sagði að framan af síðasta ári hefði 5-7% af heildaraflanum í landinu verið landað á fiskmarkaði og væri það skýringin á hinu háa verði sem þar fengist. Sjá ennfremur á Akureyrarsíðu bls. 28. Gert við steypuskemmdir Steypuskenlrndir hafa reynzt mörgum húseigandanum dýrar. Tugþús- unda kostnaður vegna viðgerða á alkalískemmdum og sprungum bætist oft ofan á lánabyrðina vegna húsnæðiskaupa. Hér er verið að gera við steypuskemmdir á fjölbýlishúsi í Breiðholti. Vilja breyta nafiii Alþýðu- bandalagsins RÆTT hefur verið innan félags- ins Birtingar, að leggja það til á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins nú um helgina, að naíhi flokksins verði breytt í Jaftiaðarmannaflokkur Islands. Mörður Árnason ritari Birtingar staðfesti að þessi hugmynd hefði verið rædd í ákveðnum hópum, meðal annars vegna þess að það væri dæmalaus frekja af Alþýðu- flokknum að ætla að stela þessu nafni á meðan Alþýðubandalagið væri til og á meðan meirihluti manná þar teldi sig vera jafnaðar- menn. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins hefur lýst því yfir að hann muni leggja til á flokksþingi Alþýðuflokksins í haust, að við nafn flokksins bætist Jafnaðarmannaflokkur íslands. Samkeppni í ft’aktflutning- um að aukast í undirbúningi er stofnun fyr- irtækis til að annast kaup'og sölu á fiutningum til og frá Is- landi. Ástæðan er óánægja með þjónustu íslenskra skipafélaga. Sigurður Jónasson, formaður hagræðingarnefndar Félags íslenskra stórkaupmanna, segir að aðstandendur þessa nýja fyrirtæk- is vonist til að ná samningum við skipafélag um flutning í gámum gegn föstu verði, en hingað til hafa skipafélögin krafist mishás gjalds fyrir flutninga á gámum eftir því hvað verið er að flytja. Sigurður telur að með þessu verði hægt að lækka flutningsgjöld um 20-30%. Sjá nánar bls. 1 B. Umboðsmaður Alþingis: Tandurhreinar kirkjutröppur ? Mörg handtök og snúninga þarf ‘*Til að þrautskipulögð opinber heim- sókn gangi snurðulaust. Skömmu áður en Elísabet II Bretadrottning renndi í hlað á Bessastöðum í gær var hlaupið til, náð í fötu og skrúbb og kirkjutröppurnar burstaðar rækilega. Ráðskonu hafa líklega þótt tröppurnar moldugar, enda jjiiklar framkvæmdir við Bessastaði og moldarbingir í garðinum bak við Bessastaðastofu. Eigendum smábáta heimilt að flytja hluta aflamarks milli ára Munum sækja rétt okkar að fullu, segir íramkvæmdastjóri smábátaeig’enda GAUKUR Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, telur að sú afstaða sjáv- arútvegsráðuneytisins að heimila ekki flutning veiðiheimilda milli ára hjá bátum undir 10 brúttórúmlestum eigi sér ekki stoð í lögum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að niðurstaða umboðsmanns Alþingis sé viðurkenning á því að réttur hafi verið tekinn af smábátaeigendum, og þeir muni sækja að fullu að fá hann viðurkenndan. „Menn hafa farið fram yfír í kvóta eins og gengur og gerist, og á sínum tíma fórum við fram á að afli yrði ekki gerður upptækur hjá þeim sem áttu eftir að veiða eitthvað af kvóta fyrra árs. Á það var ekki fallist og þessir aðilar voru allir sektaðir eða sviptir veiðileyfi. Niðurstaða um- boðsmanns Alþingis er enn ein viður- kenning á því að við höfum haft rétt fyrir okkur í þessu máli, og haft rétt sem af okkur var tekinn. Að sjálfsögðu ætlum við að sækja þann rétt og fá að fullu viðurkennd- an, en verið er að kanna með hvaða hætti það verður gert,“ sagði Örn Pálsson. Landssamband smábátaeigenda lagði fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis 4. september síðastliðinn vegna þeirrar túlkunar sjávarút- vegsráðuneytisins á ákvæðum laga um stjórn fískveiða, að smábátaeig- endur hafi ekki heimild til að flytja aflamark og aflahámark milli ára í samræmi við 9. grein laganna. í þeirri grein segir meðal annars að heimilt sé að flytja allt að 10% af aflamarki hverrar botnfisktegundar og 10% af aflahámarki milli ára, og heimilt sé að veiða allt að 5% um- fram aflamark hverrar físktegundar og 5% umfram þorskaflahámark miðað við úthlutað botnfisksleyfi, enda dragist sá umframafli frá við úthlutun afla- og sóknarmarks næsta árs á eftir. Gaukur-Jörundsson, umboðsmað- ur Alþingis, segir í áliti sínu að hann telji ekki rétt að leggja þann skilning í ákvæði laga um stjórn fiskveiða að smábátaeigendur hafi ekki heim- ild til færslu afla milli ára á ofan- greindan hátt. Hann telur engan veginn ljóst að ákvæði laganna um sérreglur varðandi úthlutun veiði- heimilda til smábáta geymi tæmandi reglur um veiðar slíkra báta, og ef það hafí verið ætlun löggjafans við setningu laganna að útiloka smábáta frá almennri heimild til að flytja afla milli ára, þá hefði verið eðlilegt að slík skerðing kæmi fram í lögunum sjálfum, en svo sé ekki. Gaukur segir að miðað við lögskýr- ingu sjávarútvegsráðuneytisins geti smábátaeigendur sætt upptöku afla hvenær sem hann fer fram yfir út- hlutað aflahámark, en aðrir hand- . hafar veiðileyfa geti veitt 10% um- fram aflamark eða aflahámark án þess að sæta upptöku. í samræmi við jafnréttis- og réttaröryggissjón- arn)ið,.segist ha,nn álíta, að lögskýr- ing sem leiði til slíks aðstöðumunar verði að eiga skýra og ótvíræða stoð í lögunum sjálfum, ekki síst vegna þess að lögum samkvæmt eigi sjáv- arútvegsráðuneytið sjálft að úr- skurða hvort um ólöglegan sjávar- afla sé að ræða. í niðurstöðu Gauks Jörundssonar segir að hann telji hvorki orðalag, efni, forsögu né framsetningu lag- anna um stjórn fiskveiða geta leitt til þeirrar niðurstöðu, að eigendum smábáta sé óheimilt að flytja afla milli ára í samræmi við ákvæði 9. greinar laganna, og engu máli breyti þótt afiahámarki báta undir 10 brúttólestum sé úthlutað í þorsk- ígildum, en það ekki bundið við ákveðið hlutfall af aflamarki hverrar botnfísktegundar. Hann telji því að eigendur báta undir 10 brúttólestum hafi mátt stunda botnfiskveiðar sínar í trausti þess að þeir hefðu heimild til flutnings aflamarks milli ára í samræmi við ákvæði laganna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.