Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 27
: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JUNl 1990 27 Ólympíuleikar þroskaheftra í Glasgow: * 14 Islendingar meðal þátttakenda Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington. RÚMLEGA 2.200 þátttakendur og auk þess frá frá 30 Evrópuþjóðum taka þátt í Olympíuleikum þroskaheftra, sem að þessu sinni eru haldnir í hafharborginni Strathclyde, sem er hluti af Glasgow, dagana 21.-27. júlí. 14 íslendingar taka þátt í leikunum en það er í fyrsta skipti sem keppt er á þeim fyrir íslands hðnd. í tilkynningu frá aðalstöðvum Ólympíuleika þroskaheftra, sem eru staðsettar hér í Washington, er þess getið, að þátttakendur séu frá 30 þjóðum, þar á meðal frá íslandi Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Sviss, Sovétríkjunum og Eystrasaltsríkj- unum. Ólympíuleikar þroskaheftra eru eina alþjóðaíþróttamótið, annað en hinir reglulegu Ólympíuleikar, sem hefir leyfi til að nefna sig Ólympíu- leika. Félög, sem eru tengd Ólympíu- leikum þroskaheftra, eru nú starf- andi með 90 þjóðum. Fyrstu leik- arnir voru haldnir í Belgíu 1981 og síðan í Dublin á írlandi 1985. Stofn- andi Ólympíuleika þroskaheftra var Eunice Kennedy Shriver, systir Johns F. Kennedy Bandaríkjafor- seta. Systir þeirra, Rosemary, hefir verið vangefin frá fæðingu. Háskóla- hátíð á laugardag HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin í Háskólabíói laugardaginn 30. júni kl. 14 og fer þar fram brautskrán- ing kandidata. Athöfnin hefst með því að Hljóm- skálakvintettinn leikur nokkur lög. Háskólarektor, dr. Sigmundur Guð- bjamason, ræðir málefni Háskólans og ávarpar síðan kandídata. Deildar- forsetar afhenda kandídötum prófskírteini. Að lokum syngur Há- skólakórinn nokkur lög undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Að þessu sinni verða brautskráðir 339 kandídatar og skiptast þeir þannig: embættispróf í guðfræði 5, embættispróf í læknisfræði 30, BS- próf í læknisfræði 1, kandídatspróf í lyfjafræði 11, BS-próf í hjúkrunar- fræði 38, BS-próf í sjúkraþjálfun 11, embættispróf í lögfræði 29, kandíd- atspróf í ensku 1, BA-próf í heim- spekideild 39, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 5, lokapróf í bygg- ingaverkfræði 7, lokapróf í vélaverk- fræði 13, lokapróf í rafmagnsverk- fræði 12, kandídatspróf í viðskipta- fræðum 62, BS-próf í hagfræði 1, kandídatspróf í tannlækningum 5, BA-próf í félagsvísindadeild 32, MS-próf í jarðeðlisfræði 1, BS-próf í raunvísindadeild 36. Atriði úr kvikmyndinni „Horft um öxl“ sem sýnd er í Háskólabiói. Horft um öxl í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Horft um öxl“ (Flashback) með Dennis Hopper, Kiefer Sutherland, Car- ol Kane og Cliff De Young í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Franco Amurri. Myndin fjallar .um ungan FBI- mann, John Buckner, sem fær það hlutverk að fylgja Huey Walker í fangelsi, en að honum hefur FBI leitað í 20 ár. Þeir fara með Iest og með prettum tekst Huey að hafa hlutverkaskipti við John og er hon-' um stungið í fangelsi í stað Hueys. „John er læstur í fangaklefa meðan beðið er eftir annarri lest en Huey fer á næstu krá. Þar kemst hann í kynni við tvo menn á sínu reki sem báðir eru að rifja upp háskóla- árin og aðild sína að hippahreyfing- unni. Þeir slá því föstu að Huey sé FBI-maður með æskuhetjuna, Huey Walker, í haldi. Þeir afráða að ræna honum og skipta á honum og hinum raunverulega FBI-manni.“ „En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þeir John og Huey eiga fótum sínum fjör að launa en í ljós kemur að þeir eru staddir á slóðum sem John þekkir dável,“ segir í frétt frá ' kvikmyndahúsinu. FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 27. júní. FISKMARKAÐUR hf. f Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 85,00 69,00 83,21 63,505 5.200.870 Þorskur(st.) 77,00 77,00 77,00 0,071 5.467 Smáufsi 20,00 20,00 20,00 0,005 100 Ýsa 94,00 75,00 89,40 32,443 2,900.449 Karfi 34,50 29,00 33,40 51,354 1.715.023 Ufsi 44,50 44,50 44,50 3,419 152.130 Steinbítur 69,00 69,00 69,00 0,490 33.810 Langa 43,00 43,00 43,0Ó 0,143 6.149 Lúða 285,00 285,00 285,00 0,005 1.425 Koli 52,00 52,00 52,00 0,800 41.597 Keila 20,00 20,00 20,00 0,101 2.020 Samtals 66,47 151.336 10.059.040 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 103,00 69,00 88,61 31,662 2.805.425 Þorskur(smár) 73,00 73,00 73,00 0,786 57.378 Ýsa(sl.) 120,00 68,00 86,77 27,521 2.388.028 Ýsa(ósL) Karfi 33,00 29,00 30,25 14,948 453.654 Ufsi 48,00 40,00 45,97 9,238 424.654 Steinbítur 68,00 40,00 48,82 0,561 27.388 Langa 45,00 45,00 45,00 0,650 29.250 Lúða 400.00 255,00 310,75 0,166 51.585 Skarkoli 46,00 46,00 46,00 1,571 72.266 Skötuselur 300,00 300,00 300,00 0,015 4.500 Undirmál 68,00 20,00 51,30 0,299 15.-340 Samtals FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 100,00 70,00 77,64 21,898 1.700.141 Ýsa 100,00 67,00 85,83 1,773 152.176 Karfi 34,00 27,00 31,05 10,220 317.344 Ufsi 40,00 27,00 39,75 5,591 222.268 Steinbítur 56,00 56,00 56,00 0.216 12.096 Hlýri/Steinb. 50,00 50,00 50,00 0,084 4.200 Langa 46.00 46,00 46,00 0,172 7.912 Lúða 255,00 200,00 218,32 0,445 97.043 Skarkoli 55,00 36,00 47,40 2,987 141.593 Sólkoli 72,00 72,00 72,00 0,029 2.088 Grálúða 60,00 60,00 60,00 0,339 20,340 Keila 39,00 39,00 39,00 0,484 18.876 Naskata 10,00 10,00 10,00 0,023 230 Skata ' 75,00 63,00 73,33 2,473 181,349 Skötuselur 375,00 100.00 209,51 0,113 23.675 Öfugkjafta 15,00 15,00 15,00 0,181 2.715 Langlura 15,00 15,00 15,00 0,049 735 Koli 30,00 30,00 30,00 0,020 600 Samtals 61,69 47,097 2.905.381 Engin skýring á ljósagangi ENGIN skýring hefur fengizt á hvíta ljósinu, sem sást blikka í Esjunni við Kistufell á þriðju- dagskvöld Lögreglumenn fóru samkvæmt ábendingu íbúa í Grafarvogi að leita að orsök ljósagangsins. Þeir gengu upp í hlíðina á þeim stað, er ljósið hafði sézt, en fundu ekkert athuga- vert. Eru þeir að fá 'ann -? Einstakt í Ytri-Rangá TÍU myndarlegir laxar fengust í gær á eina stöng úr Ægisíðu- fossi í Ytri-Rangá, sem er ein- stakt met. Laxarnir voru allir 10-13 ’/j pund. Veiði hefur verið að glæðast í Ytri- og Eystri- Rangá undanfarin ár, og telja menn að rekja megi það til göngu- seiðasleppinga 1988. 120 laxar fengust úr Ytri-Rangá í fyrra, sem var met. Glæðist í Lanará „Allra síðustu daga hefur all mikið af laxi gengið í ána, en tökur verið í minna lagi enda hef- ur verið mikill kuldi. Til dæmis var hér aðeins eins stigs lofthiti í nótt og áin köld eftir því. Þann- ig hefur laxinn farið að gefa sig er liðið hefur á daginn," sagði Runólfur veiðivörður við Langá í samtali við Morgunblaðið í gær. Þá voru komnir milli 40 og 50 laxar á land og að jafnaði fímm laxar veiðst á degi hveijum að undanförnu. Reikna má við mikl- um kipp þegar hlýnar að ráði, því laxinn er kominn í töluverðum mæli. Runólfur bætti við að laxinn væri bæði vænn og smár í bland, sá stærsti 15 punda og veiddist hann á fluguna Garry nr. 14 í Túnstreng á mánudaginn. Fiinm merktir smálaxar úr gönguseiða- sleppingu í fyrra hafa þegar veiðst og sagði Runólfur það lofa góðu með heimtur í sumar. Þá er þess að geta, að fyrstu laxarnir á Fjall- inu svokallaða veiddust um síðustu helgi. Einn áreigendanna á þeim slóðum dró þá tvær 10 punda hrygnur á flugu á svokall- aðri Hrafnseyri sem er nýnefni á Kleifsáskvörn á neðsta veiðisvæði Fjallsins. Þverá kemur til Starfsstúlka í veiðihúsinu að Helgavatni við Þverá sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að veiðin hefði glæðst í ánni síðustu daga og alls væru komnir um 350 laxar á land. Enn sem komið er er nær eingöngu um stórlax að ræða, lítið bólar á smálaxinum. Sá stærsti í sumar var 20 punda. Lax víða í Svartá Friðrik D. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafði eftir árnefndar- mönnum SVFR sem opnuðu Svartá í byrjun vikunnar, að tveir Þokkalegasta veiði hefur verið í Laxá í Leirársveit að undan- fornu. Hér er Jón Jónsson með fallega dagsveiði, 5 laxa, þar af tvo 15 punda sem hann held- ur á. Hinir þrír um og yfir 10 pund. laxar hefðu veiðst 9 og 11 punda og lax hefði sést víða um ána, ekki síst ofarlega og er það at- hyglisvert því Svartárlaxinn á langa leið fyrir höndum er hann leggur af stað úr flæðarmálinu við Blönduósa og til heimaár sinnar. Hefur hún því ævinlega verið í hópi hinna svokölluðu „síðsumarsáa“ eins og veiðimenn nefna það. Friðrik sagði að 40 laxar hefðu verið „afgreiddir“ af fiskifræðingum í kistu í laxastig- anum í Ennisflúðum í Blöndu, sem sagt vegnir, mældir, hreistur- skafnir og síðan merktir. Laxarn- ir sem árnefndarmennirnir veiddu voru hins vegar ómerktir og hafa því brotist upp flúðirnar en huns- að laxastigann. Spurning hversu mikið af fiski hefur farið að dæmi umræddra laxa. Hér og þar Nokkrir laxar hafa þegar veiðst í Brynjudalsá í Hvalfirði og taldist til tíðinda að sá fyrsti veiddist á opnunardaginn og vó 15 pund sem þykir nánast ófreskja í þeirri smá- laxaá. Fleiri í sama þyngdarflokki sáust en náðust ekki. Fregnir herma að milli 20 og 30 laxar hafi veiðst í Laugardalsá við Djúp og sé alllangt síðan lax- inn gekk í ána. Lax gengur furðu snemma upp í svo norðlæga á, en hún er jöfn að vatnsmagni og ekki eins köld og ætla mætti. Þau tíðindi berast einnig norð- an úr Vatnsdal, að rúmlega 50 laxar séu komnir á land. Þar byij- aði veiðin heldur illa, en hefur verið að glæðast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.