Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
7
White-
snakeí
Reiðhöll-
inni í haust
BRESKU rokksveitirnar Whit-
esnake og Quireboys halda tón-
leika hér á landi 7. september
næstkomandi í Reiðhöllinni. Qu-
ireboys verður upphitunarsveit
fyrir VV'iiitesnake á tónleikunum.
Itugsanlegt er að hljómsveitirnar
haldi aðra tónleika 8. september.
Whitesnake er ein af þekktari
þungarokksveitum heimsins og þess
er vænst að hátt í 80 þúsund manns
hlýði á sveitina á rokkhátíðinni í
Darlington á Englandi nú á næst-
unni.
Quireboys var valin besta nýja
rokksveitin af breskum fjölmiðlum
í fyrra og hún er upphitunarsveit
fyrir Rolling Stones sem nú er á
ferðalagi um Evrópu.
Alls koma um 50 manns vegna
tónleikanna hér á landi og hljóm-
sveitirnar hafa leigt eina Boeing
727 flugvél til að flytja hljómflutn-
ingstæki hingað til lands. Miðasala
hefst að öllum líkindum í þessari
viku og er ráðgert að miðaverð
verði undir 3 þúsund krónum. Alan
Ball, hjá umboðsskrifstofunni Ice-
agency, sagði að fyrirspurn hefði
borist frá umboðsaðilum Whitesn-
ake hvort unnt væri að selja miða
á tónleikana einnig í London, Glas-
gow, Danmörku og í Færeyjum.
Ráðgert var að Whitesnake léki
víðar á Norðurlöndum en hætt var
við frekara tónleikahald þar. Mikill
áhugi er meðal Svía fyrir tónleikun-
um og er búist við allt að 500
manns þaðan á tónleikana.
Að sögn Alan Ball er fátítt að
jafn þekktar hljómsveitir fáist til
að leika saman á tónleikum og fyr-
ir jafn fáa áhorfendur og verða í
Reiðhöllinni. „Við sögðum þeim að
íslendingar krefðust aðeins þess
besta og þeir féllu fyrir því,“ sagði
Ball.
Tónlistarmennirnir hafa sýnt því
áhuga að skoða ísland og í ráði er
að skipuleggja fyrir þá laxveiðiferð-
ir og fleira í þeim dúr.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Safnað
í lurka-
ketilinn
Mikið rekur á fjörur Stranda-
manna og nota margir trjávið-
inn til upphitunar. Heimilisfólk-
ið í Kollafjarðarnesi var á dög-
unum að safna rekaviði í fjö-
runni hjá Stóra-Fjarðarhorni,
fyrir botni Kollafjarðar, til að
brenna í lurkakatli sínum.
i ^^9 I
vwfTwy i
] Elnet t
H Á R L A K K
L'ORÉAL
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíóum Moggans!
Daihatsu Charade Sedan er rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með sérstaklega
ý stóra farangursgevmslu (288 lítra) sem mjög auðvelt er
Nýr,
stærrí
°8
kraftmeirí
að hlaða. Hann er búinn nýrri kraftmikilli 4ra
strokka, 16 ventla 1.3 lítra, 90 hestafla vél með
beinni innspýtingu. Þessi vél gerir bílinn bæði
auðveldan og skemmtilegan í akstri hvort sem
hann er með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Sparnevtni og hagkvæmni í
rekstri undirstrika svo kosti Charade Sedan sem hins fullkomna fjölskyIdubíls.
Ótrúlega hagstætt verð
Daihatsu Charade Sedan SG
5 gíra kr.777.QQQ stgr. á götuna.
Sjálfskiptur kr.839.OOO stgr. á götuna.
Komið og reynsluakið kraftmiklum Charade Sedan
Brimborg hf.
Faxafeni 8 • Sími 685870