Morgunblaðið - 10.07.1990, Side 15
MORGU.NBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
15
en þúsund röksemdir" sagði stjórn-
vitringurinn Gladstone og svo sann-
arlega verður hið góða og fagra for-
dæmi alltaf sterkasta áfengisvörnin.
Það er bæði heilbirgt og skynsam-
legt að taka aldrei neina áhættu
gagnvart neyslu áfengis. Bindindi er
hin heilladrýgsta lífsákvörðun, sem
enginn þarf að sjá eftir eða skamm-
ast sín fyrir. Gleymum því aldrei, að
„meðal okkar mannanna er eng-
inn lævísari óvinur, enginn hættu-
legri gleði- og gæfúspillir en sá
sem fylgir hinni útbreiddu áfeng-
istísku", eins og Karl Marthinussen,
biskup Norðmanna, komst að orði í
ávarpi til norskrar æsku.
Hættulegasta nautnalyfíð að
dómi mikilhæfs læknis
í greinargerð frá alþjóðaheilbrigð-
isstofnuninni kemur fram, „að
drykkjuskapurinn sé einn skæðasti
sjúkdómurinn í heiminum og taki
öllum öðrum fram í mörgum þeim
löndum, sem lengst hafa náð í heilsu-
vernd“. Og alltaf eru að koma fram
nýjar og nýjar upplýsingar um skað-
semi áfengis á líffæri og heilsu fólks,
sem of langt mál yrði hér að rekja
nánar. Læt ég nægja að skírskota
til þess, sem frægur læknir hefur
sagt, að „í rauninni verði hvert ein-
stakt líffæri fyrir skaðlegum áhrifum
af áfengi, hvert sem magnið er“. Það
er því furðulegt og með öllu óskiljan-
legt, að 133 íslenskir læknar skyldu
finna sérstaka hvöt hjá sér til að
mæla með áfenga bjórnum og með
því stuðla að aukningu sjúkdóma og
annars ófarnaðar, eins og reynslan
er búin að sanna.
En sem betur fer hafa alltaf verið
í röðum lækna margir einlægir bar-
áttumenn gegn áfengisneyslunni og
fyrir betra mannlífi. Einn af þeim
var Helgi heitinn Ingvarsson, yfir-
læknir á Vífilsstöðum. Fyrir síðustu
jól kom út stórmerk bók og sérstak-
lega vel skrifuð um ævi hans og
störf. Einn kaflinn fyallar um baráttu
hans á sviði áfengismála og heitir:
„Hinir nýju smitberar", en þar nefn-
ir læknirinn þá smitbera, sem halda
áfengi að öðrum.
Vil ég enda þessar hugleiðingar
mínar með því að vísa til nokkurra
varnaðarorða þessa merka og mikil-
hæfa- læknis og hugsjónamanns.
Hann sagði: „Þjóðfélagslega séð er
alkoholismi miklu ömurlegi sjúkdóm-
ur en berklaveiki nokkru sinni var.
Á ég þar við sundrungu heimila, slys
og margs konar misferli og óhæfu-
verk, sem framin eru í ölæði.“ Og í
ágætri grein í Mbl. 23. maí 1964
sagði hann, að „alkoholið væri að
sínum dómi hættulegasta og lak-
asta nautnalyfíð". Hafði Helgi í
sömu grein vikið að ýmsum öðrum
nautnalyfjum, sem í dag er hvað
mest varað við og ekki að ástæðu-
lausu.
Það er von mín, að þessi skrif
verði einhverjum til umhugsunar og
tilefni aðgerða í því mikla alvöru-
máli, sem áfengisvoðinn er þjóðinni.
Gegn þeim voða verður að berjast.
Það er ekki hægt að horfa upp á það
með aðgerðar- og sinnuleysi, hvernig
áfengið og önnur fíkniefni fara með
líf, heilsu og hamingju fólks.
Höfundur er
hæstaréttnrlögmaður.
Islensk múrefni
íslenskar
aðstæður
SEMKIS múrblöndur í allt múrverk
lítil og stór, úti sem inni.
fllPIP ídAllclfílV SEMKÍS múrblöndurtil viðgerða
á múrskemmdum.
SEMKÍS er samnefnari fyrir efni sem
þróuð eru og framleidd fyrir íslenskan
markað með rysjótta veðráttu í huga.
SEMKÍS efnin fást hjá öllum helstu byggingavöruverslunum og SANDIHF.
Viðarhöfða 1 í Reykjavík, sími: (91)-673555.
SEMKIS AKRYL 100
ÍSLENSKAR MÚRVÖRUR HF
Viðarhöfði 1 Reykjavik, simi: 673555
íblöndunarefni fyrir múr og steinsteypu.
FRAMLEIÐANDI:
sórdke ypan
KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANESI. SÍMI - 13355