Morgunblaðið - 10.07.1990, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
39 ’
Reykjavíkur árið 1935. Stjórnmála-
störfum Jóhanns fylgdi eðlilega
mikið álag á heimilið en Magnea
var dugmikil húsfreyja og stýrði
vinnustúlkum við heimilisstörf af
öryggi og festu. Hjónaband þeirra
einkenndist af ástúð og umhyggju
og í þeim anda ólust böm þeirra
upp. Jóhann Þ. Jósefsson lést í
Hamborg í Þýskalandi 15. maí 1961
eftir að hafa veikst skyndilega, er
þau hjónin voru á ferð heim eftir
að hann hafði setið þing Evrópu-
ráðsins í Strassbourg. Oft minntist
hún hans með söknuði, enda var
hann umhyggjusamur eiginmaður
og heimilisfaðir með afbrigðum
góður.
Ég hygg að amma Magnea hafi
verið óvenjulega mikilhæf kona.
Hún hafði skarpa greind sem leit-
aði stöðugt útrásar í fróðleiksþorsta
og lærdómi. Minni hennar var
óbrigðult og oft rifjaði hún upp
kærar minningar. Hugur hennar
var ávallt opinn og afstaða hennar
jákvæð. Hún hafði næmt auga fýr-
ir öllu fögm og því sem vel er gert.
Allt slíkt mat hún að verðleikum.
Hversdagsleiki og flatneskja voru
ekki til í fari hennar, heldur hafði
hún óbeit á því sem henni þótti
smátt eða puðalegt. Hún var
smekkvís í orði og æði og vissi allt-
af hvað var viðeigandi að segja eða
gera við ólíkar aðstæður. Hún
klæddi sig ávallt eins og sómdi svo
glæsilegri og fagurri hefðarkonu
sem hún var. Hún átti þess kost
að ferðast víðar en títt var um jafn-
öldrur hennar og naut þess í ríkum
mæli. Hvar sem hún gekk var hún
heimsborgaraleg í fasi og það átti
líka við um Ágústu systur hennar.
Á erlendri grund vom þau Magnea
og Jóhann glæsilegir fulltrúar þjóð-
ar sinnar.
Amma var viljasterk kona, heil-
steypt og ákveðin. Allir bám virð-
ingu fyrir henni hvar sem hún fór.
Þegar mest á reyndi í lífi hennar
má vera að hún hafi bognað, en
hún brotnaði ekki. Hún var sjálfri
sér nóg, hún var veitandi í sam-
skiptum við aðra en ekki þiggjandi.
Andlegu þreki hélt hún óskertu til
hinstu stundar. Hún hafði sterka
þörf fyrir að vera sjálfstæð og bjó
ein þá nærri þijá áratugi sem hún
var ekkja, fram til 1984 á Berg-
staðastræti 86, og hafði hún þá
búið í húsinu nærfellt hálfa öld, en
síðar á Lynghaga 26. Alla tíð naut
hún þó dyggilegrar aðstoðar
Ágústu, dóttur sinnar, sem reyndist
henni stoð og stytta. Reyndi mjög
á hana síðustu árin við úmönnun
móður sinnar.
Amma saknaði mjög eldri dóttur
sinnar, sem búsett er í Bandaríkjun-
um: Heilsa hennar leyfir ekki að
hún komi til að fylgja móður sinni,
en til íslands em komnar tvær
dætur hennar og dótturdóttir til að
vera við útför ömmu sinnar.
Amma fylgdist grannt með
barnabörnum sínum og barna-
barnabörnum og lét sig hag þeirra
miklu varða. Með henni og eigin-
konu minni, Dögg, tókst góð og
náin vinátta. Hún ljómaði í hvert
sinn þegar hún sá son okkar, Pál
Ágúst, sem var mjög hændur að
langömmu sinni.
Eg kveð ömmu með innilegu
þakklæti fyrir það sem hún var
mér. Minningin um hana er björt
og fögur. — Guð geymi hana og
varðveiti og blessi minningu henn-
ar.
Ólafur ísleifsson
Kveðja frá Qarstaddri dóttur
Móðurástin á sitt óslítandi afl.
Að heyra rödd hennar mömmu
minnar I síma eða þegar ég fór til
íslands í heimsókn gaf mér jafnan
þrek og gleði.
Hún var ævinlega boðin og búin
að hjálpa til ef eitthvað skyggði á.
Minningar hennar frá Vest-
mannaeyjum, ferðalögin við hlið
pabba míns, voru henni kærar. Hún
sagðist hafa verið heilluð af lands-
laginu á írlandi, sem væri líkt ís-
landi.
Hún unni öllu fögru, hljómlist,
góðum bókum og listaverkum.
Ég kveð elsku mömmu í þetta
sinn með ástarþökk. Við sjáumst
aftur.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
AGNAR J. SIGURÐSSON
vélstjóri,
Lindarbraut 10,
lést 6. júlí. Seltjarnarnesi,
Unnur Sigurðardóttir og börn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN SIGURVINSSON,
Silfurgötu 9,
Stykkishólmi,
lést f sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 7. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 12. júlí
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á sjúkrahúsið í Stykkishólmi.
Magnús Kristinsson,
Elínborg Kristinsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og góðvinur,
GUNNAR ÁKI SIGURGÍSLASON
bifvélavirkjameistari,
Nesbala 32,
lést í Landspítalanaum laugardaginn 7. júlí.
Ásdís Hafliðadóttir,
Linda Björk Gunnarsdóttir, Lilja Magnúsdóttir,
Nína Kristín Gunnarsdóttir, Brynja Björk Garðarsdóttir,
ArnfríðurTómasdóttir, Ásdís Hafliðadóttir.
t
Eiginkona mín,
KRISTJANA G. ÞORVALDSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða, ,
Akranesi,
sem lést 3. júlí, verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, þriðju-
daginn 10. júlí, kl. 14.00. Guðmundur E. Guðjónsson.
t
Systir okkar,
SVAVA SIGURGEIRSDÓTTIR,
Norðurgötu 16,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 8. júlí sl.
Jarðarförin fer fram föstudaginn 13. júlí kl. 13.30 frá Akureyrar-
kirkju. Þóra Sigurgeirsdóttir,
Gústav Sigurgeirsson,
Elísabet Sigurgeirsdóttir,
Þorgerður Sigurgeirsdóttir.
t
Föðursystir okkar,
SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Þórsgötu 20,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 9. júlí.
Salgerður Ólafsdóttir,
Lára Ólafsdóttir,
Hafsteinn Ólafsson.
t
Ástkær eiginkona mín,
PÁLÍNA KRISTJANA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Skipasundi 6,
Reykjavík,
sem lést í Borgarspítalanum 3. júlí, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 10. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar fölna fljótt, en verk líknarstofnana lifa lengi.
Fyrir hönd aöstandenda, _ ...
Runolfur Elmusson
frá Heydal.
LEGSTEINAR
MOSAIKH.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
t
HANSINA ANNA JÓNSDÓTTIR
frá Keisbakka,
lest 9- Juh- Skógarströnd,
Ásta S. Indriðadóttir Reynis.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
KRISTJÁN BJÖRNSSON,
Hvassaleiti 58,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 11. júlí kl. 15.00.
Hólmfríður Jónsdóttir,
synir, tengdadætur og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR HANS ALFREÐ SCHRÖDER
framreiðslumaður,
Hringbraut 92c,
Keflavik,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
12. júní kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á Minningarsjóð Landakotsspítala.
Helga G. Vilhjálmsdóttir, Sigurður Gústafsson,
Anna Vilhjálmsdóttir,
Fríða P. Viihjálmsdóttir, Ásgeir Hólm,
Vilhjálmur A. Vilhjálmsson,
Jóhannes L. Vilhjálmsson,
Guðrún St. Clair, Richard St. Clair,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis í Lönguhlíð 13,
Reykjavík,
fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 11. júlí kl. 13.30.
Ólafur Kristjánsson,
Guðrún Þ. Ólafsdóttir, Charles E. Burrell,
Jón Kr. Ólafsson, Guðlaug Steingrímsdóttir,
Jóna G. Ólafsdóttir, Guðmundur Þ. Björnsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANN GUÐMUNDSSON
bæklunarlæknir,
Mávanesi 14,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
12. júlí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Sigríður Jóna Árnadóttir,
Guðmundur Jóhannsson, Yrsa Bergmann Sverrisdóttir,
Helena Margrét Jóhannsdóttir, Valdimar Helgason,
Ásta Vala Jóhannsdóttir,
JóhannJóhannsson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför sonar
míns og bróður okkar,
ARA INGÓLFSSONAR
eðlisfræðings,
Laugavegi 135.
Guðrún M. Snæbjörnsdóttir,
Guðrún P. Richter, Valur Richter,
Þorsteinn Richter, Kristinn Richter.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, lan-
gafa og bróður,
ÓSKARS SIGURGEIRSSONAR
frá Sólbakka, Þykkvabæ.
Margrét Ó. Óskarsdóttir, Reykdal Magnússon,
Aðalheiður S. Óskarsdóttir, Haukur Ingvarsson,
Sigurbjörg F. Óskarsdóttir, Brynjólfur Gestsson,
María Óskarsdóttir, Unnar Ólafsson
Herborg S. Óskarsdóttir, Gisli G. Sigurjónsson,
Erla F. Oskarsdóttir, Kristján Ö. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Sigurbjartur Sigurðsson
og fjölskyldur.
Svana