Morgunblaðið - 20.07.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 20.07.1990, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. JULI 1990 Mokveiði af þorski á Vestfiarðamiðum: Aflaverðmæti Guð- bjargar 13 milljómr eftir 3 sólarhringa MOKVEIÐI hefur verið af þorski á Vestfjarðamiðum undanfarna daga og mörg skip hafa fengið þar 20-30 tonn í hali, að sögn As- geirs Guðbjartssonar skipstjóra á togaranum Guðbjörgu IS. Skipið fór á veiðar síðastliðinn mánudag og var bóið að fá um 240 tonn af þorski síðdegis í gær. Verðmæti aflans er 13,2 milljónir króna miðað við heimalöndun. Ásgeir sagði að 25-30 skip hefðu verið á Halanum í gær. Mörg skip hefðu þó farið þaðan til að leita að grá- lúðu austur af Strandagrunni, þar sem þau ættu lítið eftir af þorsk- kvóta sínum. „Við höfum fengið ágætan þorsk á Halanum," sagði Asgeir Guð- bjartsson. Hafrannsóknastofnun hefur hins vegar beitt skýndilokun- um á Strandagrunni og Reykja- íjarðarál undanfarið vegna veiða á smáfiski og sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað togveiðar þar. Ásgeir sagði að einnig hefði feng- ist góður afli á Vestfjarðamiðum í síðustu viku. „Þá fengum við 200 Ráðherra í lofltbelgjaflug Steingrímur J. Sigfusson, samgönguráðherra, mun hefia sig til flugs með loft- belg firá Laugardal í Reykjavík klukkan 11 í fyrra- málið, ef veður leyfir. Loftbelgurinn og áhöfn hans komu til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Belgurinn er hingað kominn í tiiefni af Ferðamálaári Evrópu 1990. Hefur verið efnt til ferðalags tveggja loftbelgja til allra 18 landanna, sem aðild eiga að ferðamálaárinu. Áfprmað er að fara með loft- belginn út á land og fljúga honum á Akureyri og víðar eft- ir því sem veður og önnur skil- yrði leyfa. Tvennt er í áhöfn belgsins. tonn eftir fimm og hálfan sólarhring en það þykir víst lítið núna. Hann sagði að sjórinn við Vestfirði hefði verið mjög kaldur í vetur og vor. Sjórinn hefði hins vegar hlýnað mikið að undanförnu og komið væri æti fyrir fiskinn. Hann væri búinn að éta mikið af loðnu og lagstur við botninn, þannig að auð- velt væri að ná honum. „Við fáum 55 krónur fyrir kílóið af þorski, sem við löndum heima en megum trúlega setja í þijá gáma, eins og vanalega, þar af einn á England. Áður en heimalöndunar- álagið kom til fengum við 5 króna álag á kílóið fyrir að landa 100 tonnum heima á viku,“ sagði Ás- geir Guðbjartsson. Björgunarþyrlur í hópflugi Morgunblaðið/Þorkell Margur Reykvíkingurinn vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar fjórar þyrlur flugu í fylkingu yfir höfuðborgina og nágrenni í gærmorgun. Þar voru á ferð þyrla Landhelgisgslunnar, ásamt tveimur Sik- orsky-björgunarþyrlum Varnarliðsins og Sea King- björgunarþyrlu frá björgunarsveitum breska flug- hersins í Skotlandi. Að sögn Páls Halldórssonar, yfirflugstjóra Landhelgisgæslunnar, var tilefni þessa hópflugs það að verið var að binda með eftirminnileg- um hætti enda á nokkurra daga heimsókn Bretanna til björgunarsveitar Vamarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Páll sagði að þar sem björgunarsvæði Land- helgisgæslunnar og Bretanna lægju saman hefði í gegnum árin verið ágætt samstarf á milli þjóðanna á þessu sviði og Bretarnir hefðu jafnan sótt vamar- liðsmenn heim annað hvert ár. Nú eins og áður hefðu menn hist og borið saman bækur sínar og kynnst aðstæðum hver annars. „Það er gagnlegt fyrir okkur að hitta Bretana, sem era sannir atvinnu- menn, auk þess sem mönnum gefst þarna kostur á að sjá alvörubjörgunarþyrlur,“ sagði Páll. Menntamálaráðherra veitir Mér er stórum létt, segir Thomas McGovern sem ætlar að hefjast handa í dag „Mér er stórum létt og ég vii lýsa ánægju minni og þakklæti til allra sem hafa aðstoðað okkur í þessu máli,“ voru orð bandariska fornleifafræðingsins Thomas McGoverns, en menntamálaráðherra veitti honum í gær leyfi til fornleifarannsókna í Árneshreppi á Strönd- um. Lagði ráðherra áherslu á að hér væri um endurnýjun á eldri leyfum að ræða og að leyfið hefði ekkert fordæmisgildi. Það yrði að vera ljóst að forræði með fornleifarannsóknum væri í höndum Islendinga. Landsvirkjun: Vegalagning á Fljóts- dalsheiði boðin út LANDSVIRKJUN hefiir óskað eftir tilboðum í vegagerð á Fljótsdalsheiði og í Norðurdal. Er þetta gert í kjölfar þess að ríkisstjórnin hefur heimilað 100 milljóna króna lántöku til undir- búningsframkvæmda við virkjanagerð vegna nýs álvers. Alþingi setti í vor lög, þar sem Landsvirkjun var heimilað, í sam- ráði við ríkisstjórnina, að taka að láni allt að 300 milljónir króna til að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna virkjanagerðar. Ríkisstjórnin hefur nú sent Landsvirkjun bréf, þar sem samþykkt er að lán að upphæð 100 milljónir króna verði tekið í þessu skyni. Landsvirkjun hefur nú auglýst eftir tilboðum í vegagerð á Fljóts- dalsheiði og Norðurdal vegna gerð- ar Fljótsdalsvirkjunar. Heildarlengd vega er um 30 kílómetrar og magn fyllinga er áætlað um 140.000 rúm- metrar. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið 24. október í haust. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, boðaði til blaðamanna- fundar í gær þar sem hann kynnti svar ráðuneytisins til þjóðminja- varðar en hann óskaði úrskurðar ráðuneytis á afgreiðslu á umsókn Thomas McGovems og Thomas Amorosis um leyfi til fomleifarann: sókna á Ströndum sumarið 1990. í bréfi ráðherra segir m.a. að með hliðsjón af því að umsækjendurnir hafi áður stundað rannsóknir hér á landi og óski nú eftir að fá að ljúka þeim, telji ráðuneytið óhjákvæmi- Iegt að fallist verði á beiðni þeirra að sinni. Leggur ráðuneytið áherslu á að hér sé í raun um endurnýjun á eldri leyfum að ræða og að Ieyfið gildi aðeins fyrir þetta sumar og fyrir tiltekið svæði. McGovem fagnaði þessari niður- stöðu ráðherra mjög og gerði hann ráð fyrir að rannsóknirnar myndu hefjast þegar í dag. Tíu manns era í hópi McGoverns, þar af fimm ís- lendingar. Sagði McGovern að legði hópurinn nótt við dag, ætti að tak- ast að ljúka rannsóknunum í lok ágúst. í máli ráðherra kom fram að ekki væri verið að taka til þess af- stöðu hvort útlendingar gætu stundað fornleifarannsóknir hér eða ekki, enda uppfylli þeir þær kröfur sem þeim era settar sem slíkar rannsóknir stunda. Að sjálfsögðu væri gerð krafa um íslenskt for- ræði en einnig faglegt mat á hæfni umsækjenda, ekki hvaða vegabréf þeir kynnu að hafa. Ráðherra lagði áherslu á að íslendingar hefðu fulla yfirsýn yfir þá muni sem grafnir hefðu verið upp hér á landi. Fram kom í máli ráðherra að fornleifanefnd starfaði í umboði þjóðminjaráðs og nefndin gæti þar af leiðandi skotið málum til þjóð- minjaráðs, rétt eins og sá sem fom- leifanefnd synjar mögulega um leyfi. Aðspurður kvaðst ráðherra ekki vita hvenær niðurstaða lægi fyrir vegna óskar þjóðminjaráðs um að ráðið yrði í stöðu deildarstjóra fom- leifadeildar. „Mín skoðun er sú að ríkið eigi að vinna sig út úr æviráðn- ingafarganinu en það verður að taka sinn tíma.“ í gær vora gefnar út reglugerðir um þjóðminjavörslu þar sem farið er yfir skipulag þjóðminjavörslunn- ar í heild. Einnig reglugerð um húsfriðunarsjóð og reglugerð um veitingu leyfa til fornleifarann- sókna. Haraldur Hannesson varaform. BSRB látinn HARALDUR Hannesson, for- maður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og varafor- maður BSRB, er látinn eflir erfið veikindi, 66 ára að aldri. Hann fæddist á Norðfirði 13. júlí 1924 en fluttist níu ára gamall á Stóra-Núp í Gnúpverjahreppi, þar sem hann bjó fram á unglingsár. Haraldur lærði til vélstjóra og starf- aði sem slíkur hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og síðar hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Haraldur Hannesson var kjörinn formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 1982. Því félagi veitti hann forystu til dauðadags. Frá 1988 var hann varaformaður BSRB. Undanfarin ár átti Haraldur einnig sæti í stjórn sámtaka nor- rænna borgarstarfsmanna, auk þess sem hann gegndi um ævina fjölda annarra trúnaðarstarfa. Eftirlifandi eiginkona Haralds Hannessonar er Sveinbjörg Georgs- dóttir. Þau eignuðust fímm böm. ÁTVR framleiðir tvær nýjar tegundir ætl- aðar ferðamönnum Sala að heflast á óáfengum vínum HJÁ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er nú verið að leggja síðustu hönd á tvær nýjar áfengistegundir. Nefiiast þær Hekluglóð og Merk- urdögg og eru aðallega ætlaðar sem minjagripir fyrir ferðamenn. Þær verða seldar í 100 ml flöskum sem verða í kassa, prýddum myndum af Heklu annars vegar og úr Þórsmörk hins vegar. Haraldur Hannesson Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR segir Hekluglóðina verða setta á markað eftir um hálfan mánuð en lengra sé í Merkurdögg- ina. „Drykkimir eru fyrst og fremst minjagripir og verða væntanlega til sölu í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig eru líkur til þess að þeir verði seldir í útsölum ÁTVR, þar sem íslendingar vilja ef til vill kaupa drykkina til gjafa.“ Hekluglóðin er rauður snafs, um 40% að styrkleika, og Merkurdögg- in er grænleitur líkjör, um 25% að styrkleika, og er bragðefnið fengið úr jurtum sem vaxa í Þórsmörk. Höskuldur segir ástæðu þess að farið er út í framleiðslu drykkjanna þá, að margir hafi ýjað að því við starfsmenn ÁTVR hvort ekki væri möguleiki á að bjóða upp á vín sam- kvæmt íslenskri uppskrift og í skemmtilegum umbúðum. Mönnum hefði þótt slíkt betra en að kaupa heilar eða hálfar flöskur af brennivíni eða vodka. Þá er þessa dagana að hefjast sala á óáfengum vínum í útsölum ÁTVR. Verður boðið upp á tvær tegundir af freyðivíni, tvær af rauðvíni, tvær af hvítvíni og eina af rósavíni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.