Morgunblaðið - 20.07.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.07.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Séra Vigfíis Þór Árnason messar á lóðinni, þar sem fyrirhugað er að kirkja Grafarvogssóknar rísi. Grafarvogshverfí: Fyrsta messan á lóð kirkjunnar ÚTIMESSA var við Fjörgyn í Grafarvogi síðastliðinn sunnu- dag á lóð, þar sem áformað er að reisa kirkju Grafarvogssafii- aðar. Söfnuðurinn fékk lóðina í febrúar og standa vonir til að hægt verði að taka fyrstu skófl- ustungu að byggingunni í haust. Séra Vigfús Þór Ámason sókn- arprestur í Grafarvogi segir, að nokkrar arkítektastofur hafi verið valdar til að skila hugmyndum að kirkjubyggingunni og muni þær skila þeim í september. Af hálfu safnaðarins hafí mikil áhersla verið lögð á að byggingin hentaði vel fyrir almennt safnaðarstarf, enda ætti hún að þjóna einum fjölmenn- asta söfnuði landsins. Sóknarböm- in væru nú farin að nálgast 5.000 og fjölgaði ört. Auk þess væru uppi hugmyndir um að í kjallara kirkjunnar yrði útibú frá Borgar- bókasafni Reykjavíkur, eins og nú er í Bústaðakirkju. Við messuna á sunnudag, sem var skímarmessa, söng kór Grafar- vogssóknar og organisti var Sigríð- ur Jónsdóttir. Útimessan í Grafarvogi var skímarmessa. Séra Vigfús Þór Árna- son skirði Ámunda, son Rögnvaldar Ámundasonar og Lám Sigur- þórsdóttur. Yirðisaukaskattur af viðhaldsvinnu: Höfum alltaf bent á að þessi skattlagning gengi ekki upp - segir íramkvæmdastj óri Meistara- og verktakasambands byggingarmanna FRAMKVÆMDASTJORI Meistara- og verktakasam- bands byggingarmanna segir að sambandið hafi, ásamt Land- sambandi iðnaðarmanna og Verktakasambandi íslands, ítrekað bent á, að ekki gengi upp að leggja virðisaukaskatt á vinnu við viðhald, viðgerðir og endurbætur á íbúðarhúsnæði og hafi kynnt tillögur þar að lútandi. Ríkisstjórnin hefúr nú ákveðið með bráðabirgðalögum að afnema þessa skattlagningu. Sverrir Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri Meistara- og verk- takasambands byggingarmanna, segir að sambandið, ásamt Lands- sambandi iðnaðarmanna og Verk- takasambandi íslands, hafí frá því á síðasta ári unnið að tillögum um niðurfellingu virðisaukaskatts á vinnu við endurbætur, viðhald og viðgerðir á íbúðarhúsnæði, enda hafi alla tíð verið ljóst að skatt- lagning af þessu tagi gengi ekki upp. Þessir aðilar hafi ítrekað haft samband við Ólaf Ragnar Grímsson, fjánnálaráðherra, vegna málsins, en ekki hafí verið hlustað á tillögur þeirra fyrr en nú. Fyrstu bílar um Siglu- flarðarskarð Siglufirði. BÍLAR fóru um Siglufjarðarskarð á mánudag, en undanfarna daga hefur stór jarðýta unnið að því að hreinsa snjó úr skarðinu. Fjórhjóla- drifnir bílar komast nú um skarðið, en nokkur ræsi munu vera varasöm. Matthías >_ Hækkun á afiiotagjöldum RUV frestað: Ekki enn rætt um að draga saman dagskrá - segir útvarpssljóri heildardæmið var ákveðið á Al- þingi. En við lifum þetta að sjálf- sögðu af,“ sagði Markús. Aðspurður hvort hann teldi að draga þyrfti saman dagskrá Ríkisútvarpsins vegna ákvörðunar stjómarinnar, sagði hann að slíkt hefði enn ekki verið ráett. „Við munum leitast við að láta þetta bitna sem allra minnst á dagskrár- þjónustu við fólk í landinu," sagði Markús. Skattlagning kvóta: MARKÚS Örn Antonsson, út- varpsstjóri, segir að ekki hafi enn verið rætt um að draga saman dagskrá Ríkisútvarpsins í fram- haldi af ákvörðun ríkissljórnar- innar um að fresta afnotagjalda- hækkun RÚV, sem verða átti 1. október. „Þetta kemur sér að sjálfsögðu illa, vegna þess að stofnunin hefur verið rekin nákvæmlega samkvæmt þeim fjárlagaforsendum, sem búið var að samþykkja í upphafí ársins og sú afkoma hefur verið viðun- andi, þótt reyndar sé gert ráð fyrir 200 milljóna króna halla eins og Einstakt íslenskt listaverk: 18 holu golfvöll- ur í húsagarði Kempervennen. Frá Kjartani L. Pálssyni frcttaritara Morgunblaðsins. NÝLEGA var opnuð í Hoorn í Hollandi alþjóðleg myndlistarsýning þar sem 15 listamenn frá 10 löndum voru valdir til þátttöku og þeim boðið að vinna útilistaverk og stórar „innsetningar" (installations) vítt og breitt um borgina. Gengur sýningin undir nafninu „For real now“ og hefúr vakið mikla athygli enda óvenju myndarlega að henni staðið auk þess sem listamenn fengu að sögn algjörlega ftjálsar hendur hvað varðaði umfang og eðli verkanna. Morgunblaðið/Ted de Bruin Listamaðurinn Þorvaldur Þorsteinsson í miðju verki sínu. Listamennirnir eru flestir vel þekktir í listheiminum, s.s. Guill- aume Bijl, þekktasti listamaður Belga um þessar mundir, Banda- ríkjamaðurinn Dennis Adams, Kanadamaðurinn Alan Belcher og Frakkinn Ange Leccia, sem vakið hefur mikla athygli á undanfömum ámm. Meðal þeirra listamanna sem þarna urðu fyrir valinu er íslenski myndlistamaðurinn Þorvaldur Þor- steinsson sem á síðasta sumri lauk framhaldsnámi hér í Hollandi. Hafa verk hans nú þegar vakið athygli meðal þeirra sem fylgjast með nýj- ustu hræringum í myndlist í Evrópu og fer áhugi fyrir verkum hans vaxandi hér ytra. Framlag Þorvaldar á sýningunni í Hoom ber það h'ka með sér að stórt er hugsað: 18 holu golfvöllur sem komið er fyrir inni í húsa- garði. Hér er á ferðinni þar sem listamaðurinn kallar „styttri útgáf- una“ af 18 holu golfvelli og lýsir hún sér í því að „aðalatriðunum“, þ.e. holunum 18 með tilheyrandi stöngum og flöggum, er hrúgað saman á eina flöt í fullri stærð. Þá em fjórar sandgryfjur eru í kring. Brautir finnast hins vegar engar og þaðan af síður teigar fyrir upp- hafshögg þannig að óhætt er að draga notagildi vallarins mjög í efa, jafnvel þó að listamaðurinn segist hafa teygt sig þarna mjög langt í þá átt að fullnægja þörf nútíma- mannsins fyrir að hafa „allt á einum stað“. Framkvæmdir hófust við golf- völlinn í lok mars. Þá mótaði Þor- valdur flötina í fagurlegum öldum, en að sama skapi óárennilegum fyrir kylfínga. Síðan þá hafa sér- fræðingar keppst við ræktun og þjöppun eftir kúnstarinnar reglum og síðasta verk listamannsins var svo að ganga frá sandgryfjum og skera fyrir holunum 18. „Þetta hefur allt gengið afskap- lega vel eftir að samningar tókust við tvo hunda sem voru vanir að grafa djúpar gryfjur í þessum garði sér til heilsubótar. Þeir héldu lengi vel að ég hefði mótað þetta sérstak- lega handa þeim sem æfíngasvæði. En svo skildu þeir að menn vilja fá að gera sínar holur sjálfir," sagði Þorvaldur í viðtali við Mogunblaðið. Þetta verk Þorvaldar hefur vakið mikla athygli, eins og sýningin öll og verkin á henni. Meðal annars hefur mikið verið fjallað um hana í blöðum og listímaritum. Sýningin í Hoorn, sem er skammt frá Amst- erdam, mun standa yfir fram í sept- ember. Skattamál - ekki pólitísk skilgreining - segir vararíkis- skattstjóri „ÉG vil nú meina að ríkisskatt- stjóri forðist að setja reglur sem stangast á við lög,“ sagði Ævar ísberg, vararíkisskattstjóri þeg- ar borin voru undir hann um- mæli Björgúlfs Jóhannssonar endurskoðanda í Morgunblaðinu á miðvikudag. „Það er af og frá að ég ætli að fara í deilur við menn í fjölmiðlum um þessi mál,“ sagði Ævar. Hann bætti því við að 1. grein laga um stjórnun fískveiða þar sem segir að fiskimiðin séu sameign íslensku þjóðarinnar komi þessu máli ekkert við. „Við erum að ræða um skattamál en ekki pólitíska skil- greiningu á því hver eigi fiskinn í hafinu. Það er þessu máli alveg óviðkomandi," sagði Ævar. ■ / HAFNARBORG, Menningar- og listastofnun Hafnartjarðar, lýk- ur um helgina sýningum þeirra Toshikatsu Endo og Jordan So- urtchev.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.