Morgunblaðið - 20.07.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.07.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 19 Mí GEI ST( M- Í)ÐI Sovéskir geimfarar enn í vanda eftir sjö stunda geimgöngu KRISTALL 0 10. júní: Stigi skýst út úr ómönnuðum hluta geimstöövarinnar SOJUZ TM-9 0 11. febrúar: Einangrun skemm ist í geimskoti / KVANT2 Q 18. júlí: Geimfararnir gátu ekki lokað útgöngu hlera eftir aö við- gerðinni var lokið/- REUTER Geimfaramir geta haldiö í stigann á geimgöngunni 0 18. júlí: Lausum ein- angrunarplöt' um smellt á „ réttan staö Ovíst um afdrif Aral-vatns Blooniingfton. Bandaríkjunum. ARALVATN í Sovétríkjunum, sem eitt sinn var með stærstu og gróskumestu vötnum í heimi, er nú svo til aldauða og óvíst að nokk- urn tíma verði unnt að koma því til lífsins á ný, að sögn scrfræð- inga sem rannsakað hafa vatnið. Þeir tclja hnignun þess eitt mesta umhverfisslys aldarinnar. Rithöfundar, vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir sérfræð- ingar frá Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum taka um þessar mundir þátt í ráðstefnu í Bloomington í Indiana þar sem Aralvatn er aðal- umræðuefnið. „Ástand vatnsins er mjög nærri því að vera vonlaust," sagði Randall Baker, prófessor í umhverfismálum við háskólann í Indiana og einn af forgöngunlönn- um ráðstefnunnar. Aralvatn, sem er í sunnanverð- um miðhluta Sovétríkjanna, skammt austan við Kaspíahaf, hef- ur skroppið saman um 40% (var ríflega 67.300 ferkílómetrar) frá því að farið var að veita úr því á hrísgrjóna- og bómullarakra fyrir mörgum áratugum. Það sem eftir stendur af því er gegnsýrt af salt- mengun og skordýraeitri. Vindar róta eiturmekki upp við strendur þess og blása honum yfir nágrenn- ið. „Þetta getur eiginlega ekki ver- ið verra en það er,“ sagði Baker. Vatnið hefur hörfað um 60 kíló- metra á innan við 20 árum og lækk- að um 15 metra. Mengun af völdum skordýraeiturs er óskapleg. Þar er jafnvel um að ræða efni sem nú eru bönnuð bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Menguninni hafa fylgt alls kyns sjúkdómar fyr- ir utan hátt hlutfall ungbarna- dauða. Saltfokið af þurrum vatns- botninum á að öllum líkindum stór- an þátt í óvenjulega tíðu háls- krabbameini á svæðinu í kringum vatnið. „Flestar lífveranna sem þar áttu heima eru útdauðar og verða aldrei endurskapaðar," sagði Baker. „Það eina sem hægt er að gera er að freista þess að hreinsa til.“ Aralvatn var talið fjórða stærsta vatn í heimi, um 420 kílómetra langt, 280 kílómetra breitt og 70 metra djúpt, áður en það fór að þorna upp. Á ráðstefnunni voru sýndar myndir sem teknar höfðu verið 'utart úr geimnum og röktu á áhrifamikinn hátt hvernig vatnið hafði skroppið saman. „Kommúnistaflokknum hefur hefur verið kennt um,“ sagði Rand- all Baker, „sömuleiðis sósíalisman- um, 50 ára marxisma og sovéskri heimsvaldastefnu. En það sem við höfum verið að reyna að gera hér er að draga lærdóm af því sem þarna hefur orðið og gæti alveg eins gerst hér hjá okkur. ÍHÁDEGIS- ] TILBOÐ ALLA DAGA í dag: Klúbbsamloka og franskar kr. 395.- Djúpsteiktur fiskur, salat (eða sósa) UISALA • UTSALA AIH ai 2 0% afslóttur HAGKAUP /4CCt í eivwc ýené-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.