Morgunblaðið - 20.07.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.07.1990, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR .20. JÚLÍ 1990 28 Minnmg: Páll H. Jónsson kennari á Laugum Fæddur 5. apríl 1908 Dáinn 10. júlí 1990 Honum fylgdi ætíð líf og í]ör. Söngur og ljóðlist, fróðleikur og hrífandi frásagnir. Aldrei var logn- molla þar sem hann fór. Hann var hugsjónamaður og flutti skoðanir sínar snjallt og einarðlega, í ræðu og riti. Vísurnar sem stundum streymdu frá hugskoti hans og penna voru hnyttnar og gamansam- ar, en ávallt græskulausar. Hann var jafnan hress í spori og bar höf- uðið hátt eins og sönnum Þingey- ingi hæfði, enda hafði hann efni á því. Hann var fæddur á Mýri, fremsta bæ í Bárðardal vestan Skjálfanda- fljóts, sonur hjónanna Jóns Karls- sonar og Aðalbjargar Jónsdóttur, sem þar bjuggu langan búskap. Tvíburabróðir hans er Jón, sem fyrst bjó á Mýri og síðan í Fremsta- felli í.Kinn — og býr enn, í húsi því sem Páll bróðir hans reisti þar í gamla daga. Þegar tvíburamir voru nýfæddir gerðist sá sorgarat- burður að frændi Aðalbjargar, Páll H. Jónsson í Stafni í Reykjadal og Guðrún Tómasdóttir, kona hans, misstu einkason sinn, efnispilt á ungum aldri. Varð að ráði að Jón og Aðalbjörg gáfu þeim til huggun- ar og styrktar sveininn Pál, og ólst hann upp í Stafni hjá þeim Páli og Guðrúnu sem sonur væri. Þar bjó einnig Sigurgeir Tómasson, bróðir Guðrúnar með konu sinni, og áttu þau marga sonu á svipuðu reki sem Pál. Þá voru í byggð margir bæir á heiðinni sunnan og vestan við Stafn, sem nú eru flestir í eyði, og mynduðu þeir, ásamt fremstu bæj- unum í Reykjadal, samfellda heild með margvíslegu menningarlífi. Páll yngri var snemma bókhneigður og Söngvinn og tók þátt í þessu félagslífi þegar hann óx úr grasi. Á unglingsárum Páls var Lauga- skóli stofnaður. Þangað sótti hann til náms þegar hann hafði aldur til og brautskráðist þaðan átján vetra gamall vorið 1926. Á Laugum kynntist hann konuefni sínu, Rann- veigu Kristjánsdóttur frá Fremsta- felli, og tveimur árum síðar gengu þau í hjónaband og hófu búskap í Fremstafelli undir væng Kristjáns, tengdaföður hans. Brúðguminn var svo ungur að hann þurfti að fá konungsleyfi til að kvænast. Það er ein hin fyrsta bemskuminning mín er ég, fjögra vetra sveinstauli, horfði á systur mína og mág standa prúðbúin frammi fyrir prestinum og meðtaka blessun hans. í rökkri ágústkvöldsins var farið í leiki úti á túninu; hlaupið í skarðið og voru fyrirliðar fóstbræður Páls ofan úr Stafni. Fósturforeldrar Páls fluttust með honum í Fremstafell, og með til- styrk þeirra byggði hann lítið stein- hús handa fjölskyldunni. En Páll var aldrei á réttri hillu við búskap- inn. Hann var að vísu lagtækur við allt sem hann tók höndum til, en hann var ekki þrekmikill og löngum fremur heilsuveill. Hann sagði mér að sér hefði verið raun að þurfa að vinna erfíðisvinnu. Þar við bætt- ist að hann hóf búskapinn á hinum verstu tímum, í upphafi heims- kreppunnar miklu. Mig minnir að þeir fósturfeðgar ættu 40 ær þegar þeir byijuðu búskapinn í Felli, en brátt fækkaði kindunum niður í 20. Og þegar ekki fengust nema 10 krónur fyrir dilkinn á haustdegi þá eru auðreiknaðar tekjur heimilisins það árið. En Páll lifði fyrir andann og það lyfti honum yfír amstur hversdags- lífsins. Hann hafði tónlistina í blóð- inu eins og margir ættmenn hans frá Stóruvöllum og Mýri. Ég hlust- aði fullur aðdáunar þegar hann spilaði eftir nótum á orgelið sitt, hvað sem vera skyldi. Þótti mér sem þvflík snilli mundi vandfundinn og því trúi ég enn. Hann stofnaði óð- ara karlakór í Kinninni, og eitt sinn var hann hálfan vetur niðri í Höfða- hverfi að stjórna söng. Annan vetur heilan var hann í Reykjavík og nam píanóleik og tónfræði hjá Páli Isólfssyni. Eitt sinn reið hann í brakandi þurrki á slættinum austur í Reykjadal, yfir Skjálfandafljót sem auðvitað var í foráttu vexti, til að hlusta á einhvern einsöngvara sem þar hélt hljómleika. Annan þurrk- dag sat hann inni í stofu við að skrifa svar við pólitískri áróðurs- grein sem einhver íhaldsmaðurinn hafði birt rétt fýrir kosningamar 1934 — auðvitað í þeirri von að enginn gæti svarað með svo stutt- um fyrirvara. En grein Páls birtist í Degi á Akureyri í tæka tíð. Svo æxlaðist til að eftir nokkurra ára búskap fór Páll að kenna söng við skólann á Laugum. Fyrst í smáum stfl meðfram búskapnum, en síðan fékk hann fullt starf við skólann og fjölskyldan fluttist að Laugum haustið 1935. Guðrún fóstra Páls hafði látist veturinn áður, en Páll eldri fór með fóstur- syni sínum og tengdadóttur að Laugum og andaðist hjá þeim í hárri elli. Undir tónsprota Páls fyllti söngurinn skólahúsin á Laugum, öllum til yndis og þroska. Og auk söngsins kenndi Páll íslandssögu og náttúrufræði, en hann hafði numið hvort tveggja með ágætum af sjálfum sér. Til undirbúnings kennsiunni á Laugum sótti Páll sumamámskeið í tónlist í Askov í Danmörku, og annað námskeið í söng og píanóleik í Kaupmannahöfn. Eins og fleiri námgjarnir íslendingar á fyrri tíð lærði hann furðulega mikið í þess- ari stuttu utanför. Frá allri ferðinni skrifaði hann systur minni löng bréf sem hún las upphátt fyrir okk- ur yngri systkinin jafnótt og þau bámst. Þetta var líka merkisár í Danmörku: Þá var vígð hin fagra Litlabeltisbrú sem var mikið mann- virki á sinni tíð, og þá gekk Frið- rik, krónprins íslands og Danmerk- ur, að eiga Ingiríði hina sænsku prinsessu. Og eftir heimkomuna hélt Páll áfram að miðla okkur ungu mágum sínum ótrúlega mörgu sem fyrir hann hafði borið í þessari viðburðaríku ferð. Á Laugum undi Páll og naut sín vel, enda var hann löngum síðan kenndur við þann stað, hvort sem hann var kallaður „Páll á Laugum" eða „Páll frá Laugum". í kennsl- unni kom fram mælska hans og frásagnargleði sem hreif nemendur með sér. Um hitt var ekki síður mikils vert áð hann var með fjöri sínu og skipulagsgáfu sjálfkjörinn forustumaður í félagslífi skólans. Á sumrin rak hann löngum gistihús á skólastaðnum ásamt Rannveigu, konu sinni. í söngmálum og marg- víslegu félagslífí teygðust áhrif hans út um alla sýsluna. Þannig var hann organisti í kirkjum og stjómandi kóra í ýmsum sveitum, einkum að sjálfsögðu í Reykjadal þar sem hann átti lengst heima. Mér er í minni ein kveldstund frá vorinu 1944. Þá kom Páll vestur í Kinn og hóaði saman flokki vega- vinnumanna að loknu dagsverki. Hann þekkti hvern mann fyrir og vissi um sönghæfni hans. Skipti hann mönnum í flokka eftir radd- sviði og kenndi eða rifjaði upp breytilegar raddir í nokkrum þjóð- legum sönglögum. Síðan steypti hann öllu saman, og eftir skamma stund ómaði litla samkomuhúsið af dynjandi fjölrödduðum kórsöng. Þannig fór Páll um hveija sveit í allri sýslunni og þjálfaði smákóra. Síðan steypti hann þeim öllum sam- an í geysimikinn héraðskór sem fagnaði lýðveldinu á héraðshátíð á Laugum undir stjórn hans. Hann var haldinn mikilli list- rænni sköpunarþrá sem aldrei dofn- aði, en beindist inn á margar braut- ir. Á ungum aldri gerðist hann tón- skáld og samdi mörg sönglög sem öðluðust vinsældir, þótt hann kynni í fyrstu naumast að skrifa þau upp. En það lærði hann síðar, og á sjö- tugsafmæli hans gáfu börn hans út ljósprentað hefti með 20 sönglög- um eftir hann, ritað með hans eigin hendi. Hann hafði yndi af leiklist og var í rauninni fæddur leikari. Á Laug- um setti hann oft upp leikrit eða leikþætti sem hann samdi stundum sjálfur og lék í eftir þörfum. Þetta beindi hug hans að alvarlegri leik- ritun, og um árabil eyddi hann tóm- stundum sínum við að semja leik- rit. Þó hygg ég að honum hafi fund- ist sem hann næði ekki þeim árangri sem hann hafði dreymt um á þessu sviði. „Ég hef valið mér eitt hið erfiðasta listform," sagði hann við mig. Það var þó afdrifaríkara að hann skorti það sem mikilvægast er hveiju leikritaskáldi: nána sam- vinnu og samstarf við gott og lif- andi leikhús. Um slíkt var auðvitað ekki að ræða norður á Laugum, allt varð að skapast einvörðungu í hugarheimi skáldsins. Því hvarf Páil að miklu leyti frá þessari grein listanna, en skildist þó aldrei við hana að fullu; og margt gerði hann þar vel og líklega best það síðasta. Ýmis leikrit og leikþættir eftir hann hafa verið flutt í leikhús- um eða útvarpi og eitt leikrit gefíð útáprent, Konan sem hvarf (1955). Frá bamsaldri hafði Páll iðkað vísnagerð og smáljóðasmíð, mest til gamans og „heimilisnota", en þegar hann nálgaðist miðjan aldur tók hann að snúa sér að kveðskapn- um af meiri alvöru. Hygg ég rétt að segja að þar hafí hann náð lengra en í leikrituninni, enda stóð hann þar á gömlum merg. En hann var jafnframt opinn fyrir nýjungunum eins og nauðsyn ber til. Hann gaf út tvær ljóðabækur, Nótt fyrir norð- an (1955) og Á sautjánda bekk (1962). Hin fyrri er í gömlum íslenskum stfl, með rími og stuðlum, en hin síðari að mestu gerð að hætti nútímaskálda. Báðar þessar bækur standa vel fyrir sínu, ljóðin eru fáguð og vel ort, boðskapurinn heill og viturlegur. Ég hygg að Páll hafí líka unað vel við þennan árangur, og það hafí fremur verið fjölhæfni hans og listarþorsti sem olli því að hann snerúsér enn að nýrri grein listanna. Aldurinn færð- ist yfír, hann var umvafínn barna- börnum sem hann auðvitað sagði sögur þeim til skemmtunar og fróð- leiks. Þegar hann stóð á sjötugu kom út á prent fyrsta barnabók hans, Beijabítur(1978). Síðarbætt- ust tvær við af líkum toga, Agnar- ögn (1979) og Lambadrengur (1981). Hin síðastnefnda er kölluð „skáldsaga fyrir unglinga“ og þess- ari bókiðju lauk Páll svo með skáld- sögu handa fullorðnum, Blindings- leik. Það mun mat manna að með þessum sögum hafí Páll komist lengst á sinni fjölþættu listabraut og er þó ávallt vant að setja eitt öðru ofar, ekki síst þegar um er að ræða frábrugðnar listgreinar. Fyrir fyrstu sögurnar tvær hlaut Páll viðurkenningu Reykjavíkur- borgar fyrir bestu frumsömdu bamabók á íslandi þau árin; og hann hefði víst einnig mátt fá viðlíka umbun fyrir þá þriðju sem er merkileg menningarsöguleg heimild rituð á fögru íslensku máli. Á sjötta áratug aldarinnar var unnið að því að koma upp byggða- safni Suður-Þingeyinga á Grenjað- arstað, undir handleiðslu Kristjáns Eldjárns, sem þá var þjóðminjavörð- ur. Þá ferðaðist Páll um þvera og endilanga sýsluna, sumar eftir sum- ar, við að safna gömlum munum í safnið, og síðan vann hann að því að koma mununum fyrir og skrá- setti þá alla. Hann fann til þess hve margt hafði þegar glatast, miðað til dæmis við byggðasafnið í Glaumbæ í Skagafírði þar sem menn voru fyrr á ferð. En fagna ber því sem bjargaðist á síðustu stundu. Sannleikurinn er sá að ef Páll hefði ekki gengið fram í þess- ari söfnun af sínum frábæra dugn- aði og fórnfýsi, þá hefðu flestir þessir munir farið forgörðum á næstu árum. Fyrir þetta björgunar- starf mega Þingeyingar vera Páli þakklátir um ókomin ár. Eins og vænta mátti og vera bar hafði Páll drukkið í sig anda og hugsjónir samvinnuhreyfíngarinn- ar, sem rann upp og blómgaðist í héraði hans. Veturinn sem hann dvaldist í Reykjavík stundaði hann að nokkru nám í Samvinnuskólan- um, og um samvinnumál og önnur þjóðmál ritaði hann margt bæði fyrr og síðar. Þar kom að árið 1961 var hann kallaður til að stjórna fræðsludeild Sambands íslenskra samvinnufélaga í Reykjavík og hvarf þá frá Laugum um skeið. Þessa stjórnsýslu rækti hann eins og öll önnur skyldustörf af sam- viskusemi og dugnaði og fítjaði upp á ýmsum nýmælum. Og eftir að hann hafði látið af föstu starfi hjá Sambandinu tókst hann á hendur að semja ævisögu hins merka sam- vinnuforingja Hallgríms Kristins- sonar, og kom hún út 1976 (Frá Djúpadal að Amarhvoli). Þetta er mikið verk, reist á fjölþættum sögu- legum heimildum, og skipar vel sinn sess meðal vandaðra íslenskra ævi- sagna frá þessari öld. Auk þessara sjálfstæðu bóka sem nefndar hafa verið ritaði Páll fjölda greina í blöð og tímarit og flutti erindi á mannamótum og í útvarp. Mér er sérstaklega minnisstætt að fyrir nokkmm árum, þegar Páll var aldraður orðinn og heilsu hans tek- ið að hnigna, hélt hann erindi í út- varpið um umferðarmál og slys í umferðinni. Þetta erindi var í senn máttugt í boðskap sínum og samið á tæru og fögru íslensku máli. Það væri ekki úr vegi að flytja það aft- ur ef það er varðveitt í safni út- varpsins, til að hnykkja á hinum holla boðskap þess og heiðra minn- ingu Páls H. Jónssonar. Páll og Rannveig bjuggu saman í farsæld og eindrægni hátt á fjórða áratug. En 1965 veiktist Rannveig alvarlega og andaðist vorið eftir. Þá voru börnin uppkomin að kalla, en þungur harmur kveðinn að þess- ari samhentu fjölskyldu sem nærri má geta, og einmanaleikinn sótti að ekkjumanninum. En gæfan fylgdi honum einnig í hörmunum, kannski af því að hann var sinnar eigin gæfu smiður. Árið 1967 gekk hann að eiga góða vinkonu fjöl- skyldunnar, Fanneyju Sigtryggs- dóttur frá Reykjum í Reykjahverfí, ágæta konu sem bjó honum fagurt heimili og annaðist hann af stakri umhyggjusemi til hinstu stundar. Fanney var kennari við húsmæðra- skólann á Laugum og þangað flutt- ist Páll nú aftur og bjó þar um skeið, en síðustu árin áttu ,þau Fanney heima á Húsavík. Samband bama og barnabarna við stjúpuna og þessa nýju ömmu var fagurt og mætti vera mörgum til fyrirmyndar. Hin síðustu ár átti Páll oft við vanheilsu að stríða og var á sjúkra- húsi tímum saman. En alltaf hresst- ist hann á milli, og alltaf var and- inn heill og vakandi þótt líkaminn hrörnaði. Síðasta daginn sem hann lifði hafði hann enn fótavist. Undir kvöld bjó Fanney hann til nætur- svefns. „Fer nú vel um þig?“ spurði hún. „Já, eins og alltaf þegar þú býrð um mig,“ svaraði hann. Litlu síðar kom dóttir hans í heimsókn. „Gakktu bara inn til pabba þíns, hann er áreiðanlega ekki sofnaður,“ sagði Fanney. En þá var hann raun- ar sofnaður svefninum hinsta, í hvflu þeirrar konu sem hafði búið honum skjól á elliárum hans og gert honum kleift að vinna sín bestu verk. Jónas Kristjánsson Hann afí minn, Páll H. Jónsson, er dáinn. Maður verður eitthvað svo fullorðinn þegar einhver nákominn deyr. Mér þótti vænt um hann afa. Hann hafði hlýjan faðm sem alltaf stóð opinn. Það verður tómlegt að eiga engan afa. Hann afa sem sendi börnunum sínum söguna af Beijabít í jólagjöf — í konfektkassa. Hann afa sem bjó til svo fínar myndir úr skófum. Og hann afa sem sendi fyrir tveim árum síðan gamla Hindsberg-píanóið sitt suður til Reykjavíkur, lét gera það upp og gaf mér það svo. Píanóið sem hann af vanefnum keypti þegar hann var ungur og átti heima í Fremstafelli og var stór hluti af Iífi hans upp frá því. Það þarf mikið hugrekki til að gefa frá sér slíkan hlut og aldrei hægt að þakka nógu vel fyr- ir sig. Og mikið þol hefur gripur- inn, því oft hefur Hindsberginn flutt landshorna á milli. Núna síðast hingað á Snæfellsnesið, þar sem hann stendur í stofunni minni og spilar stundum Gutta og öðru hvoru einhveija aðra kalla. Hann afí átti líka hana Fanneyju sem tók okkur öll að sér og við eign- uðum okkur öll. Dóttir mín, tæpra fimm ára fékk grátstafinn í kverk- amar þegar ég sagði henni að lang- afí væri dáinn og sagði: „Þá er aumingja langamma alein.“ En langamma er ekki alveg alein með öllu fólkinu sínu fyrir norðan þó vissulega sé missirinn mikill og sár. Með þessum orðum kveð ég hann afa og þakka fyrir að hafa átt með honum síðastliðinn aldarfjórðung. Arnhildur Þórhallsdóttir Þegar Heimir Pálsson hringdi til mín að norðan 11. þ.m. og tjáði mér andlát föður síns, setti mig hljóðan. í minningu og þakklæti varð mér hugsað til margra gefandi og góðra stunda sem við Páll H. höfðum átt saman á liðnum árum. Að vísu vorum við nokkuð svo „aldnir að árum“ þegar fundum okkar fyrst bar saman, en ég laðað- ist strax að þessum geðþekka manni, sem svo óvenju mörgum hæfileikum var gæddur. En þrátt fyrir harm minn og eft- irsjá get ég samglaðst vini mínum að hafa þó svo lengi meðan hann ekki gekk heill til skógar, en vann samt, notið ástar og umhyggju seinni konu sinnar, Fanneyjar Sig- tryggsdóttur, húsmæðrakennara, og fá svo að deyja þjáningalítið heima í blíðri umsjá hennar. Feg- urri og tillitssamari sambúð hjóna en þeirra, hefí ég ekki þekkt. Hún var aðdáunarverð. Já, nú þegar Páll H. Jónsson frá Laugum er allur, hefí ég margs óvenju góðs að minnast. Ég man hann fyrst ótilkvaddan koma til liðs við mig opinberlega í málflutningi í þágu þeirrar hugsjónar, sem við báðir unnum og vissum með rökum að í sér ber fijómögn til heilbrigð- ara og farsælla mannlífs, hvað sem hver segir nú og lætur í veðri vaka, þegar rás viðburðanna sýnist hafa feykt burt þeim hugsjónagrund- velli, sem áður var í ár og öld byggt á af milljónum manna um víða ver- öld, þar sem sigurinn átti aldrei að verðar sársauki neins. En það er víst annað mál þótt minningin um Pál H. veki mér þessar kenndir. Síðar átti ég eftir að verða vitni að afburða snjöllum málflutningi Páls H. ! ræðu og riti, samvinnu- hreyfingunni til framdráttar, eftir að hann varð forstöðumaður Fræðsludeildar SÍS og ritstjóri „Samvinnunnar", auk þess að vera höfundur margra smárita um sam- vinnumál og hinnar miklu bókar sinnar um Hallgrím Kristinsson, „Úr Djúpadal að Arnarhóli“. Allt ber þetta vitni mælsku hans, rit- snilli og heitum sefa hins upphafna hugsjónamanns. Ekki dró úr áhrifum og unaði þegar söngurinn og hljóðfæraleik- urinn bættust við á hinum ýmsu samkomum samvinnumanna. Þar, á þeim vettvangi, eru mér mjnnis- stæðastar Húsmæðravikur SÍS og kaupfélaganna í Bifröst. Þá fann margur „hinn heita blæ, sem til hjartans nær“ — sumar eftir sum-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.