Morgunblaðið - 20.07.1990, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990
tt pynr þai sem t/ié erurn nA -fícL - _
■tizkk fijrir eJcJa ncibt. "
© 1990 Univefsal Press Syndicale
Andlitslyfting er það eina
sem ég tel ráðlegt að gert
verði fyrir konuna þína.
Segðu kokknum að sósan
hafi ekki valdið vonbrigðum
eins og hitt.
HÖGNI HKl.KKVÍSI
Látum ferðamenn
ekki yfirtaka landið
Ótti hef-
ur ekki
heltekið
þjóðina
Til Velvakanda.
Það var ánægjulegt að sjá að við
búum ekki í ríki þar sem ótti við
hryðjuverk og geðveika glæpamenn
hefur heltekið þjóðina, þegar
drottning Bretlands kom í heim-
sókn. Ég er viss um að hún hefur
sjaldnast í seinni tíð getað gengið
óhindrað meðal fólks eins og hún
gerði ásamt Vigdísi Finnbogadótt-
ur, er þær gengu saman Fríkirkju-
veginn og heilsuðu upp á fólkið sem
safnast hafði í hundraðavís til að
líta augum þessar merku konur.
Vonandi getum við haldið þessu
sem lengst. Það væri óheillaþróun
ef hafa þyrfti alla málsmetandi
menn í skotheldum bílum með
lífverði á hvora hönd.
Höldum þessu í því fari sem það
er. Páll
Til Velvakanda.
Það er sjálfsagt hótfyndni en
mér líst alls ekki vel á þessa nýju
andlitslyftingu Alþýðubandalags-
ins. Það eru orðnar nokkrar breyt-
ingarnar frá því Kommúnistaflokk-
ur íslands var stofnaður en alltaf
voru þeir á sömu línunni. Sami
fjandskapurinn gegn lýðræðisríkj-
unum og allt var gott sem Stalín
og eftirmenn hans gerðu. Draumur-
inn var að kommúnisminn yrði alls-
ráðandi í heiminum. Allt var sagt
vera í besta lagi í Austur-Evrópu
þrátt fyrir allan flóttann þaðan.
Hryllingsögurnar sem þaðan bárust
var sagður áróður og helber ósann-
indi. Nú er ekki hægt að bera þetta
á borð lengur og kommúnisminn
er búinn að syngja sitt síðasta. Og
hvað kemur þá í ljós, skortur á
lífsnauðsynjum, húsnæðisskortur,
mengunin yfirþyrmandi og heil-
brigðisþjónustan ekki mönnum
bjóðandi. Kommúnistarnir börðust
gegn lýðræðisríkjunum og ótal fé-
lög með fallegum nöfnum voru
stofnuð. Friðar- og menningarsam-
tök, græningjasamtök til varnar
Til Velvakanda.
Heimurinn minnkar mætti segja
síðan öll þessi Ijarskiptakerfi hafa
komið á örfáum árum og þotur
fljúga um allt. Það er ekki langt
síðan að menn hefðu talið slík und-
ur lygileg. En sjón er sögu ríkari.
Ferðamannahópurinn allstaðar
allskyns dýrum og ekki má gleyma
menguninni. En úlfshárin gægðust
allstaðar út úr fínu hýjalínsdulunni.
Helmut Schmidt sagði um græn-
ingjana að þeir væru eins og melón-
ur, grænir að utan og rauðir að
innan, því þeir sáu ekki mengunina
í Austur-Evrópu. Ekki mátti byggja
kjarnorkuver sem reynast hafa
fimm sinnum minni mengunar-
hættu en olíu- og kolaverin. Og
vísindamennirnir mega ekki segja
neitt samanber hvalarannsóknirnar.
Boðskapurinn nýi frá Alþýðu-
bandalaginu hljóðar upp á baráttu
gegn mengun og kapitalisma.
Stjórnarfyrirkomulag sem öll
Austur-Evrópa þráir og sem hingað
til hefur veitt almenningi best
lífskjör. Hvað gott getur komið frá
þessum mönnum sem hvorki vilja
sjá né heyra það sem nú er að ger-
ast og eru eins og nátttröll sem
urðu að steini þegar sólin skein á
þau. Sannleikurinn sem nú blasir
við kommúnistunum virðist engin
áhrif hafa á þá.
Húsmóðir.
úr veröldinni verður alltaf stærri
og stærri sem gistir ísland og þar
eru menn með allskonar hörundslit
allstaðar að úr heiminum. Aldrei
hafa sést fleiri ferðamannatjöld hér
en nú, hótel og aðrir dvalarstaðir
hafa haft nóg að gera og jafnvel
hefur þurft að nota gamla barna-
skólann.
Þetta er svo ört að það hlýtur
að vera kominn tími til að setja
þessum hóp einhveijar skorður, láta
fylgjast með yfirferð hans svo hann
bókstaflega yfirtaki ekki landið
okkar. Eins og önnur undur getur
það skeð. Er ekki rétt að opna aug-
un og skoða það yiánar.
Arni Helgason
Lögregl-
an hefiir
reynst vel
Til Velvakanda.
Mig langar til að koma á fram-
færi þakklæti til lögreglunnar í
Reykjavík sem hefur reynst mér
mjög vel undanfarin ár. Þeir hafa
komið undantekningarlaust og
keyrt son minn sem hefur átt við
mikil geðræn vandamál að stríða
og hefur dvalist á sjúkrahúsi. Þar
sem lögreglunni er oft hallmælt
langar mig til að það komi fram
að þeir eru sérstaklega prúðir og
kurteisir menn í alla staði, og mjög
mannlegir.
Þakklát móðir.
Eins og nátttröll
sem urðu að steini
Víkverji skrifar
Oðum nálgast mesta umferðar-
helgi ársins, verzlunar-
mannahelgin. Einnig má búast við
því að sú helgi, sem lifir fram að
verzlunarmannahelginni verði þung
hvað umferð varðar. Því er aldrei
nógsamlega fyrir mönnum brýnt
að fara varlega og verður fólk að
haga sér í samræmi við átak Slysa-
varnafélags íslands, sem ber ein-
kunnarorðin: „Komum heil heim!“
Átak Slysavarnáfélagsins er
mjög lofsvert, svo sem raunar var
von og vísa frá þeim aðila. En átak-
ið sjálft er ekki nægjanlegt eitt
sér; til þess að það verði annað en
upphrópunin tóm, þurfa allir lands-
menn að virða það og taka höndum
saman með félaginu, takmarkið er
að slysum sé úthýst úr íslenzku
samfélagi. í því sambandi er vert
að hafa í huga máltækið „flýttu þér
hægt“.
Hannes Þ. Hafstein, forstjóri
SVFÍ, reit hinn 5. júlí síðastliðinn,
um það leyti er átaki félagsins „sem
alla varðar“ var hleypt af stokkun-
um, grein í Morgunblaðið. Millifyr-
irsagnir í grein hans segja mikið,
en þær voru: „Akstur er dauðans
alvara“, „Akstur um öræfaslóðir
krefst aðgæslu", „Varúð við ár og
vötn“ og „Göngum vel um landið —
komum heil heim“!
Víkveiji vill gera niðurlagsorð
Hannesar að sínum, en hann segir
í greininni:
„í ár fögnum við norrænu um-
hverfisári og á þeim vettvangi ber
okkur skylda til að taka höndum
saman og íhuga þá ábyrgð sem þar
felst. Frá mörgum hinna fegurstu
staða eru sagðar miður fagrar sög-
ur um sóðaskap, spjöll á gróðri jarð-
ar og skemmdarverk á ýmsum hlut-
um. Umhverfisvernd er hugtak sem
alla varðar og verum minnug þess
að ill umgengni, trassaskapur og
hirðuleysi eru augljósir slysavaldar.
Göngum því vel um landið.
Þessa dagana er að þefjast
Iandsátak Slysavarnafélags íslands
undir kjörorðinu „Komum heil
heim“.
SVFÍ hvetur ykkur til átaks. Á
þessum fjölþætta vettvangi þarf
samstöðu og samhug hvers og eins
einasta ferðamanns og vegfaranda.
Slysavarnafélag Islands árnar
ykkur góðrar ferðar, ánægjulegrar
útivistar og gleðilegs sumarleyfis.
Festum okkur í minni „að vegurinn
heiman er vegurinn heim“, ef við
sýnum aðgát og tillitssemi á öllum
leiðum. „Komum heil heim“.“