Morgunblaðið - 19.09.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 19.09.1990, Síða 1
 'IL STOFNAÐ 1913 212. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins V estur-E vrópubandalagið: Vilja selja loft- bann gegn Iiak París. Brussel. Reuter. UTANRIKIS- og varnarmálaráðherrar hinna níu ríkja Vestur-Evrópu- bandalagsins ákváðu í gærkvöldi að fara þess á leit við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að það samþykki loftferðabann gegn írak. Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, sagði að ráðherrarnir hefðu verið sammála um að herða þyrfti aðgerðir gegn írak vegna innrásar þeirra í Kúvæt og framferð- is þeirra þar. Hann sagði að Öryggis- ráðið yrði einnig beðið að grípa til aðgerða gegn ríkjum sem virtu við- Doina Cornea: Óguarsljóni við völd í Rúmeníu Strassborg. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DOINA Cornea, rúmenska and- ófskonan, ítrekaði þá skoðun sína á ráðstefnu Evrópuráðsins um lýðræðisþróun í Evrópu í Strass- borg í gær að ógnarstjórn færi með völd í Rúmeníu. Skoraði hún á allar stofnanir Evrópu að styðja þá sem berjast fyrir sönnu lýð- ræði í landinu. Hún sagði að valds- mennirnir töluðu máli lýðræðis en það ætti að dæma þá af verkun- um. Doina Cornéa varð heimskunn á harðstjórnarárum Nicolae Ceauces- cus og tók þátt í að steypa honum af stóli en hefur síðan snúist gegn arftökum hans í Búkarest. Á ráð- stefnunni í Strassborg sagði hún, að nú lægi fyrir rúmenska þinginu nýtt stjórnarfrumvarp um fjölmiðla- löggjöf sem kæfði fijálsa fjölmiðlun í landinu í fæðingu ef það yrði sam- þykkt. Hún benti á að nýlega hefðu meira en 100 ómerktir krossar fundist í kirkjugarði í Búkarest. Staðið hefði verið í vegi fyrir því að frjálst blað gæti rannsakað uppruna þeirra en 45 líkanna hefðu verið grafin eftir 20. júní sl. Cornea lagði til að Rúm- eníustjórn yrði aðeins veitt efna- hagsaðstoð með skilyrðum um aukið lýðræði, frelsi og mannréttindi í landinu. skiptabannið gegn Irak að vettugi. Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands, bauðst í gær til þess að senda sveit 18 F-16 orrustuflugvéla til Tyrklands til þess að framfylgja loftbanni gegn írak ef til banns af því tagi kæmi. Heimildarmenn í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) hermdu í gær áð Sovétmenn hefðu ákveðið að lána Bandaríkjamönnum stórt flutningaskip til þess að flytja bandarísk hergögn til Persaflóa- svæðisins. Mun það ekki eiga sér nein fordæmi og sögðu starfsmenn NATO að samstarf risaveldanna af þessu tagi hefði verið óhugsandi fyrir einu misseri eða svo. George Habash, leiðtogi palest- ínskrar hryðjuverkasveitar, sagði í gær að arabískir hryðjuverkamenn væru reiðubúnir að ráðast á evrópsk og bandarísk skotmörk ef farið yrði með hernaði gegn Saddam Hussein íraksforseta. Sjá „Bush sagður vilja kveða niður...“ á bls. 18. Reuter „ Gæðakona “ en ekki „Járnfrú “ Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, sem nefnd var „Járnfrúin" vegna andstöðu sinnar við sovéska útþenslustefnu, fékk nýtt viðurnefni í gær, þegar hún var viðstödd fund tékkneska þingsins. Alexander Dubcek, forseti þingsins, sem hraktist frá völdum þegar Varsjársbandalagsríkin réðust inn í Tékkósló- vakíu 1968, sagði í ávarpi til hennar: „í okkar huga ert þú ekki lengur „Járnfrúin", heldur „Gæðakon- an“, okkar, kæra Thatcher." Bandarísk stjórnvöld draga úr umsvifum heraflans erlendis: Tæplega 130 herstöðvum verður lokað á næstu árum Bandaríkjamenn reiðubúnir að kalla heim liðsafla frá Filippseyjum í áföngum Washinglon, Manilu. Reuter. DICK Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjannna, skýrði frá því í gær að ákveðið hefði verið að loka 128 bandarískum herstöðvum auk þess sem dregið yrði úr verulega úr starfsemi í 23 til viðbótar. Áætlun þessi tek- ur gildi þegar á næsta fjárlaga- ári, sem hefst í október, en gert er ráð fyrir því að sjálf fram- kvæmdin taki nokkur ár. Þessi ákvörðun mun taka til smærri sem stærri herstöðva í tíu lönd- um og sagði talsmaður banda- ríska varnarmálaráðuneytisins í samtaii við Morgunblaðið í gær að hún snerti á engan hátt varn- arstöðina í Keflavík. Cheney sagði þetta hafa verið ákveðið í ljósi þess að dregið hefði Reuter Atlanta hlaut Olympíuleikana íbúar borgarinnar Atlanta í Georg- íuríki í Bandaríkjunum þustu út á götur í gærmorgun og fögnuðu er tilkynnt var að Ólympíuleikarnir 1996 færu fram þar. Sex borgir höfðu sótt um að fá leikana og varð að kjósa fimm sinnum á milli þeirra. I fyrstu umferð féll Belgrað í Júgóslavíu út, Manchester á Eng- landi í næstu og Melbourne í Ástra- líu í þeirri þriðju. í þessum umferð- um fékk Aþena jafnan flest at- kvæði en í þeirri fjórðu fékk Atl- anta 34, Aþena 30 og Tórontó í Kanada 22. í lokaumferðinni fékk Atlanta, sem er 2,6 milljóna manna borg, hins vegar afg;erandi meiri- hluta eða 51 atkvæði gegn 35 at- kvæðum Aþenu. verulega úr hernaðarógnun af hálfu Sovétmanna auk þess sem fjárlaga- hallinn í Bandaríkjunum hefði einn- ig ráðið þar miklu um. Þremur stór- um stöðvum flughersins, einni á Spáni og tveimur í Vestur-Þýska- landi, verður lokað. í Vestur-Þýska- landi er gert ráð fyrir að rekstri 94 herstöðva verði hætt og dregið verður verulega úr mannafla í 14 til viðbótar. Auk þeirra stöðva sem þegar hafa verið nefndar tekur þessi ákvörðun stjórnvalda til um- svifa Bandaríkjamanna í Grikk- landi, Kanada, Japan, Kóreu, Bret- landi, Ástralíu og á Ítalíu og Bermúda. Níu stöðvum verður lokað í Kóreu, þremur í Bretlandi, Ástr- alíu, Grikklandi og á Ítalíu og einni í Japan. Talsmaður varnarmála- ráðuneytisins, Pete Williams, sagði þetta róttækustu áætlun um tak- markanir hernaðarumsvifa Banda- ríkjamanna frá lokum síðari heims- styijaldarinnar. í gær hófust í Manilu, höfuðborg Filippseyja, viðræður um framtíð herstöðva Bandaríkjamanna á eyj- unum. Richard Armitage, fulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði Banda- ríkjamenn reiðubúna að flytja herlið sitt frá Filippseyjum í áföngum. Hann sagði að öryggishagsmunum ríkja í þessum heimshluta kynni að verða ógnað yrði allt herlið Banda- ríkjamanna á Filippseyjum, um 17.000 manns, kallað heim á skömmum tíma. Hann kvaðst fall- ast á það sjónarmið að ekki væri lengur þörf fyrir svo umfangsmik- inn viðbúnað af hálfu Bandaríkja- manna á Filippseyjum og sagði stjórnvöld vestra telja að unnt yrði að flytja herliðið til Bandaríkjanna á tíu árum. Þessum tillögum Armitage höfn- uðu fulltrúar Filippseyinga og vísaði talsmaður stjórnvalda til yfirlýsing- ar Corazon Aquino forseta frá því á mánudag er hún sagði að hefja bæri viðræður um lokun herstöðva Bandaríkjamanna og brottflutning heraflans þegar í stað. Talsmenn eyjaskeggja hafa sagt að ljúka beri brottflutningnum á þremur til fimm árum. Herstöðvar Bandaríkjamanna á Filippseyjum, flotastöðin við Subic- flóa og Clark-hérflugvöllurinn, eru þær stærstu sem reknar eru utan Bandaríkjanna en auk þeirra eru fjórar smærri stöðvar á eyjunum. Bandarikjamenn hafa haft aðstöðu á Filippseyjum í tæpa öld en núgild- andi herstöðvasamningur rennur út í september á næsta ári. Sjá „Efnahagsástandið kann að veikja . . . “ á bls. ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.