Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 19 Herstöðvar Bandaríkjamanna á Filippseyjum: Efnahag'sástandið kann að veikja samningsstöðu Aquino Manilu. Reuter. Reuter Vinstri sinnaðir herstöðvaandstæðingar á Filippseyjum brenna fána Bandaríkjanna í miðborg Manilu. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, krafðist þess á mánudag að herlið Bandaríkja- manna yrði flutt á brott og í gær sagði fulltrúi George Bush forseta að bandarísk stjórnvöld væru reiðubúin að hefja samn- ingaviðræður um heimkvaðn- ingu hersveitanna í áföngum. Bandaríkjamenn reka tvær stórar herstöðvar á Filippseyj- um, þær stærstu utan Banda- ríkjanna, og hafa eyjaskeggjar af þeim umtalsverðar tekjur. Mikill samdráttur hefur á hinn bóginn orðið nýlega í efna- hagslífí Filippseyinga og kann það að veikja samningsstöðu ríkisstjórnar Corazon Aquino. Við blasir að verði samninga- viðræður hafnar um heimkvaðn- ingu heriiðs Bandaríkjamanna og lokun herstöðva munu þær eink- um snúast um tvennt; tíma og peninga. Bandaríkjamenn munu leggja höfuðáherslu á að tryggja að fækkað verði í herliðinu í áföngum en Filippseyingar munu gera hvað þeir geta til að tryggja að hagsmuni sína á efnahagssvið- inu. Samkvæmt núgildandi samn- ingi, sem gerður var haustið 1988, hafa Bandaríkjamenn skuldbund- ið sig til að greiða 962 milljónir Bandaríkjadala (rúma 53 millj- arða ÍSK) vegna afnota af landi undir herstöðvarnar. Samningur- inn rennur út í september á næsta ári en Filippseyingar munu tæp- ast fá alla upphæðina greidda þar sem samþykkt var á þingi Banda- ríkjanna að 96 milljónum dala, sem renna áttu til Filippseyinga, skyldi varið til aðstoðar við ríki Austur-Evrópu. Efnahagskreppa Auk þessara greiðslna hafa Filippseyingar haft verulegan hag af veru bandaríska herliðsins á eyjunum. í herstöðvunum starfa tæplega 80.000 Fiiippseyingar og er talið að beinar tekjur eyja- skeggja af þessu nemi um einum milljarði Bandaríkjadala (um 56 milljörðum ÍSK) á ári hveiju. Til samanburðar má geta þess að heildarútflutningstekjur eyja- skeggja árið 1989 voru 7,8 millj- arðar Bandaríkjadala. Nú er runnið upp samdráttar- skeið í efnahagslífi Filippseyinga í júlímánuði reið gríðarlegur land- skjálfti yfir eyjarnar og olli gífur- legu tjóni auk þess sem áhrifa Persaflóadeilunnar er tekið að gæta en fjölmargir Filippseyingar störfuðu í Mið-Austurlöndum og sendu tekjur sínar til ættmenna sinna heima. Þúsundir þeirra hafa nú snúið aftur, atvinnuleysi mun að líkindum vaxa auk þess sem hækkun á olíuverði hefur einnig bitnað hart á Filippseyingum. Við þetta bætist síðan að hagvöxtur hefur ekki verið minni frá því Corazon Aquino kom til vaída árið 1986. Þá hefur viðskiptahall- inn farið vaxandi en eyjaskeggjar skulda um 26 milljarða dala er- lendis. Sagði fyrrum efnahagsráð- gjafi forsetans í samtali við Reut- ers-fréttastofuna í gær að algjört hrun blasti við yrði þegar í stað ekki gripið til róttækra aðgerða á efnahagssviðinu. Dýrar áætlanir Filippseyingar hafa uppi áform um að nýta mannvirkin sem Bandaríkjamenn hafa reist. Hug- myndin er sú að breyta flotastöð- inni við Subic-flóa þannig að þar geti farið fram viðgerðir á skipum og Clark-herflugstöðina, sem er rúma 80 kílómetra frá höfuðborg- inni Maniiu, hyggjast stjórnvöld nýta sem alþjóðlegan flugvöli. Sérfræðingar segja að það muni ■ kosta milljarða Bandaríkjadaia að hrinda þessum áformum í fram- kvæmd og benda á að andvirði fatseigna, sem í ráði er að selja í Manilu verði höfuðstöðvar stjórnarhersins fluttar til Clark eða Subic-herstöðvarinnar, muni hvergi nærri duga til að standa undir þeim kostnaði. Kúvæski fáninn aðhún Kúvæskir íþróttamenn fylgjast með er þjóðfáni þeirra er dreginn að hún í Peking í gær en þar hefjast Asíuleikarnir í íþróttum næstu daga. Hluti fyrirhugaðra þátttakenda frá Kúvæt er kominn til Kína þar sem þeir voru fjarri heimalandinu við æfingar er Irak- ar réðust inn í Kúvæt 2. ágúst sl. og urðu því ekki innlyksa þar. Talið er nær öruggt að írökum verði meinuð þátttaka í leikunum vegna innrásarinnar. VERDUR ÞÚ (ENNÞÁ) í STJÓRNUNARSTÖÐU EFTIR TVÖ EDA TÍU ÁR? KYNNTU ÞÉR EFTIRFARANDI VALKOSTI í LENGRA NAMI: FJÁRMÁLANÁM, 40 klst., hefst l.okt. MARKAÐS- OG SÖLUNÁM 60 klst., hefst 2. okt. "PUBLIC RELATIONS" almennlngstengsl, 42 klst., hefst 30. okt. STJÓRNANDINN OG STARFSMAÐURINN, 54 klst., hefst 15. okt. STJÓRNUN í FRAMLEIÐSLU, 60 klst., hefst 2. okt. STJÓRNUNARNÁM, 60 klst., hefst I. okt. ÞRÓUN VÖRU OG ÞJÓNUSTU, 44 klst., hefst 18 sept. Stjórnunarfélag Islands byggir ó 30 óra reynslu og hópi þrautreyndra leiðbeinenda. Slóðu ó þróðlnn í síma 621066 Stjórnunarfélag islands ÁNANAUSTUM 15, 101 REYKJAVlK Reuter Austur-Þýskaland: Sex ráðherrar fyrr- um liðsmenn Stasi? Austur-Berlín. Reuter og The Daily Telegraph. ÞYSK dagblöð skýrðu frá því um helgina að sex núverandi og fyrr- verandi ráðherrar í Austur- Þýskalandi væru grunaðir um að hafa unnið fyrir Stasi, örygg- islögreglu landsins í tíð kommún- ista. Þar á meðal er Rainer Epp- elmann, varnarmálaráðherra. Vestur-þýska dagblaðið Bild sagði um helgina að 68 austur- þýskir þingmenn af 400 væru grun- aðir um að hafa unnið fyrir Stasi þar á meðal sex fyrrverandi eða núverandi ráðherrar. Blaðið byggði frásögn sína á upplýsingum frá Werner Fischer, sem var formaður borgaranefndar þeirrar sem fylgd- ist með upprætingu Stasi frá því fyrir jól þangað til kosningar voru haldnar í mars síðastliðnum. Fis- cher segist óánægður með hvernig austur-þýsk’ yfirvöld hafa með- höndlað upplýsingar um fortíð þing- manna. Að sögn Bild eru ráðherrarnir sem liggja undir grun auk Eppel- manns þeir Axel Viehweger bygg- ingarmálaráðherra, Karl-Hermann Steinberg umhverfismálaráðherra, Klaus Reichenberg, starfsmaður forsætisráðuneytisins með ráðher- ranafnbót, Gerhard Pohl, fyrrum efnahagsmálaráðherra, og Frank Terpe, fyrrum ráðherra vísindar- annsókna. Austur-þýsk dagblöð Rainer Eppelmann birtu svipaðar fréttir um heigina og brást Lothar de Maiziere forsæt- isráðherra við með því að skipa hin- um þremur starfandi ráðherrUm að mæta til yfirheyrslu hjá þingnefnd. Eppelmann, Steinberg, Viehwe- ger og Reichenberg hafa allir neitað þessum ásökunum og fullyrða að fortíð þeirra hafi verið rækilega könnuð áður en þeir tóku við emb- ætti eftir þingkosningarnar í mars. „Ég hef þúsund prósent hreina sam- visku. Mannorð mitt er óflekkað," hafði Bild eftir Reichenberg. Talið er að 85.000 manns hafi unnið í fullu starfi hjá Stasi á sínum tíma en hálf milljón manna hafi auk þess verið uppljóstrarar í hluta- starfi. Fulltrúaráð siálfstæðisfélaqanna í Reykjqvík Fundur verður í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótel Sögu íkvöld, miðvikudag 19. september, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör vegna alþingiskosninganna ívor. 2. Ræða. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 3. Önnurmál. Fundarstjóri: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Vinsamlega athugið að fundurinn er eingöngu opinn félögum í fulltrúaráði sjálf- stæðisfélaganna. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.