Morgunblaðið - 19.09.1990, Page 24

Morgunblaðið - 19.09.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 Ráðstefna um ís- lenska bókfræði í nútíð og framtíð _í(í$ÁÐSTEFNA um íslenska bókfræði í nútíð og framtíð verður haldin að frumkvæmði Háskólans á Akureyri á Hótel KEA í morg- un og föstudag. Fjölmörg erindi verða flutt og koma m.a. ljórir norrænir fyrirlesarar á ráðstefnuna. Mikill skortur er á íslenskum bókfræðiverkum og að margra áliti er löngu tímabært að gerð verði úttekt á stöðu íslenskrar bókfræði og mörkuð stefna til framtíðar, segir í fréttatilkynn- ingu. Þar segir að með þeirri aukn- ingu sem orðið hefur í útgáfu í landinu á síðustu árum hefur þörf- in fyrir endurskoðun og átak orðið brýn. Mikii þekking og íslenskt hugvit séu fólgin í verkum íslenskra fræðimanna sem birst ^hafa t.d. í íslenskum tímaritum. Skrá verði þessa þekkingu og gera hana aðgengilega notendum bæði innanlands og utan, svo hún nýtist sem skyldi. Fram kemur að takmarkið sé að koma íslensku hugviti, rann- sóknarniðurstöðum og öðru efni sem birst hefur í íslenskum ritum á alþjóðlegan ugplýsingamarkað. Með því komist ísland inn á kort erlendra vísindamanna. „Við ber- um ábyrgð á og erum í raun skyld- -ug til að gera það sem Islendingar skrifa og þá um leið íslenskt hug- vit aðgengilegt bæði Islendingum og útlendingum,“ segir í tilkynn- ingunni. Á ráðstefnunnþ verður staða bókfræðinnar á Islandi könnuð með því að leiða saman sérfræð- inga og jafnframt kynnast því hvernig málum er háttað erlendis. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um tölvunotkun við bók- fræðivinnu og miðlun bókfræði- verka. Ráðstefnugestum verður kynnt hvernig unnið er að skrán- ingu upplýsinga á Norðurlöndum með sérstaka áherslu á tölvuvæð- ingu og beinlínu aðgang að bók- fræðiverkum I tölvum. í tengslum við ráðstefnuna verður sýning á geisladiskum og kynning á þjónustu fyrirtækjanna Faxon og Blackwell’s sem eru ein stærstu bóksölufyrirtæki í Evrópu, einnig mun fyrirtækið Tæknival leggja til allan tölvubúnað vegna sýningarinnar og kynna vélbúnað fyrir geisladiska. Öll erindi og álitsgerðir ráð- stefnunnar verða gefin út að henni lokinni og hefur Rannsóknarsjóður Háskólans á Akureyri veitt styrk til þess verks. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti snjórinn Fyrsti snjókarlinn leit dagsins ljós í gær á barnaheimilinu Holtakoti og er ekki annað að sjæá en hann kunni vel við sig ásamt sínum nánustu. Frá framkvæmdum við Dalvíkurhöfn. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Umiið að stækkun Dalvíkurhafiiar Dalvík. í SUMAR hefur verið unnið að því að byggja varnargarð norðan norðurgarðs í Dalvíkurhöfn fyrir væntanlega uppfyllingu. Ráð- gert er að þannig skapist 14-15 þúsund fermetra aukið landrými við höfnina. Uppfyllingin og garðurinn er hluti af heildaruppbygg- ingu Dalvíkurhafnar, en árið 1978 var gert af henni líkan hjá Hafnarmálastofnun og gerðar straumfræðilegar rannsóknir á því. Gijót til framkvæmdarinnar er sprengt í landi Sauðaness á Upsa- strönd og er stefnt að því að ljúka byggingu varnargarðs nú í haust, en þá er enn eftir að fylla upp í eiðið sem skapast. Með tilkomu uppfyllingarinnar batnar öll að- staða fyrir flutninga um höfnina, en veruleg aukning hefur orðið á inn- og útflutningi um Dalvíkur- höfn undanfarin ár og hefur um- ferð flutningaskipa liðlega þre- faldast síðustu 7 ár. Sambands- skip og Eimskip hafa aukið um- svip sín á Dalvík. Kaupfélag Ey- firðinga annast afgreiðslu fyrir Sambandsskip en Eimskip hefur sótt um 2.000 fermetra lóð við höfnina undir starfsemi sína og hyggst byggja þar stóra vöru- skemmu. Fréttaritari A KEA hefur áhuga á kaupum hlutabréfa í HO: Markmiðið að halda úti veiðum og- vinnslu - segir Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri MAGNÚS Gauti Gautason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga segir að umræður um sölu á meirihluta hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hafi ýtt undir það að félagið hefur nú óskað eftir viðræð- um við stjórn HÓ með það í huga að gera tilboð í hlutabréfin. Hann segir að jnargoft hafi kaupfélaginu borist óskir frá félagsmönnum sínum í Ólafsfirði um að félagið tæki virkari þátt í atvinnulífínu í bænum og auk þess sjái menn helst inöguleika á að stækka við sig á sjávarútvegssviðinu. Því hafi verið óskað eftir viðræðum við stjórn HÓ um kaup á fyrirtækinu nú. í kjölfar umræðna um sölu á hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Ólafs- ljarðar, segir Magnús Gauti að KEA hafi óskað eftir tækifæri til að kynna sér stöðu og rekstur HÓ með það í huga að gera tilboð í meirihluta hlutabréfanna. „Þetta er beiðni frá okkur um að fá tækifæri til að skoða málið, það hefur engin ákvörðun verið tekin enn,“ sagði Magnús Gauti. Hann sagði að Kaupfélag Eyfirð- inga hefði áhuga á að færa sig meira yfir á sjávarútvegssviðið. Þar sæju menn möguleika á að unnt væri að stækka við sig, bæði í vinnslu og útgerð. Auk þess sem möguleikar væru fyrir hendi varð- andi stækkun á þessu sviði, sagði Magnús Gauti að margoft hefðu komið fram óskir félagsmanna í Ólafsfirði um að kaupfélagið tæki virkari þátt í atvinnulífinu á staðn- um. Kaupfélag Eyfirðinga rekur nú matvöruverslun í Ólafsfirði og eru umsvif þess í bænum mun minni en t.d.í nágrannabænum Dalvík þar sem félagið er með margvíslegan rekstur. I bréfi kaupfélagsstjóra til for- manns stjórnar HO ségir m.a. að markmið Kaupfélags Eyfirðinga varðandi reksturinn yrði tvíþætt, annars vegar að efla þennan þátt starfseminnar hjá kaupfélaginu og hins vegar að halda uppi veiðum og fiskvinnslu í Ólafsfirði og taka Jón Víkingsson hefur síðustu fimm ár haft umsjón með kjötborði í verslun KEA í Sunnuhlíð, en hann er lærður þjónn. Jón skrifaði undir samning um leigu verslunarinnar í gær og er hann til eins árs í senn, en við rekstrinum tekur hann um næstu mánaðamót. Fyrirhugað er að gera nokkrar breytingar á versl- uninni þannig að hún verður lokuð fyrstu dagana í oktober. „Mér líst vel á að reka verslun í Innbænum, í þessu húsnæði hefur verið rekin verslun mjög lengi og þetta er líklega ein elsta verslun bæjarins," sagði Jón. Hann kvaðst myndu leggja mikla áherslu á gott kjötúrval i versluninni og jafnvel væri á döfinni að kaupa í nýtt kjöt- þannig virkari þátt í atvinnulífi Ólafsfirðinga en um það hafi beiðn- ir margoft komið fram frá félags- fólki í bænum. „Okkar markmið yrði að halda úti fiskvinnslu og útgerð í Ólafs- firði, við erum alls ekki að óska eftir kaupum á hlutabréfunum til þess eins að selja eignir í burtu. Það samræmist ekki markmiðum kaupfélagsins og menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Magnús Gauti. borð ef salan yrði góð. Þá hefur hann einnig í hyggju að lengja opn- unartíma verslunarinnar og reiknaði hann með að hún yrði opin til 22 á kvöldin alla daga. „Eg vona að Innbæingar sem og aðrir bæjarbúar taki vel á móti mér, ég hef trú á að þeir vilji hafa opna hverfisverslun og því býst ég ekki við öðru en að vel gangi að reka þarna verslun." Verslun KEA á Hauganesi var einnig auglýst til sölu eða leigu, þar sem félagið ætlar að hætta þar versl- unarrekstri. Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri sagði að enn væri ekki frágengið hvernig málum yrði háttað, en í gangi væru viðræður við ákveðinn aðila. Jón Yíkingsson tekur eina af verslunum KEA á leigu JÓN Víkingsson, hefur tekið á leigu verslun Kaupfélags Eyfirðinga á Hafnarstræti 20, Höepfner, sem kölluð er. Viðræður standa yfír við ákveðinn aðila um leigu verslunar félagsins á Hauganesi, en fyrir nokkru var ákveðið að selja eða leiga þessar verslanir þar sem þær höfðu ekki skilað hagnaði um nokkurt skeið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.