Morgunblaðið - 05.10.1990, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
Sakadómur Reykjavíkur um meiðyrðamál:
Ekki dæmt 1 málinu
að ákæru óbreyttri
*
Akæruvald kærir til Hæstaréttar
ARNGRÍMUR ísberg sakadómari hafnaði í gær kröfu ríkissaksókn-
ara um að mál ákæruvaldsins gegn Halli Magnússyni, vegna meintra
ærumeiðandi ummæla í garð séra Þóris Stephensens í grein sem
Hallur ritaði í dagblaðið Tímann, verði tekið til dómsmeðferðar og
dómsálagningar að nýju samkvæmt upphaflegri ákæru í málinu.
Neitun dómarans var á því byggð að Hæstiréttur hefði með dómi
17. maí síðastliðinn vísað málinu frá héraðsdómi og því sé ekki
mögulegt að hefja nýja málsmeðferð fyrir sakadómi á grundvelli
þeirrar ákæru.
Ákæruvaldið hefur skotið
ákvörðun dómarans til Hæstarétt-
ar, krafist þess að henni verði
hrundið og sakadómi verði gert
skylt að taka málið til dómsmeð-
ferðar og dómsálagningar sam-
kvæmt fyrirliggjandi ákæru.
Krafa ákæruvaldsins er studd
þeim rökum að með dómi Hæsta-
réttar hafi dómur sakadóms og
málsmeðferð verið felld úr gildi og
málinu vísað frá héraðsdómi. Hins
vegar hafi ákæru ekki verið vísað
frá héraðsdómi og standi hún því
óhögguð og ódæmd að efni til.
Meirihluti Hæstaréttar hafði
vísað upphaflegum dómi sakadóms
frá, en þar var Halli gert að greiða
40 þúsund króna sekt og 150 þús-
und króna miskabætur, þar sem
ákæruvald hafði ekki sótt þing í
málinu en það hefði því verið rétt
þar sem í málinu væru vafaatriði
og þýðingarmikið úrlausnarefni,
sem snerti 72. grein stjórnarskrár-
innar.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Beðið eftir„Þotuhreiðrinu“
FRAMKVÆMDUM við undirstöður listaverkanna
Þotuhreiðrið og Regnboginn eftir listamennina
Magnús Tómasson og Rúrí sem sett verða upp
við flugstöð Leifs Eiríkssonar er nú að ljúka og
að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra
verða verkin væntanlega sett upp um áramót.
Byggingamefnd flugstöðvarinnar efndi til sam-
keppni um listaverk sem sett yrði upp við stöðina
og urðu verk Magnúsar og Rúríar hlutskörpdst í
samkeppninni.
-
VEÐUR
Sjálfstæðisflokkurinn:
Opið prófkjör sam-
þykkt á Reykjanesi
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi ákvað á mið-
vikudagskvöld að halda opið prófkjör og verður það 10. nóvember.
Einnig var samþykkt að óska eftir því við miðsljórn Sjálfstæðisflokks-
ins að undanþága fáist frá því ákvæði prófkjörsreglna flokksins að
undirrita þurfi stuðningsyfirlýsingu áður en kosið er í prófkjöri sé
viðkomandi ekki félagi í Sjálfstæðisflokknum. Verður beiðni þessa
efnis tekin fyrir á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag.
Bragi Mikaelsson, formaður kjör-
dæmisráðsins, sagði 135 hafa verið
á fundinum og hefðu atkvæði verið
greidd um hvort halda ætti prófkjör
eða ekki. Var niðurstaðan sú að 109
vildu prófkjör. Þá var kosið um fyr-
irkomulag prófkjörsins og vildu 95
að prófkjörið yrði opið. Framboðs-
frestur fyrir prófkjörið er til 15.
október.
Matthías Á. Mathiesen, alþingis-
maður, hefur lýst því yfír að hann
gefí ekki kost á sér til framboðs á
ný og var honum þakkað langt starf
í þágu flokksins í kjördæminu á
fundinum.
I upphafí fundarins minntist
Bragi Mikaelsson tveggja látinna
félaga, sem látist hefðu frá síðasta
fundi kjördæmisráðsins, þeirra
Geirs Hallgrímssonar, fyrrum þing-
manns, ráðherra og formanns Sjálf--
stæðisfiokksins og Sverris Júlíus-
sonar, þingmanns flokksins fyrir
Reykjaneskjördæmi á árunum
1963-1971. Hann bað fundarmenn
að rísa úr sætum til að votta minn-
ingu látinna foringja flokksins virð-
ingu sína.
VEÐURHORFUR í DAG, 5. OKTÓBER
YFIRt.IT í GÆR: Um 200 km suðaustur af Jan Mayen er 972 mb
lægð sem hreyfist lítið í bili en mun fara að grynnast í nótt og
þokast norðaustur. Um 800 km suðvestur af Reykjanesi er 990
mb tægð sem- þokast austnorðaustur.
SPÁ: Norðaustan- og austanátt, Kaldi eða stinningskaldi austan til
á landtnu, en gota eða kaldi vestanlands. Á annesjum austantands
verða stydduéi en smáskúrir við ströndina.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg norðan- og norðaustan
átt. Smáskúrir eða slydduél á annesjum norðaustanlands en að
mestu úrkomutaust í öðrum landshtutum. Hitr 1-3 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan- eða suðvestan katdi eða stinn-
ingskaidi vestan tit á landinu en hægara annars staðar. Á Suðvest-
ur- og Vesturlandi má búast við smáskúrum en þurrt í öðrum iands-
hlutum. Hiti 5-6 stig.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Ncrðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ r r
r / r / Rigning
r r r
* / *
/ * / * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-J Q° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
'y' Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, 5 Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hitl 1 4 veður slydduél (éttskýjað
Bergen 40 skýjað
Heisinki 7 þokumóða
toupmannahötn vantar
Narssarssuaq 3 alskýjað
Nuuk 1 slydd
Osto m fikýjað
Stokkhólmur 14 þokumóða
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 22 skýjað
Amsterdam 44 léttskýjað
Barcelona 18 rigning
BerKn 13 rigning
Chicago 27 heiðskírt
Feneyjar 20 þokumóða
Frankturt 14 þokumóða
Qtasgow 13 skúr á sfð.klst.
Hamborg 13 skúrásið.klst.
Las Palmas 26 skýjað
London 1S skýjað
LosAngeks 25 neiðskírt
Luxemborg 13 láttskýjað
Madrid 22 iettskýjað
Malaga 28 iéttskýjað
MaBorca 24 skýjað
Montreal 16 skýjað
NewYork vantar
Ortando vantar
París 18 skýjað
Itóm 28 skýjað
Vín 14 skýjað
Washington vantar
Winnipeg 14 skýjað
Sjálfstæðisflokkurinn:
Fimm nýir þátttak-
endur í prófkjöri
KRISTJÁN Guðmundsson, trésmiður, Lára Margrét Ragnarsdóttir,
hagfræðingur hjá Ríkisspítölunum, Ólafur ísleifsson, hagfræðingur
hjá Seðlabanka íslands, Rannveig Tryggradóttir, húsmóðir og þýð-
andi, og Þuríður Pálsdóttir, yfirkennari Söngskólans í Reykjavík,
hafa lýst yfir þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
föstudaginn 26. og laugardaginn 27. þessa mánaðar.
Kristján Guðmundsson er for-
maður Málfundafélagsins Óðins.
Lára Margrét Ragnarsdóttir er for-
maður heilbrigðis- 'og trygginga-
málanefndar Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur ísleifsson hefur setið í stjóm
SUS og situr í efnahagsnefnd Sjálf-
stæðisflokksins. Hann var efna-
hagsráðgjafí ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar 1987-1988. Rannveig
Tryggvadóttir situr í fulltrúaráði
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þuríður Pálsdóttir á sæti í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins.
Fyrsta loðnan á land
Nokkur skip eru nú í leit að loðnu
ÞÓRSHAMAR GK landaði í Bolungarvík í gær 40 tonnum af smá-
loðnu, sem fengust fékk við Kolbeinsey en skipið fór til loðnuleitar
um helgina. Þetta er í fyrsta skipti, sem íslenskt skip landar loðnu
á vertíðinni.
Rannsóknaskipið Árni Friðriks-
son og Hilmir SU hafa einnig verið
í loðnuleit undanfama daga, svo og
leita Börkur NK og Súlan EA að
loðnu á næstunni. Hilmir SU hefur
verið á Halamiðum og Ámi Frið-
riksson á Dohrnbankanum. Ámi
Friðriksson fór út á mánudag en
skipið verður í loðnurannsóknum til
10. nóvember. Rannsóknaskipið
Bjami Sæmundsson verður í loðnu-
rannsóknum 1. til 20. nóvember.
i
§
>
i
i
1