Morgunblaðið - 05.10.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 5. OKTÓBER 1990
13
Tafla II
Hátækni og „viðbótar
lífsgæðaár" eftir aðgerð.
Nýrnasíun.............. 5-6 ár
Hjartaflutningar.... 5 ár
Kransæðaaðgerðir
vinstra megin stofn .... 6 ár
Nýrnaflutningar..... 5 ár
Mjaðmaaðgerðir...... 4 ár
Brit. med. J. 1985 291:326-329.
Viðbrögð
heilbrigðisstarfsfólks vegna
langra biðlista
Viðbrögð þeirra er starfa á
sjúkrastofnunum við:
1) Auknu sjúklingaflæði.
2) Veikari og eldri sjúklingum.
3) Nær óbreyttum fjölda rúma.
4) Sumarlokunum.
5) Mun meira vinnuálagi,
er að stytta sem mest legutíma
sjúklinga.
Legutími, sérstaklega á bráða-
sjúkrahúsum, hefur styst mjög eða
svipað og í nágrannalöndum.
(Health Stat. in the Nordic Countri-
es 1989.)
Nú hefur verið gengið of langt í
þessu efni og má nefna eftirfarandi
dæmi:
1) Kviðslitssjúklingar eru sendir
heim samdægurs eftir aðgerð.
2) Sjúklingar eru útskrifaðir á
öðrum degi eftir botnlangabólguað-
gerð.
3) Sængurkonur eru sendar
heim á öðrum til þriðja degi ef ekk-
ert sérstakt bjátar á.
4) Geðsjúkir eru útskrifaðir mun
fyrr en áður. í athugun er fór fram
fyrir nokkrum árum kom í ljós að
tíðni sjálfsmorða meðal útskrifaðra
hafði hækkað á árunum 1965-1974
miðað við tímabilið 1955-1964.
Ýmsar óþekktar ástæður geta legið
að baki þessum breytingum en
óneitanlega kemur í hug að sumir
hafi verið útskrifaðir of fljótt.
5) Alvarlega veikir geðsjúkling-
ar eru útskrifaðir of fijótt. Þetta
hefur skapað nær óviðunandi
ástand á heimilum og í sumum til-
fellum gengið svo náiægt nánustu
aðstandendum að heimiiin eru í
upplausn.
6) Hjúkrunarsjúklingar eru út-
skrifaðir svo illa haldnir að aðstand-
endur ráða ekki við að sinna þeim.
7) Á sumarkomutíma eru allt að
80% sjúklinganna lagðir inn á
bráðainnlögn, sem þýðir að fólk
með t.d. langvinna sjúkdóma er
ekki vistað á sjúkrahúsi fyrr en það
er orðið alvarlega veikt. Þar með
er dregið mjög úr batahorfum
þeirra.
Fleira mætti til nefna en hér
verður staðið numið.
Höfundur er landlæknir.
Nesj avallavirkj uii
eftir Birgi ísleif
Gunnarsson
Það var ánægjulegur viðburður
þegar Nesjavallavirkjun var form-
lega gangsett á dögunum. Með þeirri
framkvæmd hefur Hitaveita
Reykjavíkur bætt enn einu verkinu
í afrekaskrá sína. Sögu HR má rekja
allt aftur til ársins 1928, en þá hóf-
ust boranir eftir heitu vatni við
þvottalaugarnar í Reykjavík. Þar
fengust 14 sekúndulítrar af 87 gráðu
heitu vatni. Það var leitt um 3 kíló-
metra leiðslu í Sundhöll Reykjavík-
ur, sem þá var nýreist og auk þess
í 70 íbúðarhús og tvo skóla.
Framsyni
Reynslan af þessu framtaki var
góð og árið 1933 var með góðum
árangri borað eftir heitu vatni á
Reykjum í Mosfellssveit. Árið 1939
var hafin lagning hitaveitu frá
Reykjum og dreifingarkerfi lagt inn-
an borgarinnar og var því lokið á
árinu 1943. Og áfram var haldið og
með tilraunaborunum og jarðeðlis-
fræðilegum athugunum fundust ný
jarðhitasvæði í sjálfri borginni og
þannig jókst enn afkastageta HR
og í dag þjónar fyrirtækið um 130
þúsund manns, þ.e. Reykjavík og
öllum nágrannasveitarfélögunum
nema Seltjarnarnesi sem rekur eigin
hitaveitu.
Ef velja ætti HR einkunnarorð
þá myndi ég velja orðið framsýni.
Stjórnendur fyrirtækisins og borgar-
yfirvöld hafa á hveijum tíma tekið
höndum saman um að horfa langt
fram á veginn og búa í haginn fyrir
framtíð fyrirtækisins. Það var óneit-
anlega framsýni árið 1964 að kaupa
jörðina Nesjavelli. Rúmlega aldar-
fjórðungi síðar er sú framsýni nú
að skila sér í glæsilegri virkjun. Á
sama hátt er það framsýni að borg-
in skuli hafa keypt fleiri jarðir á
þessu svæði eins og t.d. Ölfusvatn.
Margar þessar ákvarðanir hafa verið
teknar í hörku ágreiningi við
skammsýna stjórnmálamenn, en
sem betur fer hefur ekki verið á þá
hlustað.
íslenskt hugvit
Nesjavallavirkjun er fyrsta há-
hitavirkjun HR. Kalt vatn er tekið
úr borholum við Þingvallavatn og
það hitað upp og því síðan dælt 83
stiga heitu 27 kílómetra leið að hita-
veitugeymunum í Grafarholti. Fyrir
leikmann hljómar það ótrúlega að
vatnið skuli ekki kólna meira en um
2 gráður á þessari löngu leið. Það
er ástæða til að vekja sérstaka at-
mæli er oft leitað til íslendinga til
hygli á því að það er að öllu leyti
Birgir ísleifur Gunnarsson
„Ef velja ætti HR ein-
kunnarorð þá myndi ég
velja orðið framsýni.“
íslenskt hugvit sem liggur að baki
þessari virkjun. íslendingar hafa til-
einkað sér þá tækni og þekkingu sem
dugir til að leysa öll þau vandamál
sem upp koma við hönnun og bygg-
ingu slíkrar virkjunar. í vaxandi
að annast verkefni á þessu sviði er-
lendis. Þetta er dæmi um þekkingu
sem við þurfum markvisst að leita
eftir mörkuðum fyrir erlendis.
Skattlagningu mótmælt
Hitaveita Reykjavíkur er öflugt
Húrra,
Karl Agúst
í Morgunblaðinu- í gær birtir Karl
Ágúst Úlfsson ítarlega greiningu á
„Orfá sæti laus,“ sem hann sjálfur
er handritshöfundur að. Greining-
unni er sýnilega ætlað að vera leið-
beiningatexti fyrir þá sem hafa
hugsað sér að sjá sýninguna. Karli
er greinilega ljóst að verk hans og
vinnubrögð eru ekki skýrari en svo
að full þörf er á bókmenntalegu
landakorti. Það var þó lán í óláni
að Karl Ágúst skuli sjálfur skilja
verkið. Og lukka fyrir íslendinga
að eignast eigin Sjeikspír.
Ég vil einnig óska Karli Ágúst
til hamingju með lofsamlega gagn-
rýni um éigin sýningu í umræddri
grein; einu lofsamlegu gagnrýnina
sem birst hefur.
fyrirtæki sem veitir borgarbúum
góða og ódýra þjónustu, en jafn-'
framt fjárhagslega sterk. Þess vegna
hefur HR getað lagt fjármagn í
framkvæmdir sem fegra borgina og
stuðla að fjölbreyttara mannlífi.
Dæmi um það eru framkvæmdirnar
í Öskjuhlíð, bæði skógræktin og hið
skemmtiiega útsýnishús sem risið
hefur á hitaveitugeymunum.
Hin sterka staða HR er oft litin
öfundaraugum af ýmsum stjórn-
málamönnum vinstri fiokkanna.
Vinstri stjórnirnar í landinu hafa
margar gert tilraunir til að skatt-
leggja hitaveituna sérstaklega. Svo
var langt komið á síðasta Alþingi
að fjármálaráðherra lagði fram
frumvarp um sérstakan orkuskatt
sem var ekki síst stílaður á Hita-
veitu Reykjavíkur. Öllum slikum at-
lögum hefur verið hrundið hingað
til. Reykvíkingar munu heldur ekki
þola það að HR verði gerð að ein-
hverri mjólkurkú fýrir skattglaða
vinstri ráðherra.
Á þessum tímamótum er ástæða
til að óska öllum aðstandendum
þessarar virkjunar til hamingju með
merkilegan áfanga. Á engan er hall-
að þó að Jóhannes Zoéga fyrrver-
andi hitaveitustjóri sé sérstaklega
tilgreindur. Hann hefur verið óþreyt-
andi talsmaður þessarar virkjunar
og aldrei látið neinn bilbug á sér
finna.
Höfundur er einn af
alþingismönnum
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjavíkurkjördæmi.
Súsanna Svavarsdóttir
UM ÚRVAL AF DÝNUM?
5.998,-
7.686,-
4.200,-
7.997,-
10.248,-
5.040,-
10.282,-
13.176,-
6.160,-
13.709,-
17.568,-
160
8.960,-
18.278,-
23.424,-
vali og með frágangi eftir þínu höfði. Hér eru nokkur dæmi um verð á óklæddum svampdýnum:
„Eggjabakkadýna
Heilsuyfirdýna,
loftræstir og einangrar.
Einstökfjöðrun
//
VERÐ
útbúum aó sjálfsögðu dýnuver og klæðum með áklæði af lager
eða tillögðu efni. Bjóðum einnig uppá hundruð mismunandi áklæða
með pöntunarþjónustu okkar. LÍTTU INN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ
SNÆIAND
SKEIFAN 8-108 REYKJAVÍK SÍMI óS'5588
nr
vettmnn
PHILIPS - WHIRLPOOL
FRYSTISKÁPAR OG KISTUfí
Góð tæki - Gott verð
^phiups Whirlpool
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20
ISCUtOUHgUM,