Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 -___ Opið bréf til alþingismanna Málefni: Fiskvinnsla án hráefnis Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi opið bréf til alþingis- manna frá stjórn Félags fisk- kaupenda á fiskmörkuðum: Stjórn Félags fískkaupenda á fiskmörkuðum (FFF) viil fyrir hönd félagsmanna sinna og starfsfólks þeirra vekja athygli ykkar á að langvarandi fiskskortur, vegna út,- flutnings á óunnum fiski, veldur því að flest fiskvinnslufyrirtæki í landinu og sérstaklega þau, sem byggja hráefniskaup sín á framboði fisks á fiskmörkuðum, mundu kom- ast í þrot ef ekki verður breyting á og fiskframboð eykst hér innan- lands. Með þessu opna bréfi viljum við koma á framfæri við ykkur upplýsingum og hugmyndum um þessi mál, sem við erum ekki vissir um að þið hafið velt fyrir ykkur en teljum að eigi erindi til ykkar og einnig til almennings, þ.e. ef innlend fiskvinnsla er þjóðinni þóknanleg. Sérstök fiskvinnslustefna Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stendur: „Mörkuð verður sérstök fiskvinnslustefna." Við lýsum eftir henni og óskum að alþingismenn taki höndum saman um að hjálpa ríkisstjóminni við mörkun fiskvinnslustefnu. Aðgerðarleysi jafngildir hinsveg- ar fiskvinnslustefnu, sem kveður á um að íslensk fiskvinnsiufyrirtæki verði markvisst þurrkuð út, með tiiheyrandi atvinnuleysi ■ á næstu mánuðum, en nú þegar hafa fyrir- tæki hætt starfsemi af þessum sök- um. Fiskvinnslan flyst þá til Evr- ópubandalagslanda, eins og EB sækist eftir. Örlög fiskvinnslunnar hjá útvegsmönnum! Segja má að fiskvinnslustefna á íslandi sé nokkuð sem gleymdist að móta við gerð núverandi kvóta- laga. Reynt var að koma á fram- færi skoðun fiskvinnslunnar m.a. með því að minnast á „fiskvinnslu- kvóta“ eða „byggðakvóta" en hvort tveggja mistókst er núverandi kvótakerfi leit dagsins ljós. íslensk útgerð hefur því fengið einkaleyfi til veiða á íslandsmiðum, án skil- yrða um sölu- eða ráðstöfunarfyrir- komulag, sem nú stefnir fisk- vinnslufyrirtækjum um allt lánd í voða. Viðmiðunarárin frá 1981 til 1983 hafa fært þeim sem skipa sér nú í hóp útgerðarmanna skilyrðis- lausan rétt til að ráða örlögum, ekki aðeins hinna ýmsu fiskvinnslu- fyrirtækja í landinu heldur heilla byggðarlaga. Margir útvegsmenn hafa hundsað aðgerðir ráðamanna til að draga úr gegndarlausum ut- flutningi óunnins fisks til EB-land- anna og ekki skejdt um hvert fisk- vinnslan stefnir. Afleiðingarnar eiga eftir að koma enn betur í ljós er til framkvæmda laganna kemur um næstu áramót, ef ekki verður tekið hart á þessari óstjórn og hug- að að verslunarháttum og verðlags- máium þess afla er útgerðin hefur fengið einkarétt á að ráðstafa. Hvernig er fiskvinnslustefnan í EB-löndunum? Fiskiskipum í Evrópubandalag- inu er gert skylt að landa öllum sínum afla á uppboðsmörkuðum, jafnvel þótt fyrirtækið eigi bæði fiskvinnslu og útgerð. Þetta er gert innan EB til þess að mismuna ekki fyrirtækjum og atvinnugreinum eft- ir þvf hvort þau reka útgerð eða ekki. Þannig getur fiskvinnslufyrir- tæki sem rekur útgerð ekki hagað verðlagningu á hráefni til eigin vinnslu eftir geðþótta. Öll vinnsla innan EB kaupir því „sitt“ hráefni á mörkuðum. Slík ákvæði EB um sölu hráefna á mörkuðum eru enda í samræmi við alþjóðleg lög, reglur og samþykktir m.a. um reiknings- skil fyrirtækja og skatta. Ákvæði um svokallað flutningsverð (trans-' fer price) er dæmi um slíkt s.s. ál- verð hér á landi, sem annarstaðar. Álfélögin geta ekki hagað verðlagn- ingu á hráefni í einu landi eftir geðþótta til vinnslu í öðru landi (hækkun í hafi). Slíkt brýtur í bága við alþjóðalög og samþykktir eins og fyrr er getið. Háir tollar á unnum fiskafurðum eru settir til að knýja á um innflutn- ing hráefna til bandalagsins í stað fullunninna afurða. Þetta er mis- jafnt eftir tegundum og fer eftir því hvort viðkomandi fisktegund er veidd í lögsögu EB eða er alfarið innflutt. Þetta er fiskvinnslustefna, sem miðar að því að auka og styrkja úrvinndu hráefna innan EB, en koma í veg fyrir að „verbúðaeyjar" eins og ísland (og Færeyjar) byggi upp sjálfstæða fiskvinnslu í eigin löndum. íslensk fiskvinnslustefna Segja má að grunnur góðrar fisk- vinnslustefnu á íslandi hafi verið settur með lögum um uppboðs- markaði fyrir fisk. Því þarf aðeins að breyta reglum um löndun físks, sem veiddur er á íslandsmiðum, til samræmis við þær reglur sem gilda í löndum EB, þannig að í framt- íðinni verði allur fiskur að fara á íslenskan fiskmarkað „íslands- markað“. Þannig gefst íslenskri fiskvinnslu tækifæri á að bjóða í íslenska fiskinn á jafnréttisgrund- velli við erlenda fískkaupendur eða umboðsmenn þeirra, sem væntan- lega munu áfram vilja kaupa íslenska ferska fiskinn og flytja hann í fískvinnsluhús sín erlendis. Þess þarf þó að gæta, að innlend fiskvinnsla sitji við sama borð og sú erlenda og að sérhver tollamunur verði jafnaður við útflutning óunn- ins eða hálfunnins hráefnis með innlendu jöfnunargjaldi eða skyld- um útflutningstolli. Gjald þetta gæti runnið í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð til greiðslu atvinnuleysis- bóta í sjávarútvegi og eða sjóði sjáv- arútvegsins til að styrkja sam- keppnisstöðu okkar gagnvart EB. Allt kapp þarf að leggja á fríverslun með fiskafurðir við EB, þannig að þessar heimskulegu gjaldtökur á báða bóga verði lagðar niður. Nú er ójöfn samkeppni íslensku, útgerðarfyrirtækjum sem jafnframt reka fiskvinnslu er í sjálfsvald sett á hvaða verði þau selja afla sinn til eigin vinnslu, svo fremi það sé ofan við lágmarksverð verðlagsráðs sjávarútvegsins. Að öllu jöfnu eru afkomutölur þessara fyrirtækja síðan bornar saman við fiskvinnslufyrirtækin sem kaupa sitt hráefni á sveltum uppboðs- mörkuðum. íslenskir sjómenn hafa sætt sig við ofangreint fyrirkomulag með því að fá dúsu, sem felst í því að senda hluta aflans annaðhvort á innlenda eða erlenda uppboðsmark- aði. Ásókn í útflutning aflans hefur jafnan verið mun meiri enda hefur .íslensk fiskvinnsla legið undir því ámæli að vera ósamkeppnisfær við hina erlendu fiskvinnslu. Staðreynd málsins er hinsvegar sú, að fisk- vinnsla EB-landanna býr bæði við byggðastyrki eigin landa og fær styrki frá EB (sbr. nýlegar fréttir um að veija eigi 170 milljörðum til uppbyggingar sjávarútvegs innan EB á næstu þremur árum), auk þess að vera vernduð með tollamúr- um. 18% tollur er t.d. á ferskum þorskflökum í stað 3,7% á óunninn þorsk. Þessi munur samsvarar í dag allt að 20 kr. á hvert kíló hráefnis hér á Íslandi. Tollur á flattan salt- fisk er að meðaltali 7% og á saltfisk- flök frá 13% til 20%, fyrir utan lítin tollfijálsan kvóta sem saltfiskflök hafa. Munur á hvert kíló hráefnis fyrir flattan fisk er þannig að með- altali um 11 kr. á hvert kíló hráefn- is og fyrir saltfiskflök að meðaltali „í stjórnarsáttmála nú- verandi ríkisstjórnar stendur: „Mörkuð verð- ur sérstök fiskvinnslu- stefna.“ Við lýsum eftir henni og óskum að al- þingismenn taki hönd- um saman um að hjálpa ríkisstjórninni við mörkun fiskvinnslu- stefnu.“ 28 kr. Fiskvinnsla á íslandi keppir því engan veginn á jafnréttisgrund- velli við sína kollega í EB-löndun- um. Þar að auki er aðstaða íslensku fiskvinnslunnar og aðgangur að hráefni svo misjafn að borin von er að um eðlilega samkeppni og samanburð geti verið að ræða hér innanlands. Ein helsta röksemd útflytjenda „gámafisks" á uppboðsmarkaði er að þarna sé verið að nýta einhvern sérstakan ferskfiskmarkað og að markaðshlutur okkar fisks sé 70% á þann markað. íslenskri fisk- vinnslu er hins vegar meinaður að- gangur að þessum markaði með 18% verndartolli á flökum. Reyndar má benda á, að allur ferskur fiskur sem sendur er út fer í vinnslu. Hinn eiginlegi ferskfiskmarkaður tekur ekki við fiskinum fyrr en fiskurinn hefur verið flakaður (hefur farið í vinnslu). Óunninn ferskur fískur fluttur til Englands frá íslandi nem- ur samkvæmt opinberum heimild- um 62% af heildarinnflutningi óunnins ferskfisks þangað. Þar af fer u.þ.b. helmingur á hinn vernd- aða ferskflakamarkað (18% tollur), en hinn helmingurinn fer í beina samkeppni við íslenska frystimark- aðinn í Englandi. „Vigtunaraðferðir" uppboðs- markaðanna í Englandi og Frakk- landi eru með þeim hætti að „hefð- bundin" yfirvigt er frá 5% til 10%. Benda má á að ef sami háttur væri hafður á íslandi gæti þetta atriði eitt verið nægjanlegt til að fiskvinnsla á íslandi yrði mjög vel samkeppnisfær við fiskvinnslu EB. Tilraunir til að takmarka útflutn- ing hafa hingað til brugðist og jafn- vel verið til skaða. Svokölluð kvóta- skerðing er haldlítil, enda hefur verið bent á að leikur einn er að fara í kring um slíkar reglur, á meðan stjórnvöld hafa ekki fulla lögsögu og eftirlit með flokkun, vigtun og uppgjöri þess afla sem seldur er á uppboðsmörkuðum er- lendis. Komið hefur fram að út- Guðmundur H. Garðarsson „Skerðing tekjutrygg- ingar í ákveðnu hlut- falli við lífeyrisgreiðsl- ur sjóðanna felur í sér þjóðfélagslegt rang- læti, mannréttinda- skerðingu og skattbeit- ingu, sem ekki er hægt að una við lengur.“ Afnema ber ólög sem skerða stöðu lífeyrisþega vegna vísvitandi ranglátrar löggjaf- ar. eftir Guðmund H. Garðarsson Hlutverk stjórnmálamanna er meðal annars fólgið í því að reyna að tryggja fólki ákveðin almenn mannréttindi og að ekki sé gengið á hlut einstaklinga eða þeim mis- munað í skjóli ranglátra laga. Oft getur reynst erfitt að fullnægja öllu réttlæti. Mörkin á milli þess sem telst réttlátt og ranglátt geta verið óljós, en í ýmsum tilfellum dylst það ekki. Þegar þannig háttar til ber löggjafanum að breyta eða afnema hin ranglátu lög. Því miður er slíkt of oft látið undir höfuð leggjast. Ranglætið verður viðvarandi og þolendur varnarlausir fyrir ofur- valdi kerfísins. Eitt hrikalegasta dæmið um þjóð- félagslegt ranglæti þessa eðlis er skattaleg áþján á eldra fólki. Þús- undir lífeyrisþega fá ekki notið eðli- legs lífeyris sem þeir hafa myndað í almennum lífeyrissjóðum á grund- velli áralangra iðgjaldagreiðslna Vegna gildandi laga um stað- greiðslu skatta og breyttra reglna um skattfrádrátt við tilkomu laga um staðgreiðslu skatta og með til- liti til ákvæða almannatrygginga- laga um frftekjumark vegna greiðslu tekjutryggingar, eru lífeyr- isþegar í almennum lífeyrissjóðum raunverulega tvískattaðir. Kemur þetta sérstaklega hart niður á lág- og millitekjufólki og má segja að ríkjandi fyrirkomulag feli í sér al- gjört tilræði við félagslega lífeyris- sjóði og áunnin lífeyrisréttindi á grundvelli samningsbundinna ið- gjaldagreiðslna. Skerðing tekjutryggingar í ákveðnu hlutfalli við lífeyrisgreiðsl- ur sjóðanna felur í sér þjóðfélags- legt ranglæti, mannréttindaskerð- ingu og skattbeitingu, sem ekki er hægt að una við lengur. Það er gjörsamlega óviðunandi að lífeyris- þegi, sem hefur öðlast lífeyrisrétt- indi á grundvelli lág- og millitekna, skuli sviptur tekjutryggingu og standa í sömu sporum og sá sem ekkert greiddi eða safnaði í lífeyris- sjóði. Það er vont þjóðfélag serti níðist á fólki í skjóli flókinna laga og reglna með þessum hætti. Það er á lágu siðgæðisstigi. Nokkur umræða hefur verið um hvað unnt sé að gera til að leið- rétta umrætt ranglæti og tryggja öllum lífeyrisþegum sama skatta- og tryggingalegan rétt. En í allri umræðunni hafa aðgerðir til bóta strandað á viljaleysi valdhafa, stjórnmálamanna, til að gera viðun- andi breytingar á skatta- og trygg- ingarlögum. Viðbáran hefur jafnan verið sú sama: Þessi mál væru svo flókin, að þau þyrfti að athuga bet- ur. Þá mætti ekki skerða tekjur ríkissjóðs vegna þessara mála eða efna til aukinna útgjalda þeirra vegna. Svar við þessu er: Það er ófor- svaranlegt láta ákveðinn hóp þjóð- félagsþegna — lífeyrisþega — tvígreiða fyrir sömu réttindin — það eru ólög. Valdbeiting gagnvart hin- um eldri. Leiðrétting þessara mála fæst aðeins með eftirfarandi hætti: flutningur umfram heimildir Afia- miðlunar nemi vel á fjórða þúsund tonn á þeim tíma sem Aflamiðlun hefur starfað (mars-ágúst). Ef að líkum lætur hafa útflutningsleyfi verið hundsuð í langan tíma þar á undan. Má lauslega áætla að árið 1989 samsvari þetta 8 til 10 þúsund tonnum af þorski og ýsu, sem farið hafa til erlendra fiskvinnslustöðva án útflutningsheimilda. Mörg fleiri atriði mætti tína til sem mismuna ekki aðeins íslenskum og erlendum fiskvinnslufyrirtækj- umj heldur einnig innlendum fyrir- tækjum innbyrðis. Tekið skal fram að þrátt fyrir það forskot sem mörg íslensk fiskvinnslufyrirtækji hafa, vegna beinna tengsla við útgerðir, er ljóst að þau eiga einnig í vök að veijast, ekki aðeins vegna „dús- unnar“ og stöðugra átaka um fisk- verð, heldur einnig vegna óhagræð- is sem fylgir því að.geta ekki valið 'og hafnað í hráefniskaupum, eins og þau fiskvinnslufyrirtæki sem kaupa hráefni til vinnslunnar á uppboðsmörkuðum. Hagræði sér- hæfingar íslenskrar fiskvinnslu fær þó ekki að njóta sín þegar útgerðar- mönnum líðst að sniðganga þær reglur um útflutning, sem miða að því að viðhalda fiskvinnslu í landinu. Það sem þarf að gera Taka þarf ákvörðun um að setja ailan ferskan fisk veiddan á íslands- miðum á íslandsmarkað. Það er grundvallaratriði í mótun fisk- vinnslustefnu, ef koma á jafnræði og friði milli vinnslu og veiða á ís- landi. Þjóðsöguna um að íslensk fiskvinnsla standi erlendum keppi- nautum að baki er ekki hægt að afsanna nema að leikreglur verði samræmdar og að íslenskri físk- vinnslu verði gefið tækifæri til að keppa á jafnréttisgrundvelli. Stuðla verður að bættri nýtingu núverandi fjarfestingar í fiskvinnslu og að hagræði sérhæfingar sem fisk- markaðir skapa komi ekki aðeins útgerðum eða fiskvinnslum til góða heldur þjóðinni allri. Samræma verður reglur og lög íslands og EB um verðlagningu hráefnis til vinnslustöðva. Uppgjör alls fiskafla af íslandsmiðum verður að vera undir íslenskri lögsögu. Þrýstingur kemur á hagsmunaaðila innan EB um niðurfellingu verndartolla ef við hættum að afhenda þeim fiskinn á silfurfati. I þeirri von að þið, alþingismenn, hvar í flokki sem þið eruð, takið höndum saman um að marka í landinu heilsteypta og skynsamlega fiskvinnslustefnu sendum við erind- ið með þessum hætti. Félagsmenn okkar, starfsfólk þeirra og almenn- ingur bíða spennt eftir viðbrögðum ykkar og aðgerðum. Sljórn Félags fisk- kaupenda á fiskmörkuðum. 1. Allir lífeyrisþegar verða að njota að fullu sömu tryggingarétt- inda úr almannatryggingakerfinu, þ.e. grunnlífeyrir að viðbættri óskertri tekjutryggingu. 2. Þeir lífeyrisþegar sem eiga lífeyrisréttindi í almennu lífeyris- sjóðunum eiga að fá óskertar greiðslur þ.e. í samræmi við reglu- gerðir viðkomandi sjóða. 3. Til þess að framangreind fram- kvæmd nái tilætluðum árangri verður að hækka skattleysismörk hjá einstaklingi þannig að hið minnsta 90.000 króna mánaðar- tekjur verði tekjuskattsfijálsar. Frá sjónarmiðí ríkisvaldsins sem vill færa til tekjur og eignir manna með óviðeigandi og ranglátum hætti kann þetta að vera óviðun- andi leið út úr hinu skatta- og tryggingarlega ranglæti sem nú viðgengst, en frá sjónarmiði ein- staklingsins, hinna eldri, er þetta eina'leiðin til réttlætis og lýðræðis- legra mannréttinda. Við endurskoðun á lögum um almannatryggingar á Alþingi á komandi vetri hljóta þessi atriði að hafa forgang. Höfundur þessarar greinar mun leggja áherslu á að tryggja réttarstöðu lífeyrisþega á framangreindum grundvelli. Höftindur er þin/rnm<)ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.