Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
Snjómokstur 50 millj. dýr-
ari í fyrra en nokkru sinni
í alls 795 daga var unnið við mokstur á 24 fjallvegum
SÍÐASTA ár, 1989, varð metár
í kostnaði víð snjómokstur.
Samkvæmt Arsriti Vegagerðar-
innar kostaði vetrarþjónusta
527 milljónir króna það ár, en
hafði hæst farið áður í 477 millj-
ónir árið 1984, reiknað á verð-
lagi 1989. Ekki er sagt að snjó-
þyngsli hafi verið meiri í fyrra
en áður, en sagt er að kostnað-
ur sé mismikill eftir tíðarfari.
Snjómokstursdagar á 24 fjall-
vegum voru aUs 795 allt árið í
fyrra, flestir á Breiðadalsheiði,
76.
í Ársriti Vegagerðarinnar 1990
er birt yfirlit yfir færð á 24 fjall-
vegum á síða'sta ári. Þar kemur
fram að mest er mokað á þeim
vegum sem tengja byggðimar á
Vestfjörðum og Austfjörðum, á
Norðurleiðinni og í Ólafsfjarðarm-
úla.
Þeir vegir sem lokaðir eru flesta
daga, eru yfirleitt ekki mokaðir
nema til að opna að vori, eftir að
sýnt þykir að þeir lokist ekki aft-
ur.
Samkvæmt reglum um snjóm-
okstur, sem samgönguráðherra
setur, skal miðað við tíða opnun
vega innan atvinnu- og skóla-
svæða og reglulega opnun milli-
byggðavega. Vegagerðin sér um
allan snjómokstur á þjóðvegúm og
hafa verkstjórar hennar stjóm
hans á hendi, en Vegaeftirlitið í
Reykjavík sér um samræmingu
snjómoksturs um allt land.
Af þeim fjallvegum í þessu yfir-
liti sem eru mokaðir 50 daga eða
oftar á árinu 1989, mælist mestur
umferðarþungi, mælt í meðalfjölda
bfla á dag allt árið, um Holtavörðu-
heiði, Breiðadalsheiði, Öxnadals-
heiði, Ólafsfjarðarmúla, Fjarðar-
heiði og Oddsskarð, 200 til 500
bflar á dag. Aðrir oftast mokaðir
fjallvegir eru minna eknir að jafn-
aði, umferð á þeim mælist minni
en 200 bílar á dag. Mesti umferð-
arþunginn er um Vatnsskarð
nyrðra, yfír 500 bílar á dag. Ekki
eru í yfírlitinu í Ársriti Vegagerð-
arinnar upplýsingar um snjóm-
okstur á Hellisheiði syðra né í
Víkurskarði. Umferð um Hellis-
heiði mælist yfír 1.000 bílar á dag
og um Víkurskarð 200 til 500 á
dag.
Þjónusta við alnæmis-
sjúklinga verði aukin
LANDSNEFND um alnæmisvarnir sem heilbrigðisráðherra skipaði
1988 hefur lagt fram skýrslu um landsáætlun alnæmisvarna. Þar er
ítarlega fjallað um einstaka efnisþætti, svo sem forvarnarstarf, smit-
vamir, heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu og lagalega stöðu
smitaðra og sjúkra. 55 einstaklingar eru smitaðir alnæmi hér á landi,
þar af hafa fjórtán fengið sjúkdóminn á lokastigi og átta þeirra eru
iátnir. Áætlað er að 200-400 manns kunni að vera smitaðir á Islandi.
Guðjón Magnússon, aðstoðarland-
læknir sem er formaður landsnefnd-
ar, sagði landsáætlun vera nokkurs
konar verkáætlun þar sem nánar
væri kveðið á um hlutverk starf-
stétta og stofnana sem leggja barát-
tunni gegn alnæmi lið. Tilgangur
áætlunarinnar væri að draga úr út-
breiðslu alnæmis ogtryggja smituð-
um og sjúkum heilbrigðis- og félags-
þjónustu. Landsnefndin gerir tillögu
um að áfram starfi landsnefnd um
alnæmisvamir sem beri ábyrgð á
framkvæmd landsáætlunarinnar.
Fyrsta verkefni nefndarinnar verði
að gera framkvæmdaáætlun ásamt
kostnaðaráætlun og leggja fyrir heil-
brigðisráðherra.
Meðal annarra tillagna nefndar-
innar má nefna þjálfun aðila í heil-
brigðis- og félagsþjónustu, fræðslu
í skólum, fjölmiðlum og til heilbrigð-
isstarfsstétta, að alnæmissjúklingar
njóti sömu kjara og elli- og örorku-
lífeyrisþegar á tannlæknaþjónustu
og að komið verði upp sérstakri
tannlæknastofu fyrir smitaða. Einn-
ig er lagt til að á Borgarspítala verði
starfrækt göngudeild sem sinni þjón-
ustu við smitaða einstaklinga. Þá
leggur nefndin til að tekið verði upp
alþjóðlegt samstarf á sviði alnæmi-
svama, hafnar verði viðræður við
Alþjóðaheilbrigðisstofnunina um
rannsóknarverkefni þar sem kannað
verði hvaða árangri aðgerðir á ís-
landi gegn alnæmi hafa skilað.
30. júní 1990 höfðu greinst 14
sjúklingar með alnæmi á íslandi en
55 einstaklingar með alnæmissmit
þar af 51 á aldrinum 20-39 ára. Af
þeim sem eru smitaðir em flestir
hommar, eða 68,5%, 14,8% fíniefna-
neytendur, 7,4% gagnkynhneigðir
og 7,4% blóðþegar. Samkvæmt mis-
munandi reikniaðferðum er áætlað
að 200-400 smitaðir einstaklingar
kunni að vera á landinu.
í skýrslu landsnefndarinnar segir
að alnæmi hafi greinst í 152 þjóð-
löndum og skráð sjúkdómstilfelli á
lokastigi í árslok 1989 voru um
204.000. Alþj óðaheilbrigðisstofnun-
in'gerir ráð fyrir að um síðustu ára-
mót hafí um 600.000 manns fengið
alnæmi og í lok aldarinnar hafí 5-6
milljónir manna fengið sjúkdóminn.
Fjöldi daga i hverjum mánuöi sem nokkrir fjallvegir
voru iokaöir vegna snjóa 1989 Snjómokstursdagar
Hlutfall at 365 dögum -j—"
Jan Febr Mars Apríl Maí Júnl Júlí Ág Sept Okt Nóv Des Alls %
1 Fróöárheiöi _a. m B -ú. 0 0 0 0 0 0 0 0 50 13,6 48
2 Svínadalur _a.-i.B_iL 0 0 0 0 0 0 0 0 39 10,6 29
3 Klettháls ■ ■■■ 0 0 0 0 0 0 mk 140 38,3 9
4 Hálfdán éík m m _a. 1 0 0 0 0 0 0 0 50 13,6 50
5 Dynjandisheiöi 0 0 0 0 0 ' o ^ 152-41,6 7
6 Hrafnseyrarh. ■ ■■■ ■ 0 0 0 0 0 mim mJm 155 42,4 10
7 Breiöadalsh. ■■ Efl ■■ 3 0 0 0 0 1 2 _a. 76 20,8 76
8 Botnsheiöi mmm-SL 2 0 0 0 0 1 1 3 i 71 19,4 67
9 Steingrímsfjh. -mWwm _2- 0 0 0 0 0 0 JL. 69 18,9 51
10 Holtavöröuh. _á_ _fa. -± 0 0 0 0 0 0 0 0 0 14 3,8 66
11 VatnssK. nyröra I 0 0 L o 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0,2 32
12 Siglufjv,- Fljót3 7 JJ— —A 0 0 0 0 0 0 7 lím m 5,7 50
13 Lágheiöi ■ ■■■ ■ 0 0 0 0 ó 0 0 168 46,0 11
14 Öxnadalsheiöi _£ _2 1 o 0 0 0 0 0 0 0 0 11 3,0 59
15 Ólafsfjaröarm. 0 0 0 0 0 0 2 0 25 6,8 63
16 Hólssandur ■ ■■■ ■ m 0 0 0 _L ■ ■ 223 61,1 3
17 Axarfjaröarh. ■ ■■■ ■ m 0 0 0 -íé. ■ ■ 230 63,0 5
18-Sandvikurheiöi o _á_ 0 0 0 0 0 0 0 0 • 21 5,7 25
19 Vopnafjaröarh. _■■■ _fa. 0 0 0 0 0 0 0 98 26,8 7
20 Möörudalsöræfi 5 H | -fa. 0 0 0 0 0 o m 113 30,9 15
21 Vatnssk. eystra 5 H 0 0 0 0 0 0 0 2_ 47 12,8 25
22 Fjaröarheiöi 0 0 0 0 0 0 0 2_ 21 5,7 60
23 Oddsskarö 3^40 0 0 0 0 0 0 0 2_ 18 49 65
24 Breiödalsheiöi „■■■ 0 0 0 0 0 0 0 115 31,5 12
TR féll út á síðustu stundu
Skák
Margeir Pétursson
TAFLFÉLAG Reykjavíkur og
þýzka félagið Solingen skildu
jöfn með sex vinningum gegn
sex í undanúrslitum Evrópu-
keppni tafifélaga sem fram
fóru hér í Reykjavík á þriðju-
dags- og miðvikudagskvöld.
Jafnteflið dugar Solingen, því
þeir fengu sína vinninga á
hærri borðum en Taflfélags-
menn. Reyndar leit allt út fyrir
að TR myndi merja sigur. Um
miðnættið á miðvikudagskvöld-
ið var íslenzka liðið vinningi
yfir og Jóhanni Hjartarsyni
hafði með hatrammri vörn tek-
ist að bjarga töpuðu tafli í jafn-
tefli gegn Short á fyrsta borði.
En þá fataðist Jóhanni illilega,
hann lék biskupi sínum á rang-
an reit og þó mistökin virtust
smávægileg dugðu þau Eng-
lendingnum til að tryggja liði
sínu sigur.
Það voru því daprir áhorfendur
sem hurfu heimleiðis í fyrrinótt,
en sumir þeirra höfðu fylgst með
keppninni alla sjö klukkutímana
sem hún stóð yfír. Það má þó
segja að skákkeppnir verði ekki
mikið meira spennandi, framan
af virtist Solingen standa með
pálmann í höndunum, en í enda-
tafli sneri Hannes Hlífar Stefáns-
son á Lobron og náði forystunni.
Á hinum borðunum mistókst hins
vegar gestunum að knýja fram
vinning, það var ekki fyrr en á
síðustu stundu að þeir jöfnuðu
eins og áður segir.
Það er reyndar mjög mikill
munur á þessum tveimur liðum.
Solingen kaupir alla liðsmenn
sína, suma dýru verði og í liðinu
eru tveir öflugustu skákmenn
V-Þjóðveija, þeir Hiibner og Lobr-
on. Þeir eru þó aðeins á þriðja og
fjórða borði, því erlendar stjörnur,
Short og Spasskíj, hafa verið
keyptir á fyrsta og annað. Þýzka
liðið kom hingað til lands á einka-
þotu en fjárhagsstaða TR er hins
vegar þannig að það er ekki til
umræðu að keppendur fái eitthvað
fyrir sinn snúð. Liðsandinn virtist
þó mun betri hjá okkar mönnum,
Hiibner vildi t.d. ekki búa með
„félögum" sínum á gistihúsi, en
fék_k inni hjá Jóhanni Hjartarsyni.
Urslit fyrri keppnisdaginn:
Solingen —TR 3-3
Short —Jóhann 1-0
Spasskíj — Jón L. jafnt
Hiibner — Margeir jafnt
Lobron — Helgi 0-1
Lau — Hannes 1-0
Dueball — Karl 0-1
Hannesi urðu á slæm mistök í
byijuninni og Solingen náði því
snemma forystunni. Slðan vann
Short Jóhann, sem var fjarri sínu
bezta í þessari keppni. Þá virtist
sem illa ætlaði að fara, Jón L. sá
sig því knúinn til að hafna jafn-
tefli gegn Spasskíj þótt staðan
byði ekki upp á mikið. En þeir
Helgi og Karl björguðu málunum
með öruggum sigrum og skák
mín við Hubner var alltaf nokkurn
veginn í jafnvægi. Að lokum leyst-
ist skák Jóns og Spasskíjs upp í
jafntefli. Öllum skákunum var því
lokið á fjórum klukkustundum.
Þessi úrslit þýddu það að gest-
unum myndu duga jafntefli á öll-
um borðum í seinni umferðinni,
því á jöfnu ræður það hvor sveitin
vinnur skákir á hærri borðum. Þar
sem Þjóðvetjamir vildu komast
snemma af stað heimleiðis á
fímmtudagsmorguninn féllst Jón
G. Briem formaður TR og liðs-
stjóri á að teflt yrði til enda á
miðvikudagskvöldið, þ.e. engar
biðskákir. Sú ákvörðun reyndist
dýrkeypt þegar yfír lauk, en skilj-
anleg þar sem TR sveitin stóð
ívið lakar að vígi eftir fyrri daginn
og því reynandi að taka áhættu.
Þegar skákir eru tefldar í botn
verður taflmennskan á síðustu
tímunum oft býsna þreytuleg.
Breytingar voru gerðar á báð-
um liðum. Helgi Ólafsson treysti
sér ekki til að tefla með svörtu
seinni daginn vegna veikinda og
Þröstur Þórhallsson kom því inn
á sjötta borð. Solingen gerði að-
eins þá breytingu að alþjóðameist-
arinn B. Schneider kom inn fyrir
kollega sinn Dueball á sjötta borð.
Úrslit seinni keppnisdaginn:
TR — Solingen 3-3
Jóhann — Short 0-1
Jón L — Spassky jafnt
Margeir — Hiibner jafnt
Hannes — Lobron 1-0
Karl — Lau jafnt
Þröstur — Schneider jafnt.
Framan af blés ekki byrlega
fyrir liði TR, Jón L. þáði snemma
jafnteflisboð Spasskíjs með
svörtu, en á fyrsta borði lenti
Jóhann í miklum erfíðleikum gegn
Short. Tap þar þýddi að hinir yrðu
að vinna tvær skákir til að shúa
dæminu við. Hvergi virtist þó
vinningur væntanlegur þótt ég
hefði nokkru betra tafl út úr byij-
uninni gegn Hiibner. Þröstur lenti
í nokkrum erfíðleikum með svörtu
en tefldi vörnina vel og hélt ör-
uggu jafntefli. Þegar tímamörk-
unum var náð eftir 40 leiki voru
fjórar skákir eftir og spennan I
algleymi. Karl hafði þá teygt sig
of langt gegn Lau og var peði
undir I. hróksendatafli. Því hélt
hann þó án mikilla erfíðleika. Ég
gætti heldur ekki að mér gegn
Hiibner og honum tókst að ná
frumkvæðinu, þótt ekki dygði það
til vinnings. Hetja dagsins var
Hannes Hlífar. Hann notfærði sér
það að Lobron vildi rétta hlut sinn
eftir tapið daginn áður, gekk á
lagið og vann í endatafli. Á meðan
hafði Jóhann varist hatrammlega
gegn Short og tekist á ná upg
fremur einfaldri jafnteflisstöðu. í
tæpan klukkutíma voru keppina-
utar okkar mjög vondaufir, en við
þorðum varla enn að hrósa sigri,
svo glöggt hafði keppnin staðið.
Svart: Nigel Short
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Þessi staða kom upp eftir 75.
leik svarts í skák Jóhanns og
Short. Eina vinningsvon svarts
felst í að koma riddara til b5 og
koma hvíti í leikþröng í leiðinni,
en það er hægt að hindra:
76. Bf6??
Allt annað en þetta, því nú
vinnur svartur leik. Einfaldasta
jafnteflisleiðin virðist 76. Bg7
(eða 76. Bh8) - Re4 77. Kd3 -
Kf3 78. Be5, því ef riddarinn fer
frá e4 þá kemst hvíti kóngurinn
til c3 og b4. Einnig sýnist mega
halda taflinu með því að leyfa
svarta riddaranum að kómast til
b5, en valda peðið frá a3 með
biskup á cl eða b2. Dæmi: 76.
Bg7 - Re4 77. Bh6 - Rc3 78.
Kd3 - Rb5 79. Bcl - Kf3 80.
Bb2 — Kf2 81. Kd2 og svarti
kóngurinn kemst ekki inn.
76. - Re4 77. Bd8 - Rc3 78. Ba5
Eina leiðin til að valda peðið á
a3 er að setja biskupinn á b4, en
þá er hvítur dæmdur til að lenda
í leikþröng rétt eins og um peð-
sendatafl væri að ræða:
78. - Rb5 79. Bb4 - Kg5! 80.
Kd3 - Kf5 81. Ke3 - Kg4 og
hvitur gafst upp, því eftir 82. Kd3
— Kf3 tapar hann peði og þá er
staðan strax hrunin.
Þrátt fyrir þetta má segja að
TR megi vel við árangur sinn una
í Evrópukeppninni og 6-6 gegn
þessu öfluga þýska liði er heldur
ekki neitt til að skammast sín
fyrir, því á pappírnum voru gest-
imir töluvert öflugri. TR hefur
reyndar aldrei tapað keppni á
vinningum í Evrópukeppninni.
Árið 1987 gerði félagið 6-6 við
Politekhnika Búkarest, en féll þá
einnig út á stigum.