Morgunblaðið - 05.10.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
Bretland:
Er Bayeux-refillinn
ekki j afn gamall
og talið hefur verið?
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BRESKUR sérfræðingur I vefnaði telur, að matreiðsluaðferðir, sem
sýndar eru í Bayeux-refiinum, bendi til, að hann sé ekki 900 ára
gamall, eins og talið hefur verið. Forstöðumaður British Museum
hafnar þessari kenningu. Refillinn er kenndur við frönsku borgina
Bayeux á Normandie-skaga og sýnir orrustuna við Hastings 1066.
Robert Chenciner, sem er sér-
fræðingur í persneskum vefnaði og
saumaskap og er nú á Garði heil-
ags Antoníusar við Háskólann í
Oxford, telur að matbúningur, sem
sýndur er á einum stað á reflinum,
bendi til, ásamt öðru, að refillinn
sé ekki eins gamall og álitið hefur
verið. Þar er kjöt skorið niður í
teninga og þrætt upp á tein og
nefnist sú steikingaraðferð nú
„shish kebab“. Chencier segir við
breska blaðið Observer að engar
heimildir um þessa tegund matseld-
ar séu til frá elleftu öld.
Hann telur þijár ástæður til við-
bótar benda til þess, að yefillinn
sé ekki 900 ára gamall. í fyrsta
lagi er hann svo vel varðveittur,
að erfitt er að fallast á að hann
sé svo gamall. Reflar frá 15. og
16. öld eru mun_ ver famir en
Bayeux-refillinn. í öðru lagi er
myndgerðin, teikningin, mun frum-
stæðari en í verkum frá sama tíma.
Hann bendir á að lýsingar, þ. e.
teikningar, í handritum frá þessum
tíma og saumaskapur í öðrum verk-
um sé mun fágaðri og flóknari.
í þriðja lagi segir hann, að eng-
in för eftir teikningu megi finna á
reflinum, sem sé algengt í svona
viðamiklum verkum, heldur bendi
ýmislegttil, að hann sé eftirmynd.
Chencier sá Bayeux-refilinn,
sem er til sýnis fyrir almenning, í
Hluti refilsins sem kenndur er við frönsku borgina Bayeux á
Normandie-skaga og sýnir orrustuna við Hastings 1066.
fyrsta sinn sl. sumar. Tók hann
þá eftir því að einn þjónn Vilhjálms
konungs undirbjó mat fyrir konung
með fyrrgreindum hætti. Þegar
hann kom heim fór hann að afla
sér upplýsinga um matargerð þessa
tíma. Honum hefur reynst ómögu-
legt að finna nokkrar heimildir um
„shish kebab“ frá 10. öld. Hann
telur þessa aðferð við kjötsteikingu
vera að líkindum komna frá Márum
á Spáni, en miklu seinna en á þeim
tíma, sem refillinn á að hafa verið
saumaður. Þá tók hann að skoða
aðra þætti refilsins og taldi suma
þeirra benda til þess að hann væri
síðari tíma eftirmynd.
Sir David Wilson, yfirmaður
British Museum, hafnar þessum
rökum og telur refilinn ósvikinn.
Hann sé augljóslega frá 11. öld og
sé í samræmi við þekkta myndgerð
frá þeim tíma og ástæðan til þess,
að hann hafi varðveist svo vel, sé
sú, að hann hafi verið geymdur
lengst af vafinn upp.
Uppreisnin í Rwanda
Uppreisn- \ o km 150
armenn Kampala
fara yfir ÚGANDA
landamærin
ZAIRE
r
'iktoríu-
vatn
TANZAMiA
r^Kigali
/l' 0
p RWANDA
fBURUNDI
REUTER
Franskar og belgískar her-
sveitir sendar til Rwanda
borg Mið-Afríkuríkisins. Talsmaður
franska utanríkisráðuneytisins
sagði að stjórnin hefði miklar
áhyggjur því að hatrammar ætt-
bálkaeijur kynnu að bijótast út í
landinu.
Uppreisnin hófst á sunnudag er
flóttamenn frá Rwanda réðust jnn
í landið frá nágrannaríkinu Úg-
anda. Talið er að um hálf milljón
manna hafi flúið Rwanda til ná-
grannaríkjanna Burundi, Zaire,
Tanzaníu og Úganda á undanförn-
um árum og áratugum. Langflestir
þeirra eru af Tutsi-ættbálkinum,
sem er í miklum minnihluta en var
við völd í landinu þar til árið 1959
er langfjölmennasti ættbálkurinn,
Hutumenn, sem eru um 85% lands-
manna, gerði uppreisn. Síðan hafa
hvað eftir annað brotist út blóðug
átök á milli ættbálkanna.
Uppreisnarmennimir segjast
ætla að steypa forseta landsins,
Juvenal Habyariman, og „spilltri
valdaklíku hans“. Stjómarhermenn
reyndu í gær að stöðva framrás
uppreisnarmanna við bæinn Gahiro,
um 70 km fra Kigali. íbúar höfuð-
borgarinnar sögðu að mikil ringul-
reið ríkti á meðal stjórnarher-
manna, sem væru orðnir uppi-
skroppa með skotfæri.
París. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Belgíu ákváðu í
gær að senda þegar í stað her-
menn og hergögn til Mið-Afríku-
ríkisins Rwanda til að vernda
belgíska borgara eftir að upp-
reisn hafði hrotist út í iandinu.
Franska stjórnin ákvað að gera
slíkt hið sama.
Wilfried Martens, forsætisráð-
herra Belgíu, sagði að ákvörðunin
hefði verið tekin með samþykki
stjórnarinnar í Rwanda til að vernda
franska borgara og koma þeim úr
landi ef þörf krefði. Um 1.600 Belg-
ar eru í Rwanda, sem er fyrmm
nýlenda Belgíu.
Stjórnin í Frakklandi ákvað að
senda 150 hermenn til Rwanda til
að vernda franska borgara og
sendiráð landsins í Kigali, höfuð-
Sprenging í
Parísarborg
SPRENGING varð í íbúðarbyggingu
í einu af úthverfum Parísar, Massy,
fyrir dögun í gær. Að minnsta kosti
fjórir menn biðu bana í sprenging-
unni og átta urðu fyrir meiðslum.
Ekki var vitað um afdrif tíu manna
til viðbótar og var þeirra enn leitað í
gær. Björgunarmenn áttu erfitt um vik
þar sem þeir þurftu að grafa í rústunum
með höndunum. Árs gömul Stúlka og
móðir hennar, sem brenndist illa, voru
fluttar á sjúkrahús með þyrlu og tveggja
ára gamalt barn missti fótinn. Talið er
að gasleki hafi valdið sprengingunni.
Mónakó:
Þjóðarsorg
ríkir vegna
dauða Stefan-
os Casiraghis
Mónakó. Reuter.
ALMENN sorg ríkti í Mónakó í
gær vegna dauða eiginmanns
Karólínu prinsessu, ítalska kaup-
sýslumannsins, Stefano Casirag-
hi, sem fórst í bátsslysi undan
strönd Mónakós á miðvikudag.
Fyrir átta árum fórst móðir Kar-
ólínu, bandariska kvikmynda-
stjarnan Grace Kelly, þegar hún
fékk heilablóðfali undir stýri og
bíll hennar fór út af vegi í fjall-
lendinu fyrir ofan Mónakó.
Casiraghi, sem var 30 ára að
aldri, var að veija heimsmeistaratit-
il sinn í siglingu hraðbáta. Bátur
hans var 15 metra langur, fimm
tonn að þyngd og gat náð um 180
kílómetra hraða á klukkustund.
Bátnum tókst á loft á óvæntri öldu,
snerist í loftinu og skall niður á
hvolfi. Casiraghi tókst ekki að losa
sig úr öryggisbeltinu.
Casiraghi kvæntist Karólínu
prinsessu árið 1983. Þau áttu þijú
börn, Andreu, sex ára, Karlottu,
fjögurra ára, 0 g Pierre, þriggja ára.
Þegar Casiraghi sigraði í heims-
meistarakeppninni í Atlanta í
Bandaríkjunum í fyrra sagði hann
að það væri draumur sinn að vinna
við strönd Mónakós.
þegar keppnin yrði haldin úti fyrir
Mónakó. Hann tjáði blaðamönnum
á laugardag að þetta yrði síðasta
keppnin sem hann tæki þátt í.
I fyrsta hluta keppninnar sem
fram fór á mánudag tafðist Casirag-
hi við björgun eins keppinauta sinna
sem varð fyrir því að eldur kviknaði
um borð í báti hans. Casiraghi bjóst
við að verða að víkja úr keppninni,
en ein grein keppnisreglnanna gerði
honum fært að halda áfram.
Casiraghi viðurkenndi í fréttavið-
tali í fyrra að þessi íþrótt hefði
hættur í för með sér. „En mér reynd-
ist ómögulegt að hætta,“ sagði
hann. „Mig hefur Iangað til að
stjóma hraðbát frá því að ég var
tíu ára gamall.“
í gær var tilkynnt að jarðarför
Casiraghis færi fram á morgun,
laugardag.
Þing sameinaðs Þýskalands:
Fyrsti fundurinn 1 Berlín-
arborg* til hátíðarbrigða
Bonn. Berlín. Reuter.
FYRSTI þingfundur hins sameinaða Þýskalands var haldinn í
gamla þinghúsinu (Reichstags-byggingunni) í Berlín í gær. í dag
flyst þingið svo til Bonn þar sem fundir þess verða fyrst um sinn
að minnsta kosti.
Þinghúsið í Berlín var reist á
síðasta áratug 19. aldar og hýsti
löggjafarsamkundur þýska keis-
aradæmisins frá árinu 1894 og
síðar Weimar-lýðveldisins. Aðfara-
nótt 28. febrúar 1933 kviknaði
eldur í þinghúsinu. Það voru eink-
um þingsalurinn og hvolfþakið
yfír honum sem urðu illa úti. Ta-
lið er að heldur fákænn, hollensk-
ur stjómleysingi, Erwinus van der
Lubbe, hafi kveikt í húsinu, e.t.v.
að undirlagi nasista sem kenndu
kommúnistum um glæpinn. Hús-
braninn markar á táknrænan hátt
endalok þingræðis í Weimar-lýð-
veldinu. Samkunda nasista í hús-
inu fram til ársins 1945 hét áfram
Reichstag.
Árið 1961 var hafist handa við
að gera húsið upp en það stóð þá
í Vestur-Berlín. Þar á meðal var
þingsalurinn endurnýjaður.
Vestur-þýska þingið kom margoft
saman í Berlín á áranum 1955-
1965 en eftir það hafa þingflokkar
og þingnefndir stöku sinnum fun-
dað í Berlín. I húsinu hefur um
nokkurra ára skeið verið sýning
Reuter
Fyrsti fundur þings
sameinaðs Þýska-
laiuls í gær. Á inn-
felldu myndinni
sést Reichstags-
byggingin í Berlín.