Morgunblaðið - 05.10.1990, Blaðsíða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Kínversk ritskoðun í
Ríkisútvarpi
IMorgunblaðinu í fyrradag
var frá því skýrt, að inn
gangi að útvarpsþætti um
Dalai Lama og Tíbet hefði
verið breytt að kröfu
kínverska sendiráðsins í
Reykjavík, en í innganginum
eins og hann upphaflega var,
sagði, að Dalai Lama væri
þjóðhöfðingi Tíbeta. Starfs-
maður kínverska sendiráðs-
ins gerði athugasemdir við
þetta og fullyrti, að Tíbet
væri sjálfsstjórnarsvæði í
Kína.
í samtali við Morgunblaðið
í fyrradag sagði Gísli Þór
Gunnarsson, höfundur þátt-
arins m.a.: „Ég vildi hins
vegar ekki, að þættinum yrði
breytt án míns samþykkis og
tók það skýrt fram. Ég tel
því, að Ríkisútvarpið sé að
bijóta bæði höfundarlög og
mannréttindi með því að
senda þáttinn út breyttan,
án þess að hafa fengið sam-
þykki mitt til þess. Það er
þó alvarlegast, að Ríkisút-
varpið skuli taka mótmæli
Kínveija til greina, en þeir
hafa verið sakaðir um þjóðar-
morð á Tíbetum.“
Afskipti kínverska sendi-
ráðsins í Reykjavík af efni í
íslenzka Ríkisútvarpinu eru
afar óviðeigandi, svo að ekki
sé meira sagt. Þau minna
fyrst og fremst á tilraunir
þýzkra stjórnvalda á tímum
Hitlers til þess að hafa áhrif
á fréttaflutning fjölmiðla hér
á þeim tíma. Sérhverri tilraun
til þess að hafa áhrif á efni
fjölmiðla með þessum hætti
ber að vísa afdráttarlaust á
bug.
Sú afstaða Ríkisútvarpsins
að verða við kröfu kínverska
sendiráðsins er óskiljanleg.
Ritskoðun er óþekkt fyrir-
bæri hér á íslandi, að ekki
sé talað um ritskoðun erlends
ríkis á efni í íslenzkum fjöl-
miðli. Það eru því alvarleg
mistök hjá forráðamönnum
Ríkisútvarpsins að hafa látið
undan kröfu kínverska sendi-
ráðsins.
Tíbetar hafa í áratugi
barizt gegn yfirráðum Kín-
veija í landi sínu. Kínveijar
lögðu Tíbet undir sig á sínum
tíma í krafti hernaðarlegs
ofbeldis. Það var á þeim
árum, þegar heilu þjóðirnar
voru kúgaðar í nafni sósíal-
ismans bæði í Austur-Evrópu
og í Asíu. Veldi sósíalismans
er brostið í Evrópu. Það á
eftir að bresta í Asíu og
þ. á m. í Tíbet.
Mikill meirihluti íslenzku
þjóðarinnar hefur haft mjög
einarða afstöðu til þeirra
ofbeldisverka, sem á undan-
förnum áratugum hafa verið
framin í nafni sósíalismans.
Þau ofbeldisverk hafa ekki
síður verið framin af Kínveij-
um en Sovétmönnum. At-
burðirnir á torgi hins himn-
eska friðar eru mönnum enn
í fersku minni.
Tilraunum fulltrúa kín-
verskra stjórnvalda hér á Is-
landi til þess að hafa áhrif á
umræður hér um málefni
þeirra þjóða, sem eiga um
sárt að binda af völdum
Kínveija, ber að mótmæla
mjög harðlega um leið og
ástæða er til að harma það,
að Ríkisútvarpið hafi látið
undan slíkum þrýstingi
Afturhald
Umræður um álmálið að
undanförnu hafa leitt
skýrt í ljós, hvar mesta aftur-
haldið er að finna í landinu
um þessar mundir. Það er
hjá Kvennalistakonum, í Al-
þýðubandalaginu og hluta
Framsóknarflokksins.
Kvennalistakonurnar hafa
tekið sér fyrir hendur að
ganga um bæinn með ryk-
grímur til þess að mótmæla
byggingu álvers. Þær hafna
stóriðju, sem kosti í atvinnu-
málum.
Um leið og þær snúast
gegn stóriðju hafna þær því,
að þessi þjóð nýti að nokkru
ráði aðra aðal auðlind sína,
sem er orka fallvatnanna.
Við höfum nú tveggja ára-
tuga reynslu af stóriðju á
íslandi. Sú reynsla er í öllum
meginatriðum góð. Þær
stjórnmálahreyfingar, sem
beijast gegn byggingu nýs
álvers, eru að beijast gegn
framförum og batnandi lífs-
kjörum fólksins.
O
ÁFANGASAMKOMULAG UM BYGGINGU NÝS ALVERS
Eitt stærsta framfaraskref
síðustu ára í atviimumálum
- sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra um álver á Keilisnesi
JON Sigfurðsson iðnaðarráðherra sagði við undirritun áfangasamkomu-
lags um nýtt álver sem á að rísa á Keilisnesi, að þar væri um að ræða
eitt mikilvægasta framfaraskref síðustu ára í atvinnumálum íslend-
inga. Iðnaðarráðherra og Atlantsálshópurinn lýstu því sameiginlega
yfir að álverið skyldi rísa á Keilisnesi, en einnig var staðfest minnis-
blað um grundvallaratriði skattlagningar, orkuverðs, umhverfisvernd-
ar og samningsskilmála. Lýstu báðir aðilar yfir ánægju með samninga-
viðræðurnar og samkomulagið.
Samkomulagið undirrituðu Jón
Sigurðsson, Robert G. Miller að-
stoðarforstjóri Alumax, Hans G.D.
van der Ros framkvæmdastjóri
Hoogovens, Ulf Bohlin aðstoðarfor-
stjóri Granges, Robert R. Goble
aðstoðarforstjóri hjá Alumax, Jó-
hannes Nordal formaður ráðgjafa-
nefndar iðnaðarráðherra um áliðju,
og Jón Gunnarsson oddviti Vatns-
leysustrandarhrepps.
Jón Sigurðsson sagði eftir undir-
ritunina, að mál á borð við álvers-
málið, drukknuðu oft í umræðu um
formsatriði og aðild, hvemig á þeim
væri haldið. Hvað nákvæmlega
væri verið að semja um vildi stund-
um gleymast. „Við erum hér að
tala um eitt mikilvægasta framfara- ■
skref í okkar atvinnumálum sem
saga síðustu ára geymir. Við skul-
um ekki missa sjónar á því að hér
er verið að breikka atvinnugrund-
völl í landinu, bæði í héraði þar sem
álverið mun rísa og reyndar fyrir
landið allt. Við erum að breyta okk-
ar auðlindum í tekjur og atvinnu
fyrir almenning í þessu landi.“
Þegar Morgunblaðið spurði Jón
hvaða þýðingu þessi áfangi hefði
og hvort hann væri bindandi í öllum
atriðum fyrir endanlegan samning,
sagði hann að allt sem staðfest
væri í þessum áfanga væri háð
samkomulagi um málið í heild. En
hann bætti við, að þegar menn
kæmu sér saman um áfanga þá sé
það gert í alvöru.
Jón sagði einnig að til að tryggja
gönguna hefði verið valið að marka
sporin og tryggja hvern áfanga. Það
væri þeim mun mikilvægara þar
sem þama væru þijú félög að semja
á annari hliðinni. Og hin hliðin
væri einnig samsteypuhlið, sem
væri flókin í samsetningu. Þar væri
ríkisstjórnin, sem væri samsteypu-
stjórn, og einnig væri um að tefla
hagsmuni sveitarfélaga og Lands-
virkjunar sem væri eigu ríkisins og
tveggja sveitarfélaga. En aðgangur
ríkisstjórnarinna væri eðlilega á
síðasta stigi málsins. Það fælist í
því að fela ráðherra í einstökum
Alþýðubandalagið:
Hugsanlegir samningar
þurfa nánari athugun
ÞINGFLOKKUR Alþýðubanda-
lagsins gerði eftirfarandi sam-
þykkt á fundi sínum í gær:
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
bendir á að gefnu tilefni, að flestir
þættir hugsanlegra samninga um
nýtt álver þarfnast nánari athugun-
ar, til dæmis hvað varðar umhverfis-
mál og mengunarvarnir, svo og
ákvæði um orkuverð sem bersýni-
lega eru ekki nógu hagstæð og fela
í sér mikla áhættu.
Þingflokkurinn minnir á yfirlýs-
ingu Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra, að ríkisstjórnin og
stjórnarflokkarnir hafi ekki tekið
afstöðu til neinna efnisatriða í samn-
ingsvinnunni. Þingflokkurinn telur
því fráleitt, að iðnaðarráðherra und-
irriti áfanganiðurstöðu í nafni ríkis-
stjórnarinnar með hinum erlendu
samningsaðilum, þegar ekkert sam-
komulag liggur fyrir um málið milli
stjórnarflokkanna, og lýsir því yfir,
að Alþýðubandalagið er með öllu
óbundið af undirskrift ráðherrans í
þessu máli. Þá liggur fyrir að Lands-
virkjun hefur fyrir sitt leyti ekki
fallist á drög að orkusölusamningi
og ekki veitt umboð til undirskriftar.
Þingflokkurinn lýsir furðu sinni á
því, að ráðherrar Alþýðuflokksins
skuli hafa átt formlegar viðræður
við forystulið Sjálfstæðisflokksins
um málið, á meðan málið er til
umfjöllunar í ríkisstjórninni og
harmar, ef vinnubrögð ráðherrans
verða til að spilla annars ágætri
samvinnu stjórnarflokkanna.
málaflokki meðferð málssins.
Robert G. Miller varaforseti Al-
umax sagði eftir undirritunina, að
þetta væri vendipunktur samninga-
viðræðna sem staðið hefðu þrot-
laust í 6-8 mánuði. Hann sagði að
menn fylgdust vel með almepning-
sáliti á íslandi, og vissu að íslend-
ingar hefðu áhuga á því verkefni
sem verið væri að semja um. Það
sýndi niðurstaða skoðanakönnunar
sem birt var nýlega.
„Við erum kaupsýslumenn sem
nálgumst þetta verkefni á annan
hátt en ríkisstjórnin, þar sem við
horfum aðeins á það frá raunhæfum
efnahagsforsendum. Ég held að
samninganefndin hafi tekið undir
það sjónarmið, að það sem samið
er um, verði að vera mjög sann-
gjarnt fyrir bæði ísland og Atlant-
sálshópinn, svo niðurstaðan verði
álver sem sé samkeppnisfært næstu
35 ár,“ sagði Miller.
Jóhannes Nordal sagði að þetta
hefðu verið flóknir og langvinnir
samningar. Valin hefði verið sú leið
að marka áfanga í málinu, fyrst
með viljayfirlýsingu í marsmánuði,
síðan með undirritun sérstakrar
fundargerðar í júní og nú með þeirri
staðfestingu á áfanga í samningun-
um sem undirrituð var. Með því
væri verið að gefa til kynna, að
verið væri að vinna að málinu stig
af stigi. Málinu hefði miðað áfram
nokkurnveginn eftir áætlun og
hraðar en nokkrir sambærilegir
samningar hér á landi.
Jóhannes sagði að enn væri all-
mikil vinna eftir við að ganga frá
samningum, fylla upp í ýmar eyðir
og búa málið undir lokasamþykkt.
Jón Gunnarsson oddviti Vatns-
leysustrandarhrepps, sagði Suður-
nesjamenn fagna þeim áfanga sem
þarna hefði verið staðfestur, og það
væri von þeirra að um málið og
staðinn megi takast víðtæk sam-
staða og allir landsmenn fylki sér
um þá lausn sem náðst hefði.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og Robert G. Miller, varaforseti
Alumax, takast í hendur eftir undirritun áfangasamkomulagsins.
Samkomulagið um skattamálin
mjög hagstætt fyrir fslendinga
- segir aðstoðarforstj óri Alumax
ROBERT G. Miller aðstoðarforstjóri Alumax segir að það samkomulag
sem nú hefur náðst um skattgreiðslur nýs álvers sé íslendingum mjög
hagsætt. Greiddir verði háir skattar af álverinu og mun hærri en af
samsvarandi álveri í Kanada.
Miller sagði við Morgunblaðið, að
samþykkt hefði verið að greiða ýmsa
skatta á íslandi sem ella þyrfti að
greiða í Bandaríkjunum, og því væru
skattamálin mjög hagstæð frá sjón-
arhóli íslendinga. En þegar málið
væri metið yrði að horfa á allan
pakkann í samhengi, þar á meðal
arðinn af sköttunum og orkuverðinu.
En Miller sagist einnig telja, að ís-
lendingar gætu haft verulegan
hagnað af orkuverðinu, sérstaklega
ef álverð yrði hátt á samningstíman-
um, eins og allt benti til.
Þegar Miller var beðinn að meta
möguleikana á að endanlegt sam-
komulag um álverið náist, sagði
hann að útlitið væri nokkuð gott.
„Ég veit að það eru deilur innan
ríkisstjórnar ykkar um einstaka
þætti, en við getum ekki skipt okkur
af því. Og ég fæ ekki séð að það
sé mikil andstaða meðal almennings
gegn álverinu. Auðvitað eru ein-
hverjir á móti því en það er ekki
hægt að ná algerri samstöðu um
slík mál,“ sagði Miller. Hann bætti
við að það samkomulag, sem nú
hefði verið gert, væri mjög gott, og
það hefði náðst á skömmum tíma.
Aðspurður um mengunarvarnir
fyrir álverið sagði hann að öll fyrir-
tækin þijú í Atlantsálshópnum væru
þekkt fyrir að vera framarlega í
þeim efnum. Þannig hefði Alumax
tekist vel að halda niðri flúormengun
í verksmiðjum sínum, en vandamálið
er frekar brennisteinsdíoxíð. Það
væri eitt atriðið í samningunum
hvaða búnaður yrði settur upp vegna'
þess. Vandamálið við svonefndan
vothreinsibúnað væri að að hann sé
verulega dýr. Á móti kæmi að þar
sem brennisteinsdíoxíðsmengun á
íslandi væri mjög lítil myndi álver
auka þar hlutfallslega miklu við.
„Þetta er vandamál en það er ekki
óleysanlegt," sagði Miller.
Hann var að lokum spurður um
útlit fyrir álframleiðslu, og sagði að
það væri gott. Allir framleiðendur
framleiddu nú eins og þeir gætu, en
samt söfnuðust ekki upp birgðir.
Mörgum gömlum verksmiðjum hefði
verið lokað og nýjar ekki verið
byggðar í staðinn. En á hveiju ári
þyrfti að auka framleiðslugetuna um
2-3% eða 300 þúsund tonn, sem
þýddi eina verksmiðju ári. „Það eru
ekki svo margar verksmiðjur á
teikniborðinu um þessar mundir og
þær kosta líka milljarð bandaríkja-
dala eða 4.000 dali (230 þúsund
krónur) á hvern íslending. Það held-
ur aftur af mörgum,“ sagði Robert
G. Miller.
Eitt þúsund atvinnutækifæri
Atlantsál-hópurinn sendi í
gær frá sér eftirfarandi upplýs-
ingar:
Upplýsingar
Staðsetning: Staðsetning verk-
smiðju Atlantsáls verður á Keilis-
nesi. Landsvæðið sem þörf er fyrir
undir verksmiðjuhúsin er 100 hekt-
arar eða 250 ekrur. Höfnin sem
þarna þarf að vera verður að geta
tekið á móti stórum skipum með
12 metra djúpristu.
Starfsfólk: 500-600 manns
munu starfa við verið þegar fram-
leiðsla er í hámarki. Það mun
óbeint leiða af sér 1.000 atvinnu-
tækifæri. Um 2.000 bygginga-
verkafnanna verður þörf.
Kostnaður: Kostnaður við smíði
verksmiðjunnar er talinn verða 1
milljarður bandaríkjadollara.
Stjórntæki mengunarbúnaðar mun
kosta rúmlega 50 millj. bandaríkja-
dollara.
Framleiðsla: Álverið mun hafa
getu til að framleiða um það bil
200.000 smálestir af áli á ári og
hugsanlegt er að síðar verði getan
aukin í 400.000 smálsetir.
Smíði: Smíði versins tekur tvö
til þijú ár. Ekki kann að líða lengra
þar til framleiðsla hefst en til árs-
loka 1994 eða ársbyijunar 1995.
Orka: 350 Megavött.
Umhverfismál
Loft: Þurrhreinsibúnaður fyrir
flúor úr kerum nær til sín 99+%
þess. Ryksöfnunarbúnaði verður
komið fyrir á öllum efnisvinnslu-
stöðum. Mengunareftirlitsáætlun
verður gerð svo fylgjast megi með
hugsanlegum breytingum á flúor í
gróðri og lofti umhverfís verksmiðj-
una.
Vatn: Frárennslisvatn verður
hreinsað og notað á nýjan leik að
því marki sem unnt er. Ferskt lind-
arvatn verður þó fyrst og fremst
notað til kælingar. Állt frárennslis-
vatn verður hreinsað þannig að það
standist eðlilegar kröfur.
Meðferð úrgangsefna. Föst
úrgangsefni verða endurunnin,
brennd eða nýtt til uppfyllingar í
samræmi við kröfur íslenska um-
hverfisráðuneytisins.
Félagsleg starfsemi: Atlantsál
mun taka þátt í starfsemi óform-
legrar umræðunefndar um starf-
semi álversins. í henni munu sitja
fulltrúar Atlantsáls, íslensku ríkis-
stjórnarinnar og nærliggjandi bæj-
ar-_og sveitarstjórna.
Útlit: Sérstaklega verður vandað
til útlitshönnunar og litavals verk-
smiðjuhúsanna.
Fulltrúum landshluta formlega greint frá staðarvalinu í gær:
Snúum okkur að öðrum
lausnum í atvinnulífinu
- segja Eyfirðingar og Austfirðingar
JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra og aðstoðarmenn hans, fulltrúar ál-
viðræðunefndar og fulltrúar fyrirtækja Atlantsálshópsins, héldu í gær
fundi með fulltrúum þeirra þriggja landshluta, þar sem rætt hefur
verið um að velja álveri stað. Tilgangur fundanna var að skýra heima-
mönn-im í Eyjafirði, á Reyðarfirði og á Suðurnesjum formlega frá þvf
að nýju álveri hefði verið valinn staður á Keilisnesi.
„Iðnaðarráðherra og þessir er-
lendu aðilar hafa ekki áður gert
okkur formlega grein fyrir staðar-
valinu, heldur var það gert á þessum
fundi,“ sagði Halldór Jónsson, bæj-
arstjóri á Akureyri, í samtali við
Morgunblaðið eftir fund norðan-
manna með ráðherra. „Þeir kjósa
að láta okkur vita af þessu beint,
og ég virði það auðvitað. Ég virði
líka í sjálfu sér þessa niðurstöðu sem
þeirra niðurstöðu, hvort sem ég er
sammála henni eða ekki.“
Er Halldór var spurður að hvaða
verkefnum í atvinnumálum Eyfirð-
ingar myndu nú snúa sér, fyrst ál-
ver væri úr sögunni í bili, sagði hann
að það hefði ekki verið rætt á fundin-
um með iðnaðarráðherra. „Það er
hins vegar ljóst að það geta verið
möguleikar á iðnaðarsviðinu. Það
eru auðvitað erlendir aðilar í sam-
bandi við íslenzk stjórnvöld á hveij-
um tíma, sem hljóta að koma til
greina. Við hljótum líka að horfa til
fleiri þátta almennt í atvinnuupp-
byggingu, hvort sem það snýr að
sjávarútvegi eða ýmsu öðru,“ sagði
Halldór.
Hann sagðist ekki geta nefnt nein
ný verkefni, sem menn gætu snúið
sér að strax. „Það verður kannski
að segjast eins og er að púðrið á
undanförnum misserum hefur farið
í álver. í það hefur farið mikil vinna,
og starfskraftar til að vinna að stór-
um verkefnum eru takmarkaðir. Það
er þannig út af fyrir sig ekkert eitt
stórt verkefni, sem bíður eftir því
að verða meðhöndlað. Við þurfum
smátíma til að komast í gang.“
Halldór sagði að sú gagnrýni ætti
ef til vill rétt á sér, að um of hefði
verið einblínt á nýtt álver í Eyja-
firði, en minna á aðra kosti í atvinnu-
málum. „Það er auðvelt að segja
slíkt, ekki sizt núna, þegar þessi
ákvörðun liggur fyrir,“ sagði Hall-
dór. „Ég geri ráð fyrir að ýmsir segi
að það hefði átt að vinna miklu
meira í þessu álmáli og hafa þá trú
,að þá hefðu kannski verið meiri líkur
á að það kæmi. Ég er samt sem
áður ekki viss um að svo sé. Ég
held að það hafi verið unnið tiltölu-
lega markvisst. Ég viðurkenni það
reyndar að það hefði hugsanlega
mátt hafa eitthvað fleira inni í mynd-
inni samhliða, þótt smærra væri.“
Isak Ólafsson, sveitarstjóri á
Reyðarfirði, sagði að á fundinum
með ráðherra og Atlantsáls-mönnum
hefði Austfirðingum verið skýrt
formlega frá staðarvalinu og þeim
þökkuð sú vinna, sem þeir hefðu
lagt í málið. „Við getum tæplega
verið sáttir við þessa niðurstöðu, af
því að við stefndum að því að fá
álverið," sagði hann.
Aðspurður hvað myndi gerast
næst í atvinnumálum Áustfírðinga,
sagði ísak ljóst að á næstu vikum
yrði að taka upp viðræður við iðnað-
arráðuneytið um aðgerðir sem mið-
uðu í þá átt að sporna við fólks-
flótta úr fjórðungnum. Aðspurður
hvort áfram væri stefnt á stóriðju
af einhveiju tagi, sagði ísak það
ekki vera. „Þetta er bara spurningin
um að skapa fleiri atvinnutækifæri
í fjórðungnum, sem styrkja stöðu
hans gagnvart Suðvesturhorninu,"
sagði hann.
3 eignarhaldsfélög
stofnuð um álverið
Iðnaðarráðuneytið sendi í
gær frá sér eftirfarandi frétt
um staðarval og staðfestingu
samningsáfanga i álsamning-
unum:
Inngangur
í dag staðfestu iðnaðarráð-
herra og samninganefnd Atlant-
sálsfyrirtækjanna mikilvægan
áfanga í samningaviðræðunum
um nýtt álver á Islandi, sem rísa
mun á Keilisnesi.
Þar er Ijallað um framvindu
samningsgerðarinnar, staðsetn-
ingu álversins og atriði varðandi
aðalsamning, orkusamning og
hafnar- og lóðarsamning. Þá er
staðfest málsmeðferð varðandi
útgáfu starfsleyfis. Er þannig
lagður grundvöllur að frumvarpi
til laga um nýtt álver og þing-
legri meðferð málsins nú í haust.
Hafa ber í huga að með stað-
festingu þessa áfanga í samning-
unum er ekki verið að semja end-
anlega um byggingu álvers hér á
landi. Þar er hinsvegar lýst meg-
inskilmálum sem lagðir verða til
grundvallar við hina endanlegu
samningsgerð og við samningu
frumvarps til heimildarlaga.
Stefnt er að afgreiðslu slíkra
heimildarlaga fyrir árslok. Loka-
ákvarðanir stjórna Atlantsálsfyr-
irtækjanna munu liggja fyrir á
fyrsta ársfjórðungi 1991. Þá
gefst stjórnvöldum kostur á að
leggja lokamat á málið og ákveða
hvort samningsheimildin verður
nýtt.
Stofnun félagsins, stjórn,
gildistími aðalsamnings o.fl.
Gert er ráð fyrir að stofnsett
verði þrjú eignarhaldsfyrirtæki
Atlantsálsaðilanna hér á landi
sem eigi hlutabréf í Atlantsáli
hf., en það verður eigandi ál-
bræðslunnar á Keilisnesi.
Aformuð er skiþun sérstakrar
ráðgjafarnefndartil að ræða sam-
eiginleg hagsmunamál aðila á
jafnréttisgrundvelli, jafnframt því
sem Islendingar munu eiga full-
trúa í stjórn Atlantsáls hf,
Miðað er við að fyrirtækið verði
starfrækt sem bræðslusamlag,
þ.e. það umbreyti súráli í ál gegn
endurgreiðslu alls bræðslukostn-
aðar, en án þess að bræðslan eigi
hráefni eða unnið ál.
Fjallað er sérstaklega um rétt
innlendra aðila til verktöku og
þjónustu fyrir félagið. Tryggður
verður réttur íslenska ríkisins til
að ráðstafa allt að 5% af fram-
leiðslu félagsins vegna frekari
úrvinnslu hér á landi á þess veg-
um eða þriðja aðila.
Islensk lög verða ráðandi um
túlkun og framkvæmd samning-
anna og úrskurður deilumála mun
heyra undir íslenska dómstóla eða
gerðardóm samkvæmt íslenskum
gerðardómslögum.
Gildistími aðalsamningsins
verður 25 ár með rétti til fram-
lengingar um 5 ár í senn í tvö
skipti. Verði sá réttur nýttur yrði
gildistími aðalsamnings 35 ár.
Skattamál
Umsvif Atlantsálsfyrirtækj-
anna hér á landi verða skattlögð
sem um eina heild væri að ræða
og munu grundvallarreglur
íslensks skattaréttar gilda um
skattlagninguna. Eignarhaldsfé-
lögin munu ekki njóta skattfrest-
unar- eða skattlækkunarheimilda
íslenskra skattalaga, en munu
greiða 30% virkan tekjuskatt af
breiðari stofnj.
Tekjuskattur verður lagður á
áætlaðar tekjur samkvæmt um-
sömdum reiknireglum. Greiddur
verður sérstakur skattur af heild-
arveltu álbræðslunnar og Atlant-
sál hf. mun greiða fasteignagjöld
af umsömdu fasteignarmati með
afslætti fyrstu fjögur árin. Um
þetta meginatriði er samkomulag
við viðkomandi sveitarfélög.
Endurskoða má skattlagningu
Atlantsáls í samræmi við ákvarð-
anir Alþingis um að leggja á nýja
skatta hér á landi. Einnig er gert
ráð fyrir að Atlantsálsfyrirtækin'
geti á samningstímanum valið að
verða skattlögð að öllu leyti í
samræmi við íslensk lög, en sérá-
kvæði aðalsamningsins og heim-
ildarlaganna um skattamál falli
þar með niður.
Lausn deilna um skattlagningu
skal heyra undir íslenska dóm-
stóla. Hafí deila um skattlagn-
ingu veruleg áhrif á framkvæmd
aðalsamningsins, verður heimilt
að vísa deilum til gerðardóms-
meðferðar samkvæmt íslensku
gerðardómslögunum.
Orkuverð
I tengslum við samkomulagið
var undirrituð stutt bókun um
meginniðurstöðu viðræðna um
orkusamning sem ráðgerður er
milli Landsvirkjunar og Atlant-
sálsaðilanna.
Samkvæmt þessari bókun
verður orkuverðið ákveðið hlut-
fall af álverði. Veittur verður af-
sláttur af verðinu fyrstu árin, þ.e.
1994-1996, með ákveðnum efri
og neðri mörkum. Orkuafhending
heijist 1994 og taki til um það
bil 3.000 GWh á ári með 90%
orkunnar sem forgangsorku.
Kaupskylda verði af hálfu Atlant-
sáls á 90% af forgangsorkunni.
Endanlegur orkusamningur mun
innihalda grein um endurskoðun-
arrétt. Orkusamningurinn mun
verða til 25 ára og skal Atlantsál
hafa rétt til að framlengja samn-
inginn tvisvar sinnum um 5 ár í
hvort sinn.
Staðsetning, lóð, höfn o.fl.
Samkomulag hefur orðið um
að álverið rísi á Keilisnesi á
V atnsley suströnd.
Meginatriði hafnar- og lóðar-
samnings voru staðfest í sérs-
takri bókun milli hlutaðeigandi
sveitarfélag og Atlantsálsaðil-
anna. Þar er gert ráð fyrir að
höfn fyrir álverið verði á vegum
Atlantsáls hf. sem byggi höfnina
og reki en með afnotarétti ann-
arra iðnfyrirtækja, ef stofnuð
verða, í nágrenni verksmiðjunnar.
Þá skuldbinda sveitarfélögin sig
til að veita Atlantsáli almenna
þjónustu á kostnaðargrundvelli.
Starfsleyfi og umhverfismál
I samkomulaginu er gert ráð
fyrir að álbræðslan verði byggð
á nýjustu tækni við mengunar-
varnir við framleiðslu og steypu
á áli. Alverið á Keilisnesi verður
frá sjónarmiði umhverfisverndar
í fremstu röð álvera í heiminum.
Atlantsálsfyrirtækin þrjú eru
þekkt fyrir góðar mengunarvarn-
ir í verksmiðjum sínum.
I samræmi vð samkomulag
aðila frá í júní er staðfest að
Atlantsálsaðilarnir hafi lagt fram
umsókn um starfsleyfí og að
umsóknin verði til umfjöllunar og
útgefin í samræmi við ákvæði
íslenskra laga og mengunaivarn-
arreglugerðar.
Starfsleyfi verði útgefið og
gildi til jafnlengdar aðalsamningi,
þ.e. allt að 35 ár.
Endurskoða megi leyfið ef til-
teknar aðstæður koma til.