Morgunblaðið - 05.10.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 05.10.1990, Síða 36
36. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) ** >ú getur glaðst yfir því að sam- band þitt við náinn ættingja eða vin batnar á næstunni. Þér geng- ur vel.í viðskiptum núna, en ein- hver þeirra sem þú umgengst er ekki aliur þar sem hann er séður. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er óráðlegt að vænta sér mikils af daðri. Sumir láta óör- yggi út af persónulegum málefn- um hafa neikvæð áhrif á afköst sín í starfi. Kvöldið verður ánægjulegt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Taktu enga áhættu í Qármálum. Hugmyndaflugið ber þig ofurliði í rómantíkinni núna. Notaðu frítíma þinn á uppbyggjandi hátt. Krabbi (21. júní - 22. júlf) HIB Farðu að finna vini þína. Einhver misskilningur verður í ástarsam- bandi þínu. Þú getur breytt því sem þú vilt breyta núna. Láttu vitið en ekki tilfinningarnar ráða ferðinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér bjóðast ný tækifæri í vinn- unni, en það reynist þér erfitt að halda fullri athygli við hversdags- störfin. Hikið getur orðið þér fjöt- ur um fót í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) CB-*1 Þér bjóðast óvæntir ferðamögu- leikar. Þig langar til að hjálpa einhveijum sem er i peningavand- ræðum, en þér er ráðlegast að blanda fjármáium þínum ekki í málið. Forðastu tiifinningalega og peningalega áhættu. (23. sept. - 22. október) Þér finnst ættingi þinn haga sér undarlega núna. Farðu varlega með krítarkortið í dag. í kvöld langar þig að gera eitthvað óvenjulegt og skemmtilegt. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Ekki er allt sem þú heyrir í dag sannieikanum samkvæmt. Ógn- vekjandi fréttir kunna að reynast orðasveimur einn. Maki þinn kemur þér skemmilega á óvænt í kvöld. Bogmaöur (22. nóv. — 21. desember) Vinur þinn kann að valda þér vonbrigðum í peningamáJum. Þú tekur aukinn þátt í hópstarfi næstu vikumar. Þér miðar vel áfram í vinnunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Sjálfstæði þitt kann að vinna á móti þér i viðskiptum í dag. Var- astu hvers konar fljótræði. I kvöld ættirðu að sækja mannfundi og slaka á. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Ráð sem þú fætð í dag getur ieitt þig á viliigötur. Samskipti þín við annað fólk eru ekki eins góð og þau gætu verið. Þú gerir jákvæðar breytingar heima fyrir í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Blandaðu geði við fólk, því að maður er manns gaman. Þú verð- ur að hafa gott yfirlit yfir fjár- mál þin svo að hlutimir séu ekki alltaf að koma þér á óvart. AFMÆLISBARNIÐ verður að vera sívinnandi tii að vera ánægt. Það er líklegt til að leita víða fyrir sér áður en það ákveður lífsstarf sitt Það getur auðveld- lega náð góðum árangri á sviði lögfræði og leikiistar, en ætti að varast að láta óeirðina leiða sig til þess að gera breytingar breyt- inganna vegna. Því iíkar lífið best þegar allt er á fuliri ferð, en nær sér best á strik þegar það hefur róast. Stjomuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI UÓSKA VOU D0NT MAVE TO 5AV, V'L0U5V FIR5T 5ERVE " 8- IB Þú þarft ekki að segja: „ömurleg uppgjör*. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson MARMIC sagnkerfíð hefur fyrir löngu gengið sér til húðar. Ein hugmynd lifði þó af og var tekin upp í Roman-laufínu og síðar Precision. Það eru opnanir á tveimur sem sýna 3-lita hend- ur. Á EM 1952, fengu höfundar kerfisins, ítalimir Mario Franco og Michele Giovine, tækifæri til að beita vopninu í leik gegn Norðmönnum. Austurgefur, enginn á hættu. Norður ♦ KIO VD106543 ♦ ÁK6 + 86 Vestur Austur + 632 V87 ♦ 98 + K109732 li + ÁG54 VÁKG92 ♦ D1032 + Suður + D987 V- ♦ G754 ♦ ÁDG54 Vestur Norður Dobl Pass Austur Suður 2 lauf 3 lauf Pass Pass Útspil: tígulnía. Opnun austurs á 2 laufum sagði frá 3-lita hönd og 12—16 punktum. Norðmaðurinn Rarik Halle var nokkuð djarfur að skella sér inn á þremur laufum, sem virðast svona fljótt á litið, fara einhveijar milljónir niður. En það er fljótt á litið. Það er raunverulega gerðist var þetta: Halle drap á tígulás og spilaði spaðakóng. Austur tók á ásinn og skipti yfír í hjarta, sem Halle trompaði. Hann lagði niður spaðadrottningu og trompaði spaða. Stakk síðan hjarta heim og spilaði tígli á kóng. Halle hafði nú fengið 6 slagi og átti ÁDG eftir í trompi. Vestur var hins vegar altrompa og varð að drepa hvem slaginn á fætur öðmm af makker sínum og spila upp í trompgaffal suðurs. Níu slagir, en sagnvenjan lifir sem sagt enn, þrátt fyrir allt. Umsjón Margeir Pétursson Á Interpolis stórmótinu í Til- burg um daginn kom þessi staða upp í skák hinna kunnu stórmeist- ara Yasser Seirawan (2.635), Bandaríkjunum og Jan Timman (2.660), Hollandi, sem hafði svart og átti leik, Seirawan er kunnur fyrir vamartækni sína, en hér hefur hann blásið til sóknar á kóngsvæng. Það hlutverk fer hon- um ekki eins vel, sem sjá má nær Timman óvæntri gagnsókn: 21. - Hxg2+! 22. Kxg2 - Db2+, 23. Kg3 - Rh5+, 24. Dxh5 - gxh5 og svartur vann auðveld- lega, úrsiitin í Tilburg urðu mjög óvænt: 1-2. Kamsky (16 ára) og Ivanchuk (21 árs) 8 ’/z v. af 14 mögulegum, 3. Gelfand (22ja ára) 8 v., 4. Short 7Vi v., 5—6. Anders- son og Timman 6 ’A v., 7. Nikolic 6 v., 8. Seirawan 4 ‘A v. Þeir Ivanchuk og Gelfand era nú jafnir í þriðja sæti alheims- stigalistans á eftir Kasparov og Karpov, en árangur Kamskys kom gífurlega á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.