Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
37
Pétur Valdimar
Sævarsson — Minning
Fæddur 19. september 1964
Dáinn 28. september 1990
I dag er til moidar borinn elskuleg-
ur frændi okkar, Pétur Valdimar,
sem lést í bílslysi í Perth í Astralíu
28. september sl.
Upp í hugann koma minningar um
lítinn, ljóshærðan, íjörugan dreng,
sem kom inn á heimili foreldra okk-
ar, ásamt móður sinni, aðeins 8
mánaða garrrall.
Við minnumst stundanna þegar
hann sat fyrir framan plötuspilarann
og spilaði hveija plötuna á fætur
annarri og söng með. Við minnumst'
líka sólskinsdaganna þegar hann var
kominn út í sandkassa kl. 7 á morgn-
ana á náttfötunúm einum saman.
Pétur fluttist til Astraiíu ásamt
móður sinni, stjúpföður og systur
árið 1970, tæplega sex ára gamall.
Við vitum ekki hvað hefur verið í
huga lítils drengs, en það hefur
ábyggilega verið erfitt að setjast á
skólabekk í fyrsta sinn í framandi
landi og heyra aðeins framandi
tungu.
Pétri auðnaðist aðeins einu sinni
að koma aftur til Islands á þessum
20 árum, en við vitum að hugur
hans stefndi til Islands.
Elsku Maggý systir, Grétar, Elísa-
bet og Jonni, við biðjum almáttugan
guð að gefa ykkur styrk í ykkar
miklu sorg.
Minningin um góðan dreng lifir.
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak i arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’ í hendur.
Foldin geymi fjötur sinn.
Faðir lífsins, Drottinn minn,
hjáipi mér í himin þinn
heilagur máttur, veikum sendur.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’ í hendur.
(Sig. Jónsson frá Arnarvatni)
Guðný, Gógó, Guðrún
(Hjólabrettabúðin)
SKÓLA VÖRÐUSTÍG 17b SÍMI 628260
PACER, SANTA CRUZ, POWELL PERALTA, H-STREFF o.f I.
Bretti, plötur, hjól, öxlar, bolir, hjólmar, hlífar o.fl. o.fl.
ÖRNINNU HJÓLABRETTADEILD
NÚ ER TIL MIKILS
AÐ VINNA!
Vertu meö í verölaunasamkeppni norrænu krabba-
meinsfélaganna um aö hætta aö reykja!
Fáðu þér upplýsingabækling með eyðublaði fyrir
þátttökutilkynningu, fylltu þaö út og settu ófrímerkt
í póst í síöasta lagi 15. október. Þann dag byrjar þú
fjögurra vikna líf án tóbaks og átt möguleika á glæsi-
legum verölaunum.
Bæklinginn færðu í apótekum,- á heiIsugæslustöðv-
um, á bensínstöðvum Olís og Shell, í Kringlunni og
mörgum stórverslunum, hjá Krabbameinsfélaginu og
víðar.
C Krabbameinsfélagið
■ Landsbanki
íslands
AUK k88d99-76