Morgunblaðið - 05.10.1990, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1990
43
Áning hjá formanni Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
FERÐALÖG
Sendiherra-
hjón
skoða landið
Bandarísku sendiherrahjónin
Charles og Sue Cobb hafa
mikinn áhuga á að kynnast landi
og þjóð. Fyrir skömmu riðu þau
ásamt fjallabændum, Þorsteini
Pálssyni og konu hans Ingibjörgu
Rafnar fram hjá 23 fossum Skógár
og yfir Fimmvörðuháls, en þaðan
var gengið í Þórsmörk. Ferðin
heppnaðist hið besta. Voru sendi-
herrahjónin hrifin af því sem fyrir
augu bar, ekki síst Sue Cobb, en
hún er þaulvön fjallgöngu og hefur
meðal annars klifið fjöll í Himalaya-
fjallgarði.
Ferðalangarnir við skálann á Fimmvörðuhálsi.
Charles Cobb og Ingibjörg
Rafnar, eiginkona Þorsteins
Pálssonar.
David Lynch
EMMY-VERÐLAUNIN
„Fáránleik-
inn höfð-
aði ti! mín“
Emmy-verðlaunin voru af-
hent eigi alls fyrir löngu í
Banda ríkjunum. Fyrir afliend-
inguna var margbent á að sjón-
varpsþáttaröðin „Twin Peaks“
eftir leikstjórann David Lynch
og framleidd af Propaganda
Films væri tilnefnd til 14
Emmy-verðlauna livorki meira
né minna. Það væntu þess marg-
ir, að „Twin Peaks“ rnyndi vinna
eftirminnilegan stórsigur. Raun-
in varð önnur, Lynch fékk tvær
minni háttar viðurkenningar,
engin Emmy-verðlaun.
Lynch hafði á orði eftir at-
höfnina, sem haldin var með t.il-
heyrandi pomp og pragt, að hon-
um hefði fundist samkvæmið æ
, fáránlegra el'tir því sem leið á
kvöldið. Þegar Ijóst var að TP
fengi engin Emmy-verðlaun
hefði honum verið efst í huga
hversu glæsilegur ósigur sinn
væri. „En loks fór um mig þægi-
leg tilfinning. Þetta var eins og
leikhús fáránleikans og fárán-
leiki höfðar verulega til mín. Því
var mér lífsins ómögulegt að
fara í fýlu út af þessu,“ sagði
Lynch.
TILBREYTING
Paula Abdul
reynir fyrir
sér í
leiklistinni
Paula Abdul er ein helsta stjarna
dans- og tónlistar geirans
vestur í Hollywood, en nú vill hún
reyna fyrir sér í leiklistinni. Fram-
leiðendur og leikstjórar hafa lengi
hvatt hana til að gefa kost á sér
í eitthvert hlutveririð, en ungfrúin
hefur til þessa viljað festa sig í
sessi í sínu fagi. Nú trónir hún þar
á toppnum og sæti hennar þar verð-
ur vart af henni tekið.
Ungfrú Abdul hefur valið að
leika aðalkvenhlutverkið í róm-
antískri grínmynd sem heitir „Sing-
les“. Kaus hún handritið umfram
Paula Abdul
önnur vegna þess að hvergi í því
er ætlast til þess að hún syngi eða
dansi. Hún vill sem sé einangra sig
alveg frá fagi sínu og reyna eitt-
hvað nýtt. Leikstjóri verður Camer-
on Crowe, en Warner Bros. standa
að gerð myndarinnar sem verður
frumsýnd síðla á næsta ári. Crowe
segist þess fullviss að Abdul sé
mikið efni í leikkonu, hún geti allt,
sama hvað það heitir ...
COSPER
Nei, mér leiðist ekki upplestur þinn, ég er alls ekki að
hlusta.
Aöeins7
soludaaar eftir
&
Latio ekki
hepp úr hendi
s
Frm Kai
Myndbandahorn
BILDSHOFÐA10
Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtækja hefur stórút-
sölumarkaðurinn svo sannarlega slegið í gegn og stendur undir nafni.
STEINAR hljómplötur - kassettur; KARNA-
BÆR tískufatnaður herra og dömu; HUMMEL
sportvörur alls konar; VINNUFATABÚÐIN
fatnaður; PARTÝ tískuvörur; BOMBEY barna-
fatnaður; SAUMALIST alls konar efni;
SKÆÐI skófatnaður; BLÓMALIST blóm og
gjafavörur; STÚDÍÓ fatnaður; THEÓDÓRA
kventískufatnaður; SKÓVERSLUN FiÖL-
SKYLDUNNAR skór á alla fjölskylduna;
SONJA fatnaður; HENSON sportfatnaður;
KAREN fatnaður; FATABÆR fatnaður;